Morgunblaðið - 03.05.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.05.1966, Qupperneq 5
pnojuctagur o. mai 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 SHNNI II* BOKCINNI rir -K EIN höfuðstoð nútíma- borgar er rafmagnið. Það er orðið svo nátengt dag- legu lífi manna, að flestir taka það sem sjálfsagðan hlut, og veita því litla eða enga athygli — fyrr en raf- magnslaust verður. Þá opn ast augu manna skyndilega fyrir því, hversu geysi- miklu hlutverki rafmagn- ið gegnir, en sem betur fer gerist það orðið örsjald an að menn séu minntir á rafmagnið með rafmagns- leysi. Tæknin hefur séð fyrir því eins og fleiru. Sá aðili, sem sér um raf- magnið til Reykvíkinga og ná- grannabyggðarlaga er Raf- magnsveita Reykjavíkur. — Grein sú, sem hér fer á eftir Varastöðin við Elliðaár. Vnnið er að því að stækka hana úr 7,500 í 19,000 KW. Viðbótin sést t.v. á myndinni. Eldavélar valda rafmagnsálaginu Rafmagnsveita Reykjavíkur annast orkudreifingu til nær helmings landsmanna um starfsemi Rafmagnsveit- unnar, er byggð á Upplýsing- um frá rafmagnsstjóra og deildarstjóra veitukerfis- deildar. Landsvirkjun tckur við Sogsmannvirkjum Frá upphafi og til sl. ára- móta annaðist Rafmagnsveita Reykjavíkur rekstur Sogs- virkjananna auk stöðvanna tveggja við Elliðaár, gömlu vatnsaflsstöðvarinnar og vara stöðvarinnar (toppstöðvarinn- ar svonefndu). Um áramótin varð sú breyting á að Lands- virkjun, sem er að hálfu í eigu Reykjavíkurborgar, yfir- tók rekstur allra mannvirkja Sogsvirkjananna. Rafmagns- veitan annast þó enn rekstur og viðhald á Sogslínunum báðum og mun gera enn um hríð. Varastöðin við Elliðaár, sem verið hefur í eigu Rafmagns- veitunnar, verður væntanlega komin í umsjá Landsvirkjun- ar síðar á þessu ári, er stækk- un þeirri, sem unnið er að, verður lokið. Nú er unnið að því að stækka Varastöðina úr 7,500 KW í 19,000 KW. Varastöðin er olíukynt, og var tekin í notkun á árinu 1948. Stækk- un stöðvarinnar er nauðsyn- leg vegna þess að fyrirhuguð Búrfellsvirkjun kemur ekki í gagnið fyrr en í fyrsta lagi haustið 1968, og að auki er stækkunin nauðsynleg til þess að stöðin geti gegnt hlutverki sínu sem varastöð, ef bilanir eða truflanir verða á línum eða stöðvum austan fjalls. f athugun er og, að Lands- virkjun taki gömlu Elliðaár- stöðina á leigu. Hins vegar er stefnan sú, að Rafmagns- veita Reykjavíkur taki síðar- meir aftur við mannvirkjun- um við Elliðaár og kaupi ork- una síðan af Landsvirkjun við borgarmörkin, líklega nálægt Geithálsi, en það verður þó ekki fyrr en Landsvirkjun hefur byggt aðal orkuveitu- línu sína að austan. Orkuveitusvæðið Orkuveitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes- hrepp, Kópavog, Garðahrepp að hluta, Mosfellshrepp og Kjalarneshrepp. Mannfjöldi á orkuveitusvæðinu var um sl. áramót um 91,400, eða nær helmingur landsmanna. Á sl. 4 árum hefur mannfjöldinn á orkuveitusvæðinu aukizt um tæp 10%, en hins vegar hef- ur orkunotkun aukizt um 19% á sama tíma. Árið 1963 voru þær breyt- ingar gerðar á rekstri Raf- magnsveitunnar að áætlana- deild og framkvæmdadeild voru sameinaðaðar í eina deild, veitukerfisdeild og sam- tímis var stofnuð innkaupa- og birgðadeild. Á sl. fjórum árum hefur starfsfólki Rafmagnsveitunnar fækkað um 30 manns, þrátt fyrir mjög aukna starfsemi og má rekja það til breytts skipu- lags og hagræðingar, svo og til aukinnar útboða á verk- legum framkvæmdum. Um sl. áramót voru fastráðnir starfs- menn Rafmagnsveitunnar 193, en lausráðnir 89. Eldavélarnar valda mestu álagi Menn skyldu ekki ætla það, en svo er þó, að það eru elda- vélar húsmæðra sem mestu álagi valda hjá Rafmagnsveit- unni á hverju ári. Um sl. ára- mót töldust um 22,500 elda- vélar á orkuveitusvæðinu og hafði þeim þá fjölgað um 3,200 á undangengnum fjór- um árum. Mesta rafmagns- álagið á árinu er jafnan á að- fangadag jóla, um það leyti er jólaeldun stendur yfir, og það þrátt fyrir að fyrirtæki, mesta sem mikið rafmagn nota, eru þá yfirleitt ekki starfandi. Sennilega er rafmagnseldun meiri hér en í flestum öðrum löndum veraldar, og veitu- kerfið hefur orðið að byggja þannig að það stæðist þessa raun. Þess ber þó að geta, að tekizt hefur hin bezta sam- vinna með húsmæðrum og Rafmagnsveitunni