Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 27
í>ri\ijudagur 19 júlí 1966
MORCUNBLAÐIÐ
27
Tilraunalið
gegn Þjóðverjum
Sigur Keflvikinga yfir
þýzka áhugamannaliðinu Sc
07 Bad Neuenahr var verð-
skuldaður — enda náðu Kefl
víkingar einum sinna beztu
ieikja í sumar.
f samtali við þýzku farar-
stjórana í hálfleik upplýstisi
að hezta markskytta liðsins
var forfölluð vegna tognunar
er átti sér stað á æfingu
liðsmanna á laugardagsmorg-
un. Vegna forfalla v. innherj
ans urðu Þjóðverjar að end-
urskipuleggja sóknarleik sinn
og tókst ekki eins vei og þeir
vonuðust.
En þýzku fararstjóramir
luku lofsorði á leik Keflvík-
inga, hraða þeirra og nýt-
ingu vallarins og liðsmanna
í heild.
Það verður gaman að sjá
viðureign tilraunalandsliðs-
ins við Þjóðverjana á mið-
vikudagskvöldið.
Xilraunaliðið var valið í
gaer og er þannig:
Markv. Einar Guðleifsson
fA
Bakv. Ámi Njálsson Val,
Þorsteinn Friðþjófsson Vai
Framv. Sigurður Alberts-
son IBK, Anton Bjamason
Fram Magnús Xorfason ÍBK
Framh. Hörður Markan KR
Helgi Númason Fram, Jón
Jóhannsson IBK, Hermann
Gunnarsson Val og Axel Ax-
elsson Þrótti.
Varamenn eru Guttormur
Ólafson, Jóhannes Atlason,
Þórður Jónsson, Eyleifur
Hafsteinsson og Bjöm Lárus-
son.
KR og ÍA jafntefli 2-2
KR og Akureyringar léku í
1. deildarkeppninni í knatt-
spyrnu á laugardag á Laugar-
dalsvelli. Jafntefli varð 2 mörk
gegn 2. Leikurinn var lélega
leikinn af báðum, náði hvorugt
liðið vel saman og misnotkun
tækifæra var herfileg, einkum
ihjá Akureyringum.
KR-in,gar skoruðu rétt fyrir
hlé. Var þar Gunnar F-elixson
að verki með harðfengi sínu.
Hann var -bezti maður framlínu
KR og sá eini sem barðist vel.
Akureyringar jöfnuðu úr víta-
spyrnu (Guðni Jónsson) og náðu
forystu er almjög var iðið á
eikinn er Sævar skoralði fallegt
mark..
En KR-ingum tókst að jafna
með heldur ódýru marki sem
skrifa má að verulegu leyti á
reikning Einar Helgasonar mark
varðar. Eyleifur fékk breytt
stefnu knattar er stefndi að
marki og hann skoppaði fram-
hjá Einari.
Valur og Keflavík hafa nú
forystu í deildinni með 5 stig,
KR Akranes og Akureyri haf-a
öll 4 stig, en Þróttur rekur lest-
ina með 2 stig.
Gretar Magnússon skorar í hláhornið.
Kef Ivíkingar áttu góðan leik
og unnu Þjó&verja 5-2
LOKSINS rofaði aðeins til í
náttmyrkri íslenzkrar knatt-
spyrnn. Það voro Keflvíkingar,
sem sýndu að ekki eru allir
knattspyrnumenn okkar, tröll-
riðnir af minnimáttarkennd
gagnvart erlendum liðum. Leik-
gleði og ódrepandi baráttuvilji
færði heimamönnum mörkin,
sem dugðu til sigurs gegn hinu
þýzka liði.
Þjóðverjar hófu leikinn und-
an all-snarpri golu, en það voru
þó Keflvíkingar, sem fengu
fyrstu hornspyrnuna. Liðin skipt
ust á með upphlaup, en Kefl-
víkingar voru fljótir og ágengir,
og veittu mótherjunum engan
frið, við að byggja upp kerfis-
bundnar sóknaraðgerðir.
1:0 Á 8. mín. sækja Þjóðverj-
ar að marki ÍBK, knötturinn er
gefinn út til vinstri, þar sem
Knebel er. óvaldaður utan víta-
teigs og skýtur viðstöðulaust í
gagnstætt horn. Þarna var Kjart-
an illa staðsettur og gerði enga
tilraun til að verja.
Tveim mínútum síðar eiga
Keflvíkingar hornspyrnu, sem
Karl tekur og gefur vel fyrir
markið. Guðni Kjartansson
stekkur upp og skallar stórglæsi
lega, en markvörður fær slegið
knöttinn út.
Skömmu síðar er Jón Jóhanns
son frír á markteig, en hikar og
skotið fer utanvið stöng.
