Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Simnudagur 24. júlí 1966 Jarlinn boðinn til flutninga á síld frá Jan Mayen til söltunar á IMorðurlandi JARLINN hefur verið boðinn fram til f'.utninga á söltunarsíld frá Jan Mayen-miðunum til hafna á Norðurlandi, en síldin við Jan Mayen er nv orðin ágæt til söltunar. Mbl. leitaði upp- lýsinga urn þetta hiá Gunnari Halldórssyni. úlgerðarmanni, sem sagði: í sambandi við það að ms. Jarlinn hofur verið boðin fram til fiutninga á síld til söltunar í sumar ,er það að segja, að í upp haff var það alltaf ætlun okkar að koma skininu í slíka flutn- inga. Við lögðum t.d. strax í vor áætlun fyrir flutninganefnd um flutninga á síld, flutta í köss um, af ijarlægum miðtim til sölt unar. l’.öfum ■við haft samráð við Loft Loftsscn, verkfræðing, sem teiknaði ívrirkomulag í lest skipsins, og einnig sendum við nefndinni rannsóknarskýrslu frá Rannsó knarstofnu n sj ávarútvegs ins um geymsluþol síldar, bæði úr is og salti, og geymda með fleiri aðferðum. Síðan hefur ekkert gerzt. For- ráðamenn flutninganefndar vilja að beiðni komi frá saltendum sjálfum. Strax eftir að grein mín í Mbl. kom út, átti ég tal við Baldur Guðmundsson, útgerðar- mann. Sagði hann þetta allt rétt og mögulegt, hann hefði nú full- komna reynslu fyrir því að dæla skemmi ekki síldina og að blást- urútbúnaður fyrir ís til blöndun- ar í síldina væri fyrir hendi og reyndur með góðum árangri. — Hinn landsíkunni aflaskipstjóri á Reykjaborg, Haraldur Ágústsson, væri þegar búinn að sanna að þetta er mögulegt, þar sem slík síld var nýlega söltuð úr Reykja- borg á SeyðisfirðL Áætlaður kostnaður við útbún að á m.s. Jarlinn miðað við tveggja mánaða flutninga mun kosta um tvær milljónir: Átak til þess að framkvæma þetta verður að koma frá því opin- bera, þar sem að einstaklingar hafa ekki fjárhagsgetu til þess að frámkvæma allt þetta án að- stoðar, og sízt saltendur sjálfir. Við erum þegar reiðubúnir að Bruni í f * Artúnshöfða í ÁRTÚNSHÖFÐA er lítið hús, sem bærinn á og býr þar vakt- maður. í þessu húsi kviknáði út frá eldavél um kl. 5 í fyrrinótt. Varð vaktmaðurinn var við það og hringdi á lsökkviliðið. Nokkrar skemmdir urðu á hús- inu. Þar bjuggu þrjár manneskj- ur, en ekkert varð að þeim. byrja þessa flutninga, en það er ekki nóg að fara aðeins af stað, heldur verður nð vera möguleiki fyrir hendi til þess að geta ver- ið við flutninganna lengri tíma. T.d. þegar skipið með útbún- aði væri á veiðinni, þá gæti verið komin bræla, sem stæði í vikutíma eða lengur, og þá er ekki um annað að gera en bíða.“ ■ í gær skoðaði framkvæmdastjóri FAO, dr. Shri Binay Ranjan Sen, Fiskiðjuverið í fylgd með Davíð Ólafssyni, fiskimálastjóra. Eru þeir lengst til hægri á myndinni Marteinn Jónasson, forstjóri Bæjarútgerðarinnar, og ræðir við einkaritara dr. Sens. á Grandagarði Til vinstri er Stór og feit Jan Mayen síld til Norðfjarðar NORÐFIRDI, 23. júlí — í gær Leitarskipið Hafþór, sem kom kom hingað vélskipið Gullfaxi með 400 tunnur af síld af veiði- svæðinu við Jan Mayen. Var saltað af honum 125 tunnur hjá söltunarstöðinni Drífu. Mun það vera um 30% nýting. Síldin var mjög góð, þó hún væri orðin 30 klst. gömul og reyndist fitu- magn vera 22-24 % og stærðin 34-36 sm. Þetta er fyrsta síldin, sem söltuð er hjá söltunarstöðinni Drífu.Og aðeins hefur verið salt að hér áður í 27 tunnur hjá söltunarstöðinni Sæsilfri. Síldarverksmiðjan hefur nú lokið við að bræða þá síld, sem borizt hefur til hennar. Er það um 265.209 tunnur. Á sama tíma í fyrra munu hafa borizt hingað 113 þús. mál. Nú er hér komið kaisaveður á norðaustan og er það mikili munur frá því sern verið hefur, þegar hiti hefur verið upp í 25 stig. Margir bátar munu nú vera á heimleið frá Jan Mayen en aðrir munu hafa leitað upp und ir eyna. Datt af vinmipalli MAÐUR datt af vinnupalli í gryfjunum við Smáraihvamm, þar sem Véltækni hefur olíumöl. Er pallurinn í 2,60 m. hæð og kom maðurinn niður á vinstri mjöðm. Var nann