Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 17

Morgunblaðið - 03.05.1966, Side 17
Þriðjudagur 3. maí 196* MORCUNBLADIÐ 17 —Alþingi Framhald af bls 1 lenzkt. Hér sker efni málsins , að það er eign hins svissneska viðsemjanda, sem ber gagnvart íslenzku ríkisstjórninni ábyrgð á skuldbindingum þess, og er þess vegna hinn eiginlegi gagnaðili. t>ví er haldið fram, að hinn er- lendi viðserr/andi verði svo sterjc ur vegna fjármagns síns, að hajm muni yfirþyrma hér allt. En ei *.- mitt vegna þess, að hann fjár- flestir geypimikið fé hér og það verður hái okkar lögsögu, þar á meðal eignarnámsheimild eftir ákvæði íslenzku stjórnarskrárinn ar, sem ákvæði sítnningsins eru í samræmi við, verður hann okk- ur miklu háðari en við honum. Verðbólgan. Forsætisráðherra vék síðan að orsökum verðbólgunnar og sagði: „Sífellt kapphlaup stéttanna hverrar um sig og allra í hópum að heimta sem mest til sín. gerir stöðvun verðbólgunnar óviðráð- anlega á meðan svo fer fram. Við þessu verður lítt gert á með- an svo fullkominn glundroði rík- ir innan stéttarfélaganna og Iþeirra í milli sem nú. Sá glundroði á einnig verulega sök á því, að Alþýðusam'bandið hef- ur enn ekki látið uppi álit sitt um fram komnar tillögur um styttingu vinnutíma. Bændastétt- inni er og lítill greiði gerður með því að láta svo sem erfið- leikar hennar um samkeppni á erlendum mörkuðum stafi eingöngu af verðbólgunni, en þegja um þau áhrif, sem veðurfar og landshætt- ir hafa til að skapa bændum fhér erfiðari aðstöðu en stéttar- bræðrum þeirra í nágrannalönd- um. Vitanlega eiga þessar að- stæður meginþátt í því, hversu hátt verðlag þarf á íslenzkri bú- vöru. Eitt af því sem ríkis- stjórninni hefur tekizt nú er að fá samkomulag um áframhald á starfi 6-mannanefndarinnar til á- kvörðunar búvöruverðs. Alþýðu- bandalagsmenn hafa þar raunar skorizt úr leik og tilkynnt, að Alþýðusambandið mundi ekki tilnefna þann fulltrúa, sem því er ætlaður. Hinsvegar er ánægju legt að heyra hversu mikla á- herzlu forseti Alþýðusambands íslands leggur nú á þýðingu rannsókna og þekkingar; þegar taka skal ákvarðanir í kjaramál- um, svo sem um ákvörðun bú- vöruverðs. Hin aukna fræðsla og þekking, sem menn hafa aflað sér hin síð ari ár á verulegan þátt í þeirri stefnubreytingu, sem leiddi til júnísamkomulagsins 1964. og samninganna sumarið 1965, og hefði sá árangur náðst, að á tæpum tveimur árum óx kaup- máttur tímakaups verkamanna í lægstu flokkum Dagsbrúnar um 15—25%. Ríkisstjórnin mun gera sitt til að halda verðbólgunni í skefjum með því að tryggja greiðsluhallalaus fjárlög og styðja að hóflegri útlánastarf- semi fjármálastofnana. Svo mikil breyting er nú orðin til bóta, að hætt er við að sum- um gleymist ástandið sem áður var, og ætla, að það sem áunnizt hefur sé sjálfsagt og haldist án atbeina almennings. En vilji menn áfram efla heill og hag, frelsi og framtak, .