Morgunblaðið - 06.05.1966, Side 12

Morgunblaðið - 06.05.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. maí 1966 „Þegar beykitrén bldmgast“ Hugleiðingar frá Höfn ÞETTA hefur verið kaldasta vorið í Kaupmannahöfn um langan aldur, eða síðan 1888. Snjó hefur hlaðið niður í háa skafla, og fram yfir sumarmál lágu fannir á strætum borgar- innar: Kaupmannahöfn hefur sjaldan skolfið svo napurlega að afliðnum páskum og einmitt að undanförnu. En núna er farið að vora, og bráðum fara beykitrén að blómgast. Og þegar dönsk nátt- úra hefur unnið þennan árlega sigur, þá fyrst getum við búizt við úrslitum í handrita-málinu, sem Berlingske Tidende hefur kallað „eitthvert mikilvægasta íréttarmál aldarinnar“. Þegar gnálsflutningur hafði farið fram um þriggja daga skeið í ljós- máluðum dómsal í þriðju deild í „Eystra Landsréttinum“, brá forseti dómsins, Erik Hastrup, fyrir sig óvæntu og ljóðrænu orðbragði. Hann sagðist ekki geta lofað að kveða upp úr- skurð á ákveðnum degi, en dóm urinn verður felldur, segir hann, „inden bþgen springer ud,“ — áður en beykitrén verða í blóma. Beykitréð er síðfrjótt á þessu vori, svo að manni finnst það jafnseint til þroska og Yggdras- ill sjálfur, en nú segja rrrenn, að farið sé að bruma fyrir og brátt muni undirréttur svala forvitni manna um afstöðu sína, en svo verður málinu áfrjýað til hæstaréttar, hver sem úrslit- in verða í undirrétti. En hér í Höfn eru fáir í vafa um, að þetta sé lokaspretturinn: hand- ritin eru að lokum á leiðinni heim til íslands. Þótt „Berlingske Tidende" hafi kveðið upp með þá stað- hæfingu, að þetta sé mikilvæg- asta dómsmál aldarinnar, þá er iþað engan veginn augljóst, hvað vakti fyrir blaðinu. Að hverju leyti er það svo mikil- vægt og hvers konar mönnum er það mikilvægt? Nú er ég bú- inn að vera hér í borginni um tíu daga, og hef aldrei hitt einn einasta Dana (að örfáum há- skólamönnum undanskildum), sem telja handritin og málaferl- in um þau skipta nokkru veru- legu máli. Hvers vegna ganga öll þessi ósköp á? spyrja menn og ypta öxlum. Allir vita, að handritin eru á heimleið til íslands, og hvers vegna er þá verið að sóa öllum þessum pen- ingum í því eina skyni að tefja fyrir afhendingu þeirra um svo lítinn tíma? Engin sála í Kaup- mannahöfn lætur sér til hugar koma, að það sé „mikilvægt" fyrir Danmörku að halda í þessi handrit. Yfir öllum þess- ■um málaferlum hvílir einhver undarleg hula óraunveruleik- ans. Það er alltaf eitthvað óraun- verulegt um dómsmál og rétt- arhöld. Þau eru heimur út af fyrir sig og oft í harla litlu sambandi við lífið sjálft. Gunn- ar Christrup, sem flutti málið fyrir Árnastofnunina, endurtók hvað eftir annað, að þetta væri ekki deila milli Danmerkur og fslands, né milli dönsku og ís- lenzku þjóðarinnar — heldur væri þetta deila milli Árnastofn unarinnar annars vegar og danska ríkisins eða danska menntamálaráðuneytisins hins vegar. Málið fjallaði um stjórn arskráratriði, hvort sjálfstæð einkastofnun hefði fullan rétt til að vera óháð íhlutun stjórn- arvaldanna. En þegar þykkskipaðar raðir prófessora og lærðra doktora voru að teygja sig fram í rétt- arsalnum til að heyra sem bezt, hvað lögfræðingarnir voru að rökræða, þá duldist þeim ekki, að málið fjallaði í rauninni um allt annað en Ohristrup