Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. ágúst 1966 MORGUNBLAÐID 11 hafði hann verið farkennari í Flóanum í samfleytt átta Hér hefði mátt verzla mikið, ef — Einu verzlun Hjalteyrar rekur Jóhannes Björnsson frá Nolli í HöfðahverfL Bærinn Nollur stendur svo að segja ibeint á móti Hjalteyri — handan við fjörðinn. Nafnið segir Jóhannes sennilega dreg fð af orðunum hrollur og næðingur, sem oft eigi allvel við þar fyrir handan. Jóhannes kvaðst hafa byggt nýtoýli á Nolli kringum 1940 — en þar sem hann hafði litið land og varð mikið að sækja vinnu að heiman varð að ráði að hann flyttist til Hjalteyrar haustið 1941 Vann hann hjá Kveldúlfi —• sem á verksmiðjuna og hefur staðfð fyrir athöfnum á eyr- inni — ýmist við smíðar eða annað en byggði þess á milli íbúðir og úti'hús bæði í ná- grannasveitum og frammi í Eyjafirði. — Ég vann við þetta fram til sumarsins 1961, er ég varð fyrir því slysi að missa að mestu hægri hendina. Var ég þá alveg frá vinnu í eitt ár, undir læknishendi, fyrst á Akureyri en síðan í Reykja- vík. Síðan tók ég við verzl- uninni hér, breytti henni og stækkaði og jók vöruúrvalið eftir því, sem tök voru á. — í>etta hefur bara gengi'ð vel eftir atvikum og íbúa- fjölda. Hér hefur verið lítið um að vera, en hefði mátt verzla mikið, ef síldin hefði veiðzt eitthvað svipað og hér áður fyrr. Nú er orðið mjög dauft yfir þessu og útlitið ekki gott, haldi svo fram sem horfir og komi ekki annað í staðinn. Ég vona þó, að stað- urinn eigi ekki eftir að fara í eyði, svo að maður neyðist ekki til að hrökklast burt. Við kunnum vel við okkur hérna, Ihöfum komið okkur upp húsi, sem er verðlaust, ef staðurinn fer í eyði. Það gæti orðið okk- ur afar erfitt að byrja aftur annars staðar, einkum vegna þess að svona fór fyrir mér. Lítill afli í verksmiðjunni hittum við nokkra menn við kaffi- drykkju meðal þeirra þá Val- garð Sigui'ðsson og Agnar Þór Nokkrir starfsmanna síldarverksmiðjunnar. lítinn dekkbát — ég fékk Börnin koma fcegar í vor eitbhvað um 12 tonn, fer að birta það var ekkert. Einu sinni ............... , , Uppi a brekkunm bregðum fekk eg a sama tima 80 tonn. vig okkm- j heimsókn til Krist Við vorum að vísu fjórir þá, ínar Kristjánsdóttur, en mað- en tveir í vor — en höfðum ur hennar Einar Jónasson — Skyndiheimsókn til Hjalteyrar við Eyjafjörð léttilega upp brekkuna neð- an af eyrinni. — Ég kom með foreldrum mínum frá Skagaströnd árið 1897. Þau komu þá með gömlu Miillershjónunum, en Muller var kaupmaður hér. Vann faðir minn framan af hjá honum við byggingar en fór síðan að búa á Ytri Bakka. Hann byggði flest gömlu hús- in hérna, sem nú eru óðum a'ð tæmast. i sölu á hótelinu — sem kallað var Hótel Hjalteyri, meðan það var og hét, segir hún, — nú er þetta ekkert orðið, ör- fáir menn. — Börn Þórönnu eru sex og öll farin a'ð heiman, þrir drengjanna sjómenn, einn að læra kjötiðn og tvær dætur giftar. Hefði víst ekki mikið þangað að gera Skammt frá húsi Kristínar býr elzti borgari Hjalteyrar, og jafnframt alls Arnarnes- hrepps. Heitir hann Tryggvi Þórhallsson og er fæddur 24. nóvmeber 1873 í Baldursheimi en fluttist ársgamall að bæn- um Bragholti, skammt fyrir ofan Hjalteyri. Foreldrar Tryggva, Margrét Magnús- dóttir og Konráð Konráðsson bjuggu þar, en