Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 19 Jðtf 1966 MORCUNBLAÐIÐ 21 Framleitt af BLUE BELL Ódýrustu amerísku vinnubuxurnar á markaðnum í dag 14?4 OZ Nankin. GEVSIR AðaLstræU 2. SLÖKKVITÆKI margar perðir fyrir.iggjarMli. Ólafur Císlason & Co hf. Ingrólfsstræti la. Sími 18370 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún- og fiður- held ver, gæsadúns- og dralon-sængur og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun V; tnsstíg 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) Hanna Davíðsson Minningarorð HANNA Davíðsson var sérstæð- ur persónuleiki, vel gefin til líkama og sálar, góður og rót- gróinn Hafnfirðingur. í báðar ættir var hún komin af myndar- og sæmdarfólki, sem nátengt er sögu Reykjavíkur á síðastliðinni öld. Þar fæddist hún 3. 12. 1808. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Finnbogason, verzlunar stjóri, sonur Teits Finnbogason- ar, sem var fyrsti dýralæknir á íslandi og jafnframt aðal járn- smiðurinn í Reykjavík. Það var hann, sem reisti „Smedens Hus“, sem í rúma öld stóð skammt frá Dómkirkjunni, en hefur verið endurreist upp við Árbæ eins og kunnugt er. Guðbrandur var verzlunarstjóri við Fischers- verzlun, en eigandi hennar var kvæntur systur Guðbrands. Fischersverzlun var ein stærsta verzlunin í Reykjavík og senni- Sjálfsmynd eftir Hönnu Davíðsson Jóhann Þorkelsson, mælti til þeirra á dönsku, en þær höfðu lært allan barnalærdóm sinn hjá systrunum í Landakoti, í skólanum þar, en þar mun öll kennslan hafa farið fram á dönsku, líka kristindómsfræðsl- an. Er mér þetta mjög minnis- stætt, enda er mér ekki kunnugt um að slíkt hafi skeð oftar. Eg man hana rúmlega tvítuga, glæsilega og íturvaxna, sitjandi á gæðing og geislaði út frá henni lífsorkan og ánægjan með til- veruna. Fundum okkar bar svo ekki saman fyrr en ég settist að hér í Hafnarfirði. I>á var hún búin að vera gift í 5 ár, átti indæla telpu og hafði búið sér og fjölskyldu sinni indælt heim- ili. Þetta heimili var eitt af þeim fyrstu, er ég kynntist hér í bæn- um. Ef til vill hef ég notið þess að við vorum fermingarsyst- kini, ef til vill var það ástæðan að við vorum bæði gamlir Vest- urbæingar úr Reykjavík, en sennilega hefur það bara verið meðfædd gestrisni hennar til kunningja manns hennar, sem hefur verið þar að verki. í>að var nautn, feimnum og uppburðar- litlum ungum manni, sem fáa þekkti í bænum, að dvelja á heimili þessara ágætu hjóna. Sérstaklega minnist ég þó þess, hve gaman var að koma í hið vistlega heimili þeirra, er þau voru flutt í Bjarna riddara hús- ið, sem þau voru eigendur að. Enda hygg ég að Hanna hafi hvergi unað sér betur en í þessu stílhreina og fornfræga húsi, sem svo nátengt var sögu Hafn- arfjarðar, og hafði verið heim- ili afa hennar og ömmu um margra ára skeið. Allar fjöl- skyldurnar í nágrenninu voru vinir hennar. Þeir vissu hvern mann hún hafði að geyma og mátu hana að verðleikum. Sjálf var hún í eðli sínu rómantísk, um það bera vitni mörg af mál- verkum hennar, en upp af húsi hennar var einn af fogurstu klettunum í Hafnarfirði, gróður- vin með trjágróðri, girt af klett- um og hraundröngum með sín- um margbreytilegu kynjamynd- um og fullum af álfkonum og álfabörnum. Er mér nær að halda að þar sé að finna orsök- ina til þess hve vænt henni þótti um Hafnarfjörð og undi séi hvergi annars staðar. Hanna var að eðlisfari hlé- dræg og virtist oft og tíðum lifa í sínum eigin hugarheimi. í vinahóp bar samt lítið á þessu, þar var hún skemmtin og ræðin og átti það til að koma þægilega á óvart á sinn listræna hátt. Ég man eftir afmælishófi, sem vin- kona hennar og okkar hjóna hélt vinum sínum. Þar flutti hún af- mælisbarninu kveðju í bundnu máli, að vísu á dönsku, því af- mælisbarnið var danskrar ætt- ar. Var kvæðið prýðilegt I alla staði, vel kveðið og hnittið. Listgáfa hennar kom þó bezt fram í málverkum hennar. 