Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 24. júlí 1966 Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum hlýjar kveðjur, gjafir og heimsóknir á nhæðis afmæli mínu, 13. júlí sl. — Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir frá Hrútsstöðum. Þakka öllum, sem glöddu mig á sjötugs afmæli mínu 13. júlí sl. með gjöfum, heillaskeytum og öðrum vinarhug. Magnús Gunnarsson, Ártúnum, Rangárvöllum. Föstudaginn 22. júlí, 1966, lézt ástkær kona mín og móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGARETHE STANGELAND (fædd Nielsen), á 81. aldursári. — Jarðarför hennar fer fram miðviku- daginn 27. júlí kl. 13, frá Stavangercemetarium. Aanen Stangeland, Ane og Anne Christine og barnabörn, Útför móður minnar, KRISTÍNAR EIRÍKSDÓTTUR er lézt 20. þ.m. verður gerð frá Dómkirkjunni mánudag- inn 25. júlí kl. 3 e.h. — Fyrir hönd okkar systkinanna. ( Guðrún Jensen. Maðurinn minn og faðir okkar, STEFÁN SVEINSSON fornbóksali, sem andaðist í Borgarsjúkrahúsinu þann 17. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. júlí nk. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. — Blóm vinsamiega af- þökkuð. Hulda Aradóttir og börn. Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐBJÖRN ÁSMUNDSSON Háteigi. Álftanesi, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 26. júlí, kl. 2 síðd. Þórdís Sigurgeirsdóttir, Ragnar Guðbjörnsson, Ásmundur Guðbjörnsson, Jón Ágúst Guðbjömsson, Sigríður Guðbjörasdóttir, Ólafur Guðbjörnsson, Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Guðmundur V. Guðbjörnsson. Útför föður míns, GUTTORMS ERLENDSSONAR hrl. verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 25. júlí kl. 10 f.h. Jarðsett verður að Bessastöðum. Þorfinnur Guttormsson. Innilegar þakkir fyrir aUðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR Hólmavík. Vigdís Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböra. Innilegt þakklæti öllum þeim sem sýndu samúð við andlát og jarðarför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, SVEINLAUGAR HALLDÓRSDÓTTUR Herjólfsgötu 6, Hafnarfirði og viljum við sérstaklega þakka vinkonum hennar fyrir alla þá vinsemd og tryggð sem þær jafnan sýndu henni. Sjöfn Sigurðardóttir, Sigurður Baldvinsson, Gylfi Sigurðsson, Batdvin E. Baldvinsson, Baldvin Einarsson, Guðrún og Einar Baldvinsson og synir. Kveðjuathöfn um GUÐMUND EINARSSON frá Gröf, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudagiim 26. júlí kl. 10,30 f.h. — Jarðsett verður á óspaKseyri laugardaginn 30. júlí kl. 2 e.h. — Blóm afþökkuð. Vandamenn. — Tarsis Framhald af bls. 11 eru að berjast fyrir frelsi okkar í Víet Nam, hvernig sem okkur líkar þær bardagaaðferðir. Raun ar eru aðgerðir þeirra svertar í fréttum hér, ef miðað er við frá- sagnir af fjendum þeirra — inn- rásaröflunum úr norðri, sem þegar var farið að þjálfa fyrir átta árum, er ég dvaldist í Rúss- landi. Kennari minn einn í Moskvu, sem ég gæti nafngreint, talaði með tilhlökkun þegar ár- ið 1958 um þá komandi daga, þegar kommúnistar yrðu reiðu- búnir að rjúfa Genfarsamþykkt ina endanlega og leggja undir sig gjörvallt Suður Vietnam, þegar þeir hefðu nógu lengi stundað neðanjarðarstarfsemi sína í skjóli sáttmála, sem gagn- aðilinn hélt í heiðri að mestu eða öllu leyti. Kvað hann fjölda íbúa Norður Vietnam senda á laun inn í Suður Viet Nam, þar sem þeir stjórnuðu greftri á geysivíðtæku neti neðanjarð- arganga og gerð skógarfylgsna, sem verða myndu