Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 5
f>rlðjudagur W. Jðll 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM KL. 9.15 í gærmorgun setti borgarstjórinn í Keykjavík, Geir Ilallgrímsson, mót Norrænna brunavarða, er mun standa yfir fram á n.k. föstudag. Viðstadd- ár setningu mótsins voru 32 er- endir gestir, svo og nokkrir íslenzkir brunaverðir, en Island á ]>rjá fulltrúa á mótinu, en Þátttakendur á bílastæðinu fyrir framan Slökkvistöðina. 32 erlendir gestir sitja mót Norrænna brunavarða — Mótið hófst i gær og stendur til n.k. föstudags auk þess geta allir meðlimir Brunavarðafélags Reykjavíkur setið mótið, eftir því sem ástæð ur þeirra leyfa. Mótssetningin fór fram í nýju slökkvistöðinni við Reykjanes- braut og að lokinni ræðu borg- arstjóra flutti Tryggvi Ólafsson formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur ávarp, svo og full- trúar erlendu gestanna. Eins og áður segir, sitja 32 útlendingar mótið. Eru það 12 Svíar, 6 Finnar, 6 Norðmenn, 6 Danir og 2 Bretar. Islenzku full trúarnir á mótinu eru Sigurður Þórðarson frá brunaliði Hafnar- fjarðar, Gunnlaugur Búi Sveins son frá Brunaliði Akureyrar og Jón Guðmundsson frá brunalið- inu á ReykjavíkurflugveUi. Morgunblaðið náði tali af Gísla Jónssyni er var ritari undirbún- ingsnefndar mótsins, en auk hans áttu sæti í nefndinni þeir Finnur Richter, er var formað- ur hennar, Jón Guðjónsson, Brynjólfur Karlsson og Karl Magnússon. Gísli sagði, að þetta væri í fyrsta skiptið er slíkt mót væri baldið hérlendis og sennilega yrði mót ekki haldið hér aftur á næstunni, þar sem fsland væri ekki aðili að Sambandi bruna- varða á Norðurlöndum. Stafaði það að því að Norrænum bruna- vörðum þætti of langt og dýrt að eækja mót til íslands. Gísli eagði að undanfarin 10-12 ár hefðu íslenzkir brunaverðir eent 2 fulltrúa til þessara móta sem haldin væru árlega til skipt is á hinum Norðurlöndunum. I>á væri einnig siður að bjóða til mótsins 2 fulltrúum frá ein- hverju öðru Evrópulandi og hefði Bretland nú orðið fyrir val inu. Mótin væru haldin til að efla gagnkvæm kynni bruna- varða, og skiptast á reynslu og þekkingu á sviði brunavarna- mála. Gísli sagði, að upphaflega befði verið gert ráð fyrir að mót þetta færi fram hérlendis árið 1964, en ekki hefði getað orðið af því þá af ýmsum ástæð um og þá sérstaklega fjárhagsörð ugleikum. Undirbúningur að mótinu hófst 1962, með því að Brunavarðafélag Reykjavíkur efndi til happdrættis, og hefur staðið siðan. Sagði Gísli að margir hefðu orðið til að sýna málinu skilning og fyrirgreiðslu og mætti sérstaklega tilnefna borg og ríki. Þá gat Gísli þess að í tilefni imótsins hefði mótsstjórninni verið falið að gera félagsfána Brunavarðafélagsins og hefði hún fengið Sigurð Karlsson til að teikna hann. Hefði hann nú verið afhentur formanni félags- ins við setningu mótsins. Þá hefði einnig verið gert merki mótsins og væri það eins og fáninn, að öðru leyti en því að í stað orðanna Brunavarða- félag Reykjavíkur stæði Bruna- varðamót Reykjavík 1966. Var eitt slíkt merki gert úr gulli og það afhent bongarstjóra er hann setti mótið. í gær flutti svo Einar Eyfells verkfræðingur erindi um bruna- varnir í Reykjavík og gat hann þess í upphafi máls síns, að fyrsti vísirinn að eldsvörnum í Reykjavík tnundi vera frá árinu 1773, en þá hefði verksmiðju- stjórn Innréttinganna gefið út auglýsingu þar sem fyrirskip- að var að farið skyldi varlega með eld og ösku og hótað við- urlögum, ef út af væri brugð- ið. Nokkrum árum seinna hefði verið komið á næturvörzlu í bænum og hefði það verið eitt af verkefnum næturvarðarins að gæta þess að farið væri var- lega með eld og ljós. Árið 1806 hefði svo bæjarfó- getinn gefið út auglýsingu, þar sem