Morgunblaðið - 15.05.1966, Page 12
12
MORGU NBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. maí 196ð
GIIMIMI
BORGIINIIMI
ORGIIVIVI
ÞAÐ er mikið vafamál að
til sé stærri vinnustaður hér í
. Reykjavík, en sjálf Reykjavík-
urhöfn . Líklega útvegar eng-
inn einn vinnustaður jafn mörgu
fólki atvinnu, og þó er þar stöð-
ug mannekla. En það er þó ekki
svo ýkja einkennilegt, er við
hugsum út í það, hve starfsemi
Reykjavíkurhafnar er marg-
þætt. Þarna koma fiskibátar og
fiskLskip, flutningaskip og far-
þegaskip, og öllum þessum flota
þarf höfnin að sjá fyrir þjón-
ustu. Höfnin þarf að sjá um
hafnarskemmur til vörugeymslu,
og aðstöðu til fiskaðgerðar, en
hún má ekki vera við nögl skor-
Pétur hafnarvörður: — Stóru bátarnir óðir að þrífa sig fyrir síldina. (Ljósm. Sv. Þorm.)
Reykjavíkurhöfn
tn, því að Reykjavík er nú
stærsta verstöð landsins. Fer
hiutverk hennar sem verstöðvar
ört vaxandi, þrátt fyrir að tog-
araútgerð hafi dregizt saman
núna hin síðari ár. Vegur þar
upp á móti — og vel það — að
bátaútgerðin er í stöðugum
vexti.
Og nú stendur Reykjavíkur-
höfn á merkum tímamótum,
segir í grein í Morgunblaðinu
hér á dögunum. Er nú gamla
Reykjavíkurhöfnin orðin full-
ixýtt, og verður því enn að færa
út kvíarnar. Mun þess nú
skammt að bíða, að hafnar verði
framkvæmdir við hið fyrirhug-
aða stórathafnasvæði, sem er
eins og flestir vita, Sundahöfn-
in. Enn inni í Sundum eru hafn
armöguleikar sagðir mjög góðir,
og nær óþrjótandi möguleikar
til hvers konar hafnarmann-
virkja. Gamla höfnin verður þó
ekki þar með úr sögunni, því
að hún mun halda áfram að
gegna veigamiklu hlutverki, en
kannski ekki í eins ríkum mæli
og nú er. Verða gerðar á
henni margar skipulagsbreyting-
ar, þegar þar að kemur, og t d.
er það í ráði, að Vesturhöfnin
verði smátt og smátt að fiski-
bátahöfn eingöngu.
Heklan virtist einmana.
Allt þetta hvarflaði um huga
okkar, er við gengum um Reykja
víkurhöfnina hér í fyrrakvöld,
og virtum fyrir okkur blómstr-
andi atvinnulífið, sem þar var.
* Lítill fiskibátur var að renna
inn um hafnarkjaftinn eftir
spegilsléttum sjónum, og Akra-
borgin var að leggja frá bakk-
anum, Hún færi víst ekki lengra
en til Akraness núna, eða stóð
það ekki í blöðunum hér á dög-
unum, að hún væri hætt Borg-
arnesferðum? Og út á Ytri-höfn
eáum við hvar annar fiskibátur
sigldi út. Kannski var hann að
fara á veiðar, kannski var hann
bara að fara til heimahafnar-
innar til þess að skipshöfnin
gæti verið heima á sjómanna-
daginn. Það var aldrei að vita.
Ails staðar sáum við menn að
vinnu, og alls staðar frá bárust
tiróp og köll, og alls staðar frá
Toárust drunurnar frá vélum
hinna stórvirku tækja, sem
þarna voru víða að verki. Þama
brunuðu lyftarar um allar triss-
ur með stóreflis kassa framan
á, á öðrum stað voru himinháir
kranar að landa vörum úr er-
lendu flutningaskipi, og á enn
einum stað hljóp fólk annað
hvort um borð í Kronprins Frede
rik, eða frá borði, en hann virt-
ist tiltölulega nýkominn. Aðeins
Heklan virtist laus við allt um-
stang, þar sem hún ,lá ein við
eina bryggjuna. Hún virtist næst
um því einmana.