þjóðar og eins- staklinga er hollast að fylgja sömu stefnu og til góðs hefur leitt undanfarin ár. Hin leiðin er einnig til, leið ófarnaðar, aft- urhalds, hafta og ofstjórnar. Kjósendur skerá úr hvor leið- in skuli valin. Við sveitarstjórnar kosningar, sem nú fara í hönd eru að vísu kosið um annað. En að sjálfsögðu hljóta þær að hafa áhrif á stjórnmálaþróunina í heild. Ég treysti því að Sjálf- stæðismenn um land allt skilji hvað í húfi er, ekki aðeins fyrir heimabyggðir þeirra, heldur og fyrir holla stjórnarhætti, gæfu og gengi íslenzku þjóðarinnar nú og á komandi árum. Hannibal Valdintarsson vék í upphafi máis síns að því að nú hefði nieð afnámi niðurgreiðslna verið teknar 80 millj. króna af launþegum og færðar yfir sem styrkur til sjáv arútvegsins. Með þessum að gerðum væri sett af stað ný verðbólgu- - skriða. S.l. ár hefði aukning þjóðartekna verið 8-9% eða einhver sú mesta í Evrópu. Orsök þessa væri fyrst og fremst uppgripa sjávarafli, er héldizt í hendur við hækkað verð fisks á heimsmark- aðinum. í skýrsu frá Seðlabank- anum .:æist að á sama tíma og þessi mikla aukning hefði átt sér stað hefði vöruskiptajöfn- uður við útlönd verið óhagstæð- ur um 342 millj. kr. Slíkt sem þetta bæri ekki ríkisstjórninni gott vitni. Hannibal vék síðan að kröf- um verkalýðsins 1. maí, og sagði að þar hefði komið berlega í Ijós, hvað verkalýðurinn liti á- framhaldandi verðbólguþróun alvarlegum augum og það, að ekki hefði verið staðið við gef- ip loforð um að stöðva hana. Stöðvun verðbógunnar og ný stefna í efnahagsmálum væri því krafa verkalýðsfélaganna nú. Nú væri framundan samn- ingar við verkalýðsfélögin og segja mætti að það gæti verið hagkvæmast fyrir verkafólkið að hafa samninga sem lausasta, þar sem fyrirsjáanlegur væri skortur á vinnuafli. Verkalýðs- félögin vildu þó skipulegan vinnumarkað og vonandi væri að friðsamlegir samningar tækj- ust. Ragnar Arnalds (K) gerð hin nýju lög um álbræðslu í Straumsvík einkum að umtals- efni. Sagði hann að slík stór- iðja væri fráleit frá efnahags- og þjóðfélagslegu sjónarmiði. Slíkir samningar væru ósam- bærilegir við samninga annarra þjóða um erlent fjármagn, sök- um smæðar þjóðfélagsins. Norð- menn gættu þess t.d. vandlega að erlent fjármagn færi ekki upp fyrir ákveðið mark af fjár- festingu í iðnaði, en hér mundi þetta eina fyrirtæki verða með um 30% af fjárfestingu í iðn- aðinum. Með þessum lögum væri tek- in stefnubreyting, sem gæti orð- ið þjóðinni örlagarík. Jafnframt því sem fyrirhug- uð væri stóriðja hér við Faxa- flóa væri lítið gert af hálfu stjórnarvaldanna til að viðhalda jafnvægi I byggð landsins, og hefðu umbóta tillögur stjórnar- andstæðinga á Alþingi um þessi mál ýmist verið felldar eða svæfðar. Það væri því krafa Alþýðubandalagsins að skipt yrði um stjórnarstefnu í efna- hagsmálum og að gróðasjónar- mið einstaklinga yrði látið víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Eysteinn Jónsson (F) sagði að menn ættu að geta verið sam- mála um hvers ríkisstjórnin er megnug. Afkoma er góð og upp- grip mikil en ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Skuldir við útlönd hafa auk izt og þótt dug- miklir sjómenn og framtaks- samir útgerðar- menn vilji kaupa ný skip gAir ríkisstjórn in þeim erfitt fyrir um það. Verðbólgan er aðsópsmikil og framleiðslan verð ur undir í samkeppni um vinnu- aflið. Svo er fiskverðið hækkað til að fleyta ríkissjóði Stjórnin er önnum kafin við önnur verk- efni en skynsamlega stjórn efna hagsmála. Hún hetfur snúið sér að öðrum verkefnum og beitt sér fyrir atvinnurekstri erlendra manna. Stefnubreyting er nú lífsnauð- syn og til er önnur leið — Hin leiðin — leið Framsóknarflokks- ins. Hún byggist á samstarfi um að draga úr verðbólgunni, skyn- samlegum áætlunarbúskap og því að kveða niður vantrú á ís- lenzku framtaki og oftrú á er- lendu. Hin leiðin er