Morgunblaðið - 19.06.1966, Page 24

Morgunblaðið - 19.06.1966, Page 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU — Mér gengur nú verst að skilja, að ég hafi nokkurn tíma verið hrifin af þér. Yves rak uppstuttan og snögg an hlátur. — Já, það er einkenni- legt. Og mér finnst sjálfum nú- verandi ástand okkar í milli dá- lítið skrítið. Hann leit fast á mig. — Skrítið, en óróvekjandi þó. Og ég ætla líka að gera enda á því mjög bráðlega. — Það væri mjög að mínu skapi, sagði ég og Yves hló aft- ur, eins og honum dytti sjálfum eitthvað skemmtilegt í hug. Ég var óróleg og hrædd, en fann jafnframt, að ég gat ekkert ann- að gert en láta að orðum hans. Ég vissi, að ég var að grípa í hálmstrá, en vonaði samt í von- leysi mínu, að þegar ég kæmi um borð í Afrodite, mundi ég muna skipið og fortíð mín hætti um leið að vera gleymd saga. Það var komið rökkur þegar við fórum úr húsinu. Yves hafði náð í leigubíl til að flytja okk- ur og farangur okkar niður að höfninni. Afrodite lá fyrir akkeri spölkorn út frá bakkanum og við fengur bát til að komast um borð. Svo rugguðum við á logn- kyrrum sjónum í ljósunum frá höfninni. Afrodite var 511 með ljósum og ég sá tvo af skipshöfninni — einu mennina þarna, frétti ég seinna, — sem stóðu og biðu okkar. — Gott kvöld, frú Gerard, sögðu þeir báðir í senn. Þetta voru sólbrenndir ungir menn, sterklegir og hraustlegir. Yves gaf þeim fyrirskipanir um farangurinn og fór síðan með mig niður í káetuna. Þegar ég elti hann eftir þil- farinu, leit ég allt í kring um mig og beið þess, að eitthvað ýtti við minni mínu, svo að ég kannaðist við umhverfið aftur. En ekkert slíkt skeði. Afrodite var mér jafn framandi og allt annað, sem ég sá. Herbergið mitt var stórt og þar var rúm í stað koju. Þar voru hillur hlaðnar bókum, skrif borð og meira að segja ljós- myndir á þiljunum. Þetta her- bergi var að því leyti ólíkt her- berginu í húsinu, að það var eins og persónulegra enda þótt það, vekti alls engar endurminning- ar hjá mér. Ég reyndi að sigrast á þessum vonbrigðum mínum, og þegar Yves var farinn, rannsak- aði ég herbergið enn nákvæmar, gáði í skrifborðsskúffurnar, og tók upp bók, sem lá á borðinu við rúmið. Herbergið var málað hvítt og gyllt en listar túrkis- bláir. Rúmábreiðan var með samskonar bláum lit og skreytt mynd af gyðjunni Afrodite, sem steig upp úr sjávarlöðrinu, út- saumað í hvítum og gullnum lit. Þetta var allt saman sérlega fallegt og fínt, en ég mundi akki eftir neinu þarna, frekar en áð- ur. Ég gekk aftur út á þilfarið og horfði á þegar verið var að koma farangrinum um borð. Sterku borgarljósin blikuðu í landi, en hafnarljósin stóðu á höfði í svarta sjónum. Frá einhverri annarri skemmtiskútu skammt þarna frá heyrðist danshljóm- list, og svo heyrðust hláturrok- ur. Síðasti farangurinn var dreg- inn um borð og báturinn, sem hafði flutt okkur ruggaði aistað. Mér fanst allt í einu landjörðin orðin svo langt burtu. Bátur- inn minn. En þá mundi ég allt í einu eftir hressilegum andlitum skipsmannanna. Ég var öruggari hérna en ég hafði verið í viil- unni, hjá hinni iliskeyttu og óhugnanlegu Janine. Yves var ekki uppi á þilfari og ég stóð dálitla stund og hall- aði mér fram á grindverkið, og hresstist af s.altri hafgolunni, sem lagði utan af sjónum. Hugur inn snerist allur um hin ein- kennilegu atvik að dauða Toms. Hvað haði komið fyrir hann? Hafði hann nokkurntíma farið til Tangier eins og Yves hafði sagt? Eða hafði hann verið kyrr í Frakklandi, en bara yfirgefið mig? Og hafði ég rifizt við Yves áður en ég lagði af stað til Eng- lands? Einhvernveginn varð ég að komast að því. Nú varð ég þess vör, að annar bátur var að nálgast skútuna. Ég hallaði mér fram og þegar