illvinnandi vígi og skjól skæruhermanna síðar. Siðan yrði hafizt handa um hernaðaraðerðir, þegar und- irbúningurinn væri orðinn nógu mikill til að tryggja sigur. Tímnn leið, og innrásin kom með aðstoð innfæddra skæruliða sem heimskommúnisminn hafði þjálfað. Stjórn Suður Viet Nam fékk aðstoð Bandaríkjamanna og annarra friðelskandi þjóða. Eft- irleikurinn er flestum kunnur af óljósum fregnum. Gömul og vel útbúin skothreiður innrás- araflanna voru illvinnandi og miklu fleiri en Bandaríkjamenn óraði fyrir í upphafi. En með þrautseigju hefir Johnson for- seta orðið mikið ágengt við vörn Suð-austur-Asíu gegn ógnaröfl- unum úr norðri og mest á óbein an hátt. Hugleiðið t.d. friðun stunda Rússa. Væri langt mál Malaysíu og hreinsun Indónesíu, sem Bandaríkin eiga ekki bein- an þátt í, en þeir atburðir ger- ast vafalaust að nokkru sökum einbeittrar vamar Bandaríkja- manna í þessum heimshluta. Ekki ætla ég að verja aðgerð- ir Bandaríkjamanna í Víet Nam í einstökum atriðum. Ætíð má deila um, hvaða gagn- ráðstafanir eru heppilegastar hverju sinni, þegar einhver verð ur fyrir árás. Styrjaldir eru ætíð hræðilegar og verða jafnt sak- lausum sem sekum til ógæfu. En þetta er styrjöld heimskomm únismans fyrst og fremst, sem hann hafði undirbúið í áratugi á sviksamlega og djöfullegan máta. Breytir þar engu um, þótt þátttakendur í Víet Cong séu margir raunverulega frá Suður Víet Nahm, og hafi, jafnvel i svo góðum dagblöðum sem Tím- anum, hlotið hið fagra nafn — Þjóðfrelsisfylking. Lesendur góðir! Þótt ég mæli ekki með lestri Morgunblaðsins sérstaklega, nema hvað erlendar fréttir og utanríkismál varðar, hvet ég lesendur til að leita uppi gömul eintök af því blaði, þar sem endursagður er fyrirlestur Tarsis og svör hans við fyrir- spurnum þeim, sem fyrir hann voru lagðar. Leggið þetta síðan á minnið sem gagnlegan sann- leika í höfuðatriðum. Sannleika gamals, hugprúðs, frelsiselsk- andi manns, sem fórnað hefir flestu fyrir hugsjónir sínar — frelsi og hamingju mannkynsins. Slíkt gæti átt þátt í að verja yður gegn ánauð og andlegri þrælkun síðar. Munið samt eitt — engan stríðsáróður. Vinnum að friði, en verum viðbúin hinu versta. Eflum vestræna sam- vinnu — og samvinnu við Austr ið, Sovézka þjóðin er smám sam an að bæta stjórnarfar sitt, þótt hægt fari. Hún vill sjálfri sér og öðrum hið bezta, þótt undan- tekningar finnist þar sem víðar um einstaka stríðsæsingamenn. Gagnbylting í Rússlandi verð- ur naumast svo fljótt, sem Tars- is vonar. Ef til vill verður að- eins hægfara þróun til kapítal- isma eða nú óþekkts framtíðar- skipulags. Freysteinn Þorbergsson. Til sölu eru þessur íbúðir í búsinu nr. 88 við Hruunbæ Stærð á endaíbúð: 129,6 ferm. — 445 rúmm. Stærð á 5 herb. íbúð: 111,5 ferm. — 391 rúmm. Sex íbúðir verða í húsinu og fylgir herbergi í kjallara hverri íbúð. — íbúðirnar seijast tilbúnar undir tréverk og málningu með sameign fullfrá- genginni og teppi á göngum. — Allat uppl. gefur: FASTEIGNASALAN Skólavörðustíg 30 Símar 23987 og 20625. Skrifstofur borgurstjóru í Austurstræti 16 og Pósthússtræti 9 verða lokaðar mánudaginn 25. júlí, kl. 10—12 f.h., vegna jarðar- farar Guttorms Erlendssonar, borgarendurskoðanda. Smúrósótt sumurkjóluefni Flunnel margir litir — nýjung — má þvo. ★ Einlit sumurkjóluefni má þvo — þarf ekki að strauja ★ Ciffon - Crepe - Georgette mjög margir litir. ★ Jersey sem má þvo — þarf ekki að strauja. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.