Morgunblaðið - 03.05.1966, Qupperneq 6
6
MORGU NBLAÐIÐ
T Þriðjadagur 3. maí 1966
Klæðum og gerum við
bólstruð húsgögn. 1. flokks
vinna. Sækjum og sendum.
Valhúsgögn, Skólavörðu-
stíg 23. Sími 23375.
Góður 5 manna bíll
til sölu. Uppl. í síma 51310
eftir kl. 4 á daginn.
Mulið brunagjall
Sími 14, Vogum.
Trésmíði
Vinn allsk. innanhúss tré-
smíði í húsum og á verkst.
Hef vélar á vinnustað. Get
útvegað efni. Sanngjörn
viðskipti. Sími 16305
Skrifstofuhúsnæði
til leigu í miðbænum, um
130 ferm., á tveim hæðum.
Til’b. merkt: „Garðastræti
9187“ leggist inn á afgr.
Mbl. fyrir 7. þ.m.
Trésmið vantar
2ja—3ja herb. fbúð í Rvík
eða Kópavogi. Standsetn-
ing á íbúð gæti komið til
greina. Reglusemi áskilin.
Upplýsingar í síma 40894.
íbúð óskast
Fullorðin hjón óska eftir
1—2 herb. fbúð sem fyrst.
Vinsarhl. hringið í síma
23103.
Íbúð óskast
2ja—3ja herb. íbúð óskast.
Þrennt fullorðið í heimili.
Reglusemi: Góð umgengni.
Vinsamlegast hringið í
síma 22939.
Sönderborgar- garn
er vinsælasta danska gam-
ið, fæst í 5 gerðum og
miklu litavali.
Hof, Laugavegi 4.
Parley-gam
er nýtt á markaðnum hér,
fæst aðeins hjá okkur.
Hof, Laugavegi 4.
Skútugarn
10 tegundir í ótal litum,
allt frá fínasta vélprjóna-
garni í grófasta handprjón.
Hof, Laugavegi 4.
Rya-teppi
Rya-púðar
Rya-strammar
Rya-garn
margar gerðir.
Hof, Laugavegi 4.
Íbúð óskast
3ja—4ra herb. fbúð óskast
sem fyrst. Þrennt í heimili.
Upplýsingar í síma 22150.
Fjölritun — vélritun
Bjöm Briem
Sími 32660.
A T H C G I Ð
Þegar miðað er við útbreiðslu,
ei langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
blöðum.
*
l)r riki náttúrunnar
OG við höldum áfram að sýna ykkur stærðina á fomaldarskepnun-
um. Hér birtist mynd af risabeltisdýri, sem hefur villzt inn á
tjaldstæði, og er snöggt uro stærra en Fólksvagninn. Fullorðna
fólkinu stendur ekki á sama, en strákurinn kærir sig kollóttan og
fær sér eina ,rsalibunu“.
Sumstaðar í Suður-Ameríku nota Iníánarair steingerðar bryn-
skálar þessara foraaldardýra sem kofa. Hvað myndi okkar Hús-
næðismálastjóra segja við því? Skyldu slíkir kofar verða veðhæfir?
2. apríl voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Auðuns
ungfrú Maria Ingibergsdóttir og
Sturla Snorrason. (Ljósm.: Loft-
ur h.f. Ingólfsstræti 6).
Gefin hafa verið saman I
hjónaband af séra Jóni Auðuns
ungfrú Ragnhildur Þóroddsdótt-
ir, símast. Birkimel 8A, og
Andrés Fjelsteð Sveinsson, sím-
virki, Suðurgötu 18. þau eru
stödd á Spáni.
Á páskadag opinberuðu trúlof
un sína ungfrú Svanhildur Gunn
arsdóttir, Búðamesi, Hörgardal,
og Magnús Lárusson, Hörgslands
koti Síðu, V-Skaft.
Blöð og tímarit
Heimilisblaðið SAMTÍBIN
Maíblaðið er komið út, mjög
fjölbreytt að vanda, og flytur
þetta efni: Gripdeildir í kjör-
búðum (forustugrein). Viðhorf
sextugs kennimanns eftir séra
Þorgrím V. Sigurðsson. Hefurðu
heyrt þessar? (skopsögur).
Kvennaþættir eftir Freyju. Þá
er greinin: Offita boðar dauða.