fluttur í Slysa varðstofuna og þaðan heim. Maðurinn heitir Dan Valgarð Sigurðsson, Meðalholti 19. Var hann að vinna eitthvað við tunn ur og rann cil á pallinum, með fyrrgreindum afleiðingum. hingað í morgun mun hafa orð- ið var við síld 140-160 sjómíl- ur austur af Langanesi. Segja skipverjar að mun liflegra sé nú orðið nær landi en verið hef ur. Ekki ólíklegt að norðaust- an áttin þjappi síldinni saman í torfur. — Ásgeir. NIKÓSÍU, Kýpur — Makarios, forsetL mun gegna embætti á- fram eitt ár án þess að kosning- ar fari fram á Kýpur. Er þessi ráðstöfun samkvæmt nýjum lög- um sem lögð hafa verið fyrir Kýp urþing til samþykktar og er sagt að til grundvallar liggi sú stað- reynd að ekki sé vegur að láta fram fara kosningar á eyjunni meðan enn ríkir þar svo mikil ólga með mönnum. Fjölmenni héðan til Grænlcmds — Betur bókað en nokkru MIKILI, áhugi virðist vera að vakna hérlendis fyrir Græn- landi sem ferðamannalandi, og þá ekki sízt hjá fólki á Norður- og Vesturlandi. Mbl. hafði sam- band við Svein Sæmundsson hjá Flugfélaginu, og spurðist nánar fyrir um þetta. Hann kvað Akureyringa hafa riðið á vaðið, þegar þeir leigðu sér fyrir nokkrum dögum flug- vél til þess að fljúga með sig til Kulusukk, og heim aftur. >á komu ísfirðingar næst — þeir tóku Blikfaxa á leigu og fóru einnig til Kulusukk 40 að tölu, og heim aftur sama dag. Og í gærkvöldi voru það svo Sauð- kræklingar, sem fóru einnig til Kulusukk með Friendshipvél, og voru þeir einnig 40 að tölu. Annars sagði Svein, að í sum- ar væri betur bókað í áætlunar- flugi til Grænlands en nokkurn Landbúnaðorviðræð- um EBE ríkja frestað — náist ekki samkomulag um helgina Brússel, 23. júlí, AP. • Ráðherrar aðildarríkja Efna- hagsbandalags Evrópu halda áfram viðræðum sínum um landbúnaðarmálin yfir helgina. Taka þátt í þeim fundum bæði landbúnaðarráðherrar og utan- LÆGÐIN austur og suðaustur af Jan Mayen fór enn dýpk- legt af þvL að mikið norðan- andi í gærmorgun, en hæðin óx yfir Grænlandi og var sýni legt af því, að mikið norðan- veður mundi vera þar miLi lands og eyjar. í Grímsey og víðar var hvassviðrL kalsa- rignirig og 4-5 stiga hiti á lág lendi nyrðra, en snjór til fjalla. Sunnan lands var bjart veður og 7-10 stiga hiti. rikisráðherrar landanna. Haft er eftir góðum heimild- um að fundirnir á sunnudag muni ráða úrslitum — takist ekki að ná samkomulagi þá verði að fresta viðræðum fram í september. í áætlunarflugi sinni fyrr tíman áður, og sérstaklega væri eins dags ferðirnar til Kulusukk vinsælar, því að það væri alveg eins og komið væri beint inn í steinöldina. Sveinn kvað Flug- félag íslands hafa gefið út tvo bæklinga með hagnýtum upp- lýsingum um land og þjóð eftir Björn Þorsteinsson, og hefði sá bæklingur gert æði víðreist um heiminn, og fengið gott lof. Danir leiða LANDSKEPPNIN [ sundi milli íslands og Danmerkur, sem fór fram í nýju sundlauginni í Laug- ardal í gær, var ákaflega spenn- andi og skemmtileg. Danir hafa betur eftir fyrri dag, hafa hlotið 18 stig, en ísland er með 14 stig. Hér á eftir fara úrslit í grein- unum, sem keppt var í í gær: 200 m flugsund karla: 1. Guðm. Gíslason í 2.28.2 2. John Bertelsen D 2.48.6 200 m bringusund kvenna: 1. Britta Pedersen D 3.02.0 2. Eygló Hauksdóttir í 3.19.0 200 m baksund karla: 1. Finn Rönnew D 1.47.7 2. Fylkir Ágústsson í 2.50.5 100 m baksund kvenna: 1. Lona Mortensen D 1.21.1 2. Matthildur Guðmdóttir í 1.21.4 (íslenzkt met) Fyrir fyrsta mann fá löndin 5 stig, en fyrir annan 3. FIMMTÁN kennarar víðs vegar að úr Danmörku eru staddir hér á landi í boði kennarasamtakanna íslenzku pg Norræna félagsinS. Þeir hafa ferðazt nokkuð um land- ið og búið á heimilum ís- lenzkra kennara. Þessa dag- ana eru þeir dreifðir víða um land, einn eða tveir á hverj- um stað, en halda heimleiðis um mánaðamótir Myndin er tekin á fimmtu- daginn, þegar dönsku kenn- ararnir voru staddir í Lysti- garðinum á Akureyri. (Ljósm. Sv. P.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.