Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagui 19. Jólí 19ðt
MORGU NBLAÐIÐ
17
JVláltíð hjá ungu hestafólki á bökkum Viðinesár.
— Landsmótið
Framhald af bls. 15.
landfð á bjortum sumardegi.
Aldrei verða slíkar myndir skýr-
ari en þegar móðir náttúra hríf-
ur menn. A þeim stundum læra
menn að meta hversu mikils virði
það er að búa frjáls í landinu.
Hversu gott það er að vera ís-
lendingur.
60 góffhestar fengu
heiaursverðlaun.
Þá fór fram atriði, sem margir
óhugamenn um hestamennsku
höfðu beðið eftir, góðhestasýn-
ingin, og tilkynnti Steinþór
Gestsson um verðlaun. En nú
hla-ut í fyrsta skipti stighæsti góð
hesturinn heiðursverðlaun, nýjan
bikar, gefinn af Birni Gunnlaugs
syni. Gæðingabikarinn hlfut
Blær frá Langholtskoti, sem dóm
inefnd sagði að væri afburða til-
komumikill og fagur gæðingur
með öllum listagangi. Sat eigand-
inn hestinn, Hermann Sigurðs-
son í Langholtskoti, og tók við
bikarnum úr hendi Einars Sæm-
undssen, formanns L.H. Er Blær
brúnn að lit, sonur Skugga frá
Bjarnanesi og Golu frá Lang-
holtskoti. Var hann sýndur af
hestamannafélaginu Smára í Ár-
nessýslu.
Hlutu 60 góðhestar heiðursverð
laun. Nr. 2 var Viðar Hjaltason
frá Fáki í Reykjavik, eigandi
Gunnar Trygg^ason. Nr. 3 var
Gáski frá Álftagerði, frá hesta-
mannafélaginu Stíganda í Skaga-
firði. Eigandi er Herlís Péturs-
dóttir í Álftagerði. Nr. 4 var
Draumur frá Árgerði, sýndur af
Funa í Eyjafirði. Eigandi Magni
Kjartansson. Og nr. 5 var Gautur
frá Fáki í Reykjavík, eigandi
Sigríður Johnson. Var góðhest-
unum riðið um völlinn nokkra
hringi, svo áhorfendur gætu not-
ið kosta þeirra. Töltu þeir fram
hjá dómpalli og lágu margir á
skeiðspretti á brautinni fjær.
Steinþór Gestsson á Hæli lýsti
dómum, en hann er í dómnefnd
góðhesta, ásamt Haraldi Sveins-
syni í Reykjavik og Steinbirni
Jónssyni á Hafsteinsstöðum.
Funi skauzt fram úr Glanna.
Úrslitasprettir í kapþreiðum
voru síðast á dagskrá á sunnu-
dag. Kepptu skeiðhestarnir fyrst
í þremur riðlum. Hlupu aðeins
tveir af 8 á tilsettum tíma, til
verðlauna. Það voru Hrollur Sig-
urðar Ólafssonar, sem hljóp á
26,4 sek. 250 m skeiðsprettinn
og fékk 2. verðlaun og Neisti
frá Gamla Hrauni, sem hlaut
3. verðlaun og hljóp á 26,8 sek.
í úrslitaspretti á 300 m. stökki
kepptu 5 hestar: Áki úr Reykja-
vík; Fjallaskjóni frá Kúskerpi;
Ölvaldur frá Sólheimatungu;
Glóð frá Hvítárholti og Blossi
frá Egilsstöðum. Urðu úrslit þau
að Ölvaldur varð fyrstur á 24,1
sek., annar varð Áki á 24,21 og
þriðji Glóð frá Hvítárholti á 24,4.
Voru verðlaun frá 5000 kr. niður
í 300 fyrir hest nr. 5.
Mest var eftirvæntingin í 800
m. hlaupinu, en eftir undanrásir
leit út fyrir að keppnin yrði hörð
ust rnilli tveggja hlaupagarpa,
Þyts úr Reykjavík og Glanna
frá Norðurhjáleigu. Aðrir hestar
í úrslitum voru Gustur úr Reykja
vík, Funi frá Akureýri og Funi
frá Egilsstöðum. Spretturinn
varð mjög spennandi, þ.e.a.s.
