Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. ágúst 1966 Konan mín SIGURBJÖRG S. ÞORSTEINSDÓTTIR andaðist 8. þ.m. á sjúkrahúsi Hvítabándsins. l’yrir mína hönd barna minna tengda og barnabarna. Hermann G Hermannsson. Faðir okkar og tengdafaðir BJÖRN GUÐMUNDSSON Skagfirðingabraut 23, Sauðárkróki, andaðist í sjúkrahúsi Sauðárkróks 7. ágúst. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. ágúst kl. 2. Áslaug Björnsdóttir Kemp, Stefán Kemp, Ingibjörg Björnsdóttir, Jónas Guðjónsson. Útför sonar okkar, JÓNS GUÐNA INGÓLFSSONAR Álftamýri 6, Reykjavík fer fram. frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda. Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, Ingólfur Jónsson. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa EINARS B. KRISTJÁNSSONAR húsasmíðameistara, Freyjugötu 37, verður gerð frá Dómkirkjunni föstucagir.n 12. ágúst nk. kl. 10,30 f.h. — Útvarpað verður frá jarðarfcrinni. Blóm vinsamlegast afbeðin. Guðrún Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. Útför konu minnar, móður og tengdamóður MÖGDU MARÍU JÓNSSON (fæddri Balzeit) Mjóstræti 10, sem andaðist 4. ágúst fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. ágúst kl. 1,30 síðdegis. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum v/Suðurgötu. Ágúst Jónsson, börn og tengdabörn. 'Útför FRIÐRIKS HAFBERG frá Flateyri, sem lézt að heimili sínu 2. þ.m. fer fram frá Garða- kirkju á Álftanesi fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 2 e.h. Bílferð frá B.S.R. í Lækjargötu kl. 1,30. Vilborg Hafberg, börn, tengdabörn. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim. er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR ÞORMAR Sigmar Þormar, synir, tengdadætur og barnabörn. Þökkum innilega auðsýr.da samúð við andlát og jarðar för móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur MARÍU GÍSLADÓTTUR frá Auðkúlu Arnarfirði, ennfremur þökkum við læknum, hjúkrunarfólki og stofusystrum á Sólvangi. Matthea J. Pederscn, Herbert Pedersen, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Jónsson, Bergþóra Guðmundsdóttir, Gísli Jónsson, Ólafur Jónsson, barnabörn og bræður. Innilegt þakklæti til hinna mörgu fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför okkar ástkæra sonar og bróður GUNNARS GUNNARSSONAR er lézt 28. fyrra mánaðar. Kirsten og Gunnar Ingimarsson, systir og bræður. Hjartans þakkir til ailra þeirra sem auðsýnt hafa samúð og hjálp við hið sviplega fráíall drengsins okkar GUNNARS VILHJÁLMSSONAR Steinunn Úlfarsdóttir, Vilhjalmur Gunnarsson, Tunguholti, Fáskrtiðsfirði. Sigríöur Halldórsdðttir Þormar HIÐ fyrsta, sem mér kom í hug, þegar mér barst andlástfregn frú Sigríðar Þormar í útvarpinu, voru nokkrar ógleymanlegar sumarvikur á heimili hennar og manns hennar, Sigmars Þormar garðyrkjumanns, að Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal. Það voru liðn ir meira en tveir áratugir síðan ég kom þangað á heimilið, ókunn ugur þeim hjónum báðum, og dvaldist þar lengst af sumars. Þegar ég fór undir haust var mér löngu ljóst, að elskulegri manneskjum, en þeim og börn- um þeirra, hafði ég vart kynnzt. Þaðan af hélzt vinátta og kynni með okkur og Þormarshjónum, þó að stopulir yrðu stundum fundir, eftir að við fluttum í Holt. Já, þær urðu mér furðulega ferskar, þessar sumarminningar. Og