Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 17
MiðvRtudagur 10. Sgflst 1009
MORGUNBLAÐIÐ
17
\
- Stéttarsambandið
< Framhald af bls. 28.
Um tillögur verðlagsnefndar
urðu engar umræður, en þær
voru þrjár og fjölluðu um að
farið yrði fram á það við ríkis -
valdið að það tryggði bændum
að þessu sinni grundvallarverð,
aðalfundurinn yrði framlengdur
og nokkrar ábendingar varðandi
uppbyggingu næsta verðlags-
grundvallar. Þá urðu allharðar
umræður um tillögu reiknings-
nefndar um eignáskiptingu á
Bændahöllinni.
Fundurinn í gær hófst kl.
2.30 með því að landbúnaðar-
ráðherra, Ingólfur Jónsson,
flutti ræðu. Er hún birt í heild
á öðrum stað hér í blaðinu.
Þessu næst hófst afgreiðsla á
tillögum frá nefndum. Komu
fyrst fyrir tillögur reiknings-
nefndar og voru reikningar og
fjárhagsáætlun samþykkt ein-
róma og umræðulaust svo og
dagpeningar þingfulltrúa, sem
eru nú 500 kr. í stað 400 áður.
í>á kom til umræðu tillaga um
eignaskiptingu á Bændahöllinni
mill Stéttarsambandsins og Bún
aðarfélags íslands. Búnaðarþing
hafði sl. vetur samþykkt að
sémja um að eignaskiptingin
skyldi verða 60% hlutur Búnað
arfélagsins en 40% hlutur Stétt-
arsambandsins. Tillaga fundar-
ins nú fól hinsvegar í sér að
um helmingaskipti skyldi verða
að ræða. Harðar umræður urðu
um málið, en ræðutími, annarra
en framsögumanna nefnda,
hafði verið takmarkaður við 5
mínútur. Þeir Ingimundur Ás-
geirsson, Sveinn Jónsson og
Ingvar Guðjónsson voru beir
sem helzt veittust að fram-
kvæmdinni allri og sögðu m.a.
að því minni sem Stéttarsam-
— Abba Eban
Framhald af bls. 28
einnig blómvönd. Síðan var taf-
arlaust stigið inn í bifreiðar, og
ekið að ráðherrabústaðnum, þar
sem dvalið var stundarkorn, en
að því búnu var ekið að Hótel
Sögu, þar sem ráðherrann mun
búa ásamt föruneyti meðan
hann gistir ísland.
| Dagskráin i dag
f dag kl. 9.15 mun ráðherrann
hitta að máli utanríkisráðherra,
Emil Jónsson, kl. 10.00 forseta
íslands herra Ásgeir Ásgeirsson,
kl. 10.45 forsætisráðherra, dr.
Bjarna Benediktsson, kl. 11.30
borgarstjórann í Reykjavík,
Geir Hallgrímsson og síðan mun
hann snæða háclegisverð méð
forseta íslands kl. 13.00 að Bessa
stöðum. Kl. 17.00 heldur Abba
Eban fyrirlestur í Háskóla ís-
lands og kl. 19.30 snæðir hann
kvöldverð í boði Emils Jónsson-
ar og konu hans.
♦ Abba Eban
Er Leví Eshkol myndaði ríkis-
stjórn eftir síðustu kosningar í
Jsrael varð Abba Eeban utan-
ríkisráðherra í hinu nýja ráðu-
neyti. Abba Salomon Eban eins
og hann heitir fullu nafni, er
51 árs, fæddur í Suður-Afriku
1915. Árið 1923 fluttist hann til
Bretlands með móður sinni, ef’ir
að hún hafði gifzt kunnum v's-
indamanni Isaak Eban. Abba
Eban lagði stund á Austurlanda-
mál við háskólann í Cambridge
og varð þar síðan lektor £
hebresku, sýrlenzku (arame-
ísku), arabísku og persnesku,
aðeins 23ja ára að aldri. Hann
fór snemma að hafa afskipti /af
stjórnmálastarfsemi Zionista,
sem þá voru> margir í London
og vildu stofna Gyðingaríki í
Palestínu. Þá hét hann Aubrey
Eban, en að beiðni Ben Gurions
breytti hann fornáfni sinu í
hebreskt nafn og tók sér nafnið
Abba. Slíkar nafnabreytingar
eru algengar meðal ráðamanna
í fsrael og nægir að minna á
að frú Golda Meir, sem var ut-
anríkisráðherra á undan Abba
Eban hét áður Meyerson.
Ben Gurion fék snemma álit
Tokíó, 9. ágúst — NTB
EIN af fremstu skipasmíðastöðv
um Japans, Mitsubishi, skýrði
frá því í dag, að þar hefði verið
fundin upp aðferð til þess að
sjóða saman tvo skipshluta úti
á hafi. Myndi hin nýja aðferð
gera skipasmíðastöðinni kleift
að byggja risavaxin olíuskip allt
að 500.000 tonn án þess að þurfa
að koma upp nýjurn skipakvi-
um
SIMÍ 12.58H
VERZLUNIM
SK0LAV5T5
tíTSAL/%!
