Morgunblaðið - 15.07.1966, Side 19
Föstudagur 15. júlí 1968
19
MORGUNBLAÐIÐ
UTAN AF LANDÍ - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA
- '-■■. :.í.
aldrei gott vor núorðið, að heit
ið geti. Það kemur ekki gróður
fyrr en komið er fram í end-
aðan maí eða í júní. Það eru
orðin mörg ár síðan við höfum
fengið reglulega gott vor. í
mínu ungdaemi þá voru vorin
svo, að maður sleppti fé
kannske um sumarmál eða vlku
af sumri, en nú þekkist það
ekki. Þessar innistöður núorðið
eru ákaflega kostnaðarsamar
fyrir bændur í fóðri og fóður-
bæti. Þetta er engum að kenna
nema tíðarfarnu, það er ekki
hægt að kenna neinni stjórn
um það.
Það vekur athygli á héraðs-
mótinu í Sævangi, hversu
margir menn úr Árneshreppi
eru þar samankomnir. Nyrzti
ihreppurinn á Ströndum hefur
jafnframt orðið að búa við ein-
hverja mestu einangrun á ís-
landi, þar til vegur var rudctur
þangað sl. haust. Við náðum
tali af Ingólfi Guðjónssyni frá
Eyri í Ingólfsfirði og höfum orð
á því, að margr séu hér stadd-
ir úr Árneshreppi.
— Já, við erum komnir í
vegasamband og eigum nú
greiða leið hingað. Þetta teljum
við mikla framför, því að við
Ihöfum átt að búa við mjög erf-
iðar samgöngur, en nú er veg-
urinn orðinn fær svo að segja
öllum bílum. Vegurinn var
ruddur í fyrra frá Veiðileysu
að Djúpavík við mjög erfiðar
aðstæður, því að ekki var byr.i-
að fyrr en eftip að rigningartíð
var komin, sem er oft þarna
síðla sumars. Fyrir tæpum tveim
ur vikum var svo byrjað að lag
færa veginn á kaflanum írá
Djúpavík til Veiðileysufjarðar-
Eftir er að brúa tvær ár og
verður önnur þeirra brúuð
núna, en Reykjafjarðaráin ekki,
sem er vatnsmesta áin og nokk-
uð mikið mannvirki að brúa
hana.
— Það eru geysilega mikil
viðbrigði fyrir okkur að fá veg.
Til okkar hafa eingöngu verið
ferðir með Skjaldbreið og svó
flóabátur, sem gengið hefur á
sumrin, en nú virðast allir vera
fleygir og færir. Ég tel að þessi
vegagerð hafi haft mjög goð á-
hrif á byggðina í Árneshreppi,
því að áður leit helzt út fyrir
að allir væru að fara, en ég
held að þetta verði heldur til
Þess að festa og tryggja að
byggðin fari ekki í eyði.
— Með tilkomu vegarins rná
segja að við höfum fengið ferða
frelsi og getum ráðið því sjálf-
ir hvenær við förum og komum
heim aftur. Stærsti kosturinn er
að þurfa ekki að vera háður
ferðalögum á sjó. Ég got Sagt
þér í því sambandi, að á miðri
jólaföstu í fyrra báðu nokkrar
konur mig að aka sér í kaup-
6taðarferð til Hólmavíkur tii að
gera jólainnkaup. Þá var veg-
urinn sæmilega vel fær. Kom-
ust færri en vildu í þessr forð
og gekk hún ágætlega. Ef veg-
urinn hefði ekki verið, hefði
engin húsmóðir lagt í ierðalag
á sjó til slíkra jólainnkaupa,
enda mjög ylgjusamt oft og
tíðum fyrir Strandir.
—■ Vegurinn mun tvímæla-
laust festa fólkið í byggð, því
enginn lætur nú til dags bjóða
sér algjöra einangrun. Vegagerð
in veldur straumlhvörfum i iífi
okkar. Við erum búin að þrá
þennan veg lengi. í fyrnvar
virtist vera mikil upplausn í
fóikinu, og þá var einróma á-
hugi hjá mönnum um að skora
á ríkisvaldið að útvega fé til
þessarar vegagerðar svo að við
gætum komizt í samband, og
það var líka gert, og gekk
greiðlega fyrir sig.