hafði látið í veðri vaka. Stjórnar- skráin var í rauninni síðasta hálmstráið, sem akademískir andstæðingar afhendingarinnar gripu til, þegar önnur rök voru þrotin. Kjarni málsins er græðgi, blind ástríða bókaorms- ins, sem vill allt til vinna svo að hann geti eignazt eða hald- ið dýrmætum eintökum bóka. Það rifjaðist upp fyrir mér, hve ósvífnir sumir bókasafnarar geta orðið, svo að grandvarir menn geta jafnvel leyft sér að stela fágætum bókum, þótt þeim myndi aldrei endranær koma til hugar að hnupla nein- um öðrum hlut. Það sem mestri spennu olli í réttarsalnum var hugboðið um, að ef til vill myndi sækjend- um heppnazt að verja rétt Dana til að halda handritun- um. Fyrsta daginn flutti Christ- rup mál sitt fyrir hönd Árna- stofnunarinnar og talaði í fimm klukkustundir. Honum mæltist mjög vel (og tókst að gefa alrangar hugmyndir um sögu handritanna og flutning þeirra til Danmerkur). Hann hafði betri málstað, en fór mjög varlega í sakirnar, svo að ís- lendingar og vinir þeirra i rétt- arsalnum urðu fvrir nokkrum vonbrigðum. En á þriðja degi fór Poul Schmith að sækj aí sig veðrið og hrakti 'allar röksemdir Christrups lið fyrir lið með kjarnmiklum og rökföstum orð- um. Þegar ég hafði hlýtt á ræðu hans, fór ég að tala við pró- fessor Stig Juul, sem kennir lög við háskólann í Höfn. Hann var helzti ráðgjafi háskólaráðs um lögfræðileg efni í sambandi við handritin. Hann gat ekki dulið vonbrigði sín um gang málsins og sagðist verða að við- urkenna, að nú væri hann í miklu meiri vafa en áður, að Árnastofnunin gæti unnið málið. Við spjölluðum um þetta lengi og rækilega. Prófessorinn er mjög kurteis maður og gagn- menntaður; hann er forseti Carlsbergs-stofnunarinnar, sem unnið hefur svo mikið fyrir list- ir og vísindi í Danmörku: — fágaður smekkmaður. Og þótt hann hliðraði sér hjá að ræða um eðli málsins, þar sem það er enn fyrir dómstólunum, þá leyndi sér ekki, að hann vildi einkum halda sér við það, sem mestu máli skiptir: siðræn við- horf í eignarrétti til handrit- anna. Og að þessu leyti getur hand- ritadeilan kallast eitthvert mik- ilvægasta réttarfarsmál á þess- ari öld. Þetta er síðasti og ef til vill öruðugasti hjallinn í langri ferðasögu gamalla bóka, sem nú um aldaraðir hafa hvílzt innan við múrveggi út við Eyr- arsund. Vegna þess hve and- staðan gegn afhendingu hand- ritanna hefur verið eitruð og einsýn, þá hefur mönnum hætt við að gleyma kjarna málsins: örlæti og drenglyndi danskra stjórnarvalda og danska þings- ins, sem af einskærum góðvilja og sanngirni hafa boðizt til að láta þessar gömlu bækur af hendi. Þótt hitt sé viðurkennt, að lagalegur réttur fslendinga sé ærið vafasamur, þá hafi þeir siðferðilegan rétt til þeirra. Að hyggju danska þingsins skipti sá réttur miklu meira máli. Að þessu leyti eru sjálf málaferlin fyrir dómstólum aukaatriði'. En úrslit þeirra getá þó haft geysimikil áhrif á afstöðu ann- arra þjóða og annarra safna til undirokaðra þjóða, sem misstu handrit sín og dýrgripi á und- anförnum öldum á svipaðan hátt og við gerðum á 17. og 18. öld. - Það eru sem sé ekki einung- is handrit okkar, sem eru í húfi. Hvað verður um alla dýr- gripi, sem sópað var frá Egypta landi, og liggja nú í British Museum? Hvað verður um lista verk Incanna, sem rænt var í