Morgunblaðið - 15.07.1966, Page 31

Morgunblaðið - 15.07.1966, Page 31
Föstudagur 15. júlí 196C MORGUNBLAÐIÐ 31 Manni á Hjalteyri dæmdar slysabætur FYRIH nokkru var kveSinn upp í Hæstarétti dómur í máli, sem Jóhannes Björnsson, Hjalteyri höfðaði gegn Kveldúlfi h.f., þar sem hann gerði þær kröfur, að sér yrðu dæmdar bætur að upp- hæð kr. 316.365.0* auk vaxta og málskostnaðar vegna slyss, sem hann varð fyrir, er hann var að vinna í þágu Kveldúlfs h.f. Málavextir eru sem hér grejn- ir: Vorið 1961 hófu nokkrir menn á Hjalteyri viðgerð á bryggju, eign Kveldúlfs h.f. Hafði stefn- andi, Jóhannes Björnsson, verk- stjórn á hendi. Vjð þetta starf slasaðist hann 9. júní. Gólf bryggjunnar hafði verið rifið upp á svæði sökum þess, að ramma átti niður staura. Við Xijðurrömmun þeirra var notuð vélknúin vinda, 500—700 kg. að þyngd. Eftir einum armi fall- hamarsgrindarinnar, fallbrautar Stólpanum, rennur fallhamarinn upp og niður lóðrétt og skellur á staurinn, sem verjð er að ramma niður. Maðurinn, sem stjórnar vindunni, snýr að fall- brautarstólpanum og þarf að hafa vakandi auga með manninum, sem stjórnar verkinu, því að hann getur hvenær sem er gefið merkj um að stöðva fallhamar- ■jnn, eða eftir atvikum setja hann ef stað. Vindumaðurinn hefur allgott útsýni frá vindunni, stoð- irnar í fallhamarsgrindjnni rýra það ekki að neinu ráði. Auk þess þarf vindumaður að renna aug- um upp eftir stólpanum, þegar 'lóðið nálgast þá fallhæð, sem nota á, og fylgja hamrinum með eugunum, er hann fellur, til þess að vjnda hann upp aftur á rétt- um tíma. Ennfremur þarf hann eð fylgjast með kefli vindunnar. Utan um fallbrautarstólpann og etaurinn er brugðið kaðli, sem er með lykkju á öðrum enda, og er hinum endanum stungið gegn um lykkjuna og hert að, síðan settir einn eða tveir vafnjngar eð auki utanum staurinn og stólp ann. Maður heldur í kaðalend- ann og stendur í 1—2 metra fjar- lægð frá staurnum. Vindumaður hét Guðni Sig- urðsson, en sá sem í kaðalinn hélt, hét Jón Ólafsson. Slysið áttj sér stað, er verið var að ramma niður fyrsta staurinn. — Glæpur Framhald af bls. 1 hafi heimtað fé, þvi að hann þyrfti að komast til New Orleans, en hefði hins vegar sagt, að hann hefði ek'ki í hyggju að gera neinum mein. Lögregla, sem grandskoðað hefur öll verksuimimerki, segir, að stúlka sú, sem sögð er hafa komið til dyra hafi verið kyrkt en síðan hafi morðing- inn haldið upp á efri hæð hússins, bundið fiman sbúlkur á höndum og fótum, og síðan gengið að þeim dauðum; ann- að hvort kyrkt þær eða stung- ið til bana með hníf. I>ar að auki hafi hann orðið tveimux öðrum stúlkum að bana. í dag var maður einn hand- tekinn á flugvellinum við Chicago, og var hanm klædd- ur skyrtu, sem blóðblettir voru á, og mun hann svara til lýsingar þeirrar, er stúlk- an, sem fyrr um getur, gaf. Rannsókn málsins heldur enn áfram, en frekari fregnir eru mjög óljósar. Stefnandi, Jóhannes Björnsson, skýrði svo frá, að hann hefði ætlað að lagfæra kaðalinn um staurinn og stólpann og því gef- ið vindumanni merkj um að stöðva fallhamarinn. Hann hafi verið með plankabút í höndum og athugað um kaðalinn og eins hvort