Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
' Miðvikudagur 10. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
kærðuð yður um að líta inn til
mín, eftir að hafa fengið að-
gang að öðru eins húsi. Hverjir
voru þar fleiri?
— Það var eitthvert slangur
af prófessorum, og þeirra með-
al minn ágæti yfirboðari, hr.
Fossi, ásamt ektamaka sínum.
Ég lagði hæfilega áherzlu á
gktamakann. Hún hló og við
gengum áfram.
— Vesalings Giuseppe! Ég
get alveg séð hann fyrir mér í
virðuleikahamnum sínum, út-
blásinn af stolti yfir heimboðinu.
En hvað fannst yður um hana
Láviu okkar?
— Mér fannst hún falleg. Og
töfrandi. Æði miklu meir svo
en ungfrú Rizzio.
— Almáttugur minn. Var hún
nú þarna líka?
— Já, með honum bróður sín-
um. Mér fannst þau bæði óþarf
lega formleg í framkomu.
— Já, það finnst víst flestum.
Jæja, ég kalla yður hafa slegið
yður upp, af aðkomumanni að
vera, Armino Fabbio! Það verð-
ur víst ekki auðvelt að stöðva
yður héðan af. Til hamingju!
Svona hefur mér ekki orðið
ágengt á tveimur árum.
Við snerum upp eftir Rossini-
götu. Gangstéttirnar voru fullar
fólki í búðarápi og stúdentum,
sem voru að verða of seinir á
fyrirlestrana sína.
— Ekki vænti ég, að formaður
Listaráðsins hafi verið þarna,
fyrir einhverja tilviljun?
Ég hafði nú þegar gengið nægi
lega í augun á henni, án þess
að þurfa að hreykja mér neitt.
Og svo var líka betra að tala
varlega. — Jú, hann leit inn sem
snöggvast, sagði ég. — Ég var
farinn á undan honum. Ég rétt
talaði orð við hann yfir glasi
af Campari. Hann var ósköp vin
gjarnlegur, en ekki líkt því eins
áberandi, svona lífvarðarlaus.
Aftur þagnaði hún og glápti.
— Ótrúlegt! Ekki búinn að vera
nema þrjá daga í Ruffano og
samt verið svona heppinn. Þér
hljótið að vera göldróttur.
Nefndi hann mig nokkuð?
— Nei, sagði ég. — Það var
nú varla tími eða tóm til þess.
Ég held að hann hafi varla vit-
að, hver ég var.
— Það var illt að sleppa slíku
tækifæri, sagði hún. — Hefði ég
bara vitað af þessu! Þá hefðuð
þér getað borið honum skilaboð
frá mér.
— Þér megið ekki gleyma þvi,
að þetta var allt saman hunda-
heppni og tilviljun ein. Hefði ég
ekki farið í kirkju.......
— Jú, það er krakkaandlitið
á yður, sagði hún. — Reynið
ekki að segja mér, að hefði ég
farið í kirkju og hitt Liviu
Butali, þá hefði hún gert sér það
ómak að bjóða mér heim uppá
glas. Ég býst við, að hún þyk-
ist verða að halda uppi risnu í
nafni háskólans, meðan maður-
inn hennar er ekki heima, held-
ur vel geymdur í sjúkrahúsi í
Róm. Var Aldo Donati nokkuð
að stíga í vænginn við hana?
— Ekki svo að ég sæi, sagði
ég. — Hún virtist þurfa miklu
meira að tala við Rizzio prófess-
or.
Við skildum svo og ég gekk
inn í hertogahöllina, en hún hélt
áfram upp brekkuna til háskól-
uns. Ekkert hafði verið minnzt
frekar á neitt stefnumót með
okkur. En ég fann samt á mér,
að svo mundi verða.
