Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 17
r Sunnudagur 24. júlí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Samkeppni í kommúnistaríkj- unum KOMMÚNISTARÍKIN eru nú hvert af öðru að breyta til um t framleiðsluhætti, hverfa frá hinu gamla kommúniska skipulagi og taka upp samkeppni milli fyrir- tækjanna. Ráðamenn þar austur frá hafa nú loks gert sér grein fyrir því, að efnahagsskipulag sósíalismans stenzt hvergi snún- ing því skipulagi, sem ríkjandi er í hinum frjálsa heimi, þar sem samkeppni og ágóðavon er driffjöðrin. I>ess vegna eru þeir nú að taka í þjónustu sína þessa tvo þætti hins vestræna efnahagsskipu- lags, samkeppnina og ágóðavon- ina, einmitt þá þætti, sem þeir harðvitugast hafa barizt gegn og talið megingalla lý’ðræðisskipu- lagsins. Einna lengst er þessi þj-óun komin í Júgóslavíu, þar sem yfir- stjórn atvinnufyrirtækjanna er mjög að losna úr sambandi við flokksforustu kommúnistaflokks- ins, en hennar verður einnig vart í öðrum kommúnistaríkjum Evr- ópu, að Albaníu undanskilinni, og jafnvel í Rússlandi eru nú víðtækar ráðstafanir gerðar til þess að reyna að hagnýta sam- keppni og ágóðavon til að örva efnahagslífið og bæta og auka framleiðsluna. í>eir sem trú hafa á samkeppni og einkaframtaki mega vel við una þessa traustsyfirlýsingu frá kommúnistaríkjunum. Að vísu segjast ráðamenn eystra ætla að vlðhalda sameignarskipulaginu, þótst þeir hagnýti bæði ágóða- vonina og framtak einstaklings- ins. En eftir er að sjá hvort það tekst. Tvær kvikmyndir teknar hér Unnið er nú að töku tveggja stórra kvikmynda hér á landi. Er þar annarsvegar um að ræða þýzka stórmynd, sem mun vera langdýrasta mynd, sem Þjóðverj- •r taka eftir styrjöldina, en hins- vegar stóra danska kvikmynd Myndir þessar eru ekki nema að nokkru leyti teknar hér, en samt er hér um athyglisverðan atburð •ð ræða. Þegar þar að kemur mun sýn- ing þessara mynda hérlendis vekja margan íslending til um- hugsunar um forna, norræna frægð og örva æskulýðinn til að kynna sér betur fornar íslenzkar bókmennitir. Úr því að yrkisefni mikillar kvikmyndar á atómöld er sótt í fornbókmenntir okkar til sýningar vfða um heim, er Ijóst, að íslendingasögurnar og Edduljóðin eiga ekki síður erindi til æskulýðsins en þeirra, sem eldri eru. Gott er einnig að íslenzkum leikurum og leikstjórum gefst færi á að vera við meiriháttar kvikmyndun og læra af færustu mönnum á því sviði, ekki sízt nú, þegar sjónvarpið er að hefjast og íslenzk kvikmyndataka hlýtur að eflast hröðum skrefum. Ferðir hingað og héðan Ferðamannastraumurinn er nú í hámarki og stöðugt fjölgar þeim, sem hingað koma. Stór- skipin, sem viðdvöl hafa hér við Séð yfir Vesturbæinn. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). REYKJAVÍKURBRÉF land eru nú orðin ein tólf til fimmtán, og í sumar hafa þrjú þeirra viðkomu á Akureyri. Á sama tíma streyma íslend- ingar í sumarfrí, ýmist til út- landa e'ða upp til sveita og fjalla. í haust fer hópur íslendinga til Miðjarðarhafsins og önnur Mið- jarðarhafsferð á stóru skemmti- ferðaskipi er skipulögð næsta sumar. Sumarfríin eru sannarlega nauðsynleg öllum þeim, sem mik ið starfa — og vLst er um það, að á íslandi er mikið unnið. Þó er nú að því komið, að alvarlega verður að fara að huga að því, hvort ekiki sé unnt að skipta frí- um, þannig að hluti þeirra sé tekinn að vetrarlagi. Víða skap- ast verulegir erfiðleikar í at- vinnulífinu vegna sumarfríanna, en hinsvegar er miklu hægara um vik að veita frí að vetri til. Vafalaust