staurinn væri farjnn að festast. Hann hafði hrasað lítils háttar og slengt hægri hendi út frá sér og ofan á staurinn, sem verið var að'ramma niður og var i um 1 meters hæð upp úr bryggj unni, en samtímis féll fallham- arinn á höndina og lemstraði hana. Hlaut hann við þetta mik- il meiðsli á hendinni. Nokkur vitni voru leidd, sem voru viðstödd atburð þennan og m.a. vindumaðurinn, sem kann- aðist ekki við að hafa orðið þess var, að hann ætti að stöðva ham arinn og ekkert annað vitni kvaðst minnast þess, að slík fyrir skipun hefði verið gefin. Stefnandi byggði kröfur sínar á því, að slysið hefði orðið með þeim hætti, að stefnandi hefði gefið vindumanni merki um að stöðva ásláttinn meðan hann sjálfur athugaði kaðaðalinn á staumum, og aðgætti hvort staur inn væri farinn að ná festu eða skekkjast. Vindumaður hafi stöð vað hamarinn uppi, en í stað þess að bíða menkis, hafi hann látið hamarinn falla, meðan stefn andi sinnti áðurgreindum athug- unum, án þess að gefa gaum að stefnanda, þar sem hann var við verk sitt hjá staumum. Kveld- úlfi h.f. bæri því að bæta tjónið fullum fébótum sem ábyrgum aðila fyrir starfsemi þeirri, sem þama fór fram. Kveldúlfur h.f. krafðist sýknu í málinu og byggði þá kröfu sína á því, að slysið hefði eingöngu stafað af stórkostlegu gáleysi stefnanda sjálfs með því að láta ekki stöðva fallhamarinn og setja öryggisjárn undir hann, eins og auðvelt var að gera, áður hann hóf lagfæringu á staurnum. Stefn andi hefði sjálfur haft verkstjórn á hendi við bryggjugerðina og átti því að hafa eftirlit með vinnuframkvæmdtim. Mótmælti stefnandi því sem ósönnuðu, að stefnandi hefðj verið búinn að gefa vindumanni merki um að stöðva. Héraðsdómurinn og Hæstirétt ur komust að sömu niðurstöðu og segir svo í forsendum að hérðasdómnum, sem staðfestur var í Hæstarétti: ,,Eins og að framan er rakið er stefnandi einn um þá frásögn að hann hafi gefið vindumanni merki um að stöðva ásláttinn og vindumaður hafi samkvæmt því stöðvað hamarinn. Vindumaður- inn kveðst ekki hafa orðið þess merkis var og því hafi hann ekki gert hlé á áslættinum. Önn- ur vitni, sem nærstödd voru, segjast ekki muna, eða ekki ■minnast þess að hlé hafi orðið. Hér brestur því sönnun fyrir því, að orsakir slyssins verði raktar til mistaka vindumanns- ins. í>ar sem telja veður, að hér hafi hvorki verið um að ræða vanbúnað tækja þeirra, sem not- uð voru, né handvömm starfs- manna stefnanda og réttarreglur annars leiða eigi til fébóta- ábyrgðar stefnda á tjóni stefn- anda, ber að sýkna stefnda af kröfum stefnanda í málinu. Eft- ir atvikum þykir þá rétt að máls kostnaður falli niður.“ Aíengi fyrii 219 milljónir á 6 mánnðnm ÁFENGISSALAN fyrstu sex mánuði þessa árs nam alls 219.2 milljónum króna, en nam 162,8 milljónum króna sömu mánuði 1965. Pess ber þó að geta, að allmikil verð- hækkun varð á áfengi á sL hausti. Ársfjórðunginn 1. apríl til 30. júní sl. nam heildarsala áfengis 124.2 milljónum króna en nam 92.2 milljónum króna á sama tímabili 1965. Salan í og frá Reykjavík nam þennan ársfjórðung (í sviganum samsvarandi tölur 1965) alls kr. 105.228.068.00 (kr. 76.990.705.00), Akureyri kr. 10.646.365.00 (kr. 8.162.030,00), ísafirði kr. 1.602.280.00) og Seyðisfirði 3.289.095.00 (kr. 2.705.975.00), Siglufirði kr. 1.901.735.00 (kr. kr. 3.110.760.00 (kr. 1 2.773.920.00). I Söluaukningin frá áramót- ium til júniloka nemur 34,6%. 