fólk var áminnt um að fara varlega með eld og ljós, ösku og annan úrgang, og á næsta ári hefði danski stiftamtmað- urinn gefið út auglýsingu um sama efni, sem hefði þó geng- ið lengra og verið ýtarlegri. Hefðu þar m.a. verið allströng ákvæði um ýmsan atvinnurekst- ur, sem eldhætta þótti stafa af. Var hér sett á bann á bann ofan, svo mönnum þótti nóg um, og hefði auglýsingin verið kölluð „bannauglýsingin“. Rakti Einar síðan sögu eldvarnaeftirlitsins í Rvík svo og núgildandi lög og starfshætti slökkviliðsins. Eftir hádegi flutti svo dr. Sig- urður Þórarinsson erindi og sýndi Surtseyjarkvikmynd sína og Arne Nilsson flutti erindi um brunavarnaskipulag í Gauta borg. Sagði hann m.a. í erindinu að Gautaborg væri skipt í þrjú svæði, hvert með tvær slökkvi- stöðvar. Hverju svæði væri stjórnað af svæðisbrunavarna- verkfræðingi; sem til aðstoðar hefði einn brunavarnaverkfræð ing. Svæðisstjóri og aðstoðar- menn hans sæju um öll erindi, sem tilheyrðu svæðinu. Gat Arne Nilsson þess í lok erindis síns að bruna- björgunar- og vernd- arkvaðningar í Gautaborg hefðu Taugaveiki i Bonn BORIZT hefur tilkynning um, að taugaveiki hafi komið upp í nágrenni Bonn í Þýzkalandi. 27 manns hafa þegar veikzt, og 27 tilfelli eru grunuð. Mönnum, sem hafa í hyggju að ferðast til Bonn eða nágrennis, er ráðlega að láta bóiusetja sig gegn tauga- veiki. (Frétt frá landlækni) — Heildaraflinn Framhald af bls. 2 Siglufjörður 935 Hjalteyri 411 Húsavík 1.994 Vopnafjörður 9.873 Seyðisfjörður 38.389 Eskifjörður 13.216 Fáskrúðsfjörður 7.008 Djúpivogur 1.762 Bolungavík 3.157 Ólafsfjörður 2.767 Krossanes 6.325 Raufarhöfn 22.549 Borgarfjörður eystri 591 Neskaupstaður 26.608 Reyðarfjörður 7.022 Breiðdalsvík 879 Borgarstjóri áva. par mótið. — Varðberg Framh. af bls. 3. funda herrnar eru þau. falin 5 manna framkvæmdastjórn. VARÐBERG er aðili áð At- lantic Assoeiation of Young Poli tical Leaders, samtökum ungra áhugamanna um vestrænt sam- starf í 15 Atlantshafsrikjum. Fulltrúi félagsins í fram- kvæmdastjóm þeirra samtaka er Björgvin Vilmundarson. — Moröinginn Framh. af bls. 1 inn frá 1963. Ekki var vitað með vissu hvenær hann var látinn laus aftur. Mjög lítið er enn vitað um yfirheyrslur lögreglunar, og hefur hún neitað að láta blaðamönnum í té upplýsing- ar um málsmeðferð, og ljós- myndarar hafa ekki fengið leyfi til myndatöku. verið samtals 2208 árið 1965. Þar af vegna bruna 1834, björg- unar 289 og verndar 85. Sjúkraflutningar á sama tíma hefðu verið 40.315, þar af vegna slysa 5814. í gær var svo farið með gest- ina í kynnisferð um borgina og nágrenni hennar og í gærkvöld var haldin kvöldvaka. í dag verða m.a. flutt erinidi um launaimál brunavarða og um samvinnu á vinnustöðum. Þá verður einnig farið til Þingvalla. Á mongun flytja m.a. Valgarð Thoroddsen og Rúnar Bjarna- son erindi; á fimmtudag verður flogið til Akureyrar og ekið þaðan að Mývatni og á föstu- dag munu gestirnir skoða Aburðarverksmiðjuna, hitaveit- una og fl. og þá fara einnig fram mótsslit. Skrifstofustjóri - Fulltrúi Ungur maður með rnargra ára starfsreynslu óskar eft- ir góðri stöðu við iðin- eða innfluitningsfyirirtæki. Van- ur bókhaldi og eriendum bréfaskriftum. Getur unnið algerlega sjálfstætt, og séð um daglegum rekstur fyrir tækja. Tilfboð sendist í póstíhólf 1324. íbúð óskast Ung reglusöm hjón, bæði við nám í læknisfræði, óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð, helzt í Vesturbænum, nú þegar eða fyrir 1. okt. Uppl. í síma 16329 eftir kl. 8 næstu kvölid. Bíll — Stöiívarpláss Til sölu er sendiferðabill, ár- gerð ’64. Verður til sýnis að Kleppsveg 120 frá kl. 20-22.30 næstu kvöld. Uppl. 5. hæð til hægri. — Sími 34704. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.