Þytur Sveins Sveinssonar sigraði
með yfirburðum, hljóp á 66,1 sek.
En skammt frá marki skauzt
Funi frá Egilsstöðum fram úr
Glanna og náði einni sekúndu á
undan honum í mark, hljóp á
67,3. Glanni var svo þriðji, Gust
ur fjórði og Funi Ak. fimmti.
Verðlaun voru hæst í þessu
hlaupi 10 þús. kr. og síðan læfck
andi um, hélming niður í 600 kr.
á 5. verðlaun.
Að lokum sleit Haraldur Árna-
Viðar Hjaltason úr Reykjavík varff nr. 2 af göffhestunum.
Gunnar Tryggvason situr han n.
um, Steinþór Gestsson á Hæli og Haraldur Sveinsson, Reykja-
vík.
son, formaður undirbúnings-
nefndar, mótinu. í nefndinni sem
séð hafði um mótið, voru auk
'hans, Guðmundur Ó. Guðmunds-
son, Sauðárkróki; Haraldur Þór-
arinsson, S. Laugalandi, Karl
Ágústsson, Akureyri, Sigfús Þor-
steinsson, Blönduósi og Sigurður
Haraldsson á Hólum, sem einnig
var framkvæmdastjóri.
Mótið sjálft hafði farið mjög
vel fram. Og Hjaltadalur er
yndislegur staður að dvelja á,
ekki kannski hvað síst fyrir unn
endur hesta, sem geta skroppið
á bak milli þess sem þeir skoða
fallega gæðinga á sýningum. Svo
hagar til, að tjaldbúðir þurftu að
vera nokkuð langt frá sýningar-
svæði og svo mikill hestafjöldi
geymdur nokkuð dreift. En þeg-
ar litið var yfir gruhdirnar Við
Víðinesá á sunnudagskvöld, þar
sem upa 3000 manns höfðu tekið
upp tjöld sín í snarheitum í ó-
veðri, þá gat enginn óskað eftir
þeim tjaldborgarleifum nær
Hólatúni. Þarna fór vel um tjald-
búa á grundunum við Víðinesá.
Lítið var víst um svefn víða
í tjöldum, enda alltaf einhverjir
nátthrafnar að koma og fara, ríð-
andi og akandi í svo stórri tjald-
búð. Dansleikir voru haldnir á
þremur stöðum víðs fjarri og
sóttu einkum margir Húnaver
á laugardagskvöld. Þar munu
hafa verið um 800 manns. Á
móts stað og sýningarsvæði sást
varla vín á nokkrum manni.
Lögreglan á Sauðárkróki sá um
löggæzlu á mótinu, með stýrktu
liði úr Reykjavík. Voru jafnan
6—12 lögregluþjónar á vakt.
Sögðu þeir að nokkra menn
hefði þurft að fjarlægja ög
geyma aftan í mjólkurbíl, sem
þeir höfðu fyrir fangageymslu.
Einn mann þurfti að flytja til
læknis og sauma eftir slagsmál.
og einn piltur vann skemmdar-
verk á jeppa við tjaldstæði, en
hann náðist seinna.
Er fréttamaður Mbl. ók frá
Hólastað á sunnudagskvöld, var
tjaldstæðið nær autt og þeir
langferðamenn, sem ætluðu að
leggja upp á hestum daginn eftir
að þurrka tjöld sín og útbúnaS
og koma sér fyrir í húsi. Þor-
lákur Ottesen, formaður Fáks,
var þar á gangi. Sagði hann að
flest Fáks-tjöldin hefðu fokið
um, en ekkert þeirra skemmzt,
Væru flestir reiðmennirnir komn
ir í húsaskjól og væri ekkert að
vanbúnaði að ríða suður. Fjórir
Hafnfirðingar, sem við hittum,
ætluðu ríðandi heim, en vegna
rifinna tjalda hættu fjórir aðrir,
sem komnir voru norður, við að
ríða með þeim. — E. Pá.
Hólmjárn meff einn af stóffhestum sinum, Blika, þriggja
vetra fola, sem vakti mikla athygli.
— Haag
Framh. af bls. 1
að halda þar uppi apartheid
stefnunni og beita eiginhags-
munastefnu í stað þess að bæta
kjör landsbúa og efla hagsmuni
þeirra.
