Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 19
Sunnueagur 24. júlí 1966 MORCU NBLAÐIÐ 19 Brunaverðirnir skoða áburðarv erksmiðjuna í Gufunesi undir leiðsögu slökkviliðsstjóra, Rúnars Bjarnasonar. MEÐ BRUNAVÖRÐUM — d norrænu móti þeirrn hér Við ræddum næst við Per Borg frá Oslóarslökkviliðinu og við Karl-Johann Trángtegle frá slökkviliðinu í Stokkhólmi. — Við Oslóarbrunaverðirntr. sagði Borg, en þeir eru sex sem sitja þetta mót, — erum ákaflaga ánægðir með dvöl okkar hér, enda _hafa móttöku»nar verið frábærar. Ég er mjög hrifinn af því sem ég hef séð af starfsemi reykvíska slökkviliðsins, nýja slökkviliðsbyggingin er ákafiega fullkomin og fagur arkitektúr. Mér virðist stöðin vera byggð á sömu grundvallaratriðum og er um nýjar slökkvistöðvar á Norðurlöndum, enda held ég, að slökkvistöðvar og slökkvilið ai- ménnt séu yfirleitt fullkomnari en annars staðar. — Það sem helzt bjáfar á hér, er að slökkviliðið hér er alltof mannfátt fyrir jafn stóra borg tg Reykjavík, og það getur í umum tilfellum haft mjög al- arlegar afleiðingar. f Osló eru runaverðirnir alt í allt um 400 lsins, og er þeim deilt niður 8 stöðvar í borginni, þar af ein stöð við höfnina, sem fur yfir að ráða tveimur kkviliðsbátum. Bifreiðakost- — MÓTTÖKURNAR? — Þær hafa í einu orði verið stórkost- legar, hreint og beint ótrúlegar. Við höfum fengið að skoða Reykjavík, Þingvelli, farið norð ur á Akureyri og að Mývatni, og hvarvetna mætir okkur sama gestrisnin. Það er eins og allir leggist á það sem einn, að gera okkur dvölina hér á íslandi, sem ánægjulegasta.“ Já, það var sama hver var spurður, — hvort heldur það Var norskur, danskur, finnskur, enskur eða skozkur brunavörð- ur, allir dásömuðu þeir móttök- urnar, sem þeir höfðu fengið hjá Brunavarðafélagi Reykjavíkur, aðaldælustöð Hitaveitu Reykja- víkur að Reykjum, og lýsti Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi liðsstjóri henni fyrir þeirn. Blaðamaður Mbl. brá sér meó brunavörðunum í þennan teið- angur, og notaði tækifærið tir þess að rabba við nokkra þeirra. Við hittum fyrsta að máli þá Asger Grandjian, fararstjóra Danana og Finn Olsen, sem einn ið er frá Slökkviliði Kaupmanna hafnar. Þeir eru báðir ungir menn, og fræddu okkur á ýmsu í sambandi við Kaupmannahafn arslökkviliðið. — Við erum sex Danir sem sitjum þetta mót hér, 4 okkar eða hjá öðrum íslendingum, með- an á dvöl þeirra hér stóð. Þeir komu hingað til landsms 32 að tölu frá öllum Norðnr- löndunum, til þess að sitja hé'- mót Norrænna brunavarða, en ennfremur sátu mótið sem gest- ir, skozkur brunavörður og ensk ur. Þetta er í fyrsta skipti sem mót Sambands norrænna bruna- varða er haldið hérlendis, þar sem ísland er ekki aðili að þess- um samtökum — vegna þess hve afskekktir við erum, og því aýrt fyrir okkar menn að sækja þessi mót. Mótsetningin fór fram á tnánu dag, en síðan hafa þessir aðilar skipzt á skoðunum og uppiýs- ingum um störf, starfsaðstæður og launamál, auk þess sem ís- lenzkir og erlendir brunaverðir bafa flutt fyrirlestra um ýmsa þætti brunavarðastarfsins. Tjáðu íslenzku brunaverðirnir blaða- manni Mbl. í gær, að fyrirlestr- ar þessir hefðu verið hvort- tveggja í sena — skemmtilegir og fróðlegir. Mótinu lauk svo á föstudag sl., en þann dag fóru brunaverð- irnir í heimsókn að Aburðarverk smiðjunni í Gufunesi undir leið eða hjá öðrum íslendingum með sögn Rúnars Bjarnasonar, ný- erðins slökkviliðsstjóra, og að Asger Grandjean og Finn Olsen frá Danmörku. Karl-Johann Trángtegde frá Stokkhólmi eru frá Kaupmannahafnar- slökkviliðinu, einn frá Kastrup og einn frá Gentofte. Kaup- mannahafnarslökkviliðið teiur samtals um 600 brunaverði. í borginni eru samtals 8 slökkvi- stöðvar — ein aðalstöð, en hin- um sjö er síðan dreift um borg- ina með tilliti til þess að fyrstu þrjár slökkviliðsbifreiðarnar geta verið komnar á hvaða stað sem er í borginni, þar sem eldur kemur upp, innan þriggja min- útna. — Þér, Grandjean, fluttuð fyrirlestur á þessu móti hér. — Já, ég