Þessi iðjuleysis-sunnudagur
minn hafði gert það að verkum,
að ég var heldur seinn í vinn-
una. Þegar ég kom, sá ég, að all-
ir hinir voru komnir á undan
mér, þar með talinn yfirmaður
minn, Fossi. Þau stóðu í hnapp
og íöluðu sín í milli af miklum
ákafa. Af einhverjum ástæðum
var það ungfrú Catti, sem mesta
athyglina dró að sér.
— Það er enginn vafi á því,
sagði hún. — Ég hef það frá ein-
um stúdentinum — það er hún
Maria Cavallini — hún var læst
inni í herberginu sínu ásamt
fjórum öðrum. Það var ekki
fyrr en húsvörðurinn kom í
morgun að athuga miðstöðina,
að þær sluppu út, eða nokkrar
hinna.
— Þetta er frámunalegt
hneyksli. Nú verður heljar-uppi
stand, sagði Fossi. — Hefur
þetta verið kært til lögreglunn-
ar?
— Það gat enginn sagt mér.
Ég gat ekki staðið þarna og
kjaftað. Þá hefði ég komið of
seint í vinnuna.
Augun ætluðu út úr höfðinu á
Toni er hann hljóp til mín. —
Hefurðu heyrt fréttirnar? sagði
hann.
— Nei, Hvaða fréttir?
— Það var brotizt inn í kven-
stúdentagarðinn í nótt, og stelp
urnar læstar inni í herbergjun-
um sínum. Enginn veit, hvernig
þetta gekk til eða hverjir þarna
voru á ferð. Mennirnir voru með
grímur. Hvað voru þeir margir,
ungfrú? Hann sneri sér að ná-
fölum ritaranum, sem hafði svo
óvænt orðið fregnberi — og það
merkilegra fregna.
□----------------□
37
□----------------D
— Það voru einir tólf eða
fleiri, sagði hún. — Enginn veit
hvernig þeir brutust inn. Þetta
skeði snögglega, rétt um það bil,
sem V og H-stúdentarnir voru
að koma heim. Þið vitið hvaða
ógurlegan hávaða þeir gera með
þessum skellinöðrum sínum?
Þeir voru þarna notaðir fyrir
hulu, meðan hinum var hleypt
inn. Það má kannski kalla þetta
sprell. En ég kalla það nú bara
hneyksli.
— Svona, svona, sagði Giu-
seppe Fossi, en augun stóðu nú
samt út úr honum af spenningi.
— Að því er við bezt vitum
varð engin stúlknanna fyrir
neinu ofbeldi. Það er ekki svo
voðalegt að vera lokaður inni
í herberginu sínu — mér er sagt,
að þær séu það alltaf. En ef hús-
ið hefur verið rænt, gegnir öðru
máli. Þeir verða að kalla á lög-
regluna. Að minnsta kosti verð-
ur Elia prófessor að svara til
saka. Jæja, eigum við að fara
eitthvað að gera?
Hann óð svo að skrifborðinu
sínu og kinkaði kolli til ritara
síns. Hún elti hann með minnis-
bók og blýant í hendi, og var
uppleit.
— Hversvegna á að kenna
Elia prófessor um þetta? sagði
Toni. — Það er ekki honum að
kenna þó að V og H-stúdentarn
ir hafi gaman af að gera sprell.
En ég fæ nánar um þetta að
vita, hjá vinkonu minni seinna
í dag. Hún hefur áreiðanlega
frétt hjá kunningja sínum, hvað
raunverulega gerðist.
Við gengum nú að morgun-
verki okkar, en þó laus við alla
einbeitingu. Hvenær sem sím-
inn hringdi litum við upp og
lögðum við eyrun, en jáin eða
neiin hjá hr. Fossi gáfu okkur
barna engar upplýsingar. Inn-
brot í kvenstúdentagarðinn kom
ekki bókasafninu við.
Þegar formiðdagurinn var um
það bil hálfnaður, sendi Fossi
okkur Toni upp í nýbygginguna
með bókakassa. Við fluttum þá
í lítilli kerru, sem til þess var
ætluð. Þetta var fyrsta heimsókn
mín í nýja bókasafnið handan
við háskólann, en það stóð uppi
á hæð, skammt frá öðrum ný-
legum húsum, verzlunardeild-
inni og eðlisfræði-vinnustofunni.