Kann bezt við sig við höfnina.
Við röltum í hægðum okkar
í áttina að Hafnarbúðum. Þar
firði. Og maður reynir af
fremsta megni að verða við því
því að það er alltaf heldur sárt
að vita báta verða stopp vegna
mannaskorts. Aðallega eru það
matsveinar, sem maður er beð-
inn um að ráða, en stundum
líka hásetar. Ég verð að játa
það, að ekki eru það alltaf sem
vanastir menn, sem manni tekst
að fá — en þrátt fyrir allt —
betra en ekkert.
SJÓMANNADAGURINN
ætluðum við að rabba svolítið
við forstöðumann þeirra, mann
sem lifir og hrærist þarna við
höfnina, nefnilega Harald Hjálm
arsson. Hann hefur veitt Hafn-
arbúðum forstöðu síðan 1. maí
1962, eða frá byrjun. Áður veitti
hann Verkamannaskýlinu for-
stöðu, eða allt frá 1958, en þar
áður sigldi hann á togurum
Kveldúlfs og Bæjarútgerðarinn-
ar alveg frá 1936. Haraldur er
því sjómaður í eðli sínu, enda
þótt hann hafi gerzt landkrabbi
hin síðari ár, og er mikill máti
allra sjómanna. Hann tók á móti
okkur af sinni alkunnu hlýju,
spaugaði svolítið með okkur
fyrst, en sneri sér svo að al-
vörunni:
— Hingar í Hafnarbúðir koma
aðallega útlendingair, sagði hann
t.d. allir enskir sjómenn, sem
eru hér á vegum Geir Zoega,
svo og langflestir Færeying-
anna. En svo koma líka hingað
í Hafnarbúðir sjómenn úr öllum
verstöðvum landsins, sem eru
hér með báta í viðgerð. Það er
því yfirleitt ailtaf nóg að gera
hér, og mikið um að vera.
— Hvernig ég kunni við mig?
Alveg ágætlega. Ég kann bezt
við þessa menn, sem hingað
sækja, enda hef ég lengst af
umgengizt þá. Nú, og svo er
maður hérna innan um sjálft
atvinnulífið, er farinn að þekkja
flest alla bátana, sem fara hér
um jafnvel þótt þeir séu staddir
út á ytri höfn. í gegnum starf
mitt hef ég kynnzt fjöldanum
öllum af sjómönnum, ég get
nefnt sem dæmi, að það kemur
jafnvel fyrir að skipstjórar
hringja í mig, og biðja mig um
að ráða á báta vestur um alla
— Ó, jú, auðvitað hafa orðið
miklar breytingar á mörgum
sviðum við höfnina síðan ég
byrjaði að starfa hér. Það er
komið mikið af nýjum skipum,
og nýjum tækjum o.fl. En hins
vegar virðist mér sjósóknin nú
og þá vera mjög áþekk, nema
hvað það er kominn miklu
betri útbúnaður í þessa báta,
og þar af leiðandi orðið meira
öryggi, segir Haraldur.
Margt breyzt á 30 árum.
Við rákumst á góðlegan, mið-
aldra mann, þar sem hann stóð
fyrir framan vöruskemmu Rík-
isskip. Þetta var Guðmundur
Jónsson, aðstoðarverkstjóri í
vöruskemmu Ríkisskip. Þarna
hefur hann starfað í rúm 30 ár,
þekkir því þetta svæði hafnar-
innar flestum öðrum betur. Enda
fannst okkur líka tiivalið að fá
hann til þess að segja okkur
frá breytingunum, sem orðið
hafa á höfninni á þessum 30
árum.
— Þetta er alveg tvennt ó-
líkt, höfnin eins og hún er í dag,
og var fyrir 30 árum, sagði hann.
