Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ triðjudagur 19. júlí 1968 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Hún sagði: — Aldo er dáinn. Bandamenn skutu hann niður, og svo íór hún upp í herbergið sitt. Ég gékk inn í eldhúsið, og þar sat Marta með hendumar í kjöltunni. Hún var að því leyti ólík móður minni, að sorgin hjá henni var hljóðlát — tárin runnu niður eftir kinnunum á henni, og hún rétti út armana. Ég fór strax að gráta og hljóp til henn- ar, og svo rerum við okkur bæði grátandi og syrgjandi okkar dána ástvin. — Beato minn litli .... lambið mitt, Beato, sagði hún. — Þér þótti svo vænt um hann bróður þinn. — Það er ekki satt! æpti ég mil'li gráthviðanna, — það er ekki satt. >eir geta ekki drepið hann Aldo. Enginn getur drepið Aldo. — Já, það er satt, sagði hún og þrýsti mér að sér, — hann hefur farið eins og hann óskaði sjálf- ur. Hann varð að fljúga og hann hlaut að hrapa. Hann Aldo .... þinn. Minnið er manni miskunsamt. Það kom eyða í tímann eftir þennan dag og ég fann ekkert til. Vikurnar hlutu að hafa liðið og ég gengið í skólann daglega, ásamt félögum mínum, og gengið með sorgarband, og sagt við þá og meira að segja hreykinn. — Já, hann bróðir minn er dáinn. Skotinn niður í ljósum logum, rétt eins og það bætti einhverju við frægð hans að hafa hrapað þannig. Ég lék mér, hljóp upp og niður stigann. Það var um þess- ar mundir, sem ég sparkaði bolt- anum upp í tré. Atvik, sem voru aðskilin þá, runnu nú saman, við önnur sem voru merkari: vopnahléið, uppgjöfina, sem ég skildi ekkert í, komu Þýzkar- anna til Ruffano, og þar með yfir foringjans. Lífinu, eins og ég hafði þekkt það, var lokið. Nú, er ég sat á rúminu hjá Silvani, lifði ég upp aftur þess- ar fyrstu stundir og sagði sjálf- um mér, að hann, sem ég hafði séð væri raunverulega lifandi maður, samsamaður ranglega öðrum manni, sem var dauður fyrir löngu. Þetta var sjónhverf- ing. Þetta sama hafði komið fyr- ir lærisveinana, þegar þeir héldu að þeir væru að horfa á meist- ara sinn — Krist hinn upprisna. Snögglega var barið að dyr- um. — Hver er þar? kallaði ég. Ég veit ekki sjálfur við hverju ég bjóst. Kannski þessum aftur- gengna ókunnuga manni. Kall mitt var tekið sem leyfi að koma inn. Dyrnar opnuðust og Pas- quale-systkinin stóðu þarna, með áhyggjusvip á andlitunum. — Afsakaðu, sögðu þau, — en þú sýndist svo veikur þegar þú komst inn áðan. Við ætluðum að vita, hvort nokkuð gengi að þér. Ég settist upp á rúminu og tók á öllu mínu, til að láta sem allt væri í lagi. — Það er ekkert, sagði ég. Ég gekk bara svo hratt, en það geng ur ekkert að mér. Þessu vesældarlega svari mínu var tekið með þögninni. Ég gat séð forvitnina berjast við kurt- eisina í svipnum á þeim. — Hversvegna gekkstu svona hratt? spurði Paolo. Mér fannst þetta einkennileg spurning, rétt eins og hann gæti sér til um ástæðuna. En hvernig gat hann getið sér þess til? Ég var aðkomumaður og við hvert öðru ókunnug. — Það var bara fyrir tilviljun, sagði ég. Ég gekk hringinn kring um hertogahöllina og næstu göt- ur og svo aftur hingað. Það reyndist vera lengra en ég hafði haldið. Þau litu hvort á annað. Aftur MICRO-sjóngler Viðtalstímar mínir verða eftirleiðis: Miðvikudaga kl. 1—5 e.h. Föstudaga kl. 1—5 e.h. Símanúmer mitt aðra daga vikunnar er 21265 (Gleraugnahúsið). JÓHANN SÓFUSSON, gleraugnasérfræðingur. Garðastræti 4. — Sími 24868. k fannst mér eins og þau gætu upp á því rétta, eða vissu það. — Þú mátt ekki halda, að við séum forvitin, en þú hefur víst ekki verið eltur? — Eltur? Nei, sannarlega ekki. Hver skyldi svo sem fara að elta mig? Mér fannst ég vera í varnar- stöðu. Hvað gátu þessir krakkar vitað um fortíð mína, um