Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 28
Helmmgí útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað nangstærsta og íjölbreyttasta blað landsins 179. tbl. — Miðvikudagur 10. ágúst 1966 Mikil og góð síld 120 mílur út af Dalatanga skip höfðu fyllt sig á svipstundu — MÖrg skip á leiðinni at Jan Mayen- miðum á þessar slóðir GOTT útlit er nú fyrir það að aftur fari að lifna yfir í síldveið- unum út af Austfjörðum, en þar höfðu bátar lóðað á mikla síld gær. Mbl. hafði í gærkvöldi sam band við síldarleitina á Dala- tanga, og fékk þar þær upplýs ingar, að síldarleitin hefði fyrst haft spurnir af síld þarna í fyrra dag í gegnum tæreyska síldveiði skipið Ingrid Á, sem fékk 115 tonn um 120-30 sjómilur suðaust- ur af Dalatanga. Síldarleitarskipið Otur fór strax á þessar slóðir, og byrjaði hann strax að lóða á mikla síld, þegar hann kom á þessar slóðir í gærmorgun. Fyrsta íslenzka skipið sem kom á veiðisvæði þetta var Hólmanes. í gærkvöldi höfðu þrjú skip tilkynnt um afla á þessum slóðum, en það voru 850 Ioxaií Laxó í Kjós Valdastöðum, Kjós, 7. ágúst: ÞANN 7. ágúst var laxveiðin í Laxá og í Bugðu sem hér segir: í Laxá hafa veiðzt alls 850 laxar, sem skiptist þannig, að á 1. svæði hafa fengizt 720 laxar, 62 á öðru og 68 á þriðja. Auk þess hafa veiðzt 60 laxar í Bugðu. — St. G. Helgi Scheving tók á móti barninu í bílnum. ögri með 200 tonn, SJólfari með 160 tonn og Grótta með 200 tonn, og vitað var að Óskar Gíslason hafði fengið mjög stórt kast. Var síldin mjög stór og falleg, og t.d. fór allur afli Ögra í söltun á Fáskrúðsfirði. Flest skipin á Jan Mayen mið- un voru farin að færa sig aust- ur á bóginn, og var vitað um að mörg skip voru á leið á þetta svæði. Á Jan Mayenmiðun var óhagstætt veður og bræla, en þó höfðu skip lóðað þar á talsverða síld í gær, sem erfitt var að eiga við vegna óhagstæðs veðurs. Þó fékk Gísli Árni þar 260 tonn af góðri stórsíld. Framhald af bls. 27 Utanríkisráðherrahjón fsraels, Abba Eban og frú, ásamt Emil Jónssyni, utanríkisráðherra og konu hans frú Guðfinnu Sigurð ardóttur fyrir framan ráðherrabústaðinn. (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Abba Eban kom til Reykja- víkur í gær UTANRÍKISRÁÐHERRA fsra- els Abba Eban og kona hans Susan komu til fslands í opin- bera heimsókn síðdegis í gær og munu þau dvelja hér í boði ríkisstjórnarinnar þar til á föstu dagsmorgun. Utanríkisráðherr- ann og frú komu við í ráðherra- bústaðnum á leið sinni að Hótel Sögu, þar sem þau munu búa meðan á heimsókninni stendur. Til íslands kemur Abba Eban frá Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Upphaflega var gert ráð fyiir að flugvél ráðherrans, Skýfaxi Flugfélags íslands, lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 19.45, en vegna mótvinds seinkaði vél inni og lenti hún kl. 20. Á flugvellinum voru mættir til þess að taka á móti ráðherr- anum og frú hans, Emil Jónsson, utanríkisráðherra og kona hans frú Guðfinna Sigurðardóttir; Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis- stjóri og kona hans frú Ólöf Bjarnadóttir: lögreglustjórinn í Reykjavík Sigurjón Sigurðsson; Páll Ásgeir Tryggvason, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu og aðalræðismaður ísraels á ís- landi, Sigurgeir Sigurjónsson. ♦ Blómvöndur í fánalitum ísraels Er Abba Eban og frú stigu út úr Skýfaxa var hægur vestan andvari og sól og blöktu fánar ísraels og íslands hlið við hlið yfir flugstöðvarbyggingunni. í fylgd með Abban Eban og frú var sendiherra fsraels á íslandi, Natan Bari-Yaacov; Luovre, að- stoðarráðuneytisstjóri