Morgunblaðið - 06.05.1966, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
r
Föstudagur 6. maí 1966
0«RKVÖLD í LÍDÓ
Ferðaskrifstofan Útsýn efnir til skemmtunar í LIDO
laugard. 7 . maí kl. 21.00.
Húsið opið matargestum frá kl. 19.00.
Myndasýning — Stuttir kvikmyndaþættir
úr Útsýnarferðum.
D a n s — Ferðahappdrætti — vinningur 25 daga
ferð fyrir 2 að andvirði kr. 40 þúsund.
Þátttakendur í Útsýnarferðum og annað ferðafólk,
velkomið, meðan húsrúm leyfir — aðgangur ókeypis.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN.
Sedrus húsgögn
Hverfisgötu 50 — Sími 18830.
4 SÆTA SÓFASET, sófanum má breyta
í svefnsófa. — Verð frá kr. 13.850.00.
SVEFNBEKKIR, verð frá kr. 3.400.00.
HJÓNARÚM með dýnum, verð 7.600.00.
SÓFASETT, verð frá 14.500.00. §
Sendum í póstkröfu.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavlk
Inntökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík fyrir
skólaárið 1966—1967 verða laugardaginn 7. maí
kl. 5 s.d. að Skipholti 33.
SKÓLAST J ÓRI.
íbúð til leigu
íbúð 5—6 herb. í Austurbænum til leigu frá 14. maí.
Uppl. sem greini frá fjölskyldustærð og fleira sendist
Mbl. fyrir hádegi laugardag merkt: „Glæsileg íbúð
— 9218“.
Faðir okkar, stjúpfaðir og afi
] ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON
frá Blómsturvölium Eyrarbakka,
andaðist á Elliheimilinu Grund laugardaginn 30. apríl.
Jarðarförin ákveðin laugardaginn 7. maí*kl. 2.00 e.h.
frá Eyrarbakkakirkju.
Katrín Þorbjörnsdóttir, Svanhvít Þorbjörnsdóttir,
Kristín Þorbjörnsdóttir, Steinn Emarsson,
og barnabörn.
PÉTUR PÁLSSON
frá Hafnardal,
andaðist í Landakotsspítala 4. þ.m. Jarðarförin ákveðin
síðar.
Sigíður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Öllum þeim sem hafa sýnt okkur hluttekningu vegna
andláts og jarðarfarar okkar kæru systur
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Norðtungu,
sendum við okkur innilegustu þakkir.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Sigurðardóttir,
Elínborg Sörenson.
Innil<_0_r þakkir færum við öllum þeim, er sýndu
sanjúð og vinahug við fráfall og jarðarför
EINARS KRISTJÁNSSONAR
óperusöngvara.
Martha Kristjánsson, Vala Kristjánsson,
Brynja Kristjánsson.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
Jóhanna Björnsdóttir, Víðidals-
tungu -
F. 9. des. 1868 — d. 27. apríl 1966
Víðidalstunga var í fimm aldir
höfuðból þeirrar ættar, sem bezt
og lengst hefur sameinað harð-
fylgi auðsæld og andans mennt
á íslandi. Sú óðalsætt hófst, eftir
því sem bezt verður vitað, með
Gissuri galla, sem kominn var í
móðurætt af Hafliða Mássyni á
Breiðabólstað, en í föðurætt af
Hvamms-Sturlu og Hrafni Svein
bjarnarsyni á Eyri, bar sjálfur
nafn Gissurar jarls og andaðist
í Víðidalstungu árið 1370, meira
en 100 ára gamall, eftir langan
ævintýraferil, utan lands og inn-
an. Sonarsonur hans' var Jón Há-
konarson, sem lét rita Flateyjar-
bók og Vatnshyrnu. Rúmri öld
síðar bjó þar Jón lögmaður Sig-
mundarson, sá er deilur átti við
Gottskálk biskup og var afi Guð-
brands biskups, en langafi Arn-
gríms lærða. Um 1700 bjó þar
dóttursonur Arngríms, Páll lög-
Minning
að hana vantaði aðeins þrjá
mánuði í 100 ár. Jóhanna giftist
14. sept. 1893 frænda sínum Teiti
Teitssyni, sem var þremenningur
við hana frá Guðmundi Björns-
syni á Húki, - sem Húksætt er
kennd við. Þau byrjuðu með lítil
efni, 'bjuggu fyrst eitt ár á Gilá
í Vatnsdal, fjögur ár á Haga í
Þingi og fimm ár á Ægissíðu í
Vesturhópi, þangað til Teitur
keypti hálfa Víðidalstungueign,
eins og áður er sagt, árið 1904
fyrir 8000 krónur. Var það all-
’mikið fé í þá daga, en þó kosta-
kaup á helmingi tíu járða. Teitur
var hestamaður mikill, ferðamað
ur og fjárafla og hef ég sagt
nokkrar sögur af honum í Föður
túnum. Hann dó 1923 og sat Jó-
hanna eftir það 18 ár í óskiptu
búi með Óskar son sinn sem ráðs
mann, eða þar til Óskar kvænt-
ist 1941 og tók við búi. Settist
þá gamla konan í helgan stein
um á fyrstu ferð minni í skóla.