1:1 Keflvíkingar jafna á 25.
mín., en þá á Einar Magnússon
fast skot af færi, sem mark-
vörður heldur ekki. Knötturinn
hrekkur til hliðar til Jóns Ólafs
sem gefur fyrir markið og Einar
Gunnarsson fylgir vel eftir og
jafnar fyrir ÍBK við mikinn
fögnuð áhorfenda.
2:1 Tíu mín. síðar skorar
Geef fyrir SC—07, eftir að welt-
er hafði einleikið skemmtilega
á vítateig og opnað vörn ÍBK.
2:2 Skömmu fyrir hálfleik
átti Jón Jóhannsson nokkuð fast
jarðarskot, sem Steinseifer hefði
átt að verja, en hann missti
knöttinn undir sig og inn í mark
ið.
3:2 Á þriðju mín. síðari hálf-
Heimsmeistarakeppnin:
Ein umferð eftir og aðeins 1
fi& öruggt í 8 liða keppnina
England, Portúgal og Sovétrikin unnu á laugardag
184.818 manns sáu leikina fjóra
sem fram fóru á laugardaginn
í heimsmeistarakeppninni. 85
þús manns sáu Englendinga
sigra Mexikana. 27.793 sáu leik
Sovét og ítalíu í Sunderland
25.438 sáu Portúgala vinna ann-
an sigur sinn í keppninni — nú
yfir Búlgörum og 46.587 sáu
harðri viðureign Argentínu og
V-Þýzkalands í Birmingham
lykta með 0—0.
Öll lið hafa nú leikið tvo leiki
f keppninni og aðeins Rússum og
Portúgölum tekizt að vinna þá
báða. Þó er það svo að Portú-
galar eru alls ekki öruggir um
sæti í 8 liða keppni. Telja má
nokkuð öruggt að Englendingar
og Uruguamenn komist áfram
úr 1. riðli og ítalir ásamt Rússum
í 4. riðli. Hverjir sigra í 2.
riðli er óljósara og án efa verður
það markahlutfall sem ræður í
3. riðli en þar eru heimsmeistar-
ar Brasilíu í fallhættu — nema
þeir vinni stórsigur yfir Portú-
gölúm. Spenningurinn í riðla-
keppninni er því kominn á loka-
stig og úrslitin verða ráðin í
kvöld og á morgun er síðasta
umferðin fer fram. í kvöld leika:
Mexico-Uruguay!; Argentína-
Sviss; Portugal-Brasilía; Ítalía
N-Kórea.
England — Mexico 2:0
Englendingar höfðu yfirburði
í leiknum þó Mexikanar reyndu
sömu aðferð gegn þeim og Uru-
guay-menn þá að hafa átta menn
í vörn. Framherjar Englands
náðu góðum tökum á sókn og
aðeins í leiknum er hægt að
segja að Merikanar hafi átt
sæmileg marktækifæri. Bobby
Charlton skoraði fyrra mark
Englands á 37 mín eftir frábær-
an einleik og ennþá glæsilegra
skot. Síðara markið skoraði
Hunt innh. af stuttu færi og auð-
veldlega eftir að markvörður
hafði hálfvarið þrumuskot Grea-
ves. Aðdragandi að því marki
tók aðrar 37 mín.
Enska liðið þótti þó alls. ekki
traustvekjandi og sagt er að það
þurfti mjög að lagast ef Alf
Ramsey „einræðisherra" þess á
að geta staðið við orð sín um
enskan lokasigur í keppninni og
heimsmeistaratitil.
Leikmaður rekinn af velli
Argentína og Þýzkaland, mætt
ust í hörðum en marklausum
leik og I fyrsta skipti í keppn-
inni nú var leikmanni vísað af
velli — Argentínumanninum J.
Albrechts miðverði. Leikurinn
var lélegur og grófur, og langt
fyrir neðan það sem talizt get-
ur sæmandi í heimsmeistara-
keppni. Hvorugt liðið verðskuld-
aði sigur og virtust báðir aðilar
ánægðir með jafnteflið.
Argentínumenn eru líklegastir
til að vinna riðilinn þar sem
þeir eiga eftir að mæta Sviss.
En baráttan stendur milli Þýzka
lands og Spánar — og vinni
Þjóðverjar vinna þeir líka rið-
ilinn vegna mjög hagstæðrar
markatölu.
Sovét — ftalía 1—0.
Frábærlega fallegt mark skor-
að af útherjanum Igor Chilenko
réði úrslitum í viðureign Rússa
og ítala. En það var líka næst-
um það eina fallega sem sást í
leik liðarma á laugardaginn.
Markið var skorað um miðjan
síð. hálfleik. Chilenko fékk
knöttinn með hælsendingu frá
Malofeev ög slíkt þrumuskot reið
áf að markvorður ítala var ekki
búinn að rétta upp hendurnar
er knötturinn lá í netinu.