Þessi hús bjuggu ekki yfir töfr-
um gömlu háskólabygginganna,
en samt var stíll þeirra ekki
óviðkunnanlegur og gluggarnir
gáfu góða birtu þeim, sem þar
unnu.
— Og allt að þakka honum
Butali prófessor, sagði Toni, —
og svo yngri mönnunum í há-
skólastjórninni. Rizzio gamli
barðist gegn því, eins og hann
var maður til.
— Hvernvegna það? spurði
ég.
— Honum þótti það víst nið-
urlægja mennta-andrúmsloftið,
glotti Toni — og gera stúdent-
ana hans að verksmiðjulýð. Sam
kvæmt hans áliti átti háskól-
inn í Ruffano að vera kennslu-
stofnun, þaðan sem ungir menn
áttu að geta dreifzt út um land-
ið með klassísku menntunina
sína til að fræða unglingana í
skólum landsins.
— Það geta þeir gert eftir sem
áður.
— Já, það geta þeir, en hví-
líkur þrældómur! Nú, maður
með hagfræðipróf getur fengið
atvinnu á svipstundu hjá ein-
hverju stórfyrirtæki og unnið
sér inn á þremur mánuðum það
sem kennari þarf ár til að vinna
sér inn. Nei, þetta er engin fram
tíð!
Við tókum kassana út úr bíln-
um. Málararnir voru ekki farnir
úr húsinu fyrir meira en viku,
sagði Toni mér. Há, björt og með
hillum frá lofti til gólfs, mundi
nýja byggingin verða æði miklu
heppilegri fyrir safnið en gamli
veizlusalurinn í hertogahöllinni.
— Hvað fengu þeir peninga í
þetta? .spurði ég.
— En skólagjöldin frá Vog
H! Hvað svo sem annað?
Við skildum eftir kassana
handa starfsliðinu þarna að taka
upp úr, undir stjórn starfs-
bræðra Fossis, en þó ekki fyrr
en Toni hafði haft innbrotssög-
una upp úr einhverjum sem
þarna var að vinna.
— Þeir segja, að Rizzio ætli
að segja af sér, nema því aðeins
Elia beiðist opinberlega afsökun
ar fyrir hönd V og H-stúdent-
anna, sagði hann með ákafa, er
við gengum út. — Og þar verður
nú barizt til úrslita, vertu viss!
Ég held ekki, að Elia muni
nokkurn tíma taka það í mál.
— Mér var sagt, að ég mundi
koma í dauðan bæ, sagði ég. —
Hafið þið kannski eitthvað
svona spennandi á hverjum
degi?
— Nei, ekki er nú því að
heilsa, sagði harin, — en ég skal
segja þér, hvernig þetta allt er
í pottinn búið. Þegar rektorinn
er fjarverandi, nota þeir Elia
og Rizzio tækifærið til að bíta
hvorn annan á barkann. Þeir
hatast, og þarna er tækifærið
þeirra.
Þegar við vorum að koma
skrjóðnum fyrir úti fyrir her-
togahöllinni um klukkan þrjú
kortér í eitt, sá ég, að Carla
Raspa kom út úr hliðardyrum
ásamt hópi af listastúdentum.
Hún sá mig og veifaði hendi. Ég
veifaði á móti. Hún sendi hópinn
áfram, en beið mín, að ég slæg-
ist í för með henni.
— Ætlið þér nokkuð sérstakí
í hádegisverð? spurði hún.
— Nei, svaraði ég.
— Farið þér þá í veitingahús-
ið, þar sem við hittumst fyrst,
flýtti hún sér að segja. — Pant-
ið þér borð handa tveimur. Ég
má ekki tefja núna, ég verð að
koma þessum hópi heim. Nú er
öllum bannað að stanza nokkurs
staðar, eftir það, sem gerðist í
gærkvöldi. Þér hafið heyrt frétt
irnar?