Var þá tún þar þýft og sundur-
slitið af mýrarsundum, en nú er
það stækkað að mun og ein sam
felld slétta, en jarðarhús öll
byggð frá grunni. Á Óskar sonur
hennar mestan þátt í þeim fram
kvæmdum ásamt móður sinni.
Laxveiðina hafði Einar Benedikts
son tekið undan, er hann seldi
þeim Teiti og Jóhönnu jörðina,
en veiðin var síðar keypt undir
höfuðbólið og sömuleiðis hinn
helmingur eignarinnar. Hafa sum
börn Jóhönnu fengið útjarðir
Víðidalstungueignar til eignar og
ábúðar, en sumar jarðirnar voru
kot, sem komin eru í eyði. Höfuð
bólinu sjálfu átti Jóhanna þátt í
að lyfta til nýs vegs, en hún
gleymdi þó aldrei bókinni fyrir
búskapnum, frekar en hinir
gömlu stórbændur í Víðidals-
tungu. Ekki átti hún kost skóla-
göngu í æsku sinni, en elliárin
notaði hún til bóklestrar og bóka
vörzlu, enda varð hún langelzti
bókavörður landsins. Hún tók
ástfóstri við jörð sína og sveit
hennar, eins og sýndi sig í því,
að hún gaf kirkjunni góðar gjaf
ir og allmyndarlega upphæð til
elliheimilis í Vestur-Húnavatns-
sýslu.
Með þakklæti og virðingu óska
ég þessari hljóðlátu og hugljúfu
frændkonu minni fararheilla 1
fegra og betra heimi.
P. V. G. Kolka.
maður Vidalín. Fimmti maður
frá honum var alnafni hans, Páll
Jónsson Vídalín, stúdent og
alþingismaður, einn af ágætustu
forustumönnum Húnvetninga á
síðustu öld. Hann dó 1873, 46 ára
að aldri, og lauk þá setu ættleggs
hans á þessu forna höfuðbóli.
Meðal þeirra stoða, sem stóðu
undir auði Vídalínanna, var lax-
veiðin í Víðidalsá og eign afrétt-
arinnar á Viðidalstunguheiði.
Óðalseignin tók yfir 10 jarðir,
allar í næsta nágrenni höfuð-
bólsins, og var óðalsbóndinn kall
aður „húsbóndinn“ af sveitungum
sínum almenntt, samsvarandi
orðinu „squire“ í enskum sveit-
um. Eftir lát Páls alþingismanns
hélzt eignin sem ein heild, þótt
eignarrétturinn væri í höndum
fleiri erfingja, búsettra utanhér-
aðs, og hélzt svo í þrjá áratugi,
að ábúðin var í höndum leigu-
liða. Hrakaði þá húsum og bú-
skap í Tungu, en þar hafði fyrir
miðja síðustu öld verið reistur
sá bær, er mestur og glæsilegast
ur var talinn á íslandi á þeirri
tíð. Leifar hans hrundu sumarið
1946.
