Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1966, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 15. júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjörnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. ALDREI MEIRI VEGARÆTUR Cíðan hin nýju vegalög voru sett árið 1963 og vegaáætl- un gerð til fjögurra ára, hefur verið unnið skipulegar og af meiri stórhug að vegabótum á íslandi en nokkru sinni fyrr. Aukins fjármagns hefur verið aflað til vegagerðar og af- kastameiri vélakostur tryggð- ur, þannig að tæknin verði sem bezt hagnýtt í þágu fram kvæmdanna. Jafnframt hefur verið hafizt handa um að gera vegi úr varanlegu efni og stefnan mörkuð gagnvart framtíðinni. Vitanlega verður að stefna að því hér á landi eins og annars staðar að gera alla vegi úr varanlegu efni. Fyrr en það hefur verið gert, verð- ur ekki sagt að viðunandi á- stand hafi skapazt í vegamál- um okkar. En það sætir hins- vegar engri furðu þótt þessi litla þjóð hafi orðið að byggja malarvegi á meðan hún var að vinna brautryðjendastarf- ið í samgöngumálum sínum. Enda þótt íslenzkir vegir séu flestir lélegir, verður sú stað- reynd þó ekki sniðgengin, að í vegamálum okkar hefur á örfáum áratugum verið lyft undraverðu Grettistaki. Uridir forystu núverandi ríkisstjórnar hafa stærri skref verið stigin í vega- málunum en okkru sinni fyrr. í því sambandi má minna á það, að framlög til vegamála voru á árinu 1958, síðasta valdaár vinstri stjórn- arinnar, 81,7 milljónir króna. Á árinu 1965 var hins veg- ar unnið fyrir nær 300 millj. kr., þegar miðað er bæði við framlög vegasjóðs og heim- ildir vegaáætlunar til ann- arrar fjárútvegunar. Það er hiklaust stefna Sjálfstæðismanna að skapa traust og öruggt akvegasam- band milli allra landshluta og innan allra landshluta. Hald- ið verður áfram að stein- steypa vegi og hagnýta tækn- ina eftir því sem frekast er hægt til þess að gera vegina góða og greiðfæra. Leggja verður áherzlu á að fylgjast með hvers konar nýjungum á sviði vegagerðar og þær hag- nýttar eftir fremsta megni. Það er skoðun Sjálfstæðis- manna, að góðir og full- komnir vegir og greiðar sam- göngur, séu eitt af frumskil- yrðum blómlegs atvinnu-, fé- lags- og menningariífs vítt og breitt um byggðir landsins. HÁTÍÐAHÖLD ÍSFIRÐINGA T dag hefjast víðtæk hátíða- höld vestur á ísafirði í til- efni af 100 ára afmæli kaup- ------------------------ staðarins. Mun fjöldi ísfirð- inga víðs vegar að af landinu sækja þessi hátíðahöld og nota þannig tækifæri til þess að koma heim á æskuslóðir. Einn merkilegasti þáttur- inn í afmælishátíðahöldum ís- firðinga er tvímælalaust sögu sýningin, sem Sögufélag ís- firðinga gengst fyrir undir forystu hins ágæta fræði- manns Jóhanns Gunnars Ól- afssonar bæjarfógeta. Þar er reynt að bregða upp myndum úr þróunarsögu kaupstaðar- ins, og er óhætt að fullyrða, að margvíslegur fróðleikur sé þar dreginn fram í dagsljósið. Þar er rakin saga kaupstaðar- ins frá því hann var örfámenn og skipulagslaus byggð, þar til í dag að hann er myndar- legur og þróttmikill nútíma- kaupstaður. ísafjarðarkaupstaður hefur á liðnum tíma fyrst og fremst byggzt á