Barnakjólar og -kápur
ásamt fleiru
Mikill afsláttur,
aðeins þessa viku
á þessum gáfaða fræðimanni og
á heimstyrjaldarárunum síðari
var Abba Eban tengiliður milli
svokallaðs Palestínukontórs
heimssambands Gyðinga og yfir
herstjórnar bandamanna og síð-
an óx vegur hans unz hann varð
eftir kosningarnar í ísrael árið
1959 ráðherra með sérstakri
stjórnardeild í stjórn Ben Guri-
ons en Abba Eban var þá tal-
inn einn hinna „ungu manna“,
sem studdu Ben Gúríon. Árið
1960 var hann mennta- og menn
ingarmálaráðherra í ríkisstjórn
Leví Eshkols og frá árinu 1963
til 1965 var hann varaforsætis-
ráðherra og nú loks utanríkis-
ráðherra.
— Ræða Ingóifs
Framhald af bls. 12.
helz't skyldu þeirra njóta.
Ef þjóðin gerir sér grein fyrir
þessu, mun áfram verða örugg
atvinna í landinu, með gó'ðum
tekjum fyrir einstaklinga og
þjóðarbúið.
Framfarirnar og uppbyggingin,
sem átt hefur sér stað á flestum
sviðum þjóðlífsins undanfarin
ár, er vissulega ánægjuleg. —
Bændastéttin mun ekki láta sitt
eftir liggja til þess, að grózka
megi áfram verða í þjóðlífinu.
Ég vona, að takast megi með
góðvilja og skilningi, að finna
farsæla lausn á þeim málum,
sem valdið hafa áhyggjum og
nokkrum deilum innan bænda-
stéttarinnar.
Ríkisvaldið hefur fullan skiln-
ing á mikilvægi landbúnaðarins
og þess ágæta starfs, sem baenda
stéttin leysir af hendi. Megi land
búnaðurinn dafna og þjóðin öll
njóta góðra og batnandi lífs-
kjara.
Nokkrir gestir á aðalfundinum, meðal þeirra má þekkja (fremest): Stefán Björnsson for-
stjóra Mjólkursamsölunnar, Gunnar í Grænumýrartungu, stjórnarmann B.t. og að baki hans
Bjarna Arason ráðunaut, en aftan við hann Sigstein Pálsson bónda á Blikastöðum. Lengst
t.h. eru þeir Björn Stefánsson búnaðarhagfræðingur og að baki hans Stefán Jasonarson
bóndi í Vorsabæ í Flóa. (Ljósm. Bjarnleifur)
bandið ætti í því hallarekstrar-
fyrirtæki því betra. Guðjón
Hallgrímsson kvaðst ekki á móti
því að Búnaðarfélagið ætti stór
an hlut í höllinni, ef það aðeins
borgaði, en sú væri ekki raun-
in og því væri hann meðmæltur
tillögunni um helmingaskiptin
og vildi reikninga alla á hremt.
Tillagan um helmingaskiptin
var samþykkt með 31 atkvæði
gegn 5.
Kl. 3.30 fóru fulltrúar í boði
landbúnaðarráðherra í ráðherra
bústaðinn og neyttu þar kaffi-
Þegar miðað er við útbreiðslu,
ei langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
(MæyfafagerUn Hnrpa hf.
Upplýsingar í síma 15977.
veitinga og stóð boðið til kl.
4.30.
Síðan var fram haldið fundar
störfum. Tillögur framleiðslu-
nefndar voru tvær, sú fyrri
fjallaði um að stjórnin ásamt
B.í. kannaði til hlítar alla að-
stöðu um nýtt fyrirkomulag á
innflutningi fóðurbætis með til-
liti til að hann fáist á lægra
verði. Var tillaga þessi sam-
þykkt umræðulaust. Hin tillag-
an var í 8 liðum og fjallaði um
landbúnaðarframleiðsluna.
Fyrsti liðurinn var um það
að kannað yrði hvort eklci væri
Fæddi
Framhald af bls. 28
ir sig. Við fengum kvaðningu
um að koma til konu, sem
væri að þvi komin að eiga
barn. Þ<Hta var um hávetur og
var mikiíl snjór á jörðu, —
vorum við óvenju lengi á leið
inni. Þegar við komum á
staðinn tók systir konunnar á
móti ókkur og sagði hún okk-
ur að kollurinn væri þegar
kominn í ljós. Við gerðum
þá þegar viðvart á Slökkvi-
stöðina og ar.riar bíll fór eftir
hjúkrunarkonu, sem síðan
skildi á milli.