eru þeir margir, sem eins mundu vilja taka hluta frís síns á öðrum tíma en yfir há- sumarið, einkum ef þeir annað hvort fengju þá eitthvað lengra frí eða fyrirtækin, sem þeir starfa við, greiddu að einhverju leyti fyrir þeim, t.d. til að kom- ast til suðlægari landa. Er raunar næsta fur’ðulegt, að ekki skuli þegar hafa orðið veru- leg hreyfing í þá átt að skipta fríunum. Þar mun vafalaust nokkru valda, að lítil aðstaða er að vetrarlagi hérlendis fyrir þá, sem vilja hverfa nokkra daga frá önn starfs síns. Vonandi rætist þó úr í því efni áður en langt um líður. Þotuöldin Það eru góð tíðindi að þotu- kaup Flugfélags fslands virðast vera að komast í höfn. Með komu hinnar fullkomnu Boeing 727 flug vélar, má segja að flugvélakostur félagsins hafi verið endurnýja'ð- ur. Að vísu þarf að hafa eina gamla varaflugvél, þar til að því Laugard. 23. júlí kemur að unnt verður að kaupa aðra þotu, og auk þess þarf enn að kaupa eina Fokker Friendship til innanlandsflugs og Færeyja- flugs. Vonandi líða þannig ekki mörg ár. bar til tvær Boeing 727 vélar verða í eigu íslendinga og a.m.k. þrjár Fokker Friendship vélar. Þá hefur Flugfélagið einungis í þjónustu sinni tvær flugvélateg- undir og á það að auðvelda allan rekstur og gera hann hagkvæm- ari. Flugfélag fslands hefur tapað verulegum fjármunum á innan- landsfluginu, en vonir standa til þess að með endurnýjun flug- vélakostsins bætist reksturinn svo, að innanlandsflug geti orðið arðvænlegt, eða a.m.k. staðið undir sér. Og þá ætti hagur fé- lagsins að batna mjög skjótt og fjárhagsgrundvöllur þess að treystast, auk þess sem ákveðin hefur verið 40 milljón króna hlutafjáraukning, sem auðveldar allan rekstur Flugfélagsins. Hinar miku kjarabætur Samkvæmt útreikningum, sem gerðir hafa verið á kaupmætti tímakaups, kemur í ljós, að á tveimur árum, frá því í maí 1964 til maímánaðar 1966, hefur kaup- máttur tímakaups, a.m.k. allra lægra launuðu stéttanna, aukizt um 15—20%. Þannig hafa raun- verulegar launatekjur á unna stund aukizt um allt að Vs, og lífs kjör batnað sem því nemur. Hér er auðvitað um geysilegar kjarabætur áð ræða, einkum þeg- ar hliðsjón er höfð af því, að allt frá því skömmu eftir styrjöldina hafði kaupmáttur tímakaupsins lítið aukizt, þrátt fyrir stöðugar kaupgjaldshækkanir. Þær runnu að mestu leyti út í verðlagið og hin harðsnúna kaupgjaldsbar- átta launiþegasamtakanna var unnin fyrir gýg. Árið 1964 varð stefnúbreyting hjá launþegasamtökunum, þá voru gerðir hóflegir kaupgjalds- samningar, gagnstætt hinum miklu kauphækkunum, sem áður höfðu margsinnis verið knúðar fram, stundum tvisvar eða þrisv- ar á ári. Þessi nýja stefna á á- reiðanlega mikinn þátt í því, að nú hefur loks tekizt að stórauka kaupmátt tímakaupsins og þar með bæta stórlega lífskjörin. Atviimuve«;iriiir borp;a En þegar um er að ræða raun- hæfar kjarabætur, eins og laun- þegar hafa fengið síðustu árin, hlýtur það að leiða til þess að atvinnuvegirnir verði að borga kauphækkanirnar. Þeim hefur ekki tekizt að velta þeim að öllu leyti út í verðlagið, heldur þvert á móti orðið a’ð bera þær að verulegu leyti sjálfir, eins og áðurnefndir útreikningar sýna. Þannig hefur ekki hjá því get- að farið, að ákveðnir erfiðleikar hafi skapazt hjá atvinnufyrir- tækjum, sem erfitt eiga með að standa undir hinum miklu kaup- 'hækkunum. Á sumum sviðum hefur þó tekizt að tryggja af- komu fyrirtækjanna, þrátt fyrir þessi stórauknu útgjöld. Fjöldi atvinnurekenda hefur brugðizt hraústlega við vandanum, kom- ið við nýrri