Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. VÍGSL UBISKUPAR TIL SKÁLHOLTS OG HÓLA Céra Sigurður Pálsson, pró- ^ fastur á Selfossi, hefur verið kjörinn vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna. Hann er mikilhæfur og dugandi kennimaður, og þótt ýmsir aðrir ágætir prestar kæmu til greina í þessa virðu- legu stöðu blandast engum hugur um að vel er fyrir vígslubiskupsembætti í Skál- holtskikju séð með kjöri séra Sigurðar. En þegar prófasturinn í Ár- nessýslu hefur verið kjörinn vígslubiskup vakna ýmsar spurningar, og þá fyrst og fremst sú, hvort ekki sé nú sjálfsagt og eðlilegt að grípa tækifærið og fá vígslubisk- upnum búsetu í Skálholti, á hinum forna biskupsstóli? í samtali sem birtist hér í blaðinu í gær við hinn ný- kjörna vígslubiskup komst hann m.a. að orði á þessa leið, er hann hafði verið spurður um viðfangsefni sín og áhugamál: „Loks myndi mér þykja vænt um að geta beitt mér fyrir því, að hinir gömlu bisk- upsstólar yrðu endurreistir. Biskupsstarfið er ákaflega mikilvægt fyrir kirkjuna, og það er alls ekki vantraust á biskupinn þó að biskuparnir yrðu þrír, einn að Skálholti, annar á Hólum og hinn þriðji í höfuðstaðnum, því verkefn- in eru hreinlega of mörg fyr- ir einn mann. Og þau verða stöðugt meiri og meiri meðan þjóðinni fjölgar eins ört og verið hefur“. Það er vafalaust rétt sem vígslubiskupinn segir, að í framtíðinni er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því að bisk- upum verði fjölgað. í mörg hundruð ár voru biskupar landsins tveir, Skálholtsbisk- up og Hólabiskup. Þjóðin var þá fámenn og fátæk. Engu að síður var talið eðlilegt að bisk upar sætu norðanlands og sunnan. Er óhætt að fullyrða að það hafi orðið menningar- og kirkjulífi þjóðarinnar til ómetanlegs gagns. Biskups- stólarnir voru ekki aðeins kirkjulegar höfuðstöðvar held ur menningarmiðstöðvar, þar sem reknir voru skólar, er f jöl þættra áhrifa gætti frá. Magnús heitinn Jónsson prófessor og alþingismaður flutti á sínum tíma frumvarp um að biskupsstólum skyldi fjölgað og biskupar settir á Hóla og Skálholt. En þá þótti sú ráðstöfun ekki tímabær og þykir sennilega ekki tímabær enn. Hitt verður að teljast sjálfsagt og eðlilegt að vígslu- biskuparnir sitji að Skálholti og á Hólum. Það ætti ekki að þurfa að kosta mikil aukin fjárútlát, en myndi örugglega eiga ríkan þátt í að hefja þessa gömlu og merku staði til nýs vegs og virðingar meðal þjóðarinnar. í þessu sambandi má geta þess að þegar baráttan fyrir endurreisn Skálholts var haf- in var það alltaf takmark flestra þeirra manna, sem að henni stóðu að biskupsstóll skyldi endurreistur í Skál- holti. Niðurstaðan hefur hins- vegar orðið sú, að sú ráðagerð hefur farið út um þúfur. Því miður verður það að segjast að alltof mikil þoka ríkir um framtíð Skálholts. Það er‘að vísu góðra gjalda vert að þar hafa verið settar upp sumar- búðir, en vandséð er hvaða á- stæða sé til þess að setja þar upp lýðháskóla að norrænum sið, eins og sumir kirkjunnar menn hafa gert tillögur um. Lýðháskólar hafa unnið mik- ið og merkilegt menningar- starf á Norðurlöndum á liðn- um tíma. En