Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 15
¥>riðjudagur 19. JúTT 19W MORCUNBLAÐIÐ 15 í SÖGUNNI hafa atburðir hlotið frægð og menn verið helgir tald- ir um aldur og ævi, er skjót regnveður hefur gert á tímamót- um á skeiði þeirra. Vart hafa þau veðrabrigði verið skjótari en þau, er urðu á Hólum í Hjalta- dal eftir hádegi á sunnudag, á þeim tíma sem aðalþættir móts Uandssambands hestamanna fóru fram. Ekki fara hestamenn að vísu fram á að verða helgir tald- ir, þó jaðri við að sumum þeirra finnist kannski að eigin Landsmóti hestamanna lauk ifieð ,,gjörningaveðri" Blær hlaut góðhestabikarinn — Þytur sigradi á 800 m. gæðingur gæti verið það. En nokkurn orðstír mætti fimmta landsmótið, sem haldið var á Hólum dagana 13.—17. júlí, fá, Á sunnudagsmorgun kl. 9 messaði prófasturinn, sr. Björn Björnsson, í hinni gömlu Hóla- kirkju og var hvert sæti skipað h.gurður Haraldsson, staðarr áðsmaður á Hólum, og fram- kvæmdastjóri Landsmótsins, sýndi marga fallega liesta. og munu hestaunnendur fram- tíðarinnar vafalaust telja það einn af undirstöðusteinum í vörðu skipulagðrar hrossaræktar hér. Óveðurshryðjan á sunnudag- inn, sem einhverntíma hefði ver- ið kölluð gerningaveður, hófst mjög skyndilega, stóð 6—7 klst., og olli mikilli upplausn í tjald- húðum, þar sem súlur brotnuðu og tjöld fuku, og féllu niður nokkur sýningaratriði, svo sem hópreiðin. En strax að því loknu var komið bezta veður aftur. Alla fyrri mótsdagana hafði ver- ið fegursta sumarveður, með hita og oft steikjandi sólskini. mótsgestum. Lagði hann út af orðunum „Eitt er nauðsynlegt“, minnti m.a. í ræðu sinni á að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem fjölmennur hópur á hestum stefndi heim til Hóla. Á kirkju- legum hátíðisdögum hafi áður verið sprett úr spori til Hólasta'ð- ar. Þar hefði verið mikil umsvif, keisaranum goldið það sem keis- arans er. En einu ekki gleymt, að „eitt er nauðsynlegt". Um það bæri kirkjan gamla vitni. Bezta hryssan 28 vetra. Þennan morgun voru verðlaun afhent fyrir kynbótahross og dómum lýst. Afhenti Xngólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, Glettubikarinn, en hann hlaut hin aldna og virðulega Gletta Sigurðar Ólafssonaor, sem sýndi kosti sína í fylgd tveggja af- kvæma, Hrolls og Gulu Glettu. Er gamla Gletta 28 vetra gömul og hlaut aðdáun áhorfenda, sem sátu uppi í hólnum við sýningar- svæ’ðið er hún hrifsaði skeiðið. Þá afhenti Haraldur Þórarinsson Sleipnisbikarinn frá Búnaðarfé- lagi fslands, sem veittur er stóð- hesti með afkvæmi. Hlaut hann Roði frá Ytra Skörðugili, eign Hrossaræktarsambands Vestur- lands, og var hann sýndur með afhenti. Flugubikarinn frá Fram- reiðsluráði landbúnaðarins hlaut ung kynbótahryssa, Bára frá Ak- ureyri, og afhenti hann Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni. Fengu áhorfendur að sjá kosti þessara verðlaunahrossa og úrval stóðhrossa, stóðhesta og hryssur. Má þar nefna fyrstu vertSlauna stóðhestana með afkvæmum, Hörð frá Kolkuósi og Þyt frá Akureyri, sem hvor var með 4 afkvæmi, og verðlaunahestana í hópi 6 vetra stóðhesta, 5 vetra stóðhesta og 2—3 vetra stóð- hesta. Þorkell Bjarnason lýsti dómum, en hann er í dómnefnd kynbótahrossa ásamt Birni Jóns- syni frá Akureyri, Boga Eggerts- syni úr Reykjavík, Einari Hösk- uldssyni á Mosfelli og Símoni Teitssyni í Borgarnesi. Tjöld fuku og allt blotnaði Þennan fríða flokk höfðu eftir að ríða heim, fengu margir inni í gistihúsinu yfir nóttina eða fluttu með svefnpoka sína í íeikfimishúsið. Voru þeir farn- ir