— Þó að aflaleysi sé rikjandi
enn hjá okkur, eins og re.yndar
hér við alian Húnaflóa, finnst
mér vera bjart yfir Árnashreppi
eftir að vegurinn kom. Vegagerð
var það sterkasta, sem hægt var
að gera fyrir okkur, sem vilj-
um búa þarna áfram. Mestur
hluti fólksins vill vera áfram,
en manni mislíkar það, að marg
ir þeirra, sem eru farnir, eru
eins og Ameríkuagentarmr,
sem foru til Vesturheims, og
reyndu að fá landa sína til að
flytja til Vesturheims. Þetta
fólk gyllir fyrir heimamönnum
krónutöluna, sem fæst, þar sem
eftirspurnin eftir vinnuaflinu er
sem mest fyrir sunnan, og vill
fá heimamenn suður. Þetta er
nokkuð lokkandi fyrir fólkið,
sem er héima þegar það heyrir
krónutöluna, en það er ekki allt
fengið með krónutölunni. Fólk-
inu líður þarna vel og hefur
rækt til sinnar jarðar og flest-
ir vilja vera þarna áfram. Með
vegagerðinni hefur birt mikið yf
ir og lífvænlegra er en áður að
búa í Árneshreppi.
*
SUNNUDAGURINN er heitasti
dagur sumarsins og við höfum
ekið alla leiðina frá Hólmavík til
Patreksfjarðar í steikjandi sól-
sfkini og yndisfögru veðri.
Fegurð og tign Breiðafjarðar hef
ur sjaldan verið meiri og haf-
flöturinn er spegilsléttur svo
langt sem augað eygir. Snæfehs
jökull skartar sínu fegursta í
suðvestri. Sólin hellir geislaflóði
sínu yfir víkur og voga og freist
andi væri að stöðva rásina og
njóta náttúrufegurðarinnar og
veðurblíðunnar, en til Patreks-
fjarðar er förinni heitið á héraðs
mótið.
Það er mikil biðröð við hið
gamla samkomuhús Sjálfstæðis-
manna, Skjaldborg, og strax og
húsið er opnað, fyllist hvert
sæti og margir standa og innan
stundar komast ekki fleiri fyrir.
Mest er .þarna um Patreksfirð-
inga, en sumir eru komnir lang;
að, frá Bíldudal, Tálknafirði, úr
Rauðasandshreppi og af Barða-
strönd og margir kunnir Vesíor
Barðstrendingar eru meðal móts
gesta. Ásberg Sigurðsson sýslu-
maður setur mótið og stjornar
því.
Ræðumenn á mótinu voru Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, al-
þingismaður, Eyjólfur Þorkels-
son, sveitarstjóri á Bíldudal og
forsætisráðherra, dr. Bjarni
Benediktsson.
Skemmtiatriði eru með sama
sniði og í Sævangri og fólkið
skemmti sér frábærlega vel.
Fólkið var mjög ánægt með mót
ið, en einhver deyfð var í upp-
hafi dansleiksins, en Magnús og
hljómsveit hans ásamt söhgvur-
unum komu fólkinu af stað og
ekki leið ó löngu þar til dansinn
var stiginn af miklum
.móði, gömlu dansarnir, nýju
dansarnir, hringdans og hvað
þetta heitir nú allt saman. I
spurningakeppninni kepptu af
Patreksfirðinga hálfu Eggert
Haraldsson, Jón Ásbergsson ifg
Bjarni Þorsteinsson, en úr sýsl-
unni Sveinn Þórðarson í Innri-
Múla á Barðaströnd, Kristján Þ.
Ólafsson á Bíldudal og Unnar
Böðvarsson. Sigruðu heimamenn
eftir harða keppni.
Á héraðsmótinu hittum við
að máli Þórð Jónsson hrepp-
Þórður Jónsson bóndi,
Látrum
stjóra, á Látrum, sem er þjóð-
kunnur maður fyrir störf að
slysavarnamálum og félagsmál-
um. Við spyrjum hvað sé efst
á baugi í Rauðasandshreppi.