margt bendir til þess að engin brýn þörf sé á slíkum skólum hér á landi í okkar örfámenna þjóðfélagi við nútíma aðstæður. Það skref, sem auðveldlega er hægt að stíga nú þegar án teljandi aukins tilkostnaðar er að flytja vígslubiskupana í Skálholt og Hóla. Skálholt hefur verið endur- reist og verður að öðlast nýja reisn í íslenzku þjóðlífi og kristnihaldi. Það gerir staður inn ekki nema hann hafi ein- hverju jákvæðu hlutverki að gegna. Hólar eru í dag mynd- arlegt skólasetur, sem í hug- um Norðlendinga og raunar þjóðarinnar allrar er kirkju- legt höfuðból. Seta vígslu- biskups þar mundi tengja for- tíð við nútíð og gefa þessu gamla menningarsetri nýtt gildi í íslenzku þjóðlífi og í hinum fagra og svipmikla Skagafirði. HARMGRÁTUR TÍMAMANNA Tímamenn halda áfram harmagráti sínum yfir því að vera utan ríkisstjórn- ar. Þeir skrifa hverja for- ustugreinina á fætur annarri og heimta kosningar, rétt eins og þeir geri ráð fyrir að samvinna þeirra við komm- únista á þessu kjörtímabili Öhugnanleg atvik í fjölbylishusi í Khöfn • * ■ Okunnur maður kemst allra sinna ferða um nbúðirnar að eigendum þeirra f jarverandi ÓKITNNÍUR maður hefur nú um nær mánaðar skeið hrellt íbúa í fjölbýlishúsinu að Frederiksberg Allé 100 og valdið þeim hugarangri með því að læðact þar um stiga og íbúðir þeirra, sem fjarverandi eru án þess þó að ræna þar neinu eða rugla og án þess að gera þar annan miska fyrr en á firomtudag. Maður þessi hefur haft lykil eða i lykla að öll um íbúðum húss- ins og hefur því getað farið um það allra sinna ferða. Á fimmtudag var búið að skipta um skrár á nokkrum íbúðanna og þá brá ókunni maðurinn í fyista sinni venju sinni og réðst að ungri konu húsvarðarins og rændi hana lykli er gengur að nýju skrán um. Konan var fiutt í sjúkra- i hús með nokkra áverka á höfði og heilahristing. Hún telur sig ekki bera sem bezt kennsl á árásarmann sinn, en segir þó að hann hafi verið suðrænn í útliti, dökkur yfir litum og haft stóran silfur- kross um háls sér. Maður þessi hefur einkum sótt í íbúð húseiganda, Vict- ors Skjold Heydes heildsala og hefur farið inn í hana oft og mörgum sinnum þegar eng inn var heima. Ekkert hefur þó horfið úr íbúðinni svo séð verði og ekkert bendir held- ur til þess að leit hafi verið gerð þar í hirzium og er mönn um hrein ráðgáta hvað hinum ókunna gangi til með þessu at ferli sínu. Enginn hefur held ur séð mann þenna annar en frú Inger Bech Rasmussen, sem hann réðist á eins og áð- ur sagði og rændi lyklum hennar á fimmtudag, er skipt hafði verið um skrár í nokkr um íbúðunna, þ. á. m. á íbúð Victors Skjold Heydes. í húsinu að Frederiksberg Allé lóO, sem er sex hæða bygging nokkuð komin til ára sinna en nýuppgerð hið innra, eru 12 ibúðir og þar búa um tveir tugir manna. Dyrasími er í húsinu og allar almennar varúðarráðstafanir gegn ó- boðnum gestum og gaddavírs girðing umhverfis húsagarð- inn bak við húsið. Victor Skiold Heyde heild- sali heíur átt hús þetta um nokkurra ára skeið, býr þar sjálfur í stórri íbúð á fjórðu hæð en dóttir hans á fimmtu hæð. íbúðir þeirra feðgina virðast einkum vera ókunna manninum hugleiknar