Suður-Ameríku og prýða nú söfn á Spáni? Eða indversk handrit í Lundúnum? Það er ekki laust við að nokkrum hrolli slái í brjóst sumra safn- varða út um heim, þegar þeim verður hugsað til handritamáls- ins. Ég reikaði um sali Þjóðminja safnsins danska. Þar sá ég fag- urskornar fjalir úr kirkjunni í Kirkjubæ í Færeyjum — hvað eru þær að gera hérna í of- fullum sölum? Fyrir augu mér ber altarisbrík frá Munkaþverá og veggteppi frá Grund í Eyja- firði. Eiga þessir munir heima Bifreiðaeigendur Við höfum nú fengið fullkomið tæki til að stilla fyrir ykkur hleðslu frá dýnamónum. — Prófum einnig og gerum við „Alternatora“. Rafvélaverkstæði H.B. Ólasonar Síðumúla 17 sími 30470. Magnús Magnússon. í þessu danska safni, eða væru þeir betur komnir í Þjóðminja safninu við Hringbraut? Hérna úti í Höfn verða þeir fáum til yndis nema nokkrum fræði- mönnum, en úti á íslandi myndi þeirra verða notið af ótal mörgum, sem virða slíka hluti, af því að þeir eru hluti af fortíð þeirra sjálfra. Lista- verkin eru eins konar mynd- skreyting, sem lífgar og fegrar sögu þjóðarinnar, á sömu lund og sagnfræðirit vinna mikið við það, er þau eru glædd viðeig- andi myndum og málverkum til skýringar á öðru efni þeirra. Við vitum allir, hve mikil- væg handritin eru sögu vorri og bókmentnum, og þurfum ekkert að kippa okkur upp við það, þótt Danir telji sig hafa varðveitt þau frá tortímingu. Slíkt er ekki nema hálfur sann- leikur. Kjarni málsins er sá, að handritum var smalað úr landi í öðru skyni en því einu að varðveita þau. En öll sag- an af söfnun íslenzkra handrita minnir okkur rækilega á hlið- stæða atburði í sögu annarra smáþjóða, sem urðu að sætta sig við svipuð örlög og við. í Skotlandi hafa atburðir gerzt, sem eru þessu máli ekki að öllu leyti óskyldir. Þar hafa harðdræg söfn ekki skirrzt við að beita nokkurri frekju í því skyni að komast yfir sem mest. Fyrir nokkrum árum fundust allmargir silfurmunir fornir (sennilega frá 8. öld) á eyju einni við Hjaltland, þar sem þeir höfðu eitt sinn verið grafn- ir í jörð til varðveizlu. Út af eignarréttinum á þessum silfur- munum urðu miklar deilur og málaferli, og lauk þeim þann- ig, að Þjóðminjasafnið í Edin- borg hreppti þau til ævarandi eignar. Þó vildu margir, að silfrið væri afhent hinu nýja Þjóðminjasafni Hjaltlands í Leirvík. Mál af þessu tagi eru í raun- inni ekki um lög eða rétt, held- ur varða þau þjóðarstolt, til- veru þjóðarsálar. Og það er ein- mitt þetta, sem danska þinginu hefur skilizst svo vel. Getur svo farið, að þessi nýi og mannlegi skilningur eigi eft- ir að ryðja sér til rúms á öðr- um sviðum? Á Grænland i vændum að fá heim til sín forn minjarnar mörgu frá tímum norrænna manna í landi þeirra? Mun England nokkurn tíma af- henda Skotum örlagasteininn fræga, sem skozkir þjóðernis- sinnar rændu um árið úr West- minster Abbey og skiluðu svo aftur? Munu stórveldin ’ sjá sóma sinn í því að láta smá- þjóðir njóta fornra listaverka sinna að nýju? Og enn bíðum við eftir því að hið síðfrjóa beykitré á Sjá- landi skipti um lit og laufgist að nýju eftir langan og harðan vetur. Hvað ber svo vorið í skauti sér? Hvað tekur við, þeg ar lögdeilunni um eignarrétt yfir fornum bókfellum vorum er lokið? Magnús Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.