Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 23
Sunnulagur 24. Jútí I96U
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Hungur eðo
* 'í Framhald af bls. 10
mestu brunarústir sem ég hef
séð. Og ekki er annað að sjá en
Lára hafi séð þær fyrir.
j En svo við förum aftur niður
1 á jörðina og sleppum allri forn-
i eskju, þá sagði Sverrir mér að
j nýja verksmiðjan þætti slík
| fylkisprýði að stjórnendur
i Pennsylvaníu hefðu notað hana
! í kosningabaráttu sinni. Þeir
! hafa bent á að þeim hafi tekizt
að fá erlenda fjárfestingu til
Harrisburg og þannig unnið að
foættum kjörum fólks í borg-
inni. Og þeir eru hreyknir af
því að hafa átt þátt í að stuðla
a!ð fjölþættari atvinnuuppbygg-
ingu í fylkinu. Þó ber að geta
þess að verksmiðjan er byggð
fyrir lánsfé, sem fengizt hefur
í Bandaríkjunum með mjög góð
, um kjörum. En þannig virðast
allir — jafnvel svo óður þjóð-
í ernissinni sem Nkruma —
keppa að því að byggja upp
lönd og fylki með erlendri f jár-
festingu, já allir nema viss teg-
und af Islendingum sem sjá
aldrei annað í fari út'lendinga
en þjófsku og yfirgangssemi.
En þetta er auðvitað einnig
eðlilegur fylgifiskur nýlendu-
kúgunar á íslandi. Og ef litið
er á athæfi Dana fyrr á öldum,
er þessi afstaða sannarlega ekki
óskiljanleg. En tímarnir hafa
breytzt. Og við verðum sjálf að
i toreytast. Við eigum að byggja
upp ísland eins hratt og við
frekast getum, já einnig með er
] lendu fjármagni ef ekki er ann-
ars kostur. Við eigum að gera
landið að aldingarði — gera
stórar og glæsilegar draumsýn-
ir að veruleika.
Að hika er sama og tapa.
f _ x i x _
í gömlu Sambandsverksmiðj-
unni í Harrisburg vinna um 50
manns, en ráðgert er að helm-
ingi fleiri vinni í nýju verk-
smiðjunni. „En með helmingi
fleira fólki vonumst við til að
afköstin fjórfaldist“, sag'ði
Sverrir.
Gert er ráð fyrir að þeir í
Harrisburg selji um 5 milljónir
punda af fiskbitum og fisk-
stautum á þessu ári. Það ætti
að vera unnt að framleiða 20—
25 milljónir punda, og það hrá-
efni ætti að vera fáanlegt
heima; sagði Sverrir. Þess má
-geta, að framleiðsla Harrisbúrg
; verksmiðjanna í ár er um fjórð-
ungur af framleiðslu Sölumið-
stöðvarinnar hér í Bandaríkj-
unum. íslenzku fyrirtækin
foæði selja nú um 20% af heild-
arsölunni á samskonar fram-
leiðslu hér. „Og ég mundi hik-
laust segja, að þau séu a‘ð
vinna á“, sagði Sverrir enn-
fremur. Til samanburðar má
geta þess, að Sambandsverk-
smiðjan framleiddi „aðeins“ 1.2
milljónir af fiski fyrir Banda-
ríkjamarkað 1960.
Þegar ég gekk um verksmiðj-
tma sá ég, að vinnubrögðin eru
með afbrigðum góð, enda eru
íslendingarnir ánægðir með af-
köstin. Það eru nær eingöngu
Ameríkanar sem vinna við
framleiðslu á fiskinum, en þó
hitti ég íslenzka stúlku sem bú-
ið hefur í Harrisburg í tuttugu
ár og er gift þar, en fékk sér
vinnu vfð íslenzku verksmiðj-
una og kann vel við sig þar.
Hún er úr Hafnarfirði og heitir
Fjóla, ef ég man rétt nafnið sem
var saumað i sloppinn hennar.
En rétt er að bæta því við, að
ekki vildi ég vinna inni í verk-
smiðju í 100 stiga hita. Það er
nógu bölvað að vera úti.
VILLEROV IROCH
- XXX -----
Sverrir Magnússon er kvænt-
ur Erlu Haraldsdóttur úr
Reykjavík og eiga þau sex
börn. Hin elztu tala og skilja is-
lenzku, en þau yngri skilja
hana að mestu. Elzta dóttir
þeirra er í St. Olavs Collage
uppi í Minnesota, þar sem faðir
hennar lagði stund á sálarfræði.
Ég kom þangað 1954, þar er
mjög fagurt um að litast og
norrænn blær yfir öllu «— eða
ætti ég frekar að segja nor-
rænn menningarblær til a'ð
koma í veg fyrir misskilning. Á
aðalbyggingunni stendur stóru
letri: Fram ,fram, Kristmenn,
krossmenn .... Nei, þetta er
ekki íslenzkur skóli, heldur
norskur. Sverrir tók þarna BA-
próf í sálarfræði, en meistara-
próf við Minnesota-háskóla. Síð
an settist hann að í Minnesota
og gerðist þar námstjóri, sá
um ákveðið skólakerfi í Far-
bault. Hann segir að bandarísk-
ir kennarar séu mjög vel mennt
aðir yfirleitt. Af 50 kennurum
sem hann hafði umsjón með
voru allir með BA-próf og í
Harrisburg 40% með meistara-
próf frá háskóla.