Rússar léku mjög ákveðið,
forðuðust allar hættur en tóku
lífinu með ró er forystu hafði
verið náð.
ítalir brugðust mjög vonum
aðdáenda sinna og áttu aftur lé-
legri leik en nokkur hafði við
búizt af þeim.
Portúgal — Búlgaría 3—0
Búlgaríumenn eru úr leik —
þeir töpuðu öðru sinni og von-
leysi gætti í leik þeirra. Portú-
galar fengu annan sigur heldur
ódýrt. Það var aðeins af og til
sem þeir gátu sýnt fallega knatt
spyrnu, en mikið vantaði á að
heildarsvipur leiks þeirra væri
glæsilegur — eða með sama
glæsimarkinu brenndur og leik-
ur Brasilíumanna og Ungverja á
dögunum. Eftir leik að dæma
ættu Brasilíumenn og Ungverj-
ar að komast upp úr þessum
riðli, en það verður sennilega
annað þessara liða er fellur —
þó stórsigrar beggja geti enn
fellt Porúgala. Allt þetta stafar
af „heppnissigri" Portugala yfir
Ungverjum.
Eusebio var beztur Spánverja
og skoraði mörkin ásamt Torres
vinstri innherja.
Fréttamaður einn kemst svo
að orði: „Vonum bara vegna
góðrar knattspyrnu og góðs úr-
slitaleiks að bæði Ungverjar og
Brasilíumenn komist i 8 iiða
úrslit“, \
leiks ,sóttu Keflvíkingar upp
hægri kantinn. Karl Hermanns-
son lék á tvo varnarmenn og
gaf síðan fyrir markið til
Grétars Magnússonar, sem skor-
aði með óverjandi þrumuskotL
4:2 Fjórða mark ÍBK kom á
18. mín., er Grétar Magnússon
gaf vel fyrir markið til Einars
Gunnarssonar, sem afgreiddi
knöttinn viðstöðuláust í netið.
5:2 Ennþá er Grétar á ferð-
inni, nú á hann fast skot á mark-
ið, markvörðurinn missir knött-
inn frá sér og hinn 16 ára,
Einar Gunnarsson, er fljótur eins
og elding og hið eftirsótta
,,Hat-trick“ innsiglar yfir-
burðasigur Keflvíkinga.
Síðustu 10 min. leiksins voru
Keflvíkingar farnir að slaka
full mikið á. Annaðhvort var
sigurvissan of mikil, eða úthald-
ið á þrotum. Þjóðverjarnir fengu
nú nokkur billeg marktækifæri
og það var aðeins einstæður
klaufaskapur þeirra fyrir opnu
marki, sem kom í veg fyrir að
þeir skoruðu.
Leikmenn Sportclub 07 hafa
góða knattmeðferð, án þess að
nokkur einn leikmaður beri sér-
staklega af. Þeir léku 4—2—4,
en sú leikaðferð færði þeim
lítið af góðum marktækifærum,
nema síðustu 10 mín. leiktím-
ans, en þá brást þeim skotlistin
herfilega fyrir framan markið.
Hinn stóri og stæðilegi mark-
vörður Steinseifer varði nokkur
skot all vel, en hann missti lika
marga knetti frá sér og fyrir
bragðið urðu Keflvíkingar a.m.k.
tveim mörkum ríkari.
Af öðrum leikmönnum SC-07
voru það helst framverðirnir
Graf og Geef, ásamt innherjan-
um Knebel, sem nokkra athygli
vöktu fyrir góðan leik.
Því hefir oft verið fram hald-
ið, að dugnaður og harka ein-
kenndi leik. ÍBK. í þessum leik
var dugnaðurinn fyrir hendi, en
leikurinn var prúðmannlega leik
inn án nokkurrar sérstakrar
hörku. Það sem fyrst og fremst
færði Keflvíkingum sigurinn,
var hraði, sem ruglaði mótherj-
ana og góðir samleikskaflar, þeir
beztu sem liðið hefir sýnt í
sumar.
Lífakkeri varnarinnar hjá XBk
var Sigurður Albertsson mið-
framvörður, sem hvatti leik-
menn óspart til dáða. Guðni
Kjartansson fer vaxandi með
hverjum leik og þeir Grétar
Magnússon og Jón Ólafur sýndu
nú báðir afbragðs góðan leik.
Maður dagsins hjá Keflvíking-
um var þó hinn ungi og eldfljóti
Einar Gunnarssoh, sem ekki að-
eins skoraði þrjú’ mörk, heldur
sýndi einnig glöggt auga fyrir
samleik. Hér er á ferðinni efni,
sem gaman verður að fylgjast
með í framtíðinni.