sjósókn og sjávarút- vegi. Mun svo enn verða um langt skeið. Skilyrði til sjó- sóknar og fjölbreytilegs fisk- iðnaðar eru ágæt í bænum, en jafnhliða er þar nú tekinn að vaxa upp ýmis konar annar iðnaður, sem veitir vaxandi fjölda fólks atvinnu. Á ísa- firði eru einnig margir mynd- arlegir skólar, og á næstunni mun rísa þar heimavistar- menntaskóli, sem verður nauð synleg viðbót í skólakerfi Vestfirðinga og þjóðarinnar í heild. Morgunblaðið óskar ísfirð- ingum allra heilla á þessum merku tímamótum í sögu kaupstaðar þeirra, um leið og það lætur þá von í ljós, að bærinn „í faðmi fjalla blárra“ megi halda áfram að eflast og dafna til blessunar íbúum sín- um og vestfirzkri byggð. FRÁLEITT VERKFALL 17'erkfallið í veitingahúsun- " um, deilan um stimpil- kassana, er furðuleg og frá- leit deila. Hér hefur verið unnið að því af ötulleik, bæði af hálfu veitingahúsaeigenda og þjónustuliðs að byggja upp myndarlegan, nýtízku gisti- húsarekstur. Hið opinbera hef ur veitt verulegu fjármagni til stuðnings við umbætur á þessu sviði og miklar vonir eru tengdar við auknar gjald- eyristekjur af heimsóknum erlendra ferðamanna. Eru góðar horfur á að það íakist. Ferðamannastraumurinn hef- ur stóraukizt með bættum gistihúsakosti. Jfc- A wmm UTAN ÖR HEIMI Svona auðvelt er það vinur minn ... Steinbeck svarar Vevtushenko • F\RIR nokkru birtist í bókmenntablaði í Moskvu ljóð eftir hið vinsæla so- vézka skáld, Yevgeni Yevtus- henko, þar sem hann ávítaði bandarískra Nóbelsskáldið, John Steinbeck, fyrir að hafa þegið bunnu hljóði um styrj- öldina i Vietnam — og skor- aði á hann að mótmæla sprengjvártísunum á Norður- Vietnam. Steinbeck hefur svarað ljóði þessu með opnu bréfi til Yevtushenkos, þar sem m.a. segir, að byss- urnar myndu þagna og synir bandarísku þjóðarinnar snúa heim á ný, ef Sovétstjórnin gæti talið stjórnina í N-Viet- nam á að ganga til friðar- samninga. Bréí Steinbecks birtist I bandaríska dagblaðinu „News day“, sem birt hefur vikuleg- an þátt eftir Steinbeck og hef ur einkarétt á efni hans. Rit- höfundurinn fór þess hins vegar á leit við ritstjóra blaðsins og útgefanda, Harry G. Guggenheim, að hann leyfði ölium blöðum og frétta stofum að birta bréfið. Varð Guggenheini við þeim til- mælum, m. a. á þeirri for- sendu, að sonur Steinbecks, tvítugur að aldri, er nú her- maður í Vietnam. í svarbréfinu til Yevtus- henkos sagði Steinbeck m. a. „Þér ei vel kunnugt hverja andstyggð ég hef á öllum styrjöldum — og á þessari styrjöld (í Vietnam) hef ég alveg sérstaka andstyggð. Ég er andvígur þessari styrjöld, sem runnin er undan rifjum Kínverja og ég þekki engan Bandarikjamann, sem mælir henni bát. En.....þú skor- ar á mig að fordæma eina hlið styrjaidarinnar, okkar hlið. Ég mæiist hinsvegar til þess að þú gangir í lið með mér og fordæmir styrjöldina alla“. Þú trúir því þó ekki í raun og veru, að flugmennirnir okkar fijúgi til þess að varpa sprengjum á börn? Að við sendum sprengjur og þunga- vopn gegn saklausum borg- urum? Það sem er að gerast í Vietnsm, er ekki það sama og gerðist í Austur Berlín 1953, Púdapest árið 1956 né Tíbet árið .1959“. „Þú veizt eins vel og ég, Ghenya, að við vörpum sprengjum á olíubirðastöðv- ar, flutningatæki og þung og stórvirk vopn sem þau flytja til S-Vietnarn í þeim tilgangi að drepa syr.j okkar og þessi vopn koma .......