öflugur stuðn ingur við íslenzkt framtak. Sigurvin Einarsson (F) sagði að fyrir 6 árum hafi stjórnin lof- að að stöðva verðbólguna. Þau loiforð eru í bókinni Viðreisn. Efndirnar eru í þessar: Togaraút gerðin er rekin með styrk. Fisk- iðnaðurinn nýtur opinbers fjár- stuðnings. Iðnaður dregst samap og bændur eru tekjulægsta stétt landsins. Visitala framfærsiu- kostnaðar hefur hækkað um 83% á sex árum og hefði hækkað meira ef stjórnin hefði ekki breytt henni. Ræðumaður spurði síðan 'hvernig umhorfs yrði eftir 6 árum ef stjórnin yrði á- fram við völd og lýsti því nokk- uð. Hann vitnaði að lokum í 1. maí ávarp verkalýðstfélaganna í Reykjavík. Emil Jónsson utanríkisráðherra minnti á í upphatfi ræðu sinnar að þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefði ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar ver- ið slæmt. Þá hefði t.d. gjaldeyris forði bankanria verið enginn, en væri nú kom inn upp í um 2600 millj. kr. Mætti fyrst og fremst þakka þetta sparifjár- bindingu, sem tekin hefði ver- upp til þess að standa að baki gjaldeyrisforð- anum. Á það hefði verið drepið af hálfu stjórnarandstæðinga að erlend lán hefðu aukizt s.l. ár. Spyrja mætti hvernig á því stæði og væri svarið það að keypt hefði verið mikið af skipum og flug- vélum, en útlendingar lánuðu yfirleitt í þeim % til 7 ára. Þá mætti benda á það, að spari fjárinnlán bankanna hefðu um það bil sexfaldast á undanförn- um 8 árum, og talaði það sinu máli um það að lífsafkoma þjóð- arinnar hefði verið. góð. Það væru þó sparifjáreigendur sem helzt sköðuðust á verðbólgunni og hefði verið reynt að mæta réttlætismáli þeirra með þvi að hækka vexti og nú með mögu- leikum til verðtryggingar spari- fjár. Varðandi verðbólguna væri það að segja, að engri ríkisstjórn hefði tekizt að stöðva hana síð- ustu áratugi. Á tímum núver- andi stjórnar hefði verðbólgan vaxið að jafnaði um 12% á ári, en benda mætti Framsóknar- mönnum á það, að á valdatima- bili þeirra hefði verið bólgan vaxið a.m.k. tvöfalt mið- að við það sem nú væri. Gils Guðmundsson (K) ræddi í upphafi ræðu sinnar Keflavík- ursjónvarpið. íslenzkt sjónvarp tekur brátt til starfa sagði ræðu- maður en útbreiðsla á bandaríska sjónvarpsins hefur aukizt hröð- um skrefum. Menn deila um sjónvarpið en úrslitum ræður að það er ekki sæmandi fyrir þjóð- ina að leyfa erlendum aðilum rekstur sjónvarps án þess að hafa nokkuð um iþað að segja. Þetta er óviðunandi og niður- lægjandi ástand. Hljótt hefur verið á Alþingi um málið vegna þess að reynt var að afla tak- mörkum þess við Keflavíkurvöll fylgis og vitað um vilja áhrifa- mikilla manna í stjórnarflokk- unum við það, þ. á m. mennta- málaráðherra. Tillaga stjórnar- andstæðinga hefur nú legið fyrir Altþingi og einu sinni verið rædd. Ég skora á stjórnarsinna að láta í ljósi álit sitt á málinu. Línurnar í ísl. stjórnmálum eru nú skýrar. Annars vegar þeir sem sjá ekk- ert annað en erlend auðfélög, hins vegar allir þeir sem rísa gegn þeirri stefnu fullvissir um að með tilstyrk ísl. atvinnuvega er hægt að efla velmegun lands- manna. Óskar E. Levý (S) sagði að fyrir þessu Alþingi hefðu legið óvenju lega mörg jarðakaupafrumvörp. Benti það til þess að bændur landsins vildu nú auka við jarðir sínar og væri það þáttur í sókn þeirra til bættra lífskjara. Á því færi jafnan bezt að bændur ættu sjálfir jarðir þær er þeir byggju