því þar hefur þess oftast orðið vart að hann hafi komið. — Skjold Heyde er mörgum kunnur frá mótmælafundum í Stúdentafélaginu danska um það leyti sem barin var niður byltingin í Ungverjalandi. Upphaf ferða mannsins ó- kunna um húsið virðist mega rekja til þjófnaðar á fánýtum skrautmunum er stóðu á gang inum h.iá íbúð heildsalans í júnílok, þótt ekki séu sjáanleg nein bein tengsl milli þeirra og ferða mannsins. fbúar hússins segja að yfir leitt komi þessi undarlegi gestur fyrir hádegi eða snemma síðdegis. Oft hefur heyrzt lil hans, en teppi eru á stigum og deyfa fótatak allt og maðurinn er of snar í snún ingum til þess að nokkur hafi náð að sjá hann, fyrr en á fimmtudag. Hann fer sjaldan í lyftu og þá aðeins upp. Heimsóknum þessum hefur farið sí fjölgandi og undan- farna viku hefur gestur þessi komið í húsið dag hvern. Oft lega var reynt að fanga hann með einhverjum ráðum en honum hefur jafnan tekizt að sleppa og Jjóst er að hann þekkir hvern krók og kima í 1 húsinu. Lögreglan hefur ekki I séð sér fært að hafa vörð um I húsið og hafa íbúarnir sjálfir | reynt að ráða fram úr málinu ( en ekki tekizt eins og fyrr i segir. /| Einna undarlegast þykir / mönnurn þó það hvaðan mað 1 urinn hafi haft lykil þann eða 1 lykla er hann hafði áður og | gengu að íbúðum heildsalans j og dóttur hans, útidyrum og 1 kjallara hússins. Sérstakir 1 lyklar gengu að skrám þeim ! er hér um ræðir og voru smíð j aðir sérstaklega, fjórir talsins j og var einskis þeirra saknað nokkru sinni. Er gripið var til » þess ráðs að skipta um skrár V eins og sagt var frá héldu í menn sig lausa við þertnan ó- ó fögnuð — en þá var það sem T ókunni maðurinn kvaddi dyra f hjá húsverði og rændi konu | Framhald á bls. 25 4i um að kynda elda verðbólg- unnar hafi skapað þeim auk- ið traust meðal íslenzks al- mennings! En leiðtogar Framsóknar- flokksins mega kenna sjálf- um sér hina pólitísku ein- angrun, sem flokkur þeirra hefur verið í sl. tæp átta ár. Þeir hlupu úr stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn vorið 1956, mynduðu hræðslu bandalagið fræga og gengu síðan til stjórnarsamstarfs við kommúnista. Jafnframt lýstu þeir því yfir að þeir hefðu endanlega einangrað Sj álf stæðisf lokkinn. Framhald þessarar sögu þekkir alþjóð. Vinstri stjórn- in sem átti að leysa öll vanda- mál með „hagsmuni almúg- ans fyrir augum“ gafst upp eftir rúmlega tveggja ára setu, sem leiddi yfir þjóðina fádæma upplausn, taumlausa verðbólgu, skattpíningu og úrræðaleysi á öl'lum sviðum. Síðan hafa leiðtogar Fram- sóknarflokksins verið á póli- tískri eyðimerkurgöngu, og eru það enn. Hinsvegar hef- ur samstarf núverandi stjórn arflokka reynzt með óvenju- legum heilindum og haft í för með sér alhliða uppbygg- ingu og framfarir í landinu. Margt bendir því til þess að meirihluti íslenzkra kjósenda telji þjóðarhag betur borgið með því að Framsóknar- flokkurinn verði áfram utan við ríkisstjórn. Það var skoð- un verulegs meirihluta þjóð- arinnar við alþingiskosning- arnar 1963 og engin ástæða er til þess að ætla að sú skoðun hafi breytzt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.