11 sjúkraliðar brautskráðir ÞANN 15. júní brautskráðust frá Kleppsspítulanum 11 sjúkralið- ar. Námskeiðið hófst 15. október 1965 og stóð í 8 mánuði. Kennd- ar voru bóklegar og verklegar greinar, um 200 kennslustundir. Bóklegar grtinar voru: Geðsjúk dómar, geðhjúkrun, sálarfræði, líkamsfræði og almennir sjúk- dómar, heilsufræði oghjálp í við lögum. Verklegir tímar voru í hjúkrun og njálp í viðlögum. — Einnig voru sýndar fræðslukvik myndir og farnar kynnisferðir á aðrar stofr.anir. Kennslu önn- uðust læknar og hjúkrunarkon- ur er stavfa við sjúkrahúsið. Þeir se.n útskrifuðust eru: Ásta Hermannsdóttir, Bera Krist jánsdóttir, Bogi Sigurðsson, Gestur Björnsson, Guðjón Guð mundsson, Guðrún Sigurðardótt ir, Gunnar Árnason, Helga Jó- hannesdóttir, Sigríður Kjerúlf, Sæmundur Elímundarson, Þór- hallur Bjarnason. Ráðgert er að næsta námskeið hefjist 15. október nk. Væntan- legir umsækjendur eru beðnir að snúa sér til forstöðukonunn- ar hið fyrsta því að æskilegt þyk ir að þeir hafi starfað við sjúkra húsið um 2ja mánaða skeið, áð- ur en nárr.skeið hefst. — Hátiðarhöld Framh. af bls. 1 Ragnarsdóttir, stjórnandi Ragnar H. Ragnar. Kl. 15.10 Ávörp gesta: forsætis ráðherra dr. Bjarni Benedikts- son, fulltrúar vinabæja á Norð- urlöndum, fulltrúi ísfirðingafé- lagsins í Reykjavík. Kl. 16.10 Einsöngur: Guðmund ur Jónsson og Svala Nielsen, óperusöngvarar. Undirleikur: Ragnar H. Ragnar. Kl. 16.20 Sýning á þjóðbúning um — Kvenfélagið Hlíf. Stjórn- andi Ragnhildur Helgadóttir. Kl. 16.35 Þjóðsöngurinn. Kl. 18.00 Opnuð málverkasýn- ing í gagnfræðaskólanum, fyrir boðsgesti. Forseti bæjarstjórnar, Björgvin Sighvatsson og Björn Th. Björnsson lýsir sýningunni. Kl. 20.00 Sýningin opnuð al- menningi. Kl. 20.00 Sjóíþróttir á Pollinum (kappróður á kajak. sjóskíða- íþróttir o.fl.). . Kl. 22.00 Dansleikur úti, fyrir framan Landsbankann. — H.T. -----------------------U Sjá grein ujn sögusýninguna á bls. 10 n--------------------------□ 500 börn í Vinnuskó!- anum, 650 í skólagörðum Á FUNDI borgarstjórnar í gær upplýsti borgarstjóri Geir Hall- grímsson, að 500 börn á aldrin- um 13—15 ára starfa nú á veg- um Vinnuskóla Reykjavíkur og Reikningur borgarinnar samþykktur Á fundi borgarstjórnar í gær var Reikningur Reykjavíkur- borgar 1965 til 2. umræðu og var hann samþykktur með sam- hljóða atkv. Umræðna verður getið á morgun. 22 skip með var unnt að fullnægja eftirspurn. í Skólagörðunum starfa nú ná- lægt 650 börn á aldrinum 9—13 ára og eru það 150 fleiri en 1965. Ekki var hægt að sinna umsókn- um 100 barna. Auk þess fengu 20 vistheimilabörn í Reykjahlíð aðgang að Skólagörðunum á þessu ári. Upplýsingar þessar komu fram vegna fyrirspurnar borgarfulltrúa Alþýðuflokksins. — Þjónadeilan Framhald af bls. 32. Að því er SVG tjáði Mbl. 1 gær eru litlar horfur á, að verk fallið leystist næstu daga. Á fundi sem veitingamenn héldu síðdegis í gær var