Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. ágúst 1966 JltaqpitMafrife Útgefandi: Framkvæmdastj óri: * Ritstjórar: Rits t j órnarf ulltr úi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 I lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti i5. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AKVARÐANIR FYRIR FRAMTÍÐINA Éfkvr&A UTAN ÚR HEIMI Ku Klux Klan ræðst gegn Bítlunum Segir þá „gífurlegt samsæri, ættað frá Hfoskvu44 HIN heiiaga styrjöld, sem margar bandariskar útvarps- stöðvar heyja nú gegn Bítl- unum brezku eftir að einn þeirra, John Lennon, lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús Kristur, og lærisveinar hans hafi verið treggáfaðir menn, hefur nú komizt á það stig, að framkvæmdastjóri söngvaranna síðhærðu ákvað skyndilega fyrir helgina að fljúga vestur um haf og kanna málið. Hyggst fram- kvæmdastjórinn, Brian Ep- stein, revna að bera klæði á vopnin áður en Bítlarnir leggja upp í fyrirhugaða hljómleikaför um þver og endilöng Bandarikin á föstu- daginn. Epsteir. leit málið svo alvarlegi.m augum, er hann frétti um herferð útvarps- stöðvanna í „Biblíubeltinu" svonefnda gegn Bítlunum, að hann ákvað að fara þegar í stað tii Bandaríkjanna enda þótt hann lægi sjúkur. Marg- ar útvarpsstöðvar vestra h*afa borið plötur Bítlanna á bál og hvatt hlustendur sína til að gera slíkt hið sama. Blað eitt í London telur, að hljóm- leikaför Bítlanna um Banda- ríkin kunni að verða aflýst, ef Epstein telur að öryggi þeirra yrði stefnt í voða. Brezkum blaðamönnum í Bandarikjunum hefur verið tjáð af þeim, sem þekkja til staða á borð við Birming- ham, Alabama og Jackson- ville, Fiorida, að Bítlunum yrði „að minnsta kosti“ tekið með mótmælaaðgerðum á þeim sióðum. Eins og fyrr getur hófst hin heiiaga styrjöld gegn Bítlunum eftir að viðtal birt- ist við einn þeirra, John Lennon, í tímaritinu „Date- book“ í New York. Þar lýsti Lennon því yfir, að kristnin myndi nverfa af sjónarsvið- inu líkt og „rokkið" á sínum tíma. Útvarpsstöð í Birmingham varð fyrst til að fordæma yfirlýsingar Lennons. Hvatti stöðin táninga í Alabama til þess að afhenda allar bítla- plötur sínar, myndir o. fl. svo hægt yrði að bera þetta allt á bál. Aðrar stöðvar sigldu í kjölfarið, og ieið ekki á löngu þar til tugir útvarps- stöðva um þver og endilöng Bandarikin -lógust í hópinn. Flestar hafa stöðvarnar lýst því yfir, að þær telji yfirlýs- ingar I.ennons guðlast. Síðan hefur stöðvunum bætzt óvæntur, og trúlega óvelkominn liðsauki. Robert Sheldon, „keisaralegur töfra- John Lennon styrkur úr annarri svipaðri átt. Forstjóri ríkisútvarps Suður-Afríku, Piet Meyer, hefur lýst því yfir, að sé rétt eftir John Lennon haft í blöð um, muni útvarpið þar í landi „ekki leggja sitt fram Þessir tveir útvarpsmenn skáru npp berörina gegn Bítl- unum. Þeir heita Doug Leyton og Tommy Cbarles, og starfa við útvarpsstöð í Birmingham, Alabama. Hér sjást þeir með Bítlaplötu, sem skömmu síðar fór á bálið. Robert Sheldon, „keisaralegur töframaður“ maður“, þ. e æðsti maður Ku Klux Klan ofstækisreglunn- ar, hefur frá höfuðstöðvum Kiansins i Mississippi sent út yfirlýsingu urn „hina úrkynj- uðu menningu" og jafnframt lýst því yfir, að Bítlarnir hafi verið „heilaþvegnir af kommúnistaflokknum. Raun- ar hefur Sheldon áður haldið því fram, að Bítlarnir1 séu ekkert annað en gífurlegt samsæri af hálfu Moskvu, sem stefni að því ,„að grafa undan auðiegu heilbrigði bandarísku þjóðarinnar og siðferðiskennd hennar". Þá hefur einnig bætzt liðs- til þess að gera hópinn að dýrlingum". Flestar útvarpsstöðvarnar, sem lierörina haia uppskorið gegn Bítlunum, eru í Suður- ríkjunum. Enda þótt almenn andstaðá væri gegn Bítlun- um væri. í Suðurríkjunum mundi það þ'til áhrif hafa á hljómleikaför þeirra, sem hefst á föstiidag. Suðurríkin eru þar ekki með á dag- skránni, og hafa Bítlarnir raunar aidrei farið þar um af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa neitað að syngja þar sem kynþáttaðskilnaður á sér stað meðal áheyrenda. 