Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 25
sunntraagiy zi. jtm rwec MORCU N BLAÐIÐ 25 Pétur Sumurliðason kennuri fimmtugur Þetta er þriðja sumarið, sem Pétur er einbúi í Jökul'heimum og heldur þar uppi veðurathug- unum á vegum Veðurstofu Is- lands. Vinir hans kalla hann oft ast Pétur Jökulheimabónda. Það er heiðursnafn í munni okk- ar jöklamanna, enda hefur Pét- ur margt handtakið unnið okk- ur til gagns og gleði þar efra. Hann er köttur þrifinn, og smið ur góður, og öll umgengni hans í Jökul'heimum innan húss sem utan einkennist af snyrtimennsku og velvild til staðarins. Jökulheimar eru ekki sælu- hús eða almennur gistista’ður. Þeir eru eiginlega félagsheimili Jöklarannsóknafélagsins og bæki stöðvar við rannsóknir á Vatna- jökli. En allmargir ferðalangar leggja leið sína í Jökulheima, og sumir ætla þar upp á gist- ingu. En skálinn þar er sumar- heimili Péturs bónda, og hann hefur algerlega frjálsar hendur til að úthýsa mönnum eða skjóta yfir þá skjólshúsi,- Þetta getur stundum verið erfitt viðfangs, en ég held að Pétur hafi farið þarna gullinn meðalveg, og víst er um það, að ferðamönnum, sem skrá nöfn sín í gestabókina, liggur mesta vel orð til hans. Og Vatnajökulfarar róma jafn- an viðmót og viðtökur Péturs, þegar þá ber að garði hjá hon- um, stundum langþreyttir og volkaðir. Pétur er fæddur í Bolungar- vík vestra, var snemma settur til vinnu og dvaldist á ýmsum stöðum á Vestfjörðum fram yf- ir fermingu. Nálægt tvítugu er hann orðinn mjólkurpóstur í Reykjavík, en það virðist hafa verið mjög vinsæl stétt á sín- um tíma. — Nú ber svo við einn dag, er Pétur arkar með mjólk- urforða heim til eins góð.borgara bæjarins, að sá góði maður og grannkona hans eru stödd í eld- húsi og reyna að rifja upp eitt af hinum meiri kvæðum Davíðs Stefánssonar, en gengur slitrótt. Þá stenzt Pétur ekki mátið og hefur upp kveðið og þylur til enda. Þetta þótti hinum ágæta húsbónda skrýtinn mjólkurpóst- ur, og er ekki að orðlengja það, að hann kom Pétri í Kennara- •kóla, og lauk hann þar prófi 1940. Síðan hefur Pétur stund- að kennslustörf á vetrum, en þennan velferðarmann sinn kall ar hann ýmist föður eða fóstra og er honum af alhug þakklát- ur. — Þessi mæti maður er ann- ars Bjami klæðskeri Bjarnason. Kvæntur er Pétur ágætri konu Guðrúnu Gísladóttur læknis Péturssonar á Eyrarbakka. Eiga þau fjóra syni óg eina dóttur, Björgu að nafni. Hún er fjög- urra ára og ráðskona í Jökul- heimum um þessar mundir. Hann fór einn frá öðrum mönnum og þuldi“. hefur verið sagt um fornan speking. Þessi orð gætu vel átt við Pétur. Hann elskar ljóð og sögur, öræfi og einveru. Þar þylur hann ótrufl- aður ijóð sín og annarra, mest annarrra að ég ætla, einkum Stephan G. og Einar Benedikts- son. 1 dag mun verða gestkvæmt I Jökulheimum. Fjölskylda Péturs og nánustu vinir sækja hann heim. Við jöklakarlar sendum honum úr fjarlægð hlýjar kveðj ur og heillaóskir. Jón Eyþórsson. - Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 16 hans lyklunum að nýju skrán um, sem áður sagði og er nú allt sem áður. Miklum getum er nú að því leitt, hvað ökunna manninum geti gengið til að fara þarna um húsið og hvers vegna hann sæki svo ákaft í íbúð Skjold Heydes og dóttur hans. Halda sumir að hér muni vitskertur maður að verki en aðrir telja líklegast að hér sé á ferðinni einhver, sem þykist eiga heild salanum grátt að gjalda. Enn er þess til getið að maður þessi leiti einhvers 1 íbúð heild salans, sem kannski hafi ver- ið falið þar honum að óvör- um. Allt um það er Ijóst af öll um málsatvikum og þá ekki sízt af ofbeldi því er hann beitti til að ná iyklunum nýju að maðurinn ókunni svífst einskis til að komast inn í íbúðir heildsalans og dóttur hans og hefur lögreglan nú tekið málið í sínar hendur, en en íbúar hússins að Frederiks berg Ailé 100 biða þess milli vonar og ótta að uppvíst verði hver hér er á ferð og hverra erinda. — Minning Framhald af bls. 14 daga áttum við á Tjörnesi, í Grímsey og við Mývatn. Er við vorum á göngu austur af Náma- skarði, struku þrír nemendur til Dettifoss. Guttormur og ég vor- um sendir um nótt til að leita þeirra. Sú