Morgunblaðið - 15.07.1966, Side 28

Morgunblaðið - 15.07.1966, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. júlí 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER garðinn eins og einhver hásætis- himinn. í>arna uppi hlaut enn að vera bolti, sem ég hélt mjög upp á, en hafði sparkað upp, í einhverri vitleysu og aldrei fund ið aftur. Skyldi ’hann vera þar enn og með þessari hugsun kom gremja og einhver einkennileg óvild í garð núverandi eiganda hússins. Hann átti rétt á að ganga þar um gólf, hlaupa í sím ann, opna gluggana og loka þeim. Ég var bara aðskotadýr, sem gat ekki annað eða meira en starað á veggina. Tónlistin hófst aftur. Nú var það forleikur eftir Chopin, sorg legt og ástríðufullt. Leikarinn ha'fði breytt skapi við símtalið og taugarnar slegið yfir í svart- sýnt þunglyndi. En hvað varð- aði mig um það? Ég hélt áfram göngu minni upp eftir Draumagötu og svo eft ir 8. september-götu, fyrir fram- an háskólann. Þetta var eins og að vera kominn inn í aðrá öld. Þarna var straumurinn af ung- lingum, að koma út úr kennslu- stofunum, hlægjandi, skrafandi og leggjandi af stað á skellinöðr- um. Gamla húsið sem í gamla daga hafði verið heiðrað með nafninu Lærdómshúsið, hafði nú fengið á sig nýja álmu, og Ijóm- aði nú ekki einasta af nýrri málningu heldur og af lífi og fjéri. Svo voru komnar nýjar byggingar handan við veginn — og enn aðrar í smíðum — ef til vill nýja bókasafnið — efst á hæðinni. Nei, háskólinn var nú ekki lengur hið hrörlega og svip lausa lærdómssetur, eins og ég mundi hann frá bernskuárun- um. Hátíðiegheitin og strangleik inn voru útlæg ger. Æskan með heilbrigðri fyrirlitningu sinni á öllu rykföllnu, hafð tekið völd- in. Transistor-útvarpstæki glumdu og grenjuðu. Ég stóð þarna með töskuna mína, eins og förumaður milli tveggja heima. Annar var Draumagatan æsku minnar og svo þessi — hávaðasöm athafna- söm, en álíka ómerkileg. Hinir dauðu ættu aldrei að rísa upp aftur. Lazarus hafði á réttu að standa þegar honum leizt ekki á blikuna. Hann hlýtur að hafa verið svona króaður milli tveggja heima — nútíðarinnar og fortíðarinnar og forðaðist ■hvorttveggja með hryllingi og leitaði einverunnar í gröfinni — en árangurslaust. — Halló! sagði rödd við hlið- ina á mér. — Eruð þér búinn að ákveða yður? Ég sneri mér við og þarna var Carla Raspa komin. Hún var ró- leg, örugg og sjálfbyrgingsleg. Sú þjáðist víst ekki af efasemd um. — Já, ungfrú. Og þakka yður fyrir ómakið. En ég hef ákveðið að fara burt frá Ruffano. Þetta ætlaði ég að segja, en orðin voru látin ósögð. Unglingur, klof vega á skellinöðru, þaut fram- hjá okkur hlæjandi. Hann var með ofurlítið flagg framan á hjólinu, sem blakti í vindinum, alveg eins og forðum var á her- bílnum yfirforingjans — þetta hataða merki! Fiagg stúdentsins var eitthvert ferðamannarusl, líklega keypt á Meiratorgi, en í því var Malebranohe-fálkinn, og var því táknrænt í augum mínum, sem þjáðist af heimþrá. Ég hleypti í mig riddara- og farastjóra- kurteisi, hneigði mig fyrir ungfrúunni, djúpri hneig- ingu, sem við vissum bæði, álíka vel að þýddi ekki nokkurn skap aðan hlut. — Ég var á leið til hertoga- hallarinnar, sagði ég. — Ef þér eruð laus, gætum við kannski orðið samferða. Ég var kominn þangað, sem ekki varð aftur snúið. 