og frú og Simon, skrifstofustjóri í ísra- elska ráðuneytinu. Er Abba Eban og frú voru komin niður landganginn af- henti eiginkona Emils Jónssonar, frú Guðfinna frú Eban blóm- vönd í fánalitum fsraels, bláu og hvítu, en kona Agnars Kl. Jónssonar afhenti frú Louvre Framhald á bls. 17. Aðalfundur Stéttarsambc dsins: Fór fram á ríkisframlag til trygg- ingar grundvallarverði Ingólfur Jónsson, ráðherra ávarpaði fundinn i gær STÉTTARSAMBAND bænda i að fresta slitum fundarins til lauk störfum aðalfundar í miðs nóvembermánaðar og gærkvöldi, eða afgreiðslu halda þá framhaldsaðalfund. þeirra mála, sem f.yrir fund- Hinar fjórar nefndir fundar- inum lágu, en samþykkt var I ins skiluðu í gær tillögum og Fæddi annan tvíburann við Miklatorg Brunavörður tekur á móti barni MBL. hafði spurnir af því í gær að snemma í gærmorg- un, milli kl. 7,30—8,00 hafi barn fæðzt í sjúkrabíl, sem þá var síaddur við Miklatorg í Reykjavík. Helgi Scheving, brunavörður, sem ók sjúkra- bílnum, tók á móti barninu og átti Mbl. stutt samtal við hann í gær um atburðinn. — Þetta er í annað sinn, sem ég tek á móti barni í sjúkrabíl, sagði Helgi og það merkilega við atburðinn í þetta sinn er, að um tvíbura var að ræða. Fæddist annar þeirra í bílnum er við vorum staddir við Miklatorg, hinn á Fæðing?deildinm 2 mínútum eftir að við vorum komnir þangað. — Aðdragandi málsins er sá að snemma 5 gærmorgun var hringt á Slökkvistöðina og okkur tilkynnt að koma að Álfhólsvegi 84 í Kópavogi því þar væri kona að því komin að eiga barn þar heima og vor um við bví beðnir að flýta okkur. Þegar við vorum komn ir á staðinn, leit alls ekki út fyrir að konan væri að því komin að fæða, heldur var hún hin hressasta. En þegar við ókum fram hjá Þórodds- stöðum kallaði hún á mig og sagðist vera að eiga barnið. Síðan fæddi Ragnheiður Sal- björg Jónasdóttir sveinbarn er við vorum staddir við Miklatorg. Ég tók á móti barn inu, en við brunaverðirnir skiljum ekki á milli, gætum aðeins að því að barnið nái andanum eg nafiastrengurinn festist ekki utan um það. — Fæðingin tók ekki nema eina mínútu og gekk mjög vel. Hinn tvíburinn, meybarn, fæddist síðan á Fæðingadeild- inni 2 mínútum eftir að við vorum komnir þangað. Ragn heiður er eiginkona Þorleifs Þorsteinssonar járnsmiðs og eiga þau 6 börn fyrir. — í fyrra skiptið, sem ég tók á móti barni í sjúkrabíl, gekk það einnig mjög vel fyr Framhald á bls. 17 voru þær afgreiddár. Talsverð- ar umræður urðu um sumar til- lagnanna, einkum tillögur fram- leiðslunefndar þar sem fjallað var um að útvegað yrði fé frá ríkinu til þeirra, sem leggja vilja niður mjólkurframleiðslu og taka upp aðra hagkvæmari framleiðslu, ennfremur um fram leiðsluáætlun þar sem um leið yrði ákveðin skipting milli af- urðategunda og loks að heimil- að skuli takmarkað gjald af inn- fluttum fóðurbæti. Ennfremur urðu talsverðar umræður um til ,lögur allsherjarnefndar einkum varðandi endurskoðun sam- þykkta eða laga Stéttarsam- bandsins og nýja atþugun á framleiðsluráðslögunum svo og tillögur um áburðarmál. Framhald á bls. 17 Metdagur hjá F. í. MÁNUDAGURINN var algjör metdagur í sögu innanlandsflugs ins hjá Flugfélagi fslands. Þá flutti félagið 1130 farþega og sló metið frá því sl föstudag, en þá flutti félagið 997 farþega. Á mánudaginn lá straumurinn aðal lega til og frá Vestmannaeyjum, eða farnar 18 ferðir, og flutt á milli lands og Eyja hátt á 4. þúsund manns. Fór Fokker Friendshipvél F. í. 16 þessara ferða ,én Douglasvél tvær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.