Morgunblaðið - 15.07.1966, Page 12

Morgunblaðið - 15.07.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. júlí 1966 — íscrfjörður Framhald af bls. 11 Flest atkvæði fengu þessir; þar næst voru 4 atkvæði og það- an af færri, sem bæjarfulltrúar. Kaupmaður Ásgeir Ásgeirsson, fékk 14 atkvæði sem skoðunar- xnaður reikninganna". Stefán Bjarnarson, bæjarfógeti, var sjálfkjörinn oddviti bæjar- stjórnarinnar, samkvæmt reglu- gerðinni. f deildinni, sem helguð er bæjarstjórninni eru myndir af öllum bæjarstjórnum á fyrsta kjörtímabili hvers fógeta, en ár- ið 1930 hættir fógetinn að vera oddviti bæjarstjórnar og ráðinn er bæjarstjóri. Eru myndir af öll um stjórnunum frá þeim tíma og til núverandi bæjarstjórnar, sem kjörin var í vor. Síðasti odd- viti bæjarstjórnar, sem jafnframt var bæjarfógeti var Oddur G. Gíslason, en fyrsti bæjarstjóri var Ingólfur Jónsson, lögfræðing ur. Núverandi bæjarstjóri er Jó- hann Einvai'ðsson. Þróun bæjarins Stærsta deildin á sýningunni •r helguð þróun bæjarins. >ar má sjá gamlar vinnuteikningar enn er í notkun aðallega fyrir tilstuðlan Vilmundar Jónssonar, landlæknis. Myndir eru af nokkr um héra'ðslæknum eða þeim Davíð Scheving Thorsteinsson, Kristjáni Arinbjarnar, Bjarna Sigurðssyni og núverandi lækni Úlfi Gunnarssyni. Íþróttalíf í deild 12 eru sýndar íþróttir og útilíf, en svo sem kunnugt er standa Ísfirðingar mjög framar- lega í skíðaíþróttum. Myndir eru frá skíðalífi í Seljalandsdal skammt fyrir innan kaupstað- inn, þar sem skíðalandsmótið var sl. vetur. Þá má geta þess, að áætlað er að halda íþróttaþing íþróttasambands íslands í sept- ember næstkomandi á ísafirði og er það gert í tilefni hundrað ára afmælisins. Fyrir allmörgum árum lét bær inn gera sundlaug í Reykjanesi, en þar er jarðhiti. Er héraðsskól- inn var stofnsettur þar varð svo þessi sundlaug tillag bæjarins til skólans, sem nú rekur laug- ina. Laugin er ein af þremur stærstu sundlaugum á landinu um 50 m löng og þar má segja að veri'ð hafi miðstöð sund- kennslu á Vestfjörðum. igaasgatMtaaa Þetta er elzta hús á fsafirði. Það er í Neðstakaupstað og er reist 1734 og þar af Ieiðandi elzta hús landsins. Húsið er nú og hefur lengst af verið vöruskemma. frá dögum Björgvinarkaup- mannanna, sem komu til fsa- fjarðar 1788 eins og áður er get- ið. Myndir eru af kaupstaðnum og er sú elzta frá því um 1870. Var þá hafís inn á firðinum og mikili snjór í giljunum í fjallinu og í Naustahvilft. Þá er þar önn- ur gömul mynd frá því um alda- mótin. Á þeirri mynd sést vart snjór, enda var árferði mjög gott á ísafirði þá. Fjórða deildin á sýningunni er um opinberar byggingar. Þar er t.d. mynd af verzlunarhúsi tví- lyftu með risi og er öll framhlið hússins úr gleri. Mun þetta hafa verið með glæsilegri verzlunum landsins um 1916, en þá var hús- ið byggt. Voru sölubúðir á tveim- ur hæðum, er hinar Sameinuðu islenzku verzlanir ráku. Síðar var glerveggurinn fjarlægður og nú er húsfð aðsetur Pósts og síma á ísafirði. í þessari deild eru og loftmyndir af fsafjarðar- kaupstað, teknar úr þyrlu Land- helgisgæzlunnar. Skólabyggingar og sjúkrahús Ein deildin nefnist Skólabygg- ingar og sjúkrahús. Eru þar myndir af merkum skólastjórum á ísafirði og af fyrsta skólanum, sem byggður var 1876 og standa aemendur ásamt kennurum fyr- ir dyrum úti. Þar er mynd af dr. Birni Bjarnasyni frá Viðfirði, er lengi var skólastjóri, séra Bjarna Jónssyni, en hann var skólastjóri barnaskólans, áður en hann varð dómkirkjuprestur í Reykjavík og þar kynntist hann konu sinni frú Áslaugu Ágústsdóttur, sem er bor in og barnfædd á ísafirði. Þá er og mynd af Birni H. Jónssyni, skólastjóra. Þá er þar gömul