árið 1912, að föðurnum látnum, tók Tryggvi við búi ásamt móður sinni. Nokkrum árum síðar giftist systir hans, Geirlaug og tók ásamt manni sínum, Jóni Ólafssyni, við búskap með Tryggva. Fyrir tæpum tuttugu árum brug'ðu þau búi og fluttust niður á Hjalteyri. — Ég kunni nú betur við mig uppfrá, sagði Tryggvi. Hann var niðursokkinn í að lesa Lesbók Morgunblaðsins, og virtist lítið kæra sig um ónæðið. Hann kvaðst vel geta lesi'ð. — „Það er nú það eina, sem maður getur orðið, sagði hann. — Annars þyrfti ég víst að fá mér ný gleraugu. Ég man ekki hvað langt er frá því ég fékk þessi — ein þrjá- tíu eða fjörtíu ár, ætli það ekki. Ég fékk þau hjá ein- hverri konu í lyfjaibúð, — nei, ég fór aldrei til augn- læknis. — Já, ætli fyrsti aðkomu- maðurinn hafi ekki komið til Hjalteyrar um svipað leyti og við fluttumst í Bragholt, það var norskur maður og hét Knútur. Hann byggði fyrsta húsið hér undir brekkunni og var hér við netaveiðar og eitt hvað þess háttar. Svo fór áð tínast fleira úr því og Kveld- úlfur keypti hér allt land upp að Skriðulandi, hóf ýmiss konar starfsemi og reisti svo síldarverksmiðujna 1937. Þegar ég spurði Tryggva hvort hann brygði sér ekki öðru hverju til Akureyrar og Reykjavikur í ellinni — hrissti hann höfuðið og kvaðst einu sinni hafa komið til Reykjavíkur. — Það var árið 1906 og fór þá með póstinum. Þá var lsson, sem báðir stunda nokkr ar fiskveiðar á eigin bátum, Valgarður ásamt bróður sín- um Baldvin. — Við róum alltaf á vorin, segir Valgarður, tvo til þrjá mánuði, en veiðin fer ailtaf minnkandi. Við fengum í vor 12 tonn og lítilsháttar af grá- sleppuhrognum, um það bil 8 tunnur, sem við sendum suð- ur til Hafnarfjarðar í vinnslu. Agnar segist vera með sama veiðarfærafjölda. — Annars er ekkert um að vera á veturna, segir Valgarð- ur, má eiginlega segja að öll vinna sé búin, þegar komið er fram í desemtoer. Sumir fara þá burt á vertíð. — Finnst ykkur ekki ein- manalegt? — Jæja, svarar Agnar, mað ur finnur ekki svo mikið fyr- ir þessu, — en það er kannski ekki að marka mig ég er orð- inn þessu svo vanur. starfar vfð verksmiðjuna. Þau eiga fimm börn, sem öll eru löngu farin burtu, einn son- anna er sjómaður í Noregi, hin fjögur eru gift og búsett í Reykjavík og koma ekki heim nema í sumarleyfum. — Þau leita norður þegar fer að birta, segir Kristín. Kristín kom til Hjalteyrar barn að aldri og hefur búið þar og starfað næstum sam- fleytt síðan. Hún hefur nú eitt ár um sjötugt en hleypur enn Nokkur íbúðarhúsanna sem reist voru á síldarárunum. Skólahúsið í brekkunni. Meðan við Kristín vorum að tala saman var bankað á úti- dyrnar. Þar var komin mág- kona hennar, Þóranna Rögn- valdsdóttir og var hún drifin inn í kaffisopann. Þóranna kvaðst hafa verið á Hjalteyri í 34 ár — kom þangað um tvítugt og hefur unnið hjá Kveldúlfi í meira en tuttugu ár a.m.k. hluta úr ári, — mest við matreiðslu fyrir fólk ið, sem unnið hefur í verk- smiðjunni. Nú hefur bún mat Reykjavík víst öðru vísi en nú. Hvort hann langáði ekki suður að sjá, hve borgin hefði breytzt. — Nei, hnusaði í Tryggva og hann hrissti höfuðið yfir þessari vitleysu — ég hefði víst ekki mikið þangað að gera, sagði hann og grúfði sig aftur yfir blaðið. — Mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.