á. Því hefði stundum verið haldið fram, að hið opinbera hafi gert sveitirnar afskiptar nú að undan- förnu. S 1 í k a r kvartanir væru sveitunum ó- þurftarverk. — Sannleikurinn væri sá, að aldrei hefði ver- ið búið eins vel að bændum sem nú. R æ k t u n , byggingar, bú- stofn og framleiðsla hefði aldrei verið meiri en nú. Allt þetta benti til þess að bændur hefðu haft meiru úr að spila en áður. Það hefði nú verið lögboðið að þeir bæru hliðstætt úr býtum við aðrar stéttir og komið hefði verið á útflutningsuppbótum. Mætti undirstrika það, að þeim hefði ekki verið komið á fyrr en á timum núverandi ríkisstjórnar, en afnám þeirra nú mundi þýða hækkaðar vörur til neytenda. En fullvíst væri, að útflutn- ingsibætur væri aðeins tíma- bundið ástand, en í stað þeirra mætti reikna með skorti á land- búnaðarvörum. Þjóðinni færi hröðum skrefum fjölgandi og neyzlan ykist. íslenzka þjóðin hefði aldrei búið við jafn góð kjör og mögu- leika og nú. Nú hefðu lög um álverksmiðju og atvinnujöfnun- arsjóð verið samþykkt á Alþingi, en úr Atvinnujöfnunarsjóði mundu á komandi tímum renna mikið fé til uppbyggingar lands- byggðarinnar. Sigurður Bjarnason sagði að það vseri athyglisvert, að sú ríkisstjórn er nú sæti við völd í landinu hefði verið við völd í 7 ár, eða lengur en nokkur önnur íslenzk ríkisstjórn. Ríkis- stjórn þessi hefði verið óvenju samhent og samstartf hennar með meiri heilindum, sem stundum hefði tíðkazt innan samsteypu- stjórna. Þegar kveðinn væri upp dóm- ur um starf ríkisstjórnar kæmi tvennt til sem veitti um það svör hvernig til hefði tekizt. — Væri það í fyrsta lagi líðan almennings og aðstaða fólksins í lífsbaráttunni og I öðru lagi efnahagsástand þjóðfélagsins í heild. Nú lægi fyrir að íslendingum hefði aldrei liðið eins vel og í dag — það hefði aldrei ríkt hér eins almenn "Velmegun og einnig lægi fyrir að efnahagsafkoma, þjóðarbúsins væri góð, svo sem rúmlega 2000 millj. kr. gjald- eyrisvarasjóður vitnaði um. Þess ar staðreyndir væru að þakka framtaki einstaklinganna og hyggilegri stjórnarstefnu, sem hefði tryggt stóraukna fram- leiðslu og verðmætasköpun. Stjórnarandstöðunni væri gjarnt á að þakka þetta góðum atfla- brögðum. Því mætti svara að af fiskigengd væri lítið gagn ef ekki væru til fullkomin tæki til að hagnýta hana. Sjávarútveg- urinn hefði í skjóli stjórnar- stefnu undanfarinna ára eignazt stórvirk tæki sem aukið hefðu framleiðslu hans að miklum mun. Við margvíslegan vanda væri nú að glíma, sem áður. Ekki hefði tekizt að hindra vöxt verð- bólgu og dýrtíðar sl. 2—3 ár. Verðbólgan yrði aldrei læknuð í eitt skipti fyrir öll. Til þyrfti að koma vilji þjóðarinnar sjálfr- ar og samræmdar aðgerðir. — Kröfur yrðu að miðast við raun- verulega greiðslugetu útflutn- ingsatvinnuveganna og taka yrði tillit til grundvallarlögmála efna- hagslífsins. Það þing sem nú væri að ljúka störfum hefði verið athafnasamt og afgreitt mörg merk mál. Mætti þar fyrst tilnefna Álverk- smiðjtt og Atvinnujöfnunarsjóð. Með Álverksmiðjunni væri lagð- ur grundvöllur að stóriðju í landinu sem renna myndi nýjum stoðum undir atvinnulíf og af- komu þjóðarinnar í heild. At- vinnujöfnunarsjóður mundi hafa víðtæku hlutverki að gegna til framkvæmda og uppbyggingar í strjálbýlinu. Stofnfé hans væri 364 millj. kr. og auk bess væru honum tryggðar víðtækar láns- heimildir. Það mætti i þessu sam bandi spyrja Framsóknarmenn að því hvers vegna vinstri stjórn in stofnaði ekki slíkan sjóð á sínum valdatímum. Að lokum sagði Sigurður að framtíðin biði upp á mörg og víðþætt verkefni ‘ og gegndu landshlutaáætlanir þær, sem núverandi ríkisstjórn ynni að þýðingarmiklu hlutverki. 