'C’ftir tæpa tvo áratugi verða íslendingar orðnir 275 þúsund talsins, og um alda- mótin er áætlað að fjöldi landsmanna verði orðinn um 400 þúsund. Mikilvægar ákvarðanir, sem teknar eru í dag á ýmsum sviðum, svo sem í atvinnumálum, sam- göngumálum og menntamál- um hafa mikla þýðingu fyrir ~þá, sem byggja þetta land að nokkrum áratugum liðnum. Það liggur því í augum uppi, að þær ákvarðanir, sem nú eru teknar á sviði lands- mála verður að miða við þær breyttu aðstæður, sem mik- ill fólksfjöldi, á okkar mæli- kvarða, mun skapa hér á landi síðar á þessari öld. Á sviði samgöngumála skiptir t.d. miklu máli að menn geri sér nokkra grein fyrir líklegri skiptingu fólks eftir landshlutum á næstu áratugum og hvernig þróun verður í hinum ýmsu þáttum samgöngumála. Á sviði menntamála og skólabygg- inga og fyrirhugaðra breyt- inga á skólakerfinu skiptir miklu að gera sér grein fyrir líklegri skiptingu fólks eftir námsgreinum og við atvinnu uppbyggingu verður að taka tillit ti'l þess, að hér þarf að halda uppi 400 þúsund manna þjóð að nokkrum áratugum liðnum. Þessar fyrirsjáanlegu stað- reyndir undirstrika nauðsyn þess, sem rætt var um í for- ustugrein Mbl. í gær og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri hefur bent á, að gerð verði landsáætlun um sennilega þróun byggðar í landinu á næstu áratugum. Ákvarðan- ir, sem hafa munu víðtækar afleiðingar á næstu áratug- um, en teknar eru í dag, verð ur að byggja á slíkum áætl- unum, ef vel á að vera. Og stjórnmálaflokkarnir, sem bera mikla ábyrgð á þróun mála á flestum sviðum þjóð- lífsins, verða í stefnumótun sinni að gera sér grein fyrir hinurh öru breytingum, sem verða á nútímaþjóðfélagi og þeir verða að miða stefnu sína ekki aðeins við líðandi stund og næstu ár, heldur næstu áratugi og nýja öld. SANNGJÖRN ÓSK Chðar í þessum mánuði munu ^ fulltrúar ríkisstjórna ís- lands, Danmerkur, Horegs og Svíþjóðar koma saman til fundar til þess að ræða beiðni Loftleiða um að fá að nota RR-400 flugvélar félagsins á flugleiðum til Norðurlanda. Eins og skýrt var frá í Morg- unblaðinu í gær hefur tölu- vert verið um mál þetta rætt í dönskum blöðum, og verð- ur ekki séð, að þau ræði það af sanngirni né hófsemi. Kjarni þessa máls er auð- vitað sá, að Loftleiðir vilja af eðlilegum ástæðum nota hin- ar nýju og stóru flugvélar sínar á ölilum flugleiðum, þannig að farþegar þeirra frá Norðurlöndum þurfi ekki að skipta um vélar hér á landi. Það gefur auga leið að það mundi auka þægindi farþega og hagkvæmni í rekstri Loft- leiða. Loftleiðir fara ekki fram á neina aukningu á starfsemi sinni á Norðurlönd um, og mál þetta hefur enga þýðingu fyrir fargjöld þeirra né SAS. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga hljóta ís- lendingar að vonast til að ná- grannar okkar og frændur á Norðurlöndum taki þessari málaleitan hins íslenzka flug félags með skilningi og af sanngirni, og fallist á þessa beiðni, enda er eins og fyrr er sagt ekki farið fram á neina aukningu á starfsémi hins íslenzka flugfélags á hin um Norðurlöndunum. ÖHREKJANLEG STAÐREYND jóðviljinn ræðir enn í gær um viðtal það, sem blað- ið birti fyrir nokkru við Eð- varð Sigurðsson og segir: „Eðvarð var einmitt að leggja áherzlu á, að alrangt sé að tala um, hvort heldur væri styttingu vinnutímans eða lengt orlof, sem kaup- hækkun til verkamannsins. Styttur vinnutími sé tvímæla laus kjarabót, en þýði ekki auknar tekjur. Fleiri dagar í sumarorlofi sé líka mikils- verð kjarabót, en gefi heldur ekki auknar tekjur“. Eins og Mbl. hefur bent á sagði Eðvarð Sigurðsson orð- rétt í viðtali við Þjóðvilj- ann: „Ef tekin eru þessi tvö atriði, stytting vinnutímans og aukið orldf og það reikn- að til hækkunar á tímakaup- inu, þá hækkar það tíma- kaupið á þessum tveimur ár- um um 10%%.“ Þetta er auðvitað kjarni málsins. Þegar vinnutími styttist, en kaupgjald helzt óbreytt, liggur í augum uppi, að kaup á hverja unna stund hækkar verulega og þá jafn- framt kaupmáttur tímakaups hverrar unnar stundar. Þetta er svo augljós staðreynd, að um hana þýðir ekki að deila, enda hefur formaður Dags- brúnar í viðtali við Þjóðvilj- ann viðurkennt þessa stað- reynd, og allar tilraunir kommúnistablaðsins tiil þess að komast framhjá því, eru gjörsamlega þýðingarlausar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.