flutti fyrirlestur um hættuna, sem brunaverðir verða fyrir, þegar eldur kemur upp f byggingum, sem byggðar eru úr strengjasteypu, og sýndi skýring armyndir með. Srengjasteypú- byggingar eru einhverjar þær hættulegustu, sem við Kaup- mannahafnar brunaverðir kom- umst í kast við. Stafar það af því, að er eldur kemur upp i þeim, þá lengjast steypubitarnir við hitann, en þegar við byrj- um að dæla vatni á þá, kólna þeir og styttast, og lýkur venju- lega með því, að þeir hrynja niður. Er því stórhættulegt að vera uppi á þökum slíkra bygg inga við slökkvistarf, eða inn í þeim. — En nú hafið þér séð slökkvi lið okkar Reykvíkinga. Hvað viljið þér segja um það? — Mér finnst nýja slökkvi- stöðin ykkar mjög fullkomin en það má alltaf deila um staðsetn- ingu slíkra bygginga. Þó heid ég að vel hafi tekizt til í þetta skiptið, því að það virðist til- tölulega fljótlegt að komast það an til allra borgarhuta, og eins hefur verið tekið tillit til þess, að borgin á eftir að vaxa enn. Hvað bifreiðakost og tækjaút- búnað snertir held ég að hann sé ekkert verri en gerist og geng- ur annars staðar. Það sem mér finnst mest ábótavant við slökkviliðið hér í Reykjavík er, hve mannfáir þið eruð miðað við hve Reykjavík er orðin stór borg. ur okkar er allt í allt um 70 bifreiðir. Trangtegde var fararstjóri brunavarðanna sex frá Stokk- hólmi, en á mótinu voru einmg sex brunaverðir frá Gautaborg, en alls voru Svíarnir sem mót- ið sóttu 13 talsins. Trángtegde hefur starfað í Stokkhóims- slökkviliðinu í 13 ár. — Nei, það er varla hægt að Per Borg frá Óslóarslökkvi- liðinu. Arne Nilson frá Gautaborgar- slökkviliðinu. segja, að nokkrir stórkostlegir brunar hafi átt sér stað í Stokk hólmi núna síðustu árin. Sá síð asti sem ég man eiginlega eftir gerðist á jólanótt 1957, en þá kom upp eldur í íbúðarhúsi, sem kostaði fjögur mannslíf. Ég býst við að ástæðan fyrir þvi, hve dregið hefur úr þessum stórbrun um núna síðustu árin hjá okxur sé nú, að Stokkhólmsslökkvilið- ið er ágætlega útbúið tæknilega séð. En það er langt frá þvi, að ég haldi því fram að það sé það bezta í þessu stærstu borg- um Norðurlandanna. — Það er ekki hægt að segja, að við lendum oft í vandræðum í útköllum af völdum umferðar innar. Það kemur að vísu fyrir á aðalumferðartímunum, þegar fólk er að fara heim eða úr vinnu — slíkt er óhjákvæmilegt. Annars tekur fólk í nær öllutn tilfellum ákaflega mikið tillit til okkar, og það þekkist vart, að ökumehn neiti að víkja, þegar við komum með sírenuna á. Trángtegde sagði að okum: — Þetta hefur verið ákaflega ánægjulegt mót, og skemmtilegt i alla staði. Það voru margir sem vildu fá að fara þessa ferð hing- að — við erum 450 brunaverðirn ir í Stokkhólmi, en aðeins fáir voru útvaldir. Við hittum loks að máli þá Vátinö Nisonen og Ensio Pahjon máki frá Helsinkislökkviliðinu og Arne Nilson frá Gautaborgar slökkviliðinu. Þeir lýstu allir hrifningu sinni yfir nýju slökkvi liðsstöðinni, og Pahjonmáki sagði: — Hún er næstum of glæsileg af slökkvistöð að vera. En hann bætti því svo við af fjórum slökkvistöðvum Helsrnki þá mættu nú tvær heita nýjar, og sagði að þær væru byggðar eftir sömu grundvallaratriðum og slökkvistöðin í Reykjavík. Hann kvað brunaverði í Hei- sinki vera rúmlega 300 talsins, og hefðu þeir yfir að ráða um 35 slökkviliðsbifreiðum og 10 sjúkrabifreiðum. Panjonmáki lýsti að lokum ánægju sinni yf- ir því að hafa fengið tækifæri að heimsækja ísland og rómaði mjög allar móttökur hér. Arne Nilson kvaðst hafa litlu við orð Finnans um móttökurn- ar að bæta — þær hefðu verið stórkostlegar, en kvaðst sér- staklega ánægður yfir því að hafa fengið að sjá svo mikið af landinu og raun varð á. Brunaverðirnir héldu utan á laugardagsmorgun sl. Gestirnir á mótinu, Edward Jones frá Birkenhead í Englandi og William Miller frá Glasgow. Þ eir létu mjög vel af móttökunum, og vonuðust til að geta goldið reykviskum brunavörðum í sömu mynt síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.