6. kafli. Háskólabókasafnið var til •húsa á neðstu hæð í hertogahöll- inni, þar sem verið hafði veizlu salur, endur fyrir löngu. Salur- inn hafði verið notaður undir handrit og skjöl, þegar faðir minn var hallarvörður, og mér skildist, að svo væri enn, í því rými, sem ekki var notað undir bækurnar, og lánað háskólanum til bráðabirgða. Kunningjakona mín hin nýja réð ferðinni, með öryggi þess sem er heima hjá sér, en ég elti og lézt vera þarna ókunnugur. Salurinn var geysistór og enn- þá stærri en ég mundi hann, og þar var þessi rykþefur, sem er óaðskiljanlegur fylgifiskur bóka safna, en margar bækurnar voru í hrúgum á gólfinu. Þarna var allt á nokkurri ringulreið. Einn maður var á hnjánum á gólfinu að stinga prentuðum miðum inn í sumar bækurnar. Annar var uppi í miðjum stiga, önnum kaf- inn við hærri hillumar. Þriðja persónan, mæðuleg kona, var að skrifa niður, eftir fyrirsögn manns, sem ég gat mér rétti- lega til, að væri bókavörðurinn, Giuseppe Fossi. Hann var stutt-’ ur og digur, með ólívugrænan hörundslit og óstöðug, útstæð augu, sem ég set alltaf í sam- band við leynileg stefnumót. Hann þaut upp, þegar hann sá samferðakonu mína, og skildi eftir ambátt sina í miðri inn- færslu. — Jæja, þá er ég búinn að finna þér aðstoðarmann, Giu- seppe, sagði Carla Raspa. Hr. Fabbio hefur háskólapróf í nýju málunum og vildi gjarna fá eitt- hvað að gera til bráðabirgða. Útstæðu augun í Giuseppe Fossi mældu mig óvinsamlega — var ég kannski keppinautur? — en svo hugsaði hann sig um, og sneri sér aftur að sinni tilbeðnu. — Er hr. Fabbio vinur þinn? — Vinur vinar, sagði hún taf- arlaust. — Hr. Fabbio hefur unn ið hjá ferðaskrifstofu í Genúa, þar sem ég þekki forstjórann. Þessi lygi kom óvænt, en gerði sitt gagn. Bókavörðurinn sneri aftur að mér. — Sannarlega þarf ég á að- stoð að halda, játaði hann, — og maður sem kann tungumál og gæti skrásett erlendu bækurn- ar, væri mér ómetanlegur. Þér sjóið sjálfur, hvernig allt hér er á öfuga endanum. Hann veif- aði hendi, eins og afsakandi, og hélt svo áfram: — En ég vara yður við því, að kaupið er lágt, og ég þarf að beita mér við for- stjórann, ef ég bæti yður við mig. Ég gaf í skyn fúsleika minn til að ganga að hverju, sem hann hefði að bjóða, og svo leit hann af mér á Carla Raspa. Svarið sem hún gaf honum með augun- um var samskonar og það, sem hún hafði gefið mér í veitingahús inu, en þó innilegra. Hann varð sýnilega hrifinn. — Ja......jæja....... ég ætla að sjá, hvað níér gengur við for- stjórann. Ég væri auðvitað frjáls ari, ef ég hefði aðstoð yðar. Eins og er, þá eru öll kvöld...... Og aftur litu þau hvort á ann að laumulega. Hann sneri sér að símanum. Ég hafði fullkomlega skilið, hvað hún átti við, þegar hún sagði, að Ruffano væri dauð á nóttunni —engu að síður hlaut hún að vera lítilþæg..... Við létumst vera heyrnarlaus meðan Giuseppe Fossi lauk hrað mæltu samtali í símann. Svo skellti hann honum frá sér. — Þetta er allt í lagi, sagði hann. — Það er sama sagan í öllum háskólanum, eins og stendur. Enginn hefur tíma til að eyða í vandamál annarra — við verð- um að gera allar okkar ákvarð- anir sjálfir. Ég lét í ljós þakklæti mitt, en furðaði mig jafnframt á því, að jafnvel ráðning til hlaupavinnu skyldi geta gengið svo snurðu- laust fyrir sig. Rektorinn erN að heiman og veikur, sagði Fossi. — Þegar hann er ekki við, ræður enginn neinu. Hann og háskólinn eru eitt. — Okkar elskaði rektor, and- varpaði ungfrúin og mér fannst kenna háðs í röddinni. — Hann fékk blóðtappa, eftir einhvern fund í Róm, og hefur legið þar veikur síðan. Við erum eins og kindur á sundi, ef hann er hvergi nærri. Hann er búinn að □----------------□ 16 □----------------□ vera liggjandi, vikum saman. — Gegnir enginn störfum hans á meðan? spurði ég. — Rizzio prófessor er vara- rektor, svaraði hún og yppti öxlum, — en svo vill til, að hann er forseti kennaradeildarinnar og eyðir öllum tíma sínum í að ríf- ast við Elia