— Þetts eru þau tvö til-
íelli, sem ég hef tekið á móti
barni í sjúkrabíl, en oftar en
einu sinni hefur fæðingu bor
ið að við útidyr Fæðingadeild
arinnar og þá hafa hjúkrun-
arkonur og læknar að sjálf-
sögðu þegar komið á vett-
vang, r.agð; Helgi að lokum.
hægt að draga úr framleiðslu
landbúnaðarvara í kauptúnum
og kaupstöðum þar sem auð-
velt er fyrir menn að hafa tekj-
ur af annarri atvinnu. Annar
liðurinn var um að leggja niður
ríkisbú, þriðji liðurinn um að
útvegað verði fé frá ríkinu til
að úthluta til þeirra, sem leggja
vilja niður mjólkurframleiðslu
en taka upp aðra hagkvæmari
framleiðslu í staðinn. Þessi til-
laga fór aftur til nefndarínnar
í gærkvöldi og var ekki lokið
afgreiðslu hennar er fréttin var
rituð, en lítilsháttar meiningar-
munur var með mönnum um
orðalag hennar. Fjórði liðurinn
fjallaði um að Framleiðsluráö
láti athuga hver þau byggðar-
lög eru, sem hafa erfiðasta að-
stöðu um framleiðsluskilyrði,
með tilliti til þess að búsetu í
þeim verði ekk'i hætt. Var hún
ásamt fyrsta og öðrum Ijð sam-
þykkt samhljóða. Fimnui lið-
urinn var um framleiðsluáætl-
un og skiptingu útflutningsupp-
bóta milli afurðategunda. Var
meiningarmunur um hana og
fór hún aftur til nefndarinnar
svo og síðustu þrír liðirnir, til-
laga um að takmarlcað fóður-
bætisgjald verði lagt á, leitað
verði til Alþingis um breytingu
á Framleiðsluráðlögunum með
tilliti til framangreindra atriða
og loks ef ekki takist með fyrr-
greindum ráðstöfunum að halda
framleiðslunni hæfilegri, miðað
við þarfir markaðsins og sölu-
möguleika, skuli stjórnin og
Framleiðsluráð undirbúa nýjar
tillögur er lagðar verði fyrir
Stéttarsambandsfund.
Tillögur verðlagsnefndar voru
næst afgreiddar umræðulaust og
samhljóða. Hin fyrsta fjallaði um
að mjög skorti á að bændur
fengju grundvallarverð fyrir sína
vöru og þess farið á leit að ríkis-
stjórnin leggi fram fé í þetta
sinn er tryggi bændum fullt verð.
Önnur tillagan var um frestun
aðalfundarins en á framhalds-
aðalfundi verði tekin afstaða
hvað unnt væri að gera ef ríkis-
stjórnin neitaði málaleitan Stétt-
arsambandsins um framlag til
fulls grundvallarverðs og hvort
þá væri rétt að undirbúa sölu-
stöðvun á mjólk. Þriðja tillagan
voru nokkrar ábendingar við
uppbyggingu næsta verðlags-
grundvallar.
Þá komu fyrir tillögur alls-
herjarnefndar, hin fyrsta um
styrkveitingu til bænda sam
höfðu orðið fyrir tjóni af völd-
um óveðurs í júlímánuði sl. og
sem urðu fyrir kalskemmdum á
síðasta ári fyrir norðan og aus an
svo og um eflingu Bjargráða-
sjóðs.
Önnur tillagan var áskorun til
Alþingis og ríkisstjórnar um að
beita sér fyrir víðtæku samstrrfi
allra ábyrgra aðila þjóðfélag ins
til sóknar gegn verðbólgur.ni.
Þriðja tillagan var um að
fram skyldi fara endurskoöun
á samþykktum Stéttarsambar Is-
ins sem nú eru um 20 ára, litt
breyttar frá fyrstu tíð, sérstak-
lega skyldi athuga kaflann um
sölustöðvun svo og um endur-
skoðun á framleiðsluráðslögun-
um. Skyldi kjósa 5 manna ne nd
er skilaði áliti fyrir næsta affal-
fund. Sigurgrímur Jónsson bar
fram tillögu um að ekki skyldi
fjallað um framleiðsluráðslögin
að þessu sinni en sú breyting var
felld. Loks var svo tillaga. um
áburðarmál Áburðarverksmiðj an
skyldi verða eign ríkisins, og
endurbyggingu hennar hraðað
með tilliti til framleiðslu á fjöl-
breyttari áburði og loks að áburð
ur skyldi seldur á sama verði á
öllu landinu. Hermóður Guð-
mundsson bar fram viðbótartil-
lögu þar sem farið var fram á að
meðan endur.bygging verksmiðj-
unnar færi fram væri bændum
tryggt fullt valfrelsi um áburðar-
kaup. Tók nefndin þessa viðtót-
artillögu til athugunar á ný og
var gert ráð fyrir að tillagan yrði
afgreidd síðar í gærkvöldi.
Gert var ráð fyrir áð þessum
fundi lyki seint í gærkvöldi og
átti þá að kjósa nefndina til end-
urskoðunar laga samtakanna
o.. fl. Aðrar kosningar átti þessi
fundur ekki að fjalla um.
Vön snnmokona ósknst
helzt vön OVERLOCK vél.