báturinn var kominn að, sá ég, að auk mannsins, sem réri bátn- um voru þarna komnir lögreglu mennirnir tveir, sem höfðu kom ið í heimsókn fyrr um daginn. Bátsmaðurinn kallaði til okk- ar og Pierre, sem Yves hafði sagt, að væri bryti, svaraði hon um. Svo fóru milli þeirra fáein orð á frönsku sem ég heyrði ekki né skildi nema að nokkru leyti, en meðan ég var að horfa, komu lögreglumennirnir um borð. Fáum mínútum seinna, kom Pierre og sagði, að Renier skipstjóri vildi finna mig niður í káetu. n---------------------------□ 33 □---------------------------□ Þetta var stór salur og greini- lega aðal-samkvæmissalurinn þarna um borð. Húsgögnin voru nýtízkuleg úr ljósleitum viði. Yves sat í einum þessara ein- kennilegu, nýtízkulegu stóla, sem þarna voru inni og andspæn is honum á samskonar stólum, sátu lögreglumennirnir, stífir og formlegir. Þeir stóðu allir upp þegar ég kom inn. — Herra fulltrúinn vill fara aftur yfir skýrslurnar okkar, sagði Yves við mig. — Þú ert, sjálfsagt- fús að svara nokkrum spurningum í viðbót? — Ég er fús til að reyna það, sagði ég, — en eins og bú veizt er minnið mitt enn í sömu þok- unni. — Já, þvi miður, sagði Yves. Venjulega var hann rólegur mað ur og letilegur en í dag virtist hann eitthvað spenntur, þótt hann hefði hemil á sér, og augun báru vott um einhverja niður- bælda óró. Chabot fulltrúi hóf mál sitt og talaði hægt, svo að ég ætti betra með að skilja hann: — Við vitum nú, að maðurinn yð- ar hefur ekki drukknað frú Ger ard. Líkskoðunin hefur leitt 1 ljós, að hann hefur verið dáinn þegar hann fór í sjóinn. — Og hvernig dó hann þá? spurði ég lágt. — Hann er með skotsár á bak inu, hélt fulltrúinn áfram í al- vörutón. — Við höldum ekki, að hann hafi getað valdið því sjálf- ur, eða með öðrum orðum höld- um við að hann hafi verið myrt- ur — fyrir eitthvað einum eða tveimur mánuðum. Það er erfitt að taka nánar til, vegna þess hve lengi líkið hefur verið í sjón um. Þess vegna verðum við að rannsaka þetta nánar.... Reni- er skipstjóri hefur skýrt mér ítarlega frá því, hvenær hann hafi siðast séð manninn yðar, fyrir þessa ætluðu brottför hans til Tangier. — Komst hann nokkurn tíma til Tangier? spurði ég. — Það er atriði, sem við verð um að komast að. Renier skip- stjóri segir okkur að maðurinn yðar hafi átt byssu....... — Hér fyrr meir, þegar hann fór til Tangier, greip Yves fram í, — fannst honum alltaf hyggi- legra að hafa byssu með sér. Það voru þá ýmsir gemlingar á ferli — en nú, síðan höfnin var hreinsuð held ég að Tom hafi ekki kært sig um það. Ég skal játa, að ég hef ekki séð byssuna hans alllengi. — En þér, frú? — Ég veit ekkert um byssu Toms, en þér getið leitað í ká- etunni hans. Eða minni, bætti ég við. Þessi lygavefur sem ég var orðin flækt í, fór hríðversn andi. Ég ánetjaðist í honum við hverja hreyfingu. Fulltrúinn hélt rólega áfram og leit við og við í minnisbók- ina sína: — Renier skipstjóri segir mér, að hann hafi siðast séð hr. Gerard, að kvöldi hin* fjórtánda júlí. — Já, það er þægilegt að muna þjóðhátíðardaginn okkar, sagði Yves. — Það var viðskiptaráðstefna í Hotel Angelique. Þeir drukku glas saman, ræddu ferð hr. Ger- ards, og svo tók Renier lest og fór til Provinoe, heim til sin, þar sem móðir hans var. Léttsteypuveggir í alla innveggi Tilbúnir fyrir: veggfóðrun, flísnlögn úfímingar strigo, finpússningu, & fl. Fljótleg og auðveld uppsetning. — Auð- veldir í meðhöndlun og tilsniðun. Hver eining 50x255- 257 cm. — Þykktir nú fyrirliggjandi: 7,5 og 10 cm. Siporexveggir lækka byggingakostnaðinn KHtfKU Sl EfNKAUMBOÐ FYRfR A.S. NORSK SIPOREX Hátúni 4A. — Nóatúnshúsinu. Sími: 17533 (Opið milli 13 og 19).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.