prófessor, sem er for stjóri hagfræði- og verzlunar- deildarinnar. Bókavörðurinn greip nú fram í: — Nei, hættu nú þessu, Carla. Kjaftasögur eru forboðnar hér í bókasafninu, alveg eins og reyk ingar. Það ættirðu að vita. Hann klapapði henni vingjarnlega á öxlina og horfði á mig og hristi höfuðið. Höfuðhristingin átti að tákna, að hann væri henni ekki sammála, en klappið, að hann ætti hana. Ég brosti en þagði. — Ég verð að yfirgefa ykkur, sagði hún, en hvorum okkar það var ætlað, var í óvissu. — Ég á að hafa fyrirlestur klukkan fimm. Hún lyfti hendi til mín og sagði: — Við sjáumst aftur, og svo var hún farin út að dyrum. Hr. Fossi hljóp á eftir henni og sagði: — Augnablik, Carla.... Ég beið eftir fyrirskipunum, en einn s*vifarinn þarna leit á mig og glotti. Eftir að hafa talað við ungfrúna í hvíslingum, kom Guiseppe Fossi aftur og sagði fjörlega: — Ef þér viljið byrja strax, er það bezt fyrir alla að- ila. Ég eyddi næstu tveim klukku stundunum 1 að læra verkið, undir leiðsögn hans. Sérstaka varkárni þyrfti að viðhafa, vegna þess, að bækur, sem til- heyrðu háskólabókasafninu höfðu ruglazt saman við aðrar, sem beinlínis tilheyrðu hertoga- höllinni, en voru í varðveizlu listaráðsins í Ruffano. — Það er frámunalegur slóða skapur, sagði hr. Fossi, — en það fór svona fyrir mína tíð. En þeim vandræðum verður nú lok ið, þegar við erum komnir f okkar eigið hús. Þér hafið séð bygginguna. Henni er næstum lokið. Og allt að þakka rektorn- um, honum Butali prófessor. Hann hefur gert kraftaverk fyr ir háskólann. — Hann lækkaði röddina svo að hinn maðurinn skyldi ekki heyra, — og gegn mikilli andstöðu. Nú, það er þetta vanalega í smábæ eins og okkar. Það er rígur milli deild- anna, og svo er auk þess afbrýði semi milli háskólans og Lista- ráðsin. Einn vill þetta, annar hitt. Og rektorinn hefur það van þakkaða hlutverk að stilla til friðar með aðilunum. — Var það kannski orsökin til blóðtappans? spurði ég. — Því gæti ég trúað, sagði hann og deplaði um leið útstæða auganu, — hann á líka fallega konu. Frú Butali er allmiklu yngri en maðurinn hennar. Ég hélt áfram að greina bæk- ur þangað til klukkan var rúm- lega sex. Þá rak hr. Fossi upp ofurlítið óp og leit á úrið sitt. — Ég þarf að vera annars stað- ar klukkan sjö, sagði hann. Hafið þér nokkuð á móti því að vera hérna klukkutíma enn? Og þegar þér farið, viljið þér þá skrifa yður út hjá umsjónar- manninum? Þar getið þér feng- ið, ef þér viljið, skrá yfir staði 'þar sem hægt er að fá inni — háskólinn hefur forgangsrétt að nokkrum herbergjum og smá- gisti'húsum í borginni. Og ung- frú Catti hjálpar yður, ef þér þurfið einhvers að spyrja. Kvenritarinn, sem var rúm- lega fimmtug, leit þreytulega á hr. Fossi, er hann stikaði út og bauð okkur góða nótt. Svo hélt hún áfram að skriía súr á svip- inn, og yngri aðstoðarmaðurinn — sem ég hafði þegar heyrt, að var kallaður Toni — kom nú til mín að hjálpa mér. — Hann léttist eitthvað I kvöld, tauaði hann. — Með dömunni, sem fór á undan, eða hvað? — Það er sagt, að hún sé óiþreytandi. Annars hef ég aldrei farið á fjörurnar við hana. Ungfrú Gatti kallaði hvasst til hans að taka burt nokkrar bækur, sem lágu hjá henni. Ég faldi andlitið í stórri bók, sem var fyrir framan mig. Klukku- tíminn leið, hægt og hægt. Stundvíslega klukkan sjö gekk ég að borðinu og þegar ég hafði fengið þær upplýsingar, með nokkurri tregðu, að ekki væri meira handa mér að gera, gekk ég inn í skrifstofu umsjónar- mannsins. Toni slóst í för með mér og við gengum saman vfir húsagarðinn áleiðis að útidyrun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.