Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júlí 1966 Síldarsöltun á 5 stöðum norðanlands og austan Sildin siór og falleg, en nýting ekki góð, vegna hve gömul hún er orð/n ÍLDARSÖL.TUN var á nokkr- aðfaranótt sunnudagsins, SÍLDARSÖUTUN var á nokkr- um stöðum á Norður- og Aust- urlandi í gaer, og var að hefjast á nokkrum öðrum til viðbótar. Mbl. hafði samband við frétta- ritara sína á fimm stöðum, Siglu firði, Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafirði og Seyðisfirði, og ara upplýsingar þeirra um síldar söltunina hér á eftir: Til Siglufjarðar kom Gjafar frá Vestmannaeyjum í gærdag með um 850 tunnur. Lagði hann upp í síldarsöltunarstöðinni ísa- fold, og voru söltuð úr skipinu um 600 tonn, en afgangaurinn fór í bræðslu. Fyrsta síldin til söltunar barst tli Húsavíkur í gær. Kom Héðin J>á með 700 tunnur, Náttfari með 400 tunnur, og von var á Helga Flóventssyni í nótt með um 700 tunnur. Síldin var stór og falleg, en full langt að komin, svo að minni hluti hennar er söltunar- hæfur. Til Raufarhafnar byrjuðu bát- wnir að streyma af miðunum Þrennt slosnst í bílslysi í Borgarnesi ÞAÐ slys vildi til í Borgar- firðinum á 11. tímanum sl. sunnudag að bifreið valt með þeim afleiðingum að þrir af fjórum, sem í bílnum voru slös- uðust. Bifreiðin, sem var frá Akur- eyri var að koma fráBifröst, er það óhapp vildi til að það sprakk á framhjóli bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum, fór heila veltu og lenti í hraungjótu. Tvær konur og karlmaður, sem ók bifreiðinni, slösuðust nokkuð, og voru þau flutt með sjúkrabifreið frá Borgarnesi í sjúkra'húsið á Akranesi, og kom þar í ljós að þau höfðu öll hlot- ið nokkur beinbrot, þó ekki mjög alvarlegs eðlis. Var gert þar að sárum þeirra, en síðan far ið með þau til Reykjavíkur. aðfaranótt sunnudagsins, og hafa verið að koma að fram að þessu, með all góða söltunarsí'd. Sagði Einar Jónsson, fréttaritari Mbl. á Raufarhöfn, að síldin væri framúrskarandi góð, er hún veiddist, en 20 tíma sigling væri til Raufarhafnar af miðunum, og v.æri nýting hennar því ekki sem Skyldi, eða um 30—40%, sérstak lega þar sem veður hefði ekki verið gott á leiðinni til lands. En síldin væri, eins og fyrr seg- ir, geysilega stór og bústin, og hefði fitumagn hennar mælzt 26%. Hann sagði enfremur að verið væri að salta á níu sölt- unarstöðvum, en það gengi frem ur hægt, vegna mikillar mann- eklu á stöðvunum. Von var á fyrstu síldinni til söltunar á Vopnafirði kl. 4 í nótt sem leið. Var væntanlegur einn bátur, Jón Kjartansson með 1200 tunnur til Auðbjargar hf. Báturinn hefur kælingu í lest, og stóðu því vonir til að hægt væri að salta mestan hluta veiðinnar, og þá væntanlega á Finnlandsmarkað. Reykjaborg kom aðfaranótt mánudags með 800 tunnur af mjög góðri síld til Seyðisfjarðar. Var þetta stórsíld, í kringum 32 cm. að lengd, mjög jöfn, og fitu- magn í kringum 21—23%. Var nýtingin í kringum 50%, enda þótt þetta væri um 30 tíma göm- ul síld. Er ástæðan fyrir þessari góðu nýtingu eflaust sú, að skip verjar stráðu^ís á hana, þannig að hún lét mun minna á sjá en ella. Til Seyðisfjarðar kom einn ig annar bátur af sömu slóðum á sama tíma. Var síldin úr þeim bát mjög svipuð, en nýtingin margaflt verri, enda hafði afl- inn þar ekki verið ísaður. Von var á tveimur eða þremur bát- um til Seyðisfjarðar í gær eða í nótt serti leið, og stóðu von- ir til að einnig yrði mögulegt að salta hana. Guttormur Erlendsson Iútinn Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. GUTTORMUR Erlendsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður, formaður framtalsnefndar Reykjavikurborgar andaðist í Landakotsspítalanum sl. sunnu- dagsmorgun. Banamein hans var heilablóðfall. Guttormur Erlendsson var fæddur að Breiðabólsstöðum á Álftanesi 13. apríl árið 1912. Var hann þvi aðeins 54 ára gamail er hann lézt. Foreldrar hans voru Erlendur Björnsson, hrepps stjóri og kona hans María Sveins dóttir. Guttormur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár ið 1932 og útskrifaðist lögfræð- ingur frá Háskóla íslands 28. maí 1938. Ennfremur lagði hann um skeið stund á framhaldsnám í lögfræði í Danmörku, Þýzka- landi og Englandi. Hann var skrifstofustjóri hjá Félagi ísl. iðnrekenda frá 1939 til 1941. Síð an réðizt han til Reykjavíkur- borgar og gegndi ýmsum störf- um í þágu borgarinnar. Var m.a. aðalendurskoðandi reikninga borgarinnar frá 1942 og til dauða dags. Hann átti sæti í niðurjöfn- unarnefnd Reykjavíkur frá 1952 til 1962 og formaður hennar frá 1956. Þá var hann kosinn í fram talsnefnd Reykjavíkur 1962 og Margir æfl&iðu