1 Kaupmannahöfn 'hafði hún á unglingsárunum notið tilsagnar í listmálun. Gerði hún töluvert að því að mála blómamyndir og Teitur Eyjólfsson fru Eyvindurtungu Fæddur: 12. júlí 1900. — Dáinn: 11. júlí 1966. Nú lífsins sól Guðs ástar friS þér færi því fegurð vorsins yfir leiðum skín. Hjá bjartri lind, ég kveð þig vinur kæri, og klökkum hug í ljóði minnist þín. Þú ungur bjóst að dýrum ættararfi, með orku og dyggð, að vinna landi og þjóð. Þú fannst þinn heim i heiilariku starfi, og hamingjan þér gaf sitt víxluljóð. Við sveitastörfin glæddist glöðu lyndl sú glóð þíns sterka vilja, er með þér bjó. Því ræktun jarðar var þitt æviyndi þar átti hug þinn grundin rik, og frjó. Þú kunnir ekki kyrstöðunnar hlundi, en kaust þér starfið löngum mikilsvert. Svo frjáls í gerð á góðra vina fundi þú gladdist yfir því, sem vel var gert. Við kveðjum þig á miklum vegamótum við minningar, sem verma, og lýsa bezt. Hér stendur lifs þins dáð svo djúpum rótum. I dalnum, sem þú vannst, og unnir mest. Við þekkjum trú, sem vekur vonarbjarma, þó vinir kveðji, og leiðir skilji hér. Ég þakka tryggð, og vináttunnar varma. Og veröld Guðs um eilifð skini þér. Kjartan Ólafsson. lega lang stærsta saltfiskút- flutningsverzlunin í þá daga. Sjálf verzlunin var til húsa þar sem verzlunin „Geysir“ er nú, en uppi á lofti var íbúð verzlun- arstjórans. Kona Guðbrands var Louisa, systir Knud Zimsen, borgarstjóra og verkfræðings, og þeirra mikilhæfu systkina. Þarna ólst Hanna upp fyrstu árin ásamt Guðrúnu systur sinni við mikið ástríki foreldranna, sem voru í góðum efnum, en aldamota árið andaðist faðir hennar á bezta aldri, tæplega fimmtugur. Fluttist þá ekkjan með dætur sínar í reisulegt og fallegt hús, er hún lét reisa skammt frá gamla Sjómanna- skólanum. Eftir fermingu dætranna flutt- ust mæðgurnar til Kaupmanna- hafnar og þar var heimili þeirra næstu 6 árin. Var engu til spar- að að systurnar gætu notið þeirr- ar menntunar, er hugur þeirra stóð til. Þegar Guðrún giftist Sigurði Hlíðar, síðar yfirdýra- lækni og alþingismanni, fluttust þær mæðgurnar aftur til Reykja- víkur í vistlega húsið, sem beið þeirra. Árið 1912 giftist Hanna ólafi Davíðssyni og stofnuðu þau sitt heimili í Hafnarfirði. Ólafur var þá starfsmaður hjá Bookless-bræðrum, sem ráku þar mikla útflutningsverzlun á saltfiski. Skömmu síðar hóf Ól- afur sjálfstæðan atvinnurekstur og var um eitt skeið einn stærsti atvinnurekandinn í Hafnarfirði og rak þar að auki útgerð í Innri-Njarðvík, sem hann var eigandi að. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Huldu, sem giftist Erlingi Þorsteinssyni, lækni, í Reykjavík og Elínu, sem er gift Björgvin H. Magnússyni, bryta, og eru þau búsett í Hafnarfirði. Margar góðar minningar koma í hugann, þegar ég minnist Hönnu. Ég man hana á ferm- ingardaginn okkar, fallega prúða stúlku, sem ásamt Guð- rúnu systur sinni staðfesti skírn- arheit sitt. Ég man okkur hinum fermingarbörnunum þótti það einkennilegt, að presturxnn séra VINUR minn, Teitur Eyjólfsson, er nú allur eftir langvarandi og erfið veikindi. Hann lézt hinn 11. júlí, daginn fyrir 66. afmælis- daginn sinn. Með honum er nýt- ur og góður drengur genginn. Faðir Teits var Eyjólfur Teits- son, sonur Teits Hannessonar, sem kunnur var hér í bæ á sínum tíma. Móðir Teits Eyjólfssonar var Ásbjörg Þorláksdóttir al- þingismanns í Fífuhvammi. Stóðu því traustar ættir að Teiti. Hann fluttist með foreldrum sin- um til Reykjavíkur á öðru ári og ólst hér upp fram yfir fermingu. Man ég eftir honum sem ungum og röskum pilti, en hann var þó nokkrum árum eldri en ég, svo að þá var ekki um neinn kunn- ingsskap