mynd af fyrsta sjúkrahúsinu á staðnum. Þar bjó systir Ásgeirs Ásgeirs- sonar kaupmanns, Kristín Ás- geirsdóttir og hafði tvö sjúkra- rúm og tók sjúklinga fyrir Þor- vald Jónsson, héraðslækni. — Sjúkrahús var fyrst reist á ísa- firði 1897 fyrir gjafa- og sam- skotafé. Árið 1925 var svo reist hið glæsilega sjúkrahús, sem Barnaskólinn á ísafirði, sem byggður var 1876 Heimsóknir Heimsóknir forseta, forsætis- ráðherra og konunga heitir deild nr. 13. Þar má sjá myndir frá ví, er Friðrik VIII heimsótti afjörð árið 1907. Þá eru mynd ir frá heimsókn Friðriks ríkis- arfa og konu hans Ingiríðar prins essu og myndir frá heimsókn Staunings, forsætisráðherra Dana og Alsing Andersens hermála- ráðherra rétt fyrir byrjun síð- ari heimstyrjaldar. Stauning var mikill jafnaðarmaður og töldu menn á þeim árum að hann heimsótti ísafjörð aðallega vegna þess, að hann gekk þá undir nafninu „rauði bærinn", enda fóru jafna'ðarmenn með völd þar í um 25 ár. Mennirnir, sem settu upp sýninguna. Til vinstri er Ingvi Hrafn Magnússon og til hægri aðstoðarmaður hans, Birgir Úlfsson iiiii gmm. pil ■ ■ tiilt v • 3 i vfmm. —i r : ^ tírrS; «hww ■**' ?■**/*>*» ... <WWfo »r >'2 ..' Vinnuteikningar af Björgvinarhúsunum frá 1734 Deild 14 nefnist borgarar. Þar má sjá myndir af ýmsum góð- borgurum frá fyrri tíð. Þar eru skáldin Jónas Guðlaugsson og Guðmundur Guðmundsson. Einn ig eru myndir frá útreiðartúr- um og skógarferðum, sem Ásgeir Ásgeirsson, yngri, kaupmaður, gekkst fyrir. Ásgeir Ásgeirsson, faðir hans, var jafnframt því að vera kaupmaður skipstjóri. Hann var lengi endurskoðandi bæjar- reikninga kaupstaðarins og átti þar af leiðandi ekki sæti í bæj- arstjórn. Hann andaðist _ árið 1877 og tók sonur hans Ásgeir við verzluninni og blómgaðist hún mjög undir stjórn hans. Ás- geir yngra er þáð að þakka að til er mynd af Carl Ernst Alex- Frá deildinni, er fjallar um útgerð. Þar má sjá þróun þilskipaflota ísfirðinga frá upphafi ander Fensmark einum frægasta bæjarfógeta og oddvita bæjar- stjórnar ísafjarðar. Lét Ásgeir jafnan taka myndir í ferðalög- 'um, sem hann efndi til. Fens- mark var bæjarfógeti árin 1879 til 1884, en þá var hann dæmd- ur frá embætti fyrir sjóðþurrð, afplánaði refsingu sína í Reykja- víki en fluttist aftur til ísa- fjarðar og dó þar saddur líf- d-aga 1899 64 ára að aldri. I þessari deild má og sjá ýmsa söngflokka og þar er m.a. mynd af fjórðungsþingi Vestfjarða o. fl. Bækur og blöð Fimmtánda deild sýningarinn- ar er um bækur og blöð. Þar er m.a. sýnt fyrsta eintak Þjóð- viljans er Skúli Thoroddsen gaf út. Kom það út 30. október 1886. Þá er einnig sýnd fyrsta bókin, sem gefin var út á ísa- firði, Hávarðar saga _ fsfirðings svo og markaskrá ísafjarðar- sýslu, Jón Arason eftir séra Matt hías o. m. fl. Þá má nefna sýnis- horn af smærri prenbun á fsa- firði eins og t.d. Sorgarljóð um þá er fórust í snjóflóðinu í Hnífs dal 18. febrúar 1910, en þá fór- ust 18 manns. Næsta deild nefnist fiski'ðnað- ur og fjallar aðallega um salt- fiskvinnslu; Hannes Hafstein sagði um ísafjörð, að þar væri „saltfisksins Eldorado“, enda ber hér mest á myndum af saltfiski, sem breitt hefur verið til þerris í sólinni. Þá eru myndir af sild- arsöltun. Á fjórða áratugnum var gríðarmikil síldveiði við Vest firði og mest síld barst á land á ísafirði árið 1934. Þó veiddist sæmilega allt fram til ársins 1945 og eitt árið kom fyrir, að túnfiskar slæddust með síldinni. Sérkenni Vestfjarða í sam- bandi við sjávarútveg er tví- mælalaust rækjuveiðin eða kampalampavei'ðin eins og roskn ir menn myndu nefna hana. Það var Norðmaður Simon Olsen að Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.