heim- ilið mitt? Og hvað gátu þau vit- að um hann Aldo, bróður minn. — Það er nú svona, sagði Cate- rina, og talaði lágt og lokaði dyr unum. — Það kemur oft fyrir, að fólk sé elt. Það er algengt ef fólk er á labbi kringum höll- ina að næturlagi. Það ganga alls konar sögur um það. En það kemur aldrei fyrir ef verið er í hóp. Aðeins ef menn eru einir á ferð. Þá mundi ég eftir drengnum, sem var á hlaupum. Manninum efst við tröppurnar. Og hurðinni, sem var látin svo varlega aftur. — Það gæti hafa verið sagði ég lágt og eins mikið við sjálfan mig og þau. — Það gæti hugzast, að ég hefði verið eltur. — Nú, hvað kom fyrir þig, spurði Caterina. Ég sagði þeim frá drengnum, sem var á harðaspani. Ég sagði □----------------□ 19 □------------------□ þeim frá skuggalegu mannver- unni, og manninum, sem hvarf við hallardyrnar. Ég sagði þeim hinsvegar ekki frá ferð minni niður í Draumagötu, og hvernig ég hafði staðið fyrir utan æsku- heimili mitt. Aftur litu þau hvort á annað og kinkuðu kolli. — Þarna kemur það, sagði Paolo. — Þau voru ekki heima. — Hver? spurði ég. — Þú ert aðkomandi hérna í Ruffano og veizt það þar af leið- andi ekki. Þetta er leynifélag innan háskólans. Við vitum ekkert okkar, hverjir eru í því. Það gæti verið úr Lista- og Kennaradeildinni, eða V og H — eða þá úr lagadeildinni, eða sam- krull úr öllum deildum, en það heyrir undir eiðinn, sem þeir vinna, að segja aldrei til hinna. Ég gaf þeim vindlinga. Ég var strax orðinn rólegri. Fortíðin dró sig í hlé og ég var aftur komin í há-skólasprellin. — Vertu ekki að brosa, sagði Paolo. — Þetta er ekki til að hlæja að. Við héldum í fyrst- unni, alveg eins og þú, að þetta væru bara sprell. En það er það ekki. Stúdentar hafa orðið fyrir meiðslum, og ekki stúdentar ein ir, heldur líka krakkar úr borg- inni. Þeir hafa verið gripnir og bundið fyrir augun á þeim .... og sagan segir að þeir hafi líka verið pyntaðir. En enginn veitt neitt fyrir víst, og það er það versta. Þeir, sem fyrir verða, segja ekki frá því. Eitthvað get- Vír — Lnsor fyrlr loftnet, snúrur, girðingar o. fl. Þægilegir — ódýrir. Fást í járnvöruverzlunum. Uniboðsmenn. — Ég hef skipt um skoðun. ^3 ur borizt út, mörgum dögum seinna; stúdentar geta þótzt hafa verið pyntaðir. En enginn veit veikur, og mætir ekki og þá flýg- ur fiskisagan: þeir hafa náð í hann. Systkinin settust sitt 'hvorum megin við mig á rúmið, og and- litin voru alvarleg og áköf í senn. Ég tók mér til inntekta, að þau skyldu treysta mér svona. — Geta ekki yfirvöldin neitt gert? spurði ég. — Vitanlega er það skylda háskólans að taka fyrir þetta. — Hann getur ekki neitt. Þú skilur ekki, hve mikið vald svona félag hefur. Þetta er ekki eins og félag innan háskólans, sem allir vita hverjir eru í. Þetta er leynilegt. Og illgjarnt í þokkabót. — Ekki vitum við, tók Paoia fram í, — nema þarna séu bæði prófessorar og stúdentar. Og enda þótt við V og H-stúdentar höldum að þessu sé stefnt gegn okkur, þá vitum við aldrei neitt — en við höfum heyrt, að stúd- entar úr okkar hóp séu njósn- arar fyrir félagið. — Svo að þú sérð, sagði Cate- rina, — þessvegna vorum við áhyggjufull, þegar þú komst inn. Þá sagði ég strax við Paolo: Nú eru þeir á ferðinni. Ég klappaði þeim báðum á öxl ina og stóð upp af rúminu. —• Nei, sagði ég, — ef þeir hafa verið á ferðinni, hafa þeir að minnsta kosti ekki verið að elta mig. Ég gekk svo að glugganum Andlitspúður j við allan hörundslit á öllum árstíðum Laust púður — Steinpúður Yðar litur — Yðar tónn. DOROTHY GRAY Ingólfs Apótek IMATIONAL RAFHLÖÐUR Ódýrar — góðar — alþéttar. Endingarbetri en nokkrar aðrar. Geymast í 3 ár. Fást um land allt. Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.