Framhaldssaga: Bandamaður
dauðans. Greinin: Seinasti kon-
ungurinn í Hollywood (Spencer
Tracy). Guðmundur Arnlaugs-
son skrifar greinaflokk sinn:
Skáldskapur á skákborði. Árni
M. Jónsson skrifar bridgeþátt.
Ingólfur Davíðsson skrifar grein,
sem nefnist: í mýrinni. Enn-
fremur eru: Skemmtigetraunir,
stjörnuspá fyrir maímánuð, Ásta-
grín, grein um erlendar bækur,
sígildar náttúrulýsingar, þeir
vitru sögðu o.fl. Ritstjóri er Sig-
urður Skúlason.
Áheit og gjafir
XU Háteigskirkju: GuðriSur Finn-
bogad 3000; H.E. 3000; Jónas Jónsson
5000. Beztu þakkir J. P.
>í- Gengið
Reykjavik 28. april 1966.
1 Sterllngspund .... 120.04 120.34
1 Bandar. dollar ..... 42,95 43.06
1 Kanadalollar _ 39.92 40.03
100 Danskar krónur . 621,56 623,15
100 Norskar krónur . 600.60 602.14
100 Sænskar krónur . 834,65 836,80
100 Flnnsk mörk _ 1.335.20 1.338.73
100 Fr. frankar ___.... 876.18 878.42
100 Belg. frankar .. 86,22 86,44
100 Svissn. frankar. 993,10 995,65
100 Gyllíni ____ 1.184,00 1.87,06
100 Tékkn krónur ... 596.40 598.00
100 V.-þýzk mörk .. 1.069,40 1.072,16
100 L,írur ............ 6.88 6.90
lOOAustur. sch....... 166,18 166,60
100 Fesetar .......... 71,60 71,80
Spakmœli dagsins
Dvergurinn sést lengur en
risinn, ef hann stendur á herðum
risans.
— Coleridge.
fRÉTTIR
Skaftfellingafélagið
Skaftfellingafélagið í Reykja-
vík sýnir kl. 7 Iaugardag, sunnud
mánud. þriðjud. kvikmynd sína:
„I jöklanna skjóli“, sem er heim
ildarmynd um atvinnuhætti, sem
voru sérstæðir fyrir Skaftafells-
sýslur, en eru nú horfnir. Vig-
fús Sigurgeirsson tók kvikmynd-
ina. Sýningartíminn er um VA
klukkustund, og sýnt er í Gamla
Bíó. Aðgöngumiðar fást í kvik-
myndahúsinu frá kl. 4.
Kaffisölu hefur kvenfélag Há-
tegissóknar í samkomuhúsinu
Lidó sunnudaginn 8. maí. Fé-
lagskonur og aðrar saifnaðarkon
ur sem ætla að gefa kökur eða
annað til kaffisölunnar eru vin-
samlega beðnar að koma því í
Lídó á sunnudagsmorgun kl.
9—12.
Fíladelfía, Reykjavík
Samkoma í kvöld kl. 8:30. Áke
Orbeck kristniboði talar.
Kvenfélagskonur, Keflavík:
Fundur verður haldinn þriðju-
daginn 3. maí kl. 9 í Tjarnar-
lundi. Spilað verður Bingó.
Stjórnin.
Bræðrafélag Nessóknar held-
ur fund í félagsheimili Neskirkju
þriðjudaginn 3. maí n.k. kl. 9.
M.a. mun Guðni Þórðarson for-
stjóri sýna og útskýra litskugga
myndir frá Biblíulöndunum. All-
ir velkomnir. Stjórnin.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Aðalfundur í Breiðfirðingabúð
miðvikudaginn 4. maí kl. 8. Fund
arefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Kvikmyndasýning um fram-
leiðslu á dönsku postulíni. Til
sýnis og umræðu verða nýjar
gerðir af mjólkurumbúðum. Fjöl
mennið.
Dansk kvindeklub fejrer sin 15
árs födselsdagsfest tirsdag d. 3.
maj kl. 19. í Þjóðleik.húskjallar-
inn. Tilmeldelse senest lördag
sá NÆST bezti
Tveir stjórnmálamenn, X og Z voru að skammast á stjórnmála-
fundi. „Þú ert hænsni“, segir X við Z, og varð allmikill hlátur
meðal fundarmanna. Z hugsaði sig um eitt andartak o£ segir
síðan:
„Þú ert fúlegg, X, og getur adlrei orðið hænsni“
VER þú íyrirmynd trúaðra, i orði,
hegðun, í kærleika, trú ot hrein-
leika (1. Tím. 4.12).