Árið 1904 hófst nýtt tímabil í
sögu Víðidalstungu, þá keypti
hálfa eignina af Einari Benedikts
syni skáldi Teitur Teitsson og
fluttist þangað ásamt konu sinni,
Jóhönnu Björnsdóttur frá Marðar
núpi. í tíð hennar, manns hennar
og sonar hefur þetta forna höfuð
ból öðlast nokkuð af sinci fornu
reisn á ný. Þessi merkiskona
andaðist 27. f.m. og verður jarð
sett í Víðidalstungu á morgun.
Jóhanna Björnsdóttir var fædd
í Gröf í Víðidal 9. des. 1868,
dóttir hjónanna Björns Guð-
mundssonar frá Síðu og Þor-
bjargar Helgadóttur frá Gröf.
Hún var næstelzt 15 barna þeirra,
en elztur var Guðmundur land-
læknir. Jóhanna fluttist korn-
ung að Marðarnúpi og ólst þar
upp, en þar áttu foreldrar hennar
heimili til dauðadags og dóu
bæði fjörgömul. Urðu föðursyst-
kini Jóhönnu öll mjög langlif og
þó Guði-ún amma mín elzt, því
og tók að sinna því áhugamáli
sínu að annast bókasafn sveitar-
innar, en það hafði áður verið í
mesta ólestri. Þetta starf rækti
hún af mikilli prýði allt til dauða
dags, enda var hún mjög bók-
hneigð, en síðustu 2—3 árin var
sjón og heyrn nokkuð farin að
bila. Hélt hún þó minni og hugs-
un vel og gat annazt bækur sínar
fram til þess síðasta. Vil ég vísa
til samtals, 9em Björn Daníels-
son skólastjóri átti við hana síð-
asta haust og birtist í Fálkanum
31. jan. sl. undir fyrirsögninni:
Það heifur víst ekki versnað,
fólkið. Þaðan er og mynd sú, er
hér birtist af henni á 95 ára af-
mæli hennar.
Þau Teitur og Jóhanna eignuð
ust 13 börn og dóu tvö þeirra i
frumbernsku. Hin eru Þorbjöm
bóndi í Sporði, kvæntur Fríði
Sigurbjörnsdóttur, Anna, gift
Gunnlaugi Jóhannessyni bónda á
Bakka, Eggert áður bóndi á
Þorkelshóli, kvæntur Herdísi Jó
hannesdóttur, Óskar bóndi í Víði
dalstungu, kvæntur Hallfríði
Bjömsdóttur, Jóhann bóndi á
Refsteinsstöðum, kvæntur Ingi-
björgu Sigfúsdóttur, Guðrún,
gift Birni Sigvaldasyni, áður
bónda í Bjarghúsum, Ragnheið-
ur, dáin, Aðalsteinn skólastjóri í
Sandgerði, dáinn 1957, kvæntur
Guðnýju Björnsdóttur, Þorvald-
ur, ókvæntur, Ingunn, gift Guð-
mundi Daníelssyni kaupmanni og
Elísabet, gift ólafi Guðmunds-
syni, og eru þrjú þau síðast-
nefndu búsett í Reykjavík.
Ég kom fyrst að Víðidalstungu
1908 og gisti þar ásamt Guð-
mundi landlækni og föður mín-
Ung hjón
með eitt barn, óska eftir að
taka á leigu 2ja herb. íbúð.
Alger reglusemi, og góðri um-
gengni heitið. Fyrirfram-
greiðsla, ef óskað er. Tilboð
merkt: „Reglusemi — 9257“,
sendist blaðinu fyrir 14. maí.
LITLA
bílaleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Símí 14970
0
S,H'3-11-60
m/UF/M
c.
Volkswagen 1965 og ’66.
BILA
m
MIAGNÚSAR
SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190
eftir lokun slmi 40381
BIFREIDALEICAItt
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Simi 14113.