Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10 ágúst 1960 Hvað verður, ef síldin bregzt einu sinni enn? Mágkonurnar Þóranna og Kristín. ÞAÐ var sannarlega ekki sumarlegt á Hjalteyri við Eyjafjörð, þegar blaðamaður Morgunblaðsins var þar á ferð á dögunum, hráslagi í lofti, heldur kalt og regnský grúfðu yfir, þoku- slæðingur í fjallshlíðinni handan fjarðarins og hvergi sjáanlegt skipamastur, hvorki við bryggju né á ferð inn eða út fjörðinn. Einmana trillu- bátur vaggaði rétt undan landi og tæpast var nokkurn mann að sjá niðri á eyrinni. Sú var tfðin, að hér var fjör legt yfir að líta. Síldarskipin lágu tíðum inni í tugatali, nokkur við bryggju en fleiri við akkeri undan landi og biðu löndunar. Þá voru skip- in á stöðugri ferð út og inn fjörðinn, drekkhlaðin silfri hafsins. Þá var líflegt í landi á Hjalteyri, fjöldi af fjörugu ungu fólki, stúlkum, sem komu til að salta og piltum, sem störfuðu við bræðsluna og annað, sem til féll. Og pá voru haldin fjörug böll í gamla barnaskólanum, sem nú er orðinn kolryðgaður og að falli kominn, enda ekki verfð notaður í hátt á annan áratug. Ritstjórinn hafði sagt við mig: „Komdu við einhvers staðar og skrifaðu eitthvað um fólk, lífsbaráttu fólksins — og hví þá ekki skrifa um þennan stað, þar sem fólkið hefur árum saman háð bar- áttu við síldarleysið og lifir nú frá degi til dags með þá brennandi spurningu í huga. — Hvað verður nú, ef síldin bregzt einu sinni enn? Verð- um við að flytjast burt? Og þá hvert? Hjalteyri er dæmigerð fyr- ir síldarplássin norðanlands, þar sem líf og efnahagur manna blómstraði á árunum fram til 1944 en hefur farið hnignandi æ síðan. Reynt hef ur verið að ráða bót á ástand- inu með ýmsum ráðum, m.a. með því að leigja síldarflutn- ingaskip og hefur að því ver- ið nokkur bót — en þó er at- hafnalífið aðeins svipur hjá sjón fyrri tíma. Gömlu húsin niðri á eyrinni eru mörg hver ósköp ömurleg ásýndum, enda standa þau flest aúð — byggðin hefur næstum alveg flutzt upp á brekkuna, þar sem reist voru ný og glæsileg íbúðarhús á árum síldar og velmegunar. Þessi hús vill fólkið ógjarna yfir- gefa. Þau eru verðlaus, legg- ist allt athafnalíf niður, því hver mundi kaupa hús á slík- um stað? ' Vésteinn Guðmundsson, verksmiðjustjóri. Æskilegast að fólkið geti verið kyrrt Vésteinrt Guðmundsson, verksmiðjustj. hjá Kveldúlfi h.f. og hreppstjóri í Arnarnes- hreppi segir mér, að íibúatala Hjalteyrar sé nú rétt um hundrað manns, að börnum meðtöldum. Þegar mest var um að vera, voru þar búsett- ir nálægt helmingi fleiri og á sumrin sótti að fjöldi að- komufólks til að starfa í síld- inni. — Hér hefur ekki kom- ið veruleg síld á land frá því árið 1944, segir Vésteinn. Síð- an má segja, að veiðarnar hafi brugðizt. Að vísu hafa komið einstöku hrotur inn á milli, en ekkert að ráði. — í sumar höfum við feng- ið um 2200 tonn, sem allt hef- ur farið í bræðslu. Þar af voru um 500 tonn af íslenzk- um síldveiðiskipum, um 1000 tonn af færeyskum síldarskip um og um 700 tonn af siíldar- flutningaskipi, sem við höfum á leigu. Við byrjuðum að taka flutningaskip á leigu sumarið 1960 í samvinnu við Krossanesverksmiðjuna en nú hafa verksmiðjurnar hvor sitt skipið. — Og hvernig eru horfur í atvinnulífi Hjalteyrar? — Um það get ég Mtið sagt, meira en aðrir. Það hefur lít- ið veiðzt í sumar en við ger- um okkur auðvitað vonir um að síldin glæðist, þegar líður ur fram á haustið. Hún hef- ur hagað sér þannig undan- farin ár og enn er ekkert, sem bendir til þess áð þetta sumar verði öðru vísi. — En glæðist veiðin ökk- ert? — Ja, þá verður víða erfitt — og víðar en hér, einkum á Norðurlandi. — Er hætt við að fólkið verði að yfirgefa staðinn? — Verði alger aflabrestur á síldveiðunum og haldi fiski- leysi áfram að öðru leyti gæti komfð til þess. Seinustu þrjú árin hefur verið afar tregur afli fyrir