leit stóð yfir heilann dag og bar ekki árangur, því þeir félagar sk^þiðu sér til Reykjahlíðar án þess að verða á leið okkar. Þessi gange með Guttormi um Mývatnsöræfi varð okkur til enn nánari kynningar. Skólaferð þessi varð okkur skólasystkinun um góð fræðslu- og reynsluför, sem endaði að vísu með blaða- skrifum. Orsök blaðaskrifanna var hreinskilin frásögn Guttorms í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Hreinskilni og ráð- vendni voru eiginleikar, sem einkenndu Guttorm á skólaár- unum og síðar í lífinu. Við skólasystkini Guttorms Er lendssonar eigum um hann góð- ar endurminningar frá skólaár- unum. Hann var góður og sann- ur vinur og ógleymanlegur per- sónuleiki. sem við nú við lát hans söknum og færum aðstand- enaum hans hugheilar samúðar- kveðjur. Þorsteinn Einarsson. t VINUR minn. Skrýtin eru örlögin. Að þú skyldir þurfa að hlýða hinzta kallinu einmitt er ég var að koma í fyrirfram ákveðna heimsókn til þín. Þú, sem alltaf leystir úr mín- um vandamálum og hafðír lofað að ganga frá mér, að leiðarlok- um. Nú verð ég að standa yfir moldum þínum. í þetta eina sinn brástu mér með því að fara á undan mér, þótt ég sé miklu eldri maður. Megi sá guð, er skóp sólina, verndr þig um eilífð alla. Geir Guðmundsson. — Bindindismót Framhald af bls. 8 sjúkravörður verður í Vagla- skógi, meðan mótið fer fram. Einnig verður veitingasala í skóginum. Mót þetta er öllum opið með því skilyrði að hafa ekki áfengi um hönd, og verður þvl strang- lega fylgt eftir. Þetta er þriðja árið í röð, sem efnt er til bindindismóts í Vagla skógi um þetta leyti árs, og hafa hin fyrri gefizt vel. Á sl. ári sóttu nær 4000 manns Vagla- skóg um verzlunarmannahelg- ina. Framkvæmdastjóri bindindis- mótsins að þessu sinni er Stefán Kristjánsson, Nesi í Fnjóskadal. Fréttir r I stuttu máli Ekki fleiri myndir af tunglinu að sinni PASADENA, Kaliforníu — Bandaríska tu.nglflaugin „Sur- veyor 1“ mun ekki senda til jarð- ar fleiri myndir af yfirborði tunglsins, að því er tilkynnt var í geimrannsóknastöðinni í Pasa- dena í Kaliforníu í dag. „Sur- veyor 1“ lenti sem kunnugt er á tunglinu mjúkri lendingu 1. júní beitiskipinu Lahn sl. fimmtu- dag, fóru skipverjar að dorga. sl. og hefur síðan sent alls 11.150 myndir af yfirborði tunglsins til jarðar, hina síðustu 13. júlí. Næstu Surveyorflaug á að senda til tunglsins í september nk., ef allt fer sem horfir. Piatigorsky- skákmótið L. PORTISCH sigraði heims- meistarann Petrosjan í þriðj.u umferð á stórmótinu. — Önnur úrslit: Donner 14 — Najdorf 14 Spassky 14 — Peshemsky % Unzicker 14 — Larsen 14 Fischer bið — Ivkov bið. Fisoher á betri stöðu í skák sinni gegn Ivkof. Tefldar verða 18 umferðir á mótinu. — Staðan eftir 3. umferð er þessi: 1.—3. Najdorf, Spassiky og Port isoh, 2 vinninga hver. 4.—6. Donner, Larsen og Res- hewsky, 114 hver. 7.—8. Fischer og Ivkov, 1 ▼. hvor og 1 biðskák. 9.—10. Petrosjan og Unzicker, 1 vinning hvor. eins og sést á myndinni, sem tekin var af þeim. JAMES BOND —x-" hX' H>fH Eftii IAN FLEMING James Bond BY IAH FIEMING ORAWING BY JOHN MclUSKY KbJIM'S SOJ ESC0CTH5 TANIA AND ME 3ACK TC) TUE BELSCADS STATION AND LEFT US AB8UPTLV Sonur Kerims fylgdi Taniu og mér aft- ur til stöðvarinnar og yfirgaf okkur síðan strax. Við ferðumst gegnum Júgóslavíu, inn í frclsi Trieste. Þá fann ég að einhver starði á mig af JÚMBÖ —K brautarpallinum. Ég held, að okkur hafi tekizt það! Teiknari: J. MORA „Hlustið! Það er einhver að gráta“, hvísiar skipstjórinn. Gráturinn kemur innan úr hellinum. Þeir ganga nær og skyndilega sjá þeir bjart Ijós. „Þetta eru áreiðanlega upprunalegir íbúar hellisins", segir Júmbó, „ég meina þeir sem bjuggu hér áður en þorpararnir komu“. Innst í hellinum, þaðan sem gráturinn og ljósið barst, situr gamall maður snökt- andi. Júmbó þýtur til hans til að hugga hann, en allt í einu . . . . . . verður hinn syrgjandi öskureiður eins og ljón: „Hvernig vogið þið ykkur að koma hingað — þorpararnir ykkar, sem hafið stolið sykurmaísnum mínum“. ÞEGAR þýzki kafbáturinn U Veiddu þeir ufsa og kola, 9 kom til Seyðisfjarðar með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.