Sverrir kom til Iceland prod-
ucts í Harrisburg 1963 og hefur
séð um framleiðsluna og sölu
þar síðan, en áður var Bjarni,
bró'ðir hans, forstjóri fyrir-
tækisins. Hann er nú kominn
heim og sér um útflutnings-
deild Sambandsins.
- X X X —
Að lokum er rétt að hafa eft-
ir Sverri nokkur orð um
markaðinn hér, eins og hann
er, og svo útlitið. Hann segir:
„íslendingar sem innflytjendur
á fiski til Bandaríkjanna og
framleiðendur á fiskiflökum
eiga fyrst og fremst í harðri
samkeppni við Kanadamenn og
Bandaríkjamenn sjálfa. Við er-
um eiginlega einu útflytjend-
urnir sem hafa náð verulegri
fótfestu með framleiðslu og
sölu á fiski undir eigin vöru-
merki, því Kanadamenn selja
ekki undir sínu merki. Sam-
keppnin er mjög hörð og verð-
ur æ erfiðari, því stærri fyrir-
tækin gleypa þau minni og
styrkja þannig aðstöðu sína.
Þau hafa mikið fjármagn á bak
vi'ð sig og geta þar af leiðandi
eytt miklum peningum í til-
raun með nýja fiskrétti og
framleiðsluvélar og á þann hátt
fundið beztu leiðirnar til að
minnka framleiðslukostnaðinn
— og lækka vöruverðið.
Aðalstarf okkar hér er að
koma þessari framleiðslu ís-
lendinga í sem hæst verð. Með
íslenzku verksmiðjunum hér
vestra eru íslendingar að
tryggja sér miklu öruggari sölu
en ella mundi, þ.e. að tryggja
að framlei'ðsla þeirra sé seld
undir eigin vörumerki. Brúttó-
sala beggja fyrirtækjanna um
1100—1200 milljónir islenzkra
króna sl. ár. Þó þessi tvö fyrir-
tæki séu á vissan hátt í sam-
keppni á amerískum markaði,
er gott til þess að vita, að þegar
kemur að því að gæta ís-
lenzkra hagsmuna standa þau
saman og hafa með sér góða
samvinnu.
Á þessu ári hefur veiði verið
mjög góð í Evrópu og mikið
framboð á Evrópu-fiski á amer-
ískum markaði. Það hefur haft
í för méð sér verðlækkun á
þorskblokkinni. Þetta hefur
komið niður á okkur og á eftir
að gera betur. Lönd eins og Dan
mörk, Noregur, Vestur-Þýzka-
land og England, sem á sl. ári
höfðu varla nægan fisk fyrir
heimamarkað, eru nú að undir-
bjóða íslenzkan og kanadískan
fisk hér á markaðnum, okkur
auðvitað ta tjóns. Kanadamenn
eru langstærstir innflytjendur
á fiski til Bandaríkjanna. Þetta
óvænta framboð á fiski frá
Evrópu hefur lækkað þorsk-
blokkina um 2—3 cent pundið.
Undir slíkum kringumstæðum
er nauðsynlegt að gott samstarf
sé milli íslenzku fyrirtækjanna,
svo þau fari ekki að undirbjóða
hvort annað. Kanadamenn hafa
þegar oröið að undirbjóða sína
blokk til að mæta evrópska
verðinu, vegna þess að nú
stendur yfir aðalvertíðin hjá
þeim og þeir geta ekki setið
uppi með mikið af óseldum
fiski. Þetta allt gerir okkar sam
keppnisaðstöðu erfiðari og við
verðum einnig að lækka, það er
gefið mál“.
ÓDYRIR KVENSkÓR
Seljum á morgun og næstu daga nokkurt magn af
kvenskóm. — Fjölmargar gerðir fyrir mjög lágt verð.
Notið þetta einstæða tækifæri.
Munið adeins örfáir dagar
Skóval Austurstræti 18
Ey mundssonark j allar a.
Rússnesk leikföng
Einkaumboð og heildsölubirgðir:
Ingvar Helgason, heildverzlun
Tryggvagötu 8 — Reykjavík — Símar: 19655 og 18510.
V/O RAZNOEXPORT, Moscow.
vönduÖ og ódýr
Höfum selt rússnesk leikföng í 10 ár,
við vaxandi vinsældir, enda þau beztu,
sterkustu og vinsælustu, sem völ er á.
PÝRAMÍDAR. Þetta leikfang þjálfar
athyglisgáfu barnsins. 3 stærðir.
VELTIKERLING, sem
segir GLING GLÓ !
Sérstaklega skemmti-
legt leikfang.
VÖRUBÍLL. Þessi stóri
vörubíll er allur úr
þykku boddýstáli, soð-
inn saman. Lend 55 cm.
Hæð 20 cm.
ALGJÖR NÝJUNG
Rcflex Mosaik
5x5 cm.
Skapar meiri dýpt
EINNIG:
Aflangar /eggflísar
10x20 rm.
Aflangt Mosaik
L mmm &
Voggfhsar
é.... .. 1 y
15x15 cm.
Heini.sþekkt
gæðavara
HMK hf Höfðatúni 2. — Sími 13982.