Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 4
4
MORCUNBLADIÐ
Miftvikudagur 10. ágúst 1966
BILALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
S/Mf 34406
SENDUM
SÍM' 3 ft-GB
m/UFIÐ/R
Volkswagen 1965 og ’66.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
BOSCH
Þurrkumótorar
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
it Hafi hann marg-
falda þökk
Lesandi skrifar:
„Oft hefi ég séð í bálki
Velvakanda sitt af hverju
sem svo var fátæklegt eða
jafnvel heimskulegt að mér
var ómögulegt að skilja,
hvert erindi það gat átt til
skynbærra lesenda blaðsins.
Hitt hefir sjaldan borið við,
að mér ekki fyndust athuga-
semdir Velvakanda sjálfs eiga
rétt á sér, hvort sem þær
túlkuðu mitt sjónarmið eða
ekki. Og núna í dag, 5. ágúst
get ég varla orða bundizt að
þakka einarðlega athugasemd-
ir hans við bréf þjóðhátíðar-
gests, sem þjófarnir heim-
sóttu og sviftu svaladrykk
þeim, er hann hafði haft með
sér að heiman og að almennum
sið var áfengi. Ég segi að hann
skuli hafa markfalda þökk fyr
ir þá ráðningu, er hann veitir
þessum harmandi bréfritara.
Og tillagan, að slíkir menn
dansi með brennivínsflöskurn-
ar um hálsinn, er hreint ágæt
og alveg eðlileg.
„Mikið („magn“, þó það nú
væri) af víni hafði horfið —
svo til allt sem unga fólkið
hafði haft með sér.“ Og ég sé
bréfritarann fyrir mér, grát-
andi þetta hörmulega tjón.
í>að var lánsamara unga fólkið
í Þórsmörk — eigum við að
segja til allrar hamingju?
Hvað segja þeir mehn, sem
„unga fólkið“ barði til óbóta
eftir að það hafði styrkt sig á
drykknum? Þetta er háðulegt,
og miklu meir en háðulegt að
geta ekki skemmt sér án áfeng
is.
Það er ekki ofstækismaður,
sem segir þetta. í góðum félags
skap get ég bragðað vín ef
svo ber undir. En nauðsyn á
því hefi ég aldrei séð.
Þjóðinni er það nú brýn
nauðsyn, að skapað verði nýtt
almenningsálit á notkun áfeng
is. Ef alltaf kvæði við í sama
tón í blöðunum sem nú í um-
mælum Velvakanda, mætti
þetta vel takast á skömmum
tíma. Ég vona að hann taki aft
ur til orða um málið — ekki
bara einu sinni, heldur marg-
sinnis.
Mig langar til að nota tæki-
færið og þakka G.J. um leið
fyrir það sem hann segir í
sama blaði. Hann flytur þarf-
legt mál, og við skulum vom
að honum takist að leiða það
til sigurs.
— Borgfirzkur Reykvíkingur.“
ic Síra Hjalti
Þorsteinsson
Og hér er annað bréf:
„Fyrir nokkru voru í út-
varpserindi um Vatnsfjörð tald
ar upp kunnar myndir eft.ir
séra Hjalta Þorsteinsson, en
ekki getið myndarinnar af
Hallgrími Péturssyni. Ég héfi
síðan (og svo mun vera um
fleiri) verið að bíða eftir að
heyra skýringu á þessu, en hún
er enn engin komin. Nú langar
mig til að spyrja hvort eitt-
hvað það sé komið í ljós er
gerir það vafasamt að séra
Hjalti sé höfundur myndar
þeirrar af séra Hallgrími, er
allir þekkja. Ég vissi ekki til
þess, að Matthías Þórðarson,
sem bezt hefir um séra Hjalta
ritað, bæri brigður á þetta.
— Einn af niðjum séra Hjalta.
•Jr Manutötín
Sn. J. skrifi. .
„Hvernig fórum við að meðan
ekki voru bókaskrár Halldórs
Hermannssonar, ekki æviskrár
Bókmenntafélagsins sáluga
(eða man ég það ekki rétt, að
það gæfi upp andann fyrir all
mörgum árum?), ekki guðfræð
ingatal, ekki kennaratal, ekki
læknatal, ekki lögfræðingatal,
ekki verkfræðingatal, og ekk-
ert þeirra mörgu handbóka af
sama tagi, sem við þykjumst
ekki með nokkru móti geta án
verið? Við getum ekki svarað
spurningunni, svo einföld sem
hún þó er. Við verðum blátt
áfram að segja að hvorki vit-
um við það né skiljum.
En mikið vill meira. Nýjar út
gáfur þessara stóru bóka geta
að sjálfsögðu ekki komið út
nema með margra ára milli-
bili. Meira að segja er lítt
hugsanlegt að hinar stærstu
þeirra verði endurprentaðar,
t.d. ekki lögfræðingatalið, ekki
læknatalið, nema sú útgáfa,
sem væntanleg er í haust eða
vetur, og allra sízt kennaratal-
ið, sem er þeirra miklu stærst
og að vissu leyti merkast, bví
að það er mesta afreksverkið
að undanskyldum æviskrám
Bókmenntafélagsins. Af því
sýnist nær óhugsandi að gerð
verði ný útgáfa, þó að vel megi
vera að þessi fyrsta útgáfa
verði ljósprentuð, og þó yarla,
sakir kostnaðar. En vonandi
koma viðaukar, við skulum
segja á tíu eða fimmtán ára
fresti.