samþykkt að öllum veítinga- og matsölustöð- um verði áfram lokað í Reykja- vík, eins og var í gær. 3.090 tonn BRÆLA VAR á síldarmiffun- um í gærdag og í tilkynningu frá Landssambandi ísl, útvegsmanna sagffi, að engin veiði hefði ver- ið frá því síðdegis á miðvikudag og þar til í gærmorgun. Samtals tilkynntu 22 skip veiffi og höfðu þau 3.090 tonn. Skrá um þau fer hér á eftir; Raufarhöfn tonn Hólmanes SU 190 Guðbjörg OF 110 Runólfur SH 50 Ögri RE 100 Ólafur Magnússon EA 110 Ólafur Sigurðsson AK 170 Jörundur II RE 170 Jörundur III RE 80 Fákur GK 130 Gjafar VE 220 Elliði GK 100 Dalatangi Guðrún Guðleifsdóttir IS 240 Oddgeir ÞH 50 Gullver NS 220 Ingvar Guðjónsson GK 200 Ásþór RE 160 Hoffell SU 80 Pétur Sigurðsson RE 100 Keflvíkingur KE 230 Fagriklettur GK 90 Jón á Stapa SH 90 Þórður Jónasson EA 200 — Popovic Framh. af bls. 1 París, þar sem hann reyndi að gerast ljóðskáld. i933, er hann var 25 ára, gekk hann í komm- únistaflokk lands síns, og tók síðar þátt í spænsku borgara- styrjöldinni. ao auglýsing í útbreiddasta blaffinu borgar sig bezt. jföorguttklaHb Hótelum borgarinnar verður einnig lokað að öðru leyti en því, að fastagestir fá nauðsynlegustu þjónustu. Vegna þessarar lokun- ar mún ekki verða hægt að veita skemmtiferðaskipum neina fyr- irgreiðslu á veitingastöðum í Reykjavík og sama gildir um fundi, ráðstefnur og hóf, sem á- kveðin hafa verið í borginni. . Mun þetta ástand ríkja þar til þjónaverkfallið leysist. Að sögn SVG eru stimpilkass- arnir einu fulltrúar neytenda í vínveitingahúsunum og telji veitingamenn m.a af þeim sök um að ekki komi til greina að þeir verði fjarlægðir. — Segulband Framhald af bls. 32. bleytu. ■* Litlu síðar kom Guðmundur Jónasson frá Múla á stórum bíl sunnan heiðina og festist í sama svaði. Þótti Einari nú óvænlega horfa með grenja- vinnsluna, þar sem mann- fjöldi og mákill vélagnýr var næstum fast við grenið. Eftir nokkurra blukkubima strit og stríð tókst að losa báða bílana. Var þá ekið norður að Sandá, sem er lítið eitt norður og í hvarfi frá greninu og gist þar það sem eftir var nætur. Um morguninn fóru þeir félagar að fást við rebíba. Gekk þeim greiðlega að ná yrðlingunum, en fullorðnu dýrin komu ekki að. Þá settu þeir segulbandið í gamg. Bæði dýrin runnu á hljóðið. Annað silapp mikið lamað af skoti, en hitt féll. Hitt grenið alunnu þeir á þrem klukkustumdum, Einnig þar runnu bæði fullorðnu dýrin á hljóðið frá segullband- inu og komu í dauðafæri við skytturnar. Einar annast minkavinnslu í 6 hreppum A-Húnavatns- sýslu og auk þess í Víðidal. í vor hefur hann unnið 66 minka, þar atf 11 hvolpa- læður og 4 gelddýr. Er það svipaður fjöldi og umdanfarin ár. Fyrir skörnmu vann harm 27 minka á einum degi og er það met hér í sýslu. Þessir 27 minkar vöru allir sveitungar og áttu heima í Þingi. Á þeim slóðum virðist áll vera kjör- fæða minkanna, því að hann fannst í mörgum grenjum. Einnig var þar silurugur, en hvergi fugl. — Björn. ■t, Sonur okkar, CUÐMUNDUR PÉTURSSON lézt af slysförum þann 13. júlí sl. Steúumn H. Ólafsdóttir, Pétur Guðmundssun, Skeiðarvrogi 41.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.