tækni og bættum vinnuaðferðum. Aðrir hafa breytt um framlefðslu og mikill sjávar- afli og hagstætt verðlag útflutn- ingsafurða hefur hjálpað til. Hinu neitar enginn nú, að byrðar atvinnulífsins eru orðnar svo þungbærar að ekki má á þær auka. Nýjar kauphækkanir hlytu að leiða til mjög mikilla erfið- leika hjá atvinnurekstrinum, og mundu þær annað hvort leiða til þess, að verulegur samdráttur yrði og atvinnuleysi eða þá að þeim yrði með einhverjum hætti velt yfir á almenning, og þá e.t.v. ekki einungis þeim hækkunum, sem nú yrðu, heldur kynni svo a'ð fara að gengið yrði á þær raunhæfu kjarabætur sem laun- >egar hafa fengið. Þannig hefur farið oft áður, og gæti vafalaust farið enn. íslenzkur iðnaður En þegar rætt er um erfiðleika atvinnufyrirtækja horfa menn einna mest til iðnaðarins og telja hann eiga mest í vök að verjast. Gjarnan vilja menn þá kenna hinni auknu samkeppni frá erlendum iðnaðarvarningi um, en sannleikurinn er sá, að sú samkeppni hófst fyrir mörg- um árum, en flestar greinar ís- lenzJks iðnaðar stóðust fyllilega þá samkeppni. Að sjálfsögðu gerir hinn aukni tilkostnaður iðnfyrirtækjum erf- iðara fyrir, en þau njóta þó flest verulegrar tollverndar. Framlefðsluvörur íslenzkra iðn fyrirtækja eru líka á flestum sviðum fyllilega samkeppnishæf- ar við erlenda vöru, bæði að gæðum og verðiagi. Þó er eins og fjöldi manna taki hina erlendu vöru fram yfir þá innlendu; stundum vegna þess að erlenda varan er í glæsilegri umbúðum en sú íslenzka. Er ekiki tímabært að fslending- ar átti sig á því, að það er síður en svo, að það sé eitthvað fínna að nota vöruna, af því hún er framleidd í öðru landi? Og er ekki tími til þess kominn, að nýja brumið fari af vfð innkaup margháttaðra vörutegunda? Þar með er auðvitað ekki sagt að erlenda varan eigi ekki að vera á boðstólum. Þvert á móti þarf iðnaðurinn sitt aðhald eins og allir aðrir, og einnig er það æskilegt að neytendur geti sann- færzt af eigin raun um það, að ís'lenzkur varningur er hvorki dýrari né verri en sá erlendi, nema þá í undantekningartil- fellum. Framtíð iðnaðarins Á því leikur enginn vafi, að ís- lenzkur iðnaður á mikla framtí’ð fyrir sér. Hann mun eflast og dafna, og fram að þessu hefur erlenda samkeppnin síður en svo skert hag hans almennt. Hins- vegar hefur það auðvitað bakað iðnfyrirtækjum ákveðna erfið- leika að standa undir þeim miklu kjarabótum, sem launþegar hafa fengið síðustu árin. Þegar Noregur gekk í Fríverzl- unarbandalagið óttuðust margir, að norskur iðnaður myndi fara mjög halloka. Smærri i'ðnaður í Noregi hafði yfirleitt ekki þróazt neitt í líkingu við það, sem var í sumum hinna aðildarríkjanna, og var í mörgum tilfellum á svip- uðu stigi og iðnaður hér. Reynslan varð hinsvegar sú, að samkeppnin og tollalækkan- irnar, samhliða aðstoð, sem ríkis- valdið veitti iðnaðinum, olli því að mjög miklar framfarir hafa orðið í norskum iðna'ði. Rekstur fyrirtækjanna hefur verið bætt- ur, smáfyrirtæki sameinuð og gerð öflug, framleiðslan aukin og markaða leitað í öðrum löndum, þannig að norskur iðnaður er nú miklu betur á vegi staddur en hann var fyrir nokkrum árum. Með hliðsjón af þessari reynslu Norðmanna eigum við íslending- •ar að styrkja iðna'ð okkar, og iðnrekendum er vel til þess treystandi, þótt úr þeirra hópi heyrist ein og ein hjáróma rödd, sem vill telja kjark úr mönnum og segist sjálfir ætla að gefast upp í stað þess að snúast gegn vandanum og sigrast á erfiðleik- unum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.