tiS Grænlands MIKILL fjöldi ferðamanna ætl- aði um heigina að fara héðan til Kulusuk á Grænlandi, en kom- ust ekki vegna slærnra lending arskilyrða á Grænlandi. T.d. varð flugvél frá Loftleiðum, sem fór frá Akureyri til Græn- lands, að snúa við. Sömuleiðis munu tvær feiðir Flugfélags ís lands hafa faliið niður. Rúnor Bjornason skipnður slökkviliðsstjóri borgarinnar RÚNAR Bjarnason, verkfræð- * ingnr, hefur verið skipaður slökkviliðsstjóri Reykjavíkur frá og með 1. ágúst. Rúnar Bjarnason lauk stúd- entsprófi frá MR 1951, en nam síðan efnaverkfræði við K.T.H. í Stokkhólmi, og lauk því 1955. Hann starfaði síðan sem aðstoð- arkennari við K.T.H. 1954—55. Hann réðst til Áburðarverk- smíðju rlkisins síðari hluta árs 1955, og hefur verið þar ávallt síðan fastur starfsmaður. Vann hann þar fyrst að rannsóknar- störfum, en hefur síðan gegnt fjölmörgum trúnaðarmannsstörf- um fyrir verksmiðjuna. Auk þessa hefur Rúnar kennt við Menntaskólann í Reykjavík síðan 1957 og við Vélskólann frá 1957—60. Prófdómarastörfum við Tækniskólann hefur hann gegnt síðan 1965. Hann hefur kennt á námskei'ðum og fengizt við athug anir á sprengihættu á vegum Slökkvistöðvar Reykjavíkur. Rúnar Bjarnason tekur við af Valgarð Thoroddsen, sem verður rafveitustjóri ríkisins. var formaður hennar. Ymsun öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann í þágu borgarinnar. Guttormur Erlendsson var ágætlega greindur maður, prýði lega menntaður og starfhæfur. Bygging Alman navarna í Mosfellssveit Almannavarnir reisa hús í Mosfellssveit UNNIÐ ER nú að byggingu fyr ir Almannavarnir Reykjavíkur fyrir ofan og sunnan Reykjahlíð í Mosfellssveit. Byggingin verð ur 560 fermetrar að stærð, og verður á einni bæð. Verður hún að mestu leyti neðan jarðar, nema rétt framhliðin. í bygging unni eiga að verða aðalgeymsl- ur fyrir Almannavarnir Reykja víkur, og cr búizt við því, að það verði tekið í notkun á hausti komanda. Þessi geymslubygging er önn- ur af byggingarframkvæmdum á vegum Almannavarna Reykja- víkur, því að tilhlutan almanna- varnaneíndar var fenginn hluti af kjallara nýju slökkviliðsstöðv arbyggingarinnar. Var hann styrktur sérstaklega með tilliti til þess að þar yrði stjórnarstöð fyrir almannavarnir borgarinn- ar. Er það húnsæði nú alveg tiL Almannavarnanefnd hefur ennfremur gengizt fyrir því, að tveir menn. varaslökkviliðsstjóri og einn brunavörður, voru send- ir á almannavarnaskóla danska ríkisins. Voru þeir sérstaklega sendir út með tilliti til þess að þeir gætu þjálfað hér heima við almannavarnastörf. Vaxandi efnahags vandræði Breta - Búizt við ströngum ráðstöfunum Wilsons til styrktar pundinu London, 18. júlí. — NTB—AP • Mikið verðfall varð á kaup- höllinni í I.ondon í dag og er nú margt ritað og rætt um efna- hagsvandræði þau er steðja að brezku þjóðinni. Er búizt við, að Harold Wilson, forsætisráðherra leggi alveg á næstunni frans nýjar tillögur, er miði að þvi að styrkja sterlingspundið. Jafn. framt er óttazt, að afleiðingarna) Framh. á bls. 12 Heildaraflinn orðinn tæpum 40 þús. lestum meiri en í fyrra Vikuaflinn nam 26 þús. lestum, nær allur í bræðslu MBL. hefur borizt yfirlit Fiski- félags íslands um síldveiðarnar norðanlands og austan vikuna 10.—16. júlí 1966. Fer hún hér á eftir: Sunnudagurinn 10. júlí var bezti afladagur vertiðarinnar til þessa. 42 skip tilkynntu síldar- leitinni 9.085 lesta afla, sem fékkst um 100 sjómílur SA af Jan Mayen. Fékkst talsverður afli á þessum slóðum næstu daga, en seinni hluta vikunnar gerði brælu og var veiði sára- lítil af þeim sökum. Aflinn sem barst á land í síð- ustu viku nam 26.281 lestum. Fór það magn í bræðslu, nema 25 lestir sem fóru í salt. Heildarmagn komið á land á miðnætti laugardagskvöld var 161-155 lestir og skiptast þannig eftir verkunaraðferðum: í salt 390 lestir í frystingu 22 — f bræðslu 160.824 — Á sama tíma í fyrra var heild araflinn sem hér segir: í salt 48.745 upps. t. ( 6.581 1.) í frystingu 3.124 uppm. t. ( 337 1.) í bræðslu 837.868 mál (113.112 1.) Samanlagt nemur þetta 120.030 lestum. lestir Reykjavjk 17.476 Framh. á bls. i SV-ÁTT var ríkjandi um allt land í gær, og einnig á mið- unum norður undir Jan Ma- yen. Úrkomulaust var um allt land, noma EINN dropi eða svo á Stórhöfða um há- degið. Urðu áhrif smálægðar innar fyrir sunnan landið ekki meiri en þetta. — Ný lægð fór dýpkandi yfir Labrador og stefndi hingað, en mun þó varla gera hér neinn usla í dag. Ágæt sumar hlýindi voru austan og norð an lands í gær 19 stig á Eg- ilsstöðum, en 18 á Akureyri og Raufarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.