í dag er þriðjudagur 3. mai og er
það 123 dagur ársins 1966. Eftir
lifa 242 dagar. Krossmessa á vori.
Fundur krossins. Vinnuhjúaskil-
dagi hinn forni.
Árdegisháflæði kl. 5.09. Síðdegis-
háflæði kl. 17:33.
Cpplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginni gefnar í sím-
svara Læknafélags Reykjavikur,
Síminn er 18888.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni. — Opin allan sólar-
hringinn — sími 2-12-30.
Næturlæknir í Keflavík 28.
april til 29. apríl Guðjón Klem-
enzson simi 1567, 30. apríl til 1.
maí Jón K. Jóhannsson sími 1800
2. maí Kjartan Ólafsson sími 1700
3. maí Arinbjörn Ólafsson sími
1840, 4. mai Guðjón Klemenzson
simi 1567.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 4. maí er Kristján Jó-
hannesson simi 50056.
Kópavogsapótek er opíð alla
virka daga frá kl. 9:15—20. laug-
ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga
frá kl. 13—16.
Holtsapótek, Garðsapótek, Soga
veg 108, Laugarnesapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka dagakl. 9—7, nema laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kl. 1—4.
Framvegis verður tekið á móti þeim,
er gefa vilja blóð í Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, * þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl 9—11
f.h. og 2—4 eJi. MIÐVIKUDAGA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11
f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið-
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur-
og helgidagavarzla 18230.
Upplýsingaþjónusta AA samtakanna
Hverfisgötu 116, sími 16373. Opin alla
virka daga frá kl. 6—7.
I.O.OF. Rb. 4, = 115538^ —
Kiwanis Hekla 7:15 S+N,
I.O.O.F. 8 = 148548^ =
eftir
Steingerði
Guðmundsdóttur
Hafið — óskblátt — andar rótt —
unaðslega hljóð er nótt.
Kvakar mávur — klýfur falda —
koldimm hlustar undiralda .
Lítil kæna veltir vanga —
vaskur drengur rær til fanga.
Gulan stakkinn gyllir sól —
gægist hún af sjávarhól.
Rjóðleit ský á himni háum
hefja dans — á fleti blánim.
Fjöllin skarta fögru gliti —
færa sig í þúsund liti.
Inn í vorið vakna- jörð
við að golan kyssir svörð.
Blómin hika — hrædd að spretta —
hugsa frostnætur um þetta?
Hríslan brosir — hefur séð
hélað laufblað — féll ei tréð.
Fiskiflugan fer á kreik —
fjörið vex í barnsins leik.
Vorið — eins og úðabað
yndisleikans — streymir að.
Steingerður Guðmundsdóttir.
d. 30. april. — Bestyrelsen.
Konur í Garða- og Bessastaða
hreppi. Óli Valur Hansson garð-
yrkjuráðunautur flytur fyrirlest
ur og sýnir kvikmynd um garð-
yrkju í samkomuhúsinu á Garða
holti þriðjudaginn 3. mai kl. 8.30.
Stjórnirnar-
Kvenfélagið Hrönn heldur
fund að Bárugötu 11 miðviku-
daginn 4. maí kl. 8.30. Spiiuð
verður félagsvist. Konur fjöi-
mennið á þennan síðasta fund
vetrarins og mætið vinsamlegast
á íslenzkum búning, ef þess er
nokkur kostur.
Kvennadeild Borgfirðingafé-
lagsins vill vekja athygli félags-
kvenna og annarra velunnarra
sinna á, að munum í skyndihapp
drætti það, sem verður í samb.
við kaffisölu deildarinnar sunnu-
daginn 8. maí þarf að skila fyrir
miðvikudagskvöld til: Þun'ðar
Kristjánsdóttur, Skaftahljð 10,
sími 16286, Guðnýjar ÞórðardL
Stigahlíð 36, sími 30372, Ragn-
heiðar Magnúsd., Háteigsvegi 22,
sími 24665.
Samkomur verða haldnar á
Færeyska Sjómannaheimilinu
Skúlagötu 18 frá 1. maí til og
með 8 maí kl. 5 sunnudagana og
8.30 virka daga. Allir velkomnir.
Sunnukonur. Hafnarfirði. Vor
fundurinn er í Gótemplarahús-
inu, þriðjudaginn 3. maí Margt
til skemmtunar. Félagskonur fjöl
mennið. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.