Stjórn S Afríku hefur hins-
vegar haldið því fram, að ríki
þessi hafi engan rétt til þess að
láta málið, til sin taka og stað-
festi forseti dómstólsins það í
raun og veru með því að segja,
að einstek aðildarríki Þjóða-
bandalagsins gætu ekki, sam-
kvæmt gildandi. alþjóðalögum,
látið til sín taka meðferð S-
Afríku á verndarsvæðinu, nema
á vettvangi f j '>ðabandalagsins
sjálfs (sem er lcngu úr sögunni).
Hinsvegar gætu þau tekið málið
til athugunar og haldið uppi
venjulegri gagnrvni ,án þess
beinlínis kæmi til málareksturs.
Forseti dómstélsins, Sir Percy
Spender f> á Alraiíu var í tvær
klukkustundir að rekja gang
málsins og þau rck, sem mæltu
með og móti þ\í, að dómstóllinn
tæki málið ti! dóms. Var áhorf-
endasalurinn bóttsetinn og úr-
slita málsins beðið með mikilli
efirvæntingu, þar eð ekkert
hafði frétzt um þau fyrirfram.
Sir Percy lagði í ræðu sinni á-
herzlu á, að dómstóllinn gæti
ekki farið út fyrir þau mörk,
er starfssviði hans væru sett.
Dómstóllinn væri ekki löggjaf-
arsamkunda heldur bæri honum
aðeins að beita þeim lögum, er
fyrir hendi væru, „menn geta
ekki gengið út frá því, að lög
séu til ,af því einu, að æskilegt
væri, að þau væru til“, sagði Sir
Percy og bætti við, að í þessu
máli hefði skort lög til að reka
málið eftir. Varðandi þá áherzlu
sem Afríkuríkin hefðu lagt á
mannúðarsjónarniið þessa máls,
sagði Sir Percy. að þau væru
ekki nægilegur grundvöllur til
málareksturs, þegar ekki væri
fyrir hendi löggjöf til að fella
mannúðars.iónarmiðin að.
Þeir dómarar. sem greiddu frá
vísuninni atkvæði, voru frá
Frakklandi, Jvalíu, Bretlandi,
Grikklandi, Póilandi, S-Afríku
og forseti dómstólsins Sr. Percy.
Þeir sem greiddu atkvæði á
móti voru frá Formósu, Sovét-
ríkjunum, Japan, Bandaríkjun-
um, Mexico, Senegal og fulltrúi
Eþiopiu og Liberiu, sir. Louis
Mbanao.
— xx x —
Úrslitum málsins var mjög
fagnað ar stjórn S-Afriku. —
Komu þau á óvart, því að ekki
hefði verið búizt við svo af-
dráttarlausri frávísun málsins.
Blöð í Jóhannesarborg birtu
fregnina í aukaKöðum og útvarp
ið stöðvaði ven;ulega fréttasend-
ingu til þess að segja fréttina og
boðaði ávarp Verwoerds forsæt
isráðherra síðar. Leiðtogi and-
stöðuflokksins, Sameiningar-
flokksins, Sir de Villiers Graaf,
sagði, að fregmn frá Haag væri
góð og gæti oroið S-Afríku mik
il lyftistöng.
Fulltrúar Eþiepiu og Liberiu í
aðalstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York létu hinsvegar
í ljós vonbrigði og fulltrúar
margra Afrikurikja segja, að á-
fram verði haldið baráttunni
gegn kynþáttastefnu , S-Afríku-
stjórnar.
Svíinn
fnstnr enn
• Svíinn Sten Fransson, sem
mótmælir stefnu Bandaríkja-
stjórnar með föstu úti fyrir
bandariska sendiráðinu í Stokk-
hólmi, hefur nú verið matarlaus
í 13 daga. Hann neytir aðeins
vatns og tóbaks, drekkur 5—6
lítra af vatni og reykir um 40
sigarettur á dag — og er orðinn
afar veikburða. Á hann orðið
erfitt með að rísa upp, gengur
óstöðugt og talar óskýrt. Regn og
kuldi hefur gert honum enn
erfiðara fyrir en ella. Fransson
hefst við á gúmmímottu og hef-
ur aðeins yfir sér tjalddúk, svo
að vistin hefur verið heldur dauf
I leg hjá honum.