— Mest aðkallandi málið í
svipinn er bygging skóla, sem
við erum langt komnir með.
Þetta er reyndar heimavist í
Örlygshöfn, en ætlunin er að
kenna í Félagsheimilinu. Þing-
menn okkar Vestfirðinga hafa
verið ákaflega liðlegir að útvega
okkur fé í þetta og sömuleiðis
aðrir aðilar, sem hlut eiga að
máli, svo sem menntamálaráð-
herra og fræðslumálastjórnin.
Hafa þeir lagt okkur lið við að
koma þessu áleiðis, og vonir
standa til að við getum tekið
þetta í notkun í haust, enda
mikil nauðsyn á að fá þítta.
Verður þetta mikið og vandað
hús.
Við erum að reyna að koma
upp mjólkurstöð á Patreksfirði.
Þangað hefur verið mjólkursala
úr Rauðasandshreppi til fjölda
ára, en raunverulega ekki nægi-
lega góð aðstaða til þess að selja
mjólkina á Patreksfirði, þannig
lagað, að ekki hefur verið hægt
að gerilsneyða hana eða selja í
hentugum umbúðum, flöskum
hyrnum eða slíku. Nú á að kippa
þessu í lag og hafa þarna á boð-
stólum frambærilega mjólk og
fó nýja pökkunarvél, eins og far-
ið er að reyna hérlendis. Verður
keypt ný vél til þess að pakka
mjólkinni í plast, en annars er-
um við búnir að festa kaup á
vélunum úr Mjólkurbúi Akra-
ness, sem var lagt niður. Það
var mjög hagstætt fyrir okkur
að fá þær, því að það bæði spar-
ar gjaldeyri til kaupa á nýjum
vélum, og ég held að þetta séu
á allan hátt mjög frambærilegar
vélar, og ég tel ao við höfum
fengið þær á ágætu verði, og það
gerir okkur í rauninni kleift að
halda,áfram með þetta.
— Húsið fyrir mjólkurstöðina
er búið að steypa upp hér á Pat-
reksfirði og þetta er komið ágæt-
lega vel á veg. Hrepsnefndin og
Patreksfirðingar hafa tekið þessu
máli ákaflega vel og veitt okkur
mikinn stuðning. Ætlunin er, að
geta útvegað vaxandi Patreks-
firði, Tálknafirði og jafnvel
Bíldudal frambærilega mjólk og
aðrar' landbúnaðarvörur. Við
reiknum ekki með að þurfa að
bæta við smjörfjallið, þvi að
mjólkin, sem við höfum hér á
boðstólum mun ekki gera meira
en að nægja og sjálfsagt ekki
nægja fyrst um sinn.
— Mjólkurstöðin á að fá mjólk
frá Barðastrandarhreppi, Patr-
ekshreppi, að vísu ekki nema
eitt bú þar, Rauðasandshreppi
og Tálknafjarðarhreppi og sam-
tökin heita Mjólkursamleg Vest-
ur-Barðastrandarsýslu.
í rekstraráætlun, sem var
gerð fyrir þessa stöð, var talið
að hún þyrfti að hafa allt að 600
þús. lítra á ári til þess að geta
borið sig. Það ætti hún að geta
borið sig vel með, því að við höf-
um þá sérstöðu, að semsagt öll
mjólk, sem að við fáum, getur
farið í neyzlu.
— Það er vitað mál, að ef við
gerum ekkert í þessu, komum
ekki upp þessari gerilsneyðingar
stöð og þessari fyrirgreiðslu með
mjólkina, þá er þessi markaður
horfinn úr höndum okkar bænd-
anna hér á þessu svæði, og okk-
ur finnst það öfugþróun, mitt í
Vestfjarðaáætluninni og upp-
byggingu Vestfjarða, ef við
eigum að fara að fá landbúnaðr-
vörur fyrir þessi sjávarþorp
norðan frá Akureyri eða af Suð-
urlandsundirlendinu, eins og nú
á sér stað að nokkru leyti.
— Heilbrigðislega er ekki hægt
að una við það lengur, að neyt-
andinn geti ekki fengið geril-
sneydda mjólk í frambærilegum
umbúðum.