“ „Ég vona líka, að þú vitir, að væri ekki vegna þessara vopnasendir.ga, værum við alls ekki í Vietnam. . . . “ „Þessi styrjöld er árangur verka leiðtogans Mao, — hann hefur lagt þar á ráðin og stjórnar henni úr fjar- lægð. Pekingstjórnin hefur stuðlað að styrjöldinni og séð hexmi fyrir vopnum. Við skulum líka fordæma það, Steinbeck vinur r.n.inn. — og það sem meira er um vert, við skul- um taixa saman höndum um að géra eitthvað sem áhrifa- meira er en fordæming. „Ég bið þig að beita þeim áhrifurn, sem þú hefur á stjórn þína og þjóð — og þá, sem leita aðstoðar Sovét- Yevtushenko stjórnarinnar, að þeir hætti að senda morðtæki gegnum N-Vietnam til notkunar í S- Vietnam". „Ég fyrir mitt leyti er reiðubúinn að gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að fá stiórn okkar til að kalla heim herlið sitt og vopn frá Suður-Vietnam og skilja þar einungis eftir peninga til þess að auðvelda og aðstoða við uppbyggingu og 'endur- reisn efnahagslífs landsins. Og veiztu, Ghenya, — ef þér tækist að lcysa þetta verk- efni þitt, mundi mitt leysast jafnskjótt, alveg sjálfkrafa. Ef þú gætir talið stjórn N- Vietnam á að fallast á frið- arviðræður með góðum hug, mundu lofárásirnar stöðvað- ar þegar í stað. Byssurnar mundu þagna og synir okkar, sem við elskum, gætu komið heim. Svona er það auðvelt, vinur minn — það get ég full- vissað þig um, — svona sára auðvelt. I Mwambutsa neitar að láta af völdum En allt í einu dynja þau ósköp yfir að um hásumar þegar mest er að gera hjá veitinga- og gistihúsum hefst verkfall! Veitingastöðunum er lokað, hvorki ferðafólk né aðrir fá vott né þurrt. Milljónatjón vofir yfir, og sóma lands og þjóðar er stefnt í voða. Hér skal ekki kveðinn upp neinn dómur um kjör og kröf- ur. En engum dylst að deil- an um stimpilkassana er hneyksli. Það sjá allir heil- vita menn af eðli hennar. Þessvegna verður að vænta að þessu fráleita verkfalli ljúki tafarlaust, áður en það veldur landsmönnum meira tjóni og álitshnekki út á við. Genf. júlí — NTB. MWAMBUTSA konungur IV í Burundi birti yfirlýsingu í Genf í gær, sunnudag, þar sem hann kvaffst alls ekki mundu láta af völdum. Kvaðst hann enn hinn eini sanni konungur landsins og sagffi, að sourinn, hinn tvitugi Charles krónprins, hefði gerzt handbendi öfgamanna, er hann tók völdin í sínar hendur í sl. viku. í yfirlýsingunni segir Mwamibutsa konungur einnig, að hann muni fyrirgefa syni sínum jafns'kjótt og hann láti útvarpa boðskap, er hann hafi sent heim frá Genf. Þar segir Mwambutsa, að hann sé enrnþá konungur í landinu og völdin í hahs höndum en ekki krónprinsins. Mwamb- utsa staðhæfir, að hann muni áfram líta á Charles sem krón- prins. Charles tók, sem kunnugt er, völd af föður sínum í síðustu viku, rak ríkisstjórnina frá völd- um, nam úr gildi stjórnarskrána og kunngjörði fyrirætlanir sínar um ýmiss konar róttækar endur- bætur í landinu. Á laugardag til- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.