Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1966, Blaðsíða 28
I Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 161. tbl. — Þriðjudagur 19. júlí 1966 Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Barn drukknar á Hvammstanga 7 bonoslysið ú réttri viku ÞAÐ hörmulega slys varð a Hvammstanga sl. laugardag, að drengur á öðru ári drukkn aði þar í flæðarmálinu. Drengurinn hafði verið að leik með eldri systkinum sírr um eftir hádegi þennan dag, og urðu þau þá skyndilega vör við að litla drenginn vant aði. Fundu þau hann þó mjög bráðlega þarna í flæðarmál- inu. Náði systir hans í hann, en bróðir -hans fór strax óg gerði móður þeirra aðvart. Kom hún mjög bráðlega og hóf þegar lífgunartilraunir með blástursaðferðinni, sem hún kunni. Læknir kom á staðinn litlu síðar og hélt lífg unartilraununum áfram til kl. 6 um daginn, en þær báru engan árangur. — Foreldrar drengsins eru þau Krist- björg Magnúsdóttir og Jó- Forsætisráð- herra til Svíð- þjóðar i okt. FORSÆTISRÁÐHERRA Svíþjóðar hefur hoðið l Bjarna Benediktssyni, for- sætisráðherra, og konu hans að koma í opinbera heimsókn til Svíþjóðar, dagana 24.—27. október nk. og hafa þau þegið boðið. Forsætisráðuneytið, 18. júlí 1966. (Frétt frá forsætisráðu- ney tinu). hannes Guðmannsson, Sæ- bóli á Hvammstanga. Þetta er fimmta ungbarnið, sem drukknar á réttri viku, og sjöunda banaslysið. Hefur því að meðaltali verið eitt banaslys á dag alla síðustu viku. Hver fær happ- drættishrossin? ÞEGAR I.nndsmóti hesta- manna á Hólom var lokið á sunnudagskvfcjd, var dregið happdrætti xnótsins. Komu upp númerin 894, sem veitir sótðhestinn Stíganda með reiðtygjum, nr. 3443, sem er ung hryssa af góðu kyni og 5895 flugfar til Kaupmanna- hafnar. 5 hrefnur veiddust Vopnafirði, 18. júlí: — SfÐASTLIÐINN hálfan mánuð hefur verið hér hvalveiðibátur að hrefnuveiðum, en skipstjóri á honum og skytta er Páll Páls son, þekktur veiðimaður frá Ak ureyri. Hefur liann á þessum hálfa mánuði fcngið 5 hrefnur, og skorið þær hér. Sumt af kjötinu hefur verið flutt til annarra staða á landinu, en sumt af þvi hefur verið sett í kaupfólagið á Vopnafirði, þar sem kjötið er fryst, en síðan selt í smásölu. Þykir hrefnukjöt hinn mesti herramannsmatur, og hefur fólk hér á Vopnafirði lát- ið mjög vel af því. — Ragnar. Blær frá Langholti fékk fyrstu heiðursverðlaun á Landsmóti hestamanna á Hólum um helg- ina, og Gæðingabikar L.H. Ei gandinn, Hermann Sigurðsson, situr hann. Frásögn af mótinu er á bls. 14. Enn óvíst um landanir erlendra skipa Þó möguleikar á að fá færeysk síldveiðiskip EKKERT hefur frekar frétzt af áhuga erlendra sildveiðiskipa löndunum síldar á Siglufirði, en eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, fengu nokkrir að- ilar á Siglufirði leyfi til þess að taka á móti afla úr erlendum skipum þar. Var þetta t.d. auglýst í norsk- Magnús Jónas Sverrir Kristófe’’ Ólafur Gísli Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi Verða þá á Vopnafirði, EgSlsstöðum og FáskrúðsfSrði UM næstu helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjáífstæðis- flokksins, sem hér segir: Vopnafirði, föstudaginn 22. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Sverrir Hermannssonar, viðskiptafræðingur og Kristófer Þorleifsson, 'stúdent. Egilsstöðum, laugardaginn 23. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Jónas Pétursson, alþm. og Gísli Helgason, bóndi. Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 24. júlí kl. 21. Ræðumenn veróa Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, við skiptafræðingur og Ólafur Berg- þórsson, kennari. Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar skemmtir á héraðs- mótunum með því að leika vin- sæl lög. Hljómsveitina skipa Magnús Ingimarsson, Alfreð Alfreðsson, Birgir Karlsson og Vilhjálmur Viljálmsson. Söngv- arar með hljómsveitinni eru Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Þá munu leikar- arnir Bessi Bjarnason og Gunn- ar Eyjólfsson, flytja gamanþætti. Ennfremur verða spurningaþætt ir, sem fram fara með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. um blöðum, og barst fyrrgreind- um aðilum á Siglufirði bréf frá Noregi, þar sem frekari upplýs- inga var óskað. Var þessum að- ilum í Noregi skrifað á móti og allar upplýsingar veittar. Ekkert frekara svarbréf hefur borizt frá Norðmönnunum enn sem komið er, enda hefur und- anfarið verið mikil veiði hjá norskum síldveiðiskipum við Norður- og Suður-Noreg. Er því fremur óljóst um landanir Norð- manna í sumar. Á hinn hóginn er alls ekki loku fyrir pa'ð skotið, að færeysk skip muni landa á Siglufirði núna í sumar, þar sem allmargir þarlendir bátar eru nú að koma frá Grænlandi, þar sem þeir hafa verið að veiða í salt, en munu sennilega fara á síldveiðar hér við land að því loknu. Sýnishorn af hinum nýju mjólk urumbúðum. — Þær verða með íslenzkri álctrun. Nýjar mjólkurumbúðir í houst elu vetur SAMKVÆMT því, sem Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkur- samsölunnar, tjáði Mbl. í gær, mun samsalan f ara að selja mjólk í nýrri gerð umbúða í haust eða snemma næsta vetur. Hér er um að ræða tveggyi lítra kassa, fer- kantaða, úr vaxbornum pappa. Hægt er að opr.a kassana án þess að nota skæri eða hníf og búa til stút á þí. Fyrst um sinn fær Miólkursamsalan aðeins eina vél til þess að búa um mjólk í slík- um umbúðum, en mikið fé hefur verið fest í hyrnuvélunum og ekki hægt að skipta að öllu um nema á lör.gum tíma. í fyrstunni a. m. k. verður afeins um tveggja lítra kassa a ðræða. Umbúðir þessar eru frá sænska fyrirtæk- inu Tetra Pak. hinu sama, sem framieiddi hyrnurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.