Norðurlandi árið um kring — og þó hefur þetta árið verið heldur betra en sl. ár. — Leitar fólkið mikið burt á vetrum? — Unga fólkið kemur yfir- leitt aðeins til að vera yfir sumarið en þeir, sem eru hér búsettir leita yfirleitt ekki burt, nema einstaka maður, sem fer á vertíð fyrir sunn- an. Við höfum verið með fisk verkun ýmiss konar samfara síldveiðunum og hefur hún haldið uppi nokkurri atvinnu. — Hváð vinna margir við verksmiðjuna? — f sumar um 20—25 manns en á veturna sárafáir, einir fjórir menn að staðaldri. — Hvernig eru samgöngur við Akureyri um veturinn? — Þær mega heita orðnar ágætar — það teppist stund- um, m.a. dálítið í vetur, sem var mjög snjóþungur. En leið- in var fljótt opnuð. Héðan er ekki nema um hálfrar klukkustundar akstur til Ak- ureyrar. — Gæti fólkið stundað atvinnu á Akureyri og búið hér, ef í harðbakka slær? — Það væri vel hugsanlegt, enda þess dæmi. Að sjálf- sögðú fer þetta nokkuð eftir tfðarfari — snjóar gætu trufl- að samgöngur vissa tíma árs- ins, en eins og ég sagði, er yfirleitt reynt að halda opnu til Akureyrar og þá er það í sjálfu sér engin frágangssök að fara hálftíma leið til vinnu, þegar menn hafa bíl til um- ráða, eins og svo margir hér. — Það er auðvitað æski- legast, að fólkið geti verið hér kyrrt. Við vitum, að síld- veiðarnar, eins og fiskveiðar okkar yfirleitt, eru staðbundn ar, stundum hér, stundum þar — og gæti þa'ð skapað margvísleg vandamál, ef fólk ið flytti sig alltaf eftir síld- inni. Þetta er mál, er varðar þjóðfélagið í heild og ríkis- stjórnin hefur sýnt því mik- inn skilning, einkum með samkomuiagi því, er gert var við verkalýðsfélögin í fyrra um ráðstafanir til úrbóta í at- vinnumálum Norðurlands. — Var þá skipuð atvinnun^ála- nefnd og veitt fé til þess m.a. að styrkja síldveiðiskip tll þess að sigla með eigin afla á hafnir á Norðurlandi. Á sl. vetri var líka 'veitt fé til að stuðla áð aukinni útgerð heimabáta og öflun hráefnis á annan hátt. Þessar ráðstafan- ir hafa til þessa mælzt vel fyrir og borið árangur. Svæð- ið sem hér um ræðir nær allt frá Hornströndum austur á Langanes. Annað mál er, að haldi áfram aflaleysi, er spurning, hvort sílkar úrbaet- ur duga. Úr því verður reynsl an að skera. Framhaldsskólarnir í nágrenninu of fáir og smáir Á skrifstofunni hjá Vé- steini vinnur í sumar skóla- stjórinn Guðmundur Frí- mannsson. Hann ræður, ásamt konu sinni, Evu Magnúsdótt- ur, ríkjum í húsi því, er trón- ar hæst á brekkunni, mynd- arlegu skólahúsi, þar sem jafnframt er íbúð skólastjóra. Guðmundur sagði mér, að í vetur hefðu veri'ð um 50 nem- endur í skólanum, á aldrin- um 7—13 ára auk þess, sem átta nemendur voru í ungl- ingadeild. Þeir, sem halda á- fram námi setjast úr því flest ir í héraðsskólann á Laugum eða fara til Akureyrar — ana ars er það orðið vandamál hið mesta, sagði Guðmundur, því að allir skólar hér í ná- grenninu eru yfirfullir. Nú er orðinn miklu meiri áihugi á framhaldsnámi en áður og skólarnir fullnægja alls ekki þörfinni, þeir eru bæði oí litlir og fáir. — Við erum tveir við kennslu hér, hinn er Jóhann- es Hermannsson frá Syðra Kambhóli. Skólinn er bæði fyrir Hjalteyri og bæina hér framfrá og er fyrirkomulagi'ð með þeim hætti, að börnin skiptast á, koma annan hvern dag. Áætlunarbíll flytur börn in úr sveitinni í skólann. Höf- um við þannig alla aldurs- flokka á degi hverjum, sem er afar erfitt. Kennt er i tveimur deildum, annars veg- ar 7, 8 og 9 ára börnum, hins vegar 10—13 ára. Aðstaða til kennslu er ágæt, húsið er gott og vel stórt og nemendum frekar fækkar en fjölgar, a. m.k. frá Hjalteyri. Guðmundur kvaðst hafa komið til Hjalteyrar árið 1946 — há frá GrAnivík, ASnr Tryggvl Konráðsson, aldursforseti eyrarbúa. Skilvindurnar mættu gjarna hafa meira að gera. f verzluninni hjá Jóhannesi Björnssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.