— Annað mál, sem mér liggur
mjög á hjarta, er rafmagnsmálið.
Við erum þannig í sveit settir,
að menn frá Raforkumálaskrif-
stofunni segja okkur, að við kom
um ekki til þess, helzt aldrei, að
fá rafmagn frá samveitum. Við
unum þessu ákaflega illa. Nú
hafa hreppsnefndir Rauðasands-
og Barðastrandarhreps látið
gera áætlun um dreifingu raf-
orkunnar og foringi okkar í þ^ss
um málum hefur verið frá upp-
hafi Hafsteinn Davíðsson raf-
veitustjóri hér á Patreksfirði.
Hann hefur unnið að þessum
málum með ágætum og notið
liðsinnis sérfróðra manna í
Reykjavík og má segja að frá-
gangur allur á þessari ætlun sé
mjög góður.
— Þetta er nákvæm áætiun
um það, hvað kosta myndi að
dreifa raforku um Rauðasan !s-
og Barðastrandahrepp, t.d. héf an
frá Patreksfirði eða frá Mjólk r-
virkjun. Þessi áætlun liggur nú
alveg fyrir, og það merkilega
við hana er, að ráðandi menn í
þessum málum trúa því ek ;i,
hvað þetta kostar lítið. Það skal
játað, að þarna er miðað við ið
nota alla þá nútimatækni, sem
fyrir hendi er, bæði við dretf-
ingu á raforkunni og við aiia
vinnu í sambandi við það.
— Hjá okkur er ekki það þétt-
býli, að við gætum komizt inn á
aðal raforkuáætlunina nú þegar,
því að þar er miðað við, hve
langt er á milli býla, en annað er
okkur meðmælandi í þessu máli,
og það eru nokkrar opinberar
stofnanir á svæðinu, sem æpa á
rafmagn. Flugvöllurinn í Sauð-
lauksdaisoddanum var gerður
hér í fyrra og er alveg ómetan-
leg samgöngubót, en hann verð-
ur aldrei hafður til lengdar raf-
magnslaus. Við höfum þarna
skóla, sem er verið að byggja, og
hann þarf líka rafmagn. Ríkið
rekur vistheimili í Breiðuvík,
sem kallar líka á rafmagn og í
okkar hreppi eru þrír vitar, þar
af einn radíóviti, sem sjálfsagt
verða allir raflýsth með tíman-
um. Það er þegar búið að kaupa
tvær vélar í Bjargtangavitann
og hann er orðinn mjög þýðing-
armikill fyrir flugið sem radíó-
viti.
— Spurningin er: Er það
þjóðhagslega hagkvæmt að
kaupa og reka dieselvélar fynr
alla þessa staði, þegar hægt er
að fá raforku á næstu grösum
fyrir minni stofnkostnað?
— Enn hefur ekki verið frá
því gengið, hvort þessi áætlun
yrði framkvæmd af Rafmagns-
veitum ríkisins eða hvort þetta
yrði sérveita, eða þá hlutafélag,
eða héraðsveita, sem Rauða-
sandshreppur ætti, því að síðar
hefur komið til, að Barða-
strandarhreppur hefur komið
inn á raforkuáætiun, sem á að
framkvæmast eftir tvö ár. Þá
stöndum við hér í Rauðasands-
hreppi einir uppi og ég held að
mér sé óhætt að fullyrða, að það
sér almennur vilji íbúanna í
Rauðasandshreppi að vinna að
þessu máli og leiti til allra, sem
stuðnings er að vænta frá, og
linna ekki fyrr en við höfum
fengið þetta mál í framkvæmd.
Þórður á Látrum er mikill
áhugamaður um sjávarútveg og
hefur oftsinnis ritað athyglis-
verðar greinar um fiskveiðar og
verndun fiskstofnsins. Talinu
víkjum við að þeim máium og
Þórður segir:
— Velmegun þjóðarinnar hef-
ur aldrei verið meiri en hún er
nú. En getum við haldið þessari
Framhald á bls. 21
Frá hinu gcysifjölmenna móti Sjálfstæðismanna á Patreksfirði sJ. laugardagskvöld.