1 framtíðinni bæri að stefna að því að stóriðjufyrirtæki risu í öllum landshlutum. Það yrði t.dT að teljazt líklegt, að í framtíð- inni yrði önnur álverksmiðja byggð við Eyjafjörð, á Vestfjörð um væru góð skilyrði til full- kominnar fiskiðnaðarverksmiðju, við Breiðafjörð væru talin góð skilyrði til byggingar þangverk- smiðju, í Vestmannaeyjum og víðar um land ætti fiskiðnaður í ennþá stærri stíl örugga fram- tíð, rækjuverksmiðju þyrfti að byggja við nýfundin rækjunjið í Húnaflóa og fyrr en varði yrðu kræklingur og kúfiskur orðinn verðmæt útflutningsvara eins og humar og rækja væri nú. Þá kæmi margs konar efnaiðnaður mjög til greina, ekki sízt ef hér yrði innan skamms byggð af- kastamikil olíuhreinsunarstöð. Þá mætti og til nefna ýmis kon- ar fiskrækt í fjörðum landsins, sem væri nú orðið nauðsynja- mál í sambandi við vernd land- grunnsins. Bætt hafnarskilyrði yrðu að teljast aðkallandi verk- efni og bæri að fagna yfirlýs- ingu sjávarútvegsmálaráðherra, að ríkisstjórnin mundi leggja ný og endurskoðuð hafnarlög fyrir næsta reglulegt Alþingi. Framtíðin skiptir meginmáli, sagði Sigurður Bjarnason. Þeir sem nú eru miðaldra eða eldri verða að gera sér ljóst að ný kyn slóð er vaxin til manndóms og þroska á íslandi, kynslóð sem er traustari, menntaðri og glæsi- legri, en nokkur önnur kynslóð. Hún hefur tæknina, þekkinguna og vísindin að vopni. Með henni er hún reiðubúin -að vinna afrek í þágu fslands og ört vaxandi þróunar þess. Ágúst Þorvaldsson (F) ræddi málefni landbúnaðarins og sagði m.a. að ungu fólki gengi erfið- lega að stofna til búrekstrar. Það þýddi auðar jarðic og hvernig yrði þá umhorfs í sveitum lands- ins. Bændur eru tekjulægsta stétt landsins. En þeir verða samt sem áður að greiða sérstakan skatt í Stofnlánadeild landbún- aðarins. Viðskiptakjörin eru þeim óhagstæð. Sl. ár voru inn heimtar af þeim 33 millj. í vexti til Stofnlánadeildarinnar og 15 millj. í lánaskatt. Útflutningsupp bætur megna ekki lengur að gegna hlutverki sínu. Bændum var lofað af ríkisstjórninni að þeir þyrftu engu að kvíða um sölu á umframframleiðslu. Nú er það fyrirheit brostið. Þjóðin öll mun súpa seyðið af þeirri stefnu að leika landbúnaðinn grátt. Ingvar Gíslason (F) sagði að góðæri væri misskipt milli lands hluta. Aflabrestur hefur verið fyrir Norðurlandi og ekkert ver ið gert til að létta undir með tímabundnum erfiðleikum. Við búum við ógæfusamlega stefnu í efnahagsmálum og hagsmunum atvinnuveganna er stefnt í bráða hættu. Stjórnin hefur misst tök- in á landsmálunum og stöðvun verðbólgunnar er ekki lengur á hennar stefnuskrá. Framkvæmd ir útlendinga hafa áhrif til hins verra i landshlutum sem þegar hafa dregizt aftur úr. Akureyr- ingar spyrja nú hver verði fram- tíð iðnaðarins þar sem hefur átt í erfiðleikum að undanförnu vegna verðlagsþróunar og óhag- stæðrar stjórnarstefnu, sagði ræðumaður. Jón Þorsteinsson (A) var sfð- ♦asti ræðumaður kvöldsins. Hann ræddi í upphafi álsamningana og kvaðst telja að þar hefði vel ver- ið haldið á málum íslendinga. Framhald á bls. M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.