Morgunblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.05.1966, Qupperneq 25
Sunnu<Jagur 15. maí 1966 MORGU N BLADIÐ 25 Guðmundur Erlends-1 Jassklúbburinn 5 ára son yfirvélstj. Minning AÐ morgni föstudagsins 6. maí kom strandferðaskipið Esja til Reykjavíkur, úr einni af sínum mörgu strandferðum, og var ekk- ert sérstakt við þessa ferð, frem- >ur en svo oft áður. Yfirvélstjór- inn, Guðmundur Kristinn Er- lendsson, var með í þessari ferð, og gátum við skipsfélagar hans ekki séð nú fremur en áður, að til tíðinda myndi draga fyrir Bólarlag þennan dag. Guðmund- ur var að vísu ekki heill heilsu, hafði fyrir nokkrum árum kennt sér meins og legið um tíma á sjúkrahúsi, og vissum við, að íhann var ekki búinn að fá að fullu mót meina sinna, en samt kom það okkur skipsfélögum hans á óvart, er fréttin barst um kaffileytið nefndan dag, að hann væri allur. — Hafði hann farið hress og kátur að vanda frá (borði, í þetta sinn fór hann í Landssmiðjuna 1 erindagjörðum skipsins, en er hann kom þangað hneig hann niður örendur. Guómundur Kristinn Erlends- son var 64 ára, er hann féll frá, hann fæddist 30. september 1901, í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, en fluttist barn að aldri með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar, og bjó þar ætíð síðan. Foreldrar hans voru þau hjónin Erlendur Jónsson sjómaður og Gróa Bjarnadóttir. Guðmundur var yngstur fjögurra systkina sinna, og sá fyrsti þeirra, er kveður þennan heim. Um bernsku Guðmundar veit ég ekki fram yfir það, sem að framan er getið. Hann mun hafa útskrifazt úr Vélstjóraskólanum árið 1928, og var eftir það, um áratug, á togurum sem vélstjóri. Til skipaútgerðar ríkisins réðist hann árið 1940, þá sem vélstjóri á es. Súðina. Síðan var nann á varðskipum, og seinna á hinum minni strandferðaskipum, unz hann sótti ms. Herjólf sem yfir- vélstjóri, í árslok 1959, en á ms. Esju kom hann á sextugsafmælis degi sínum 1961, og hefur verið þar síðan. Guðmundur Kristinn kvænt- Ist 9. maí 1942 Þórdísi Guðjóns- dóttur frá Þórshöfn, en hún lézt 6. nóvember 1944. Þeim Guð- mundi og Þórdísi varð íveggja barna auðið, sem bæði eru á lífi, en þau eru, Kristín, gift Bjarna Þórðarsyni, tryggingafræðingi, og Erlendur, flugmaður hjá Loftleiðum. Fyrir hjónaband Bitt átti Guðmundur eina dóttur, Báru Kristínu. i Guðmundur Kristinn Erlends- son hefur á langri ævi kynnzt mörgum, og margir eru þeir, sem hafa haft hann sem yfirmann •inn. Störf Guðmundar ein- kenndust af samvizkusemi, eins og hún gerðist áður fyrr. Hann vildi hafa allt í röð og reglu i vélarúminu, og er það að sjálf- •ögðu ekki löstur á yfirmanni. B£n slíku er oft samfara, að hinir yngri menn, sem ekki þekkja til bátta fyrri ára, verða oft seinir að átta sig á, og viðurkenna þau •annindi, sem voru samfara liðn um tíma. Guðmundur átti sér ýmis á- hugamál, hann myndaði sér á- kveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Guðmundur var sann mc trúmaður. Hann var ætíð heill en ekki hálfur, þegar rætt var um hin ýmsu málefni, hvort þau voru félagslegs eða stjórn- málalegs eðlis, eða eitthvað ann- •ð. Því sem hann taldi rétt, var •kki hægt að hagga hjá Guð- mundi. Oft ræddum við ýmis málefni, en þrátt fyrir að skoð- anir okkar væru mjög ólíkar, var langt frá að til fjandskapar drægi okkar milli, langt í frá. Skák- og bridgemaður var hann ágætur. Þessar línur, sem hugsaðar voru sem kveðjuorð frá okkur skipsfélögum hans, tel ég ekki rétt að hafa öllu lengri. Við skipsfélagar hans á ms. Esju, þökkum honum samstarfið og sýnda vináttu og tryggð. Við vottum börnum hans, systkinum og öðrum ættingjum okkar inni- legustu samúð við fráfall hins mikla sjómanns. Persónulega vil ég nota þetta tækifæri, og þakka hinum látna fyrir kunningsskapinn gegnum aldarfjórðungs skeið, að leiðir okkar lágu fyrst saman á es. Súð- inni. Ég árna honum allra farar- heilla yfir þau landamæri, sem mér er fuli ljóst, að hann efað- ist ekki um, að við ættum öll eftir að fara. Eftir stendur minningin um góðan dreng, sem aldrei