að ræða. Ungur að ár- um fór Teitur austur í Laugar- dal og þar ílentist hann mikinn hluta ævinnar. Þar kvæntist hann Sigríði Jónsdóttur frá Efstadal og áttu þau saman 7 efnileg börn, sem öll eru upp- komin og góðir þjóðfélagsþegn- ar. Þau Teitur og . Sigriður bjuggu fyrstu 2 búskaparárin á Bö’ðmóðsstöðum en fluttu síðar að Eyvindartungu, sem varð mesta myndarjörð í höndum þeirra. Fundum okkar Teits bar aftur saman árið 1937, þegar við störf- uðum saman við að hefta út- breiðslu mæðiveikinnar, sem var ærið starf fyrstu árin. Þar kynnt- ist ég duglegum og útsjónarsöm- um athafnamanni, sem hafði bæði mikla starfsorku og starfs- löngun. Á þessum árum var víða þungt undir fæti hjá íslenzkum bændum, og varð það þá úrræði Teits að taka að sér rekstur vinnuhæiisins á Litla Hrauni við Eyrarbakka. Það starf fórst hon- sérkennilega og fallega staði I bænum. Þekktast mun þó skreyt- ing hennar á prédikunarstóln- um í Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Ber sú skreyting ótvíræð- an vott um glöggt listamanns- auga og fíngert handbragð. Síðustu árin átti Hanna við mikla vanheilsu að striða, vat gigtveik og átti bágt með gang. Þótt henni þætti vænt um heim- sókn kunningja sinna og ást- vina, þá virtist hún una sér ekki síður vel í einverunni. Þar vann hún að sínum hugðarefnum, að mála og hugsa um tilgang og framvindu lífsins. Hún var trú- kona og ber fyrrnefnd skreyting í kirkjunni því órækan vott. Mörg síðari árin var hún ein- lægur spíritisti. Hún trúði því að hún væri umkringd góðum andlegum verum, sem vernduðu hana og varðveittu og því var hún aldrei ein í einverunni. Sjálf var hún svo vönduð og hjartahrein að ekkert illt gat átt sér stað í nærveru hennar. Eng- in ljót hugsun, enginn rógur eða illt umtal; sljkt og þvílíkt fékk engan hljómgrunn hjá henni og þreifst ekki í nærveru hennar. Þess vegna leið henni vel í ein- verunni og máske þráði hana. Þetta gerði hana líka lítt jarð- bundna og mun hún æðrulaust hafa tekið því er hún vissi að hverju stefndi mað jarðvist hennar. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa kynnzt Hönnu Davíðs- son og öðlazt vináttu hennar. Færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur eftirlifandi eig- inmanni hennar og öllum áist- vinum. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Snæbjörnsson. um mjög vel úr hendi og rétti hann svo við hag vinnuhælisins að til fyrirmyndar varð. Margir vistmannanna áttu honum síðar margt gott upp að unna, því hann reyndist sumum þeirra hin bezta hjálparhella án þess að haft væri í hámæli. Eftir 7 ára dvöl á Eyrarbakka fluttist hann um skeið til Þor- lákshafnar, þar sem hann hafði umsjón með fyrstu hafnargerð- inni. Samtímis rak hann all- myndarlega útgerð með opnum bátum og græddi drjúgum fé á fáum árum sakir hagsýni sinn- ar. En honum leiddist lífið við sjóinn og flutti sig aftur inn til landsins og hafði bækistöð og lítilsháttar búskap á Gjábakka í Þingvallasveit, en þaðan flutti hann sig svo í Hveragerði, þar sem hann kom upp myndarlegri steinsteypuverksmi’ðju, sem gekk vel meðan heilsa og kraftur leyfðu. Hvar sem Teitur bjó gaf hann sig ávallt töluvert að sveitar- stjórnarmálum og hafði gaman af. Hann var bæði úrræðagóður og ráðhollur, svo að allsstaðar kvað að honum. Teitur Eyjólfsson var ágæt- lega greindur maður, hagsýnn og notinvirkur og þar fór meira en meðalmaður, sem hann fór. Síð- ustu árin átti hann við mikið heilsuleysi að strfða. Anna Þor- bjarnardóttir frá Eyrarbakka hjúkraði honum af mestu nær- gætni til hinztu stundar og kunni hann vel að meta það. Sjúkdóm sinn bar hann með mesta æðruleysi og karlmennsku. Þeir, sem þekktu Teit Eyjólfsson, sakna vinar í stað. Hákon Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.