— Já, þetta innbrot. Það hef
ég heyrt.
— Ég get sagt yður dálítið
meira, sagði hún. — Það er
næstum ótrúlegt.
Hún þaut á eftir hópnum sín-
um, en ég hélt áfram niður
Rossinigötu. Veitingahúsið var
yfirfullt, eins og fyrri daginn, en
mér tókst nú samt að ná í borð.
En þarna voru engir stúdentar.
Staðurinn virtist vera uppáhalds
samkomustaður þeirra kaup-
sýslumanna í Ruffano, sem fóru
ekki heim til sín í mat. Carla
Raspa kom fljótlega. Hún smelti
fingrunum til þjónsins og pant-
aði mat, en síðan brosti hún til
mín.
— Út með það, sagði ég. —
Ég get þagað yfir leyndarmál-
um.
— O, þetta er svo sem ekkert
leyndarmál, svaraði hún, en leit
samt fyrst um öxl. — Það er
víst þegar komið út um allan
háskólann. Ungfrú Rizzio hefur
verið nauðgað.
Ég starði á hana vantrúaraug-
um.
— Það er satt, sagði hún með
áherzlu og hallaði sér fram. Ég
hef það frá hennar eigin þjón-
ustufólki. Þessir piltar, hverjir
sem það nú hafa verið, snertu
ekki við stelpunum. Þeir læstu
þær allar inni í herbergjunum
þeirra, en réðust svo á garðinn
þar sem hann var hæstur. Er
þetta ekki alveg dásamlegt?
Hún ætlaði alveg að kafna i
hlátri. Mér var ekki nærri eins
skemmt. Maturinn, sem var fyr
ir framan mig, gerði mig alveg
lystarlausan. Hann leit út eins
og innýfli.
— Þetta er ekki nema alvana
legur glæpur og handa lögregl-
unni að fást við, sagði ég. — Sá
seki er góður með tíu ára fang-
elsi.
— Nei, sagði hún. — Það er
sagt, að unfrúin sé alveg að
sleppa sér á taugum og vilji láta
þagga málið niður.
— Það getur aldrei orðið,
sagði ég. — Það leyfir réttvís-
in aldrei.
Hún réðst að fullum matar-
diskinum sínum með beztu lyst
og stráði muldum osti á káss-
una. — Réttvísin getur ekkert
aðhafzt ef enginn kærir, sagði
hún. — Það hljóta piltarnir að
hafa gert sér ljóst og skákað i
því skjólinu. Auðvitað verður
hræðilegt uppnám út af innbrot
inu. En það sem ungfrú Rizzio
verður fyrir, er hennar mál. Ef
hún neitar að kæra fyrir árás,
og bróðir hennar stendur henn-
ar megin getur enginn neitt
gert. Hafið þér pantað vín?
Það hafði ég og hellti í hjá
henni. Hún slokraði það eins og
kverkar hennar væru skrauf-
þurrar.
— Það er ekki eins og henni
hafi verið neitt misþrymt, hélt
hún áfram. — Mér skilst, að það
hafi alls ekki verið um neitt
slíkt að ræða. Engin barsmíð.
Bara sýnt, hvernig þetta gengur
fyrir sig.
— Hvernig vitið þér þetta?
spurði ég.
— Jæja þannig gengur sagan.
Þetta segja stúlkurnar í kven-
stúdentagarðinum. Nú þegar
þær eru búnar að jafna sig af
hræðslunni við grímuklædda
menn — en sleppa sjálfar ósnert
ar — þær sem þá hafa verið
þar fyrir — þá geta þær ekki
stillt sig. Að þetta skyldi hafa
komið fyrir sjálfa frökenina!
Maður verður nú að dást að
þessum V og H-piltum. Þeir eru
ekki huglausir, hvað sem annars
má um þá segja!
— Ég trúi þessu nú ekki enn,
sagði ég.