En tíu eða fimmtán ár eru
ekki neinn smáræðishluti úr
mannsævinni, og því væri það
harla æskilegt ef unnt væri að
finna leið til að stytta biðina.
Fyrir fjölda manns er það nú
orðið mjög óþægilegt að hafa
ekkí þessar handbækur nokk-
urn veginn til yfirstandandi
tíma.
Væri einn og sami íorieggj-
arinn að öllum þessum bókum
(og öðrum samskonar, sem vit
anlega fylgja í kjölfar þeirra),
mætti virðast að málíð væri
auðleyst, en nú eru forleggiar-
arnir einmitt þrír eða fleiri.
Væru þær allar á einu og saina
forlagi, gæti það láiið koma
árlega sameiginlegt viðauka-
bindi. Fyrir innlenda fræði-
mennsku væri að slíku safn-
riti ómetanlegur fengur og án
efa mundi reynast auðvelt að
fá að því mjög marga áskrif-
endur erlendis, einkum bóka-
söfn. Upp úr því mætti svo
gera viðauka við sérsöínici á
tíu til fimmtán ára fresti.
En þetta sameiginlega og ár-
lega safnrit, sem vitanlega yrði
með flokkaskiptingu, er ekki í
rauninni alveg jafnauðvelt að
hefja útgáfu þess og halda
henni uppi árlega þó að íor-
leggjarar sérsafnanna séu
svona margir? Það er mér nær
að halda. Kennaratalið verður
ávallt umfangsmest og naum-
ast sanngjarnt að ætlast til
þess, að sá maður sem var aðal
höfundur þess fáist til þess, að
halda starfinu áfram, þó að
miklu væri það æskilegast. En
þá mætti hugsa sér að fræðslu
málaskrifstofan tæki það að
sér. Henni yrði starfið auðveld
ast og ég hygg að hún hafi
ágætlega starfhæfum mönnum
á að skipa.
Það hygg ég að allur þorri
menntaðra manna muni viður-
kenna, að hér er um ekki ó-
merkilegt mál að ræða, og ósk-
andi væri, að þeir sem komið
gætu því í höfn, eða starfað
að framkvæmd þess, vildu
íhuga það gaumgæfilega. Að
þvi er til forleggjara kemur,
mundi þetta áhættuminna en
margt annað. Vegna sérstaks
vélakosts mundi ísafoldar-
prentsmiðja líklega nú í svip-
inn standa bezt að vígi, og svo
heppilega vill til, að á hennar
vegum eru þegar a.m.k. þrjú
hinna ofangreirjdu safna.
— Sn. J.
ir Fólksstraumurinn
Lesandi skrifar:
„Þann 8. janúar þ.á. skrifar
Gísli Guðmundsson langa
grein (fyrri hluta) í Tímann.
Telur hann þar fólksflutninga
úr sveitum til bæja á fslandi
stærsta innanlandsvandamál
þjóðarinnar“. Næsta dag, þ.e.
9. janúar tekur Morgunblaðið
í aðalleiðara sínum mjög í
sama streng.
Þetta má telja gleðilegt tím-
anna tákn. Hingað til hefir það
verið talinn fjandskapur við
Reykjavík að amast við fólks-
straumnum hingað. En ég
minnist alltaf viðtals, sem ég
átti fyrir nokkrum árum við
einn sanntrúaðasta íhalds-
mann, sem ég hef kynnst, og
sem var fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Hann sagði: „Það
er velferðarmál fyrir Reykja-
vík, ekki síður en landsbyggð-
ina, ef hægt væri að stöðva
fólksstrauminn hingað."
Ég held hann hafi rétt fyrir
sér.
— X X X“.
ÍT íslenzkt mál
Hlustandi skrifar:
„Þessi þáttur útvarpsins er
ágætur og mætti sannarlega
ætla honum lengri tima en nú
er gert, og stytta þá heldur
þessar svokölluðu „sinfóniu*4
hljómsveitir, sem eru öllum til
ama og engum til gagns.
Ef ríkisútvarpið er í vand-
ræðum með efni, þá fáið góða
lesara til að lesa, eða segja sögj
ur. Af nógu er að taka. Að
vísu jafnast enginn á við
Helga Hjörvar, en þó lesa
margir vel, — og látið þá
lesa. — Af nógu er að taka.
— Nafnlaus hlustandi.
5 herb. íbúð
5 herb. glæsileg íbúS til sölu á efstu hæð í sam-
byggingu í Austurborginni. 60 ferm. svalir, stór-
kostlegt útsýni, lyftur, *— Allar nánari uppl. gefur
FASTEIGNASALAN, HÁTUNI 4 A
sími 2-18-70.
Hilmar Valdimarsson fasteignaviðskipti
Jón Bjarnason hæstaréttariögmaður.
Bifreiðastjóri óskast
Vanur bifreiðastjóri óskast til útkeyrslu-
starfa o. fl. Sími 38555 og 10028.
Kaupmenn og Kaupfélög
fyrirliggjandi úrval af fallegu
SILKI DAMASKI.
Kr. Þorvaldsson
heildverzlun Grettisgötu 6
Símar 24730 og 24478.
Verzlunarstarf
Viljum ráða reglusaman afgreiðslu-
mann strax.
IVEálning & Járnvörur
REYKJAVÍK.