á síðustu árum. Hefur Rafmagnsveitan hvatt húsmæður með auglýs- ingum til þess að dreifa eld- uninni á aðfangadag svo sem tök væru á, og hefur þetta borið mjög góðan árangur. — Hins vegar eru jafnhliða jóla- elduninni í sambandi aragrúi ljósapera — og mætti lækka álagið mikið með því að kveikja ekki á þeim fyrr en t.d. kl. 18 á aðfangadags- kvöld. Framkvæmdir Að undanförnu hefur verið unnið að byggingu nokkurra aðveitustöðva, t.d. í Háaleiti og í Kópavogi. Eru þær full- byggðar að heita má, og verða teknar í notkun á þessu ári. Aðveitustöðvar eru eins kon- ar aðalspennistöðvar, sem taka við mikilli orku og dreifa henni milli minni spenni- stöðva eða dreifistöðva í hin- um ýmsu hverfum. Þá er að ljúka uppsetningu aðveitustöðvar við Vífils- staði, sem mun sjá Garða- hreppi fyrir orku, enda verð- ur gamla Vífilsstaðalínan lögð niður á þessu ári. Hún hefur verið ótrygg í slæmum veðr- um, enda orðin mjög gömul. Nýja aðveitustöðin verður tengd við Hafnarfjarðarlín- una. Þá hafa fjölmargar dreifi- stöðvar verið settar upp, eða alls 57 á sl. 4 árum. Nemur sú aukning 26%. Varðandi útistöðvarnar, sem mörgum hefur þótt lítil prýði að, hefur verið unnið að lag- Her er verið að tengja 30,000 volta aðveitustreng. * IÍR B rjTTjijpppgjj BORGIXMI 1)1 BORGI Wl færingum á þeim, og ennfrem- ur að því að byggja í stað þeirra steinsteyptar stöðvar. Geta má þess, að allar hin- ar nýju dreifistöðvar eru með 380 volta dreifispennu, sem eykur flutningsgetu kerfisins og tryggir betri spennu. Heimtaugar, götulýsing o.fl. Mjög hefur verið aukið við jarðstrengjakerfið að undan- förnu og ennfremur hefur verið unnið að því að taka niður gamlar loftlínur, sem enn eru í nokkrum eldri hverf um. Má segja, að því verki muni ljúka jafnhliða gang- stéttagerð. Heimtaugum hefur fjölgað úr 11,121 í 12,424 á sl. 4 ár- um og jafngildir það 326 heimataugum á ári. Þá hefur götulýsing og auk- izt mjög á sl. 4 árum. Hefur ljóskerum fjölgað úr 6,100 í 7,850 og nemur sú aukning 28%. Kvikasilfursperur hafa verið notaðar í þessa aúkn- ingu, en glóperum hefur fækk að, enda eru þær endingar- litlar og dýrar í viðhaldi. Þá hefur allur tækjakostur Raf- magnsveitunnar verið mjög endurbættur, og álagsmæling- ar hafa verið auknar til þess að tryggja meira rekstrar- öryggi. Nýjung: Möskvakerfi Á undanförnum árum hefur Rafmagnsveitan lagt í einu borgarhverfanna, það er Múla- Mýrahverfi, svonefnt möskva- kerfi, en það er samtengt jarðstrengjakerfi með nokkr- um tengiskápum í gangstétt- um. Er kerfi þetta til þess ætlað að bilanir verði miklu umfangsminni og spenna jafn- ari. Þetta kerfi er nýjung hér á landi, og verður það væntan- lega tengt síðar á 'þessu ári. Búast má við að þetta kerfi verði tekið upp víðar, e.t.v. í miðbænum, ef reynslan af því verður góð. Hvað er framundan? Rafmagnsveitan undirbýr nú byggingu dreifimiðstöðvar við Elliðaár, og verður þar einnig til húsa stjórnsalur fyr- ir allt veitukerfið. Verður bygging hússins hafin á þessu ári, og mun ljúka á næsta ári. Þá er því ekki að leyna, að Rafmagnsveitan hefur hug á því að reisa sér bækistöð fyr- ir starfsemi sína í borgarland- inu, enda er húsnæði verk- stjórnar og birgðavörzlu mjög ábótavant. Athuganir á þessu máli eru þó á frum- stigi. Unnið verður stöðugt áfram að þvi að endurbæta veitu- kerfið, svo og að aukinni lýs- ingu gatna. Varðandi hið síð- arnefnda verður í stórum dráttum fylgt gatnagerðar- farmkvæmdum. Rafmagn er tvímælalaust einhver ódýrustu gæði, sem okkur veitast. Meðalorkuverð hér í Reykjavík er svipað og í sambærilegum borgum í Svíþjóð og Danmörku — en í Noregi er orkuverð verulega lægra eins og kunnugt er. — Það er fróðlegt að gera sér grein fyrir því, að meðal-raf- orkukostnaður fjölskyldu í Reykjavík á hverjum mánuði jafngildir um þriðjungi þess, sem einn maður eyðir í sígar- ettur á sama tíma (miðað við einn pakka á dag)! Hinar miklu framkvæmdir í borgarlandinu og nágrenni hafa valdið óhemjuskemmd- um á jarðstrengjum Rafmagns veitunnar. Þetta hefur orsak að straumleysi, mikil fjárút- lát og hvers konar óþægindi. Vinnuafl er af skornum skammti en viðgerðir tíma- frekar — og kerfið aldrei jafn Framhald á bls. 25. GIWI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.