Morgunblaðið - 06.05.1966, Side 5
Föstudagur B. maf 196ð ^
MORCUNBLAÐIÐ
5
HVAÐ SEGJA ÞAU UM UÚMINN?
Almenn gleði ríkjandi
yfir dómsúrskurðinum
ER FREGNIN um að
danska menntamálaráðu-
neytið hefði verið sýknað
af ákæru Árnanefndar og
afhending handritanna þar
með talin lögleg, brá blaða
maður Mbl. sér út á götu
og hitti að máli nokkra
borgarbúa á förnum vegi
og spurði þá um álit þeirra
á dómnum.
Fara svör þeirra hér á
eftir.
Birgir Finnsso-',
forseti sameinaðs þings:
„Þetta eru ánægjuleg gleði-
tíðindi. Ég vona að dómsniður
staðan verði staðfest í Hæsta-
rétti og að við fáum handritin
heim. Það verður hátíðlegur
viðburður í íslenzkri sögu“.
Brjánn Jónasson,
skr if stof ust j ór i:
„Ég varð innilega glaður,
þegar ég heyrði þessa fregn,
og ég hef alltaf trúað því að
málalyktir yrðu þessar. Þetta
er mikill sigur en réttlátur
fyrir okkar málstað“.
Hrefna Tynes,
var askátahöf ðingi:
„Vissulega gleðst ég við að
heyra þessar góðu fréttir, en
mér hefur alltaf fundizt ís-
lendingar eiga siðferðilegan
rétt á að fá handritin heim.
Að mínu áliti fylgir endur-
heimt handritanna mikil á-
byrgð og við verðum að setja
okkar þjóðarmetnað í að gera
sem flestum kleift að njóta
þeirra, og að þau verði ekki
einkaeign einstakra grúskara.
Því fylgir ætíð mikil gleði,
er maður hlýtur eitthvert
hnoss, og ég tala nú ekki um
þegar lengi hefur ríkt óvissa
um málalyktir.
En það er alltaf erfiðara að
gæta fengins fjár en afla, og
þess vegna verðum við öll að
vera á verði bæði ungur sem
gamall“.
Jón Guðmundsson,
menntaskólakcnnari:
„Þetta eru vissulega góð
tíðindi, en þessi dómur er að
vísu aðeins undirréttardómur,
sem gefur góðar vonir um end
anleg úrslit handritamálsins.
Ég vona að þessi gleðifregn
verði Islendingum hvatning
til að hraða og vanda undir-
búning, til að taka við hand-
ritunum“.
Magnús Guðmundsson,
verkanlaður:
„Það er gott að vera að fá
þau heim eftir margra ára
baráttu og nú verðum við að
hlúa sem bezt að þeim.
Endurheimt handritanna hef
ur mikið gildi fyrir þjóð
vora, og það er gott, að farið
er að losna eitthvað um ísinn“.
Kristján Aðalsteinsson,
skipherra:
„Ég er mjög glaður, en ég
hef aldrei efazt um að Danir
stæðu við sitt. Ég þekki
sækjandann í málinu, Gunnar
Christrup, mjög vel, og um
daginn hitti ég hann og sagði
við hann að hann mætti alls
ekki vinna þetta mál. Hann
svaraði því til að hann skyldi
áreiðanlega vinna málið. —
Christrup er þekktur sem
mjög snjall og harður mál-
flutningsmaður, en ég veit að
þrátt fyrir allt ber hann hlýj
an hug til íslands og íslend-
inga“.
Sigurður Ólason,
hæstar éttarlögmaður:
„Þetta eru stórkostlegar og
ánægjulegar fréttir, og von-
andi, að málflutningsmanni
stjórnarinnar takist að fylgja
sigrinum fram í Hæstarétti í
haust“.
Thor Vilhjálmsson,
rithöfundur:
„Þetta eru stórar fréttir, og
ég vona að við verðum menn
til þess að fara vel með þau.
Einhver var að stinga upp
á því hér um árið að taka þau
úr umferð og geyma þau í
Skálholti, svo að þýzkir sand
aladoktorar gætu komið þang
að og þuklað þau á leið sinni
inn í Landmannalaugar til að
jóðla á marglitum tindum. En
við skulum vona að þau komi
að góðum notum hér í Reykja
vík, og að hér rísi vegleg mið
stöð þeirra fræða og að menn
ingin sem á rætur í þessum
handritum taki góðan fjör-
kipp.
Birgir Finnsson
Brjánn Jónasson
Hrefna Tynes
Ég vona að afkomendur
þeirra sem skrifuðu þessar ó
dauðlegu bækur, „Sögurnar1*
okkar, muni eftir því að g'anga
uppréttir í dag og verði ekki
að bráðlágkúrulegum þægðar
vilja í skjóli fornra afreka".
Jón Guðmundsson
Þórir Kr. Þórðarson,
prófessor:
„Ég er ákaflega glaður yfir
þessari frétt, og hún styrkir
mig í trúnni á ágæti dönsku
þjóðarinnar og gefur fyrir-
heit um vaxandi samstarf ís-
lands og Danmerkur".
Kristján Aðalsteinsson
Magnús Guðmundsson
Sigurður Ólason
Þórir Kr. Þórðarson
Thor Vilhjálmsson
Verðlags- og kaupgjaldsmál
rædd á adalfundi Vinnuveitenda-
sambandsins
I kjarabreytingum, er samið var
| um við verkalýðsfélögin á sl.
I sumri og hausti. En þær voru
m. a. fólgnar í styttingu vinnu-
1 tímans í 45—44 klst.. hækkun
grunnkaups um 4%, hækkanir á
kaupi eftir starfsaldri og aukn-
ar greiðslur í veikinda og slysa-
tilfellum. Þá ræddi hann horfur
Framhald á bls. 19
AÐALFUNDUR Vinmuveitenda-
sambands tslands hófst í gær kl.
14.15 að Hótel Sögu og og sóttu
hann 78 fulltrúar víða að af land-
inu. Formaður Vinnuveitenda-
sambandsims, Kjartan Thors, setti
fundinn og bauð fundarmenn
velkomna. Þá minnist formaður
tveggja forustumanna Vinnuveit-
endasambandsins, er létust á sl.
ári, þeirra Guðmundar Vilhjálms
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Eimskipafélags íslands, er
var í stjórn Vinnmveitendasam-
bandsins frá byrjun og lengst af
í framkvæmdanefnd, og Guð-
mundar Halldórssonar, húsa-
smíðameistara, er átti sæti í
stjóm sambandsins í 15 ár. Risu
fundarmenn úr sætum sínum, til
að votta hinum látnu forustu-
mönnum virðingu sina.
Formaður Vinnuveitendasam-
bandsins Kjartan Thors var kjör-
inn fundarstjóri og tilnefndi
hann Leif Guðmundsson fundar-
ritara.
_ Á fundinum flutti Björgvin
Sigurðsson, framkvæmdastjóri,
ýtarlega skýrslu um störf sam-
takanna á liðnu ári og gerði m.a.
grein fyrir helztu kaup- og