gerði annað, en það sem hann vissi sannast og réttast. Slíkra manna er ljúft að minnast. Meigi hann hvíla í friði. Böðvar Steinþórsson. LIÐIN eru um það bil fimm ár síðan Jassklúbbur Reykjavíkup byrjaði hin vinsælu mánudags- jasskvöld sin í Reykjavík. Þar sem klúbburinn hafði engan samastað fyrstu árin voru jass- kvöldin haldin óreglulega fyrst í stað, þar til fyrir rúmu ári eða í fyrravor að klúbburinn fékk inni í hinum vistlegu húsa- kynnum Tjarnarbúðar, þar sem jasskvöldin hafa verið haldin reglulega á mánudagskvöldum síðan, við ágæta aðsókn og vin- sældir. Jassleikarar á íslandi eru ekki margir en kannske eðlilega marg ir miðað við fólksfjölda á land- inu. En þessir fáu jassleikarar HIEH-FIDEL.IT Y fyrir unga fólkið. BELLA MUSICA1015 þrír hraðar. Afburða tónn. i >:r rrrjv AIR PRINCE 1013 Langdrægt með bátabylgju. RADIOBÚÐIN Klapparstíg 26. Sími 19800 sem við eigum eru uppistaðan í jasslífinu í Reykjavík og eru þeir sumir hverjir mjög góðir þrátt fyrir £á tækifæri til jass- iðkunar. Síðan hinn reglulegi rekstur jasskvöidana hófst í fyrravor hefur klúbbnum tekizt að fá þekkta jassleikara í heimsókn erlendis frá, og var fyrsti gestur- inn hinn kunni íslenzki gítar- leikari Jón Páll, sem dvalið hef- ur erlendis nú um tveggja ára skeið, en Jón lék fyrir Jassklúbb Reykjavíkur mánud. 5. maí í fyrra og má geta þess að aldrei hefur verið fleira fólk saman- komið á jasskvöldi í Tjarnarbúð en einmitt það kvöld iþrátt fyrir góða aðsókn yfirleitt. Um áramótin síðustu kom bandaríski flugelhorn- og tromp- etleikarinn Art Farmer í heim- sókn og skömmu síðar landi hans og kollegi Donald Byrd. Enn er von á erlendum jass- leikurum í heimsókn en, ekkert er hægt að segja ákveðið um það eins og er, þó er líklegt að danski trommuleikarinn Alex Reel komi hér við á leið sinni heim til Dan- merkur frá Bandaríkjunum í júnímánuði næstkomandi. En eins og mörgum er kunnugt var Alex kosinn bezti jassleikari Dana 1965. Sennilega verður jassklúbbn- um lokið um einhvern tíma í sumar en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um það enn. Næsta jasskvöld verður lialdið á mánudagskvöld eins og venju- lega og rnun þá leika nokkrii af okkar beztu jassleikurum. Biireiðastjóri Óskum eftir traustum manni vönum stórum bif- reiðum, til afleysinga vegna sumarfría, við akstur sérleyfisbifreiða. Upplýsingar er greini fyrri störf sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir næst- komandi mánudagskvöld merkt: „Traustur — 9742". Rakoll — Trélím 1 kíló — 5 kíló — 50 kíló pakkningar. Mjög hagstætt verð. Heildsala — Smásala. Hansabúðin Símar 21800 og 11616. Síldarstúlkur Síldin er komin á miðin og söltun hefst væntanlega með fyrra móti. Okkur vantar nokkrar góðar síld- arstúlkur til Raufarhafnar og Seyðisfjarðar. Ágætis húsnæði og vinnuskilyrði. Fríar ferðir, kauptrygg- ing. Mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar veita Valtýr Þorsteinsson, sími 20055, Reykjavík og Hreiðar Valtýsson, sími 11439, Akureyri. KVIKSJÁ -K—- Fröðleiksmolar til gagns og gamans Amundsen réði sig á belgískt könnunarskip sem 1. stýrimað- ur árið 1897. Skipið hét Belgica og átti að fara í leiðangur til Suðurskautsins og finna Suður- pólinn. Við Grahamsland lok- aðist skipið inni í is og var fast í 13 mánuði. Tveir hásetar urðu vitskertir og allir þjáðust þeir af skyrbjúg. Skipslæknirinn hét dr. Cook og með honum fór Amundsen á selveiðar til að útvega skipsmönnum eina meðalið sem var til: ferskt sel- kjöt. Könnunarstjórinn gat sjálfur ekki borðað selkjöt og fyrirbauð mönnum sínum að neyta þess. Loks voru allir fár- veikir og könnunarstjórinn lagð ist fyrir og byrjaði að skrifa erfðaskrá. Þá fengu dr. Cook og Amundsen leyfi til að koma með hina skotnu seli og eftir viku voru aliir á batavegi. — Skipið var siðan losað úr ísnum með dýnamiti og Belgica sigldi af stað til Evrópu og kom þang að tveim árum eftir brottför- ina. Næsta ár tók Amundsen skipstjóraprófið. Tryggjum 'AFRAM ófluga uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.