— Þá var hér allt unnið með
höndunum einum saman, en nú
eru komin stórvirk tæki, sem
létta geysilega alla erfiðustu
vinnuna. En fólkinu hefur fækk-
að til muna, það er alltaf stöð-
ug vöntun á fólki. Væri nú ó-
hugsandi að vinna það verk núna
með handaflinu einu, sem unnið
var hér áður fyrr — ekki vegna
þess að fólkið sé neitt afkasta-
minna en var þá, heldur vegna
þess hve mannekla er mikil. Það
er helzt á laugardögum sem okk
ur tekst að fá menn til vinnu,
en þá kemur hingað mikið af
lausafólki.
— Á hinn bóginn get ég ekki
sagt að umhverfið hér hafi
breyzt svo ýkja mikið. Mér
finnst það a.m.k. ósköp svipað.
Að vísu hafa nokkrar nýjar
bryggjur verið smíðaðar, og
nokkrar gamlar horfið. T.d. var
Sprengisandur, eða Grófar-
bryggja eins og hún
heitir víst, ekki komin,
þegar ég byrjaði hér.
Hún ihlaut nafnið Sprengisand-
>ur, þegar það fór að koma
sprunga í þilið strax á fyrsta
ári. Þá var heldur ekki búið að
fylla upp í Austurgarð þá.
Gamli garðurinn var svo allur
lagður smásteinum til skamms
tíma, en hann hefur nú verið
malbikaður. Þá . hefur gamla
steinbryggjan horfið, og Zimsen
bry-gigjan, einnig.
En ný tæki eru víða komin
og setja svip sinn á umhverfið
hér, og einnig hafa risið hér
allmargar byggingar, síðan ég
fór að vinna hér, svo sem Hafn-
arbúðir, Hafnarhvoll, Hafnar-
húsið, hluti Sambandshússins,
og auðvitað vöruskemmur Rík-
isskip, sagði Guðmundur og
brosti við, sem hermennirnir
reistu á stríðsárunum. Þá má
einnig nefna Austurskálann, eða
USA-skálinn, eias og hann er
oftast kallaður og loks tollskýl-
ið.
En mestar breytingar hafa orð
ið á mótorflotanum sem hér fer
um, en þær eru geysilegar. En
þó eru enn nokkur skip af þess-
um gömlu enn við líði.
Vorin eru annatími.
Næst litum við inn til hafn-
sögumannanna. Þeir voru þá
tveir á vakt, og aðeins annar
inni við., Páll Björnsson. Röbb-
uðum við stutta stund við hann,
enda þótt hann virtist hafa ænð
nóg að gera við að svara í sím-
ann, því hvað eftir annað var
hringt, og spurt, hvort að Helga
fellið væri ekki komið, og síð-
an hvar það lægi.
Sigurður á vigtinni: — Hingað koma skipstjórarnir á kvöldin,
líta á aflaskýrsluna til þess að sjá hvað Wnir hafa fengið.
UR
BORGINMI II
Haraldur í Hafnarbúðum: —
Stundum verður maður að ráða
á báta vestur um allar hafnir.
— Er alltaf nóg að gera, Páll?
— Nei, ekki alltaf. Það er
ákaflega misjafnt hvað kemur
inn af skipum, og hvað fer. En
það er oft ákaflega mikið að
gera á vorin, eins og núna, en
svo koma tímaibil, sem eru mjög
dauf.
— Hvað eruð þið margir, hafn
sögumennirnir?
— Við erum átta, og sjö, sem
tökum vaktir. Við erum venju-
lega tveir á vöktunum, og svo
eru auðvitað vélamenn með
okkur á lóðsbátunum.
— Hvað eruð þið með marga
núna?
— Við erum með þrjá báta I
gangi, Magna, Jötunn og Haka,
en einn, sá elzti, sem heitir
Nóri, er í viðgerð.
— Hvaða skipum ber ykkur
að sigla inn í höfnina?
— Við tökum inn alla togara
flutningaskip og farþegaskip, og
yfirleitt öll þessi stærri skip, en
yarðskipin eru þó undanþegin,
Öll útlend skip eru lóðsskyld.
— Hvað mundi vera stærsta
OKGIMMI