að þurrka farangur sinn, er fréttamaður Mbl. fór af staðnum um kl. 10. Voru þá fá tjöld eftir á tjaldstað. Og flestir hóparnir ætluðu að leggja upp með morgn inum. Engar skemmdir höfðu or'ð ið á farangri, aðeins slitin stög og bleyta, sem auðvelt var að bæta úr. Sögðu Hólamenn þetta ákaf- lega óvenjulegt veður þar, og væri það nær óhugsandi nema að hausti. í Regnklæddir aheyrendur hlýddu á ráðherra Óveðrið varð samt til þess 10 fella varð niður úr dagskránni hópreið hestmanna, sem fyrir- huguð var kl. 2, er veðrið lét sem mest. En kl. 3 hófst dagskrá aftur með því að Ingólfur Jóns- son, lanöbúnáðarráðherra, flutti ræðu yfir mörgum regnklæddum áheyrendum. Minnti ráðherra 1 upphafi ræðu sinnar á að Hólar 1 tjaldbúðum. Á myndinni eru Hjalti Pálsson og Ingigerður Karlsdóttir kona hans, Hólmfríð- ur Pálsdóttir, leikkona, Sigfús Þorsteinsson frá Blönduósi, Sverrir Markússon dýralæknir þar og kona Sigfúsar, Auðbjörg Ámundadóttir og Halldór Eiríksson úr Reykjavík. 4 afkvæmum, Blika frá Deildar- tungu, Vin frá Giljahlíð, Smáfrú- arrauð frá Sturlu-Reykjum og Blesa frá Skáney, en hann hlaut Faxabikarinn, sem Örn Johnson Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra afhenti Glettubikarinn, en hann hlaut Gletta Sigurðar Ólafssonar, sem situr Ua ua. Gletta helur aíkvæmi sín, Guiu Glettu til hægri og Hroil til vinstri. menn fengið að sjá fyrir hádegi á sunnudag í ágætu veðri og var þá gefið matarhlé. Höfðu sumir farið í strætisvögnum þeim, sem gengu um staðinn, ni'ður í tjald- búðirnar við Víðinesá, þar sem misilit tjaldborg breiddist nú út um allar eyrar. Aðrir fóru heim í hótelíð, þar sem Steinunn Haf- stað, hótelstýra, sá fyrir góðum veitingum og skjótri afgreiðslu. Um það leyti dundu ósköpin yfir. Vindhviður gripu í tjöldin og yf- ir helltist slagveðursrigning á suð austan eins og hendi væri veifað. Gekk veðrið á með slíkum krafti, að tjöld féllu, súlur brotnuðu og allt blotnaði meira og minna í mörgum tjöldunum. Varð mikið uppnám. Sumir rifu upp tjöld sín og komu dótinu í bílana, aðr- ir reyndu að hemja tjöldin. þustu þeir svartsýnustu af staðnum á bilum sínum, og varð mikill bíla- straumur út Hjaltadal. En bjart- sýnir létu tjöldin bíða betri tíma, klæddust regnfötum og hugðu að dagskráratriðum. Varð þeim .ð von sinni, þetta stóð ekki lengi, seinna létti heldur til og var óveðrið um garð gengi'ð um það bil er dagskrá lauk. Og um kvöldið hirtu menn fal'lin tjöld sín, en langferðamenn, sem áttu í Hjaltadal hefðu lengi veriu fræða- og menntasetur og drap á að eðlilegt væri að þar risu fleiri skólar en bændaskóliniv. svo sem héraðs- og gagnfræða- skóli, húsmæðraskóli og heima- vistarskóli fyrir börn. Fór ráð herra í ræðu sinni m.a. lofsan,- legum orðum um starfsemi Lands sambands hestamanna, sem á 17 árum hefur kennt mörgum af yngri kynslóðinni að meta hest- inn réttilega. Með starfsemi hestamannafélaga vfða um land væri lögð áherzla á góða tamn- ingu og rétta meðferð á hestum. Hestamennska í nútíma þjóðfé- lagi væri einn þáttur í þyí að tengja saman nútíð og fortíð. Það sé vissulega gagnlegt og geti í. a- tryggt það að þjóðin gleymi ekki uppruna sinum. Sagði Ing- ólfur Jónsson m.a. er hann lof- aði ferðalög á hestum: „Skáldin áttu hugsjónir og ortu fögur ættjarðarkvæði. Enn munu hugsjónir fæðast meðal margra íslendinga, þótt þeir yrki ekki ljó'ð. Framtíðarmyndir um gróandi þjóðlíf og framfarir koma fyrir hugarsjónir margra, ekki sízt þegar ferðazt er um Fiamhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.