frú Sigríður var kona, sem ekki var aujvelt að gleyma. Stór velgefin og giæsileg sýn- um á meðan hún hélt heilsu og kröftum, gestrisin, ástúðleg og glaðvær, margfróð og glögg, eins og hún átti kyn til, stórbrotin og höfðinglunduð. Og einstakur vin- ur og tryggðatröll. Er að henni mikill sjónarsvipt- ír, enda munu margir minnast hennar bæði sem húsfreyja á Skriðuklaustri og á Arnheiðar- stöðum, og eins eftir að þau hjóh fluttust til Reykjavíkur. Frú Sigríður Þormar fæddist að Skriðuklaustri í Fljótsdal ár- ið 1889. Hún var af stórmenni komin og skörungur í báðar ættir og bar þess glöggt mót. Faðir hennar var Halldór Benediktsson bóndi í Skriðuklaustri, er einn var mestur framkvæmdamaður og skörungur í bændastétt á Aust- urlandi um sína daga. Hann var sonur Benedikts, er síðast var prestur að Heydölum, Þórarins- sonar prests og skálds í Múla, bróður Benedikts Gröndal yfir- dómara og skálds. Móðir Hall- dórs og amma Sigríðar var Þór- unn dóttir Stefáns prests í Kirkjubæ. Þorsteinssonar. Eru þetta víðkunnar ættir og merk- ar. Móðir Sigríðar var Arnbjörg Sigfúsdóttir, Stefánssonar prests Árnasonar að Valþjófsstað. Voru því foreldrar Sigríðar systkina- börn. Arnbjörg húsfreyja á Skriðuklaustri var hvorttveggja í senn, valkvendi að mannkost- um og forkur til allra búsum- sýslu, kvenna fríðust og kunn- áttusömust um allt það, er laut lilinning að hæversku og hýbýlaprýði Frú Sigríður ólst upp á heim- ili foreldra sinna að Skriðu- klaustri við mikið ástríki. Efni voru nóg og rausn mikil í búi. Var þar miklu betur húsað en á nokkrum bæ öðrum um nálægar sveitir. Heimilið fjölmennt jafn- an og þrotlaus gestagangur tig- inna og ótiginna allan ársins hring. Atorka, hagsýni og glað- værð mörkuðu yfirbragð heim- ilísins. Það var mál manna á Austurlandi í þá tíð um heimilið að Skriðuklaustri, að hvergi væri skemmtilegra að koma gest ur- og hvergi skemmtilegra að vera hjú. Fór það þó ekki ævin- lega saman, sém kunnugt er. Varð þeim Skriðuklausturhjón- um því jafnan vel til hjúa og heimilið ávallt eitt hið fjölmenn asta á Austurlandi, með traust- um efnahag og grónum menn- ingárbrag ytra og innra. Úr þessum jarðvegi óx frú Sigríður Þormar og bar þess glögg merki ævilangt. Árið 1919 giftist Sigríður sveitunga sínum og æskuvini Sigmari Þormar frá Geitágerði í Fljótsdal. Hafði hann þá verið utan og numið garðyrkju í Dan- mörku. Með þeim mægðum tengdust tvö forystuheimili í menningu á Fljótsdalshéraðí því að Sigmar Þormar, sem lifir konu sína er sonur Guttorms Vigfús- sonar búnaðarskólastjóra og al- þingismanns, er þá bjó í Geita- gerði og konu hans, Sigríðar Sig- mundsdóttur bónda á Ljótsstöð- um í Skagafirði. En næstu for- feður Guttorms Vigfússonar höfðu þá um langa hríð gert garðinn frægan í Geitagerði og á Arnheiðarstöðum, höfðings- bóndinn Vigfús í Geitagerði og faðir hans Guttormur Vigfússon bóndi og Alþingismaður á Arn- heiðarstöðum. Voru þeir feðgar þrír um langt skeið forystulið í menningar- og búnaðarskókn Fljótsdalshéraðs. Þau Sigríður og Sigmar Þorm- ar gerðu fyrst bú í Skriðu- klaustri og bjuggu þar til árs- ins 1940, er þau seldu Gunnari skáldi Gunnarssyni jörðina. Fluttust þau þá að Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal, þar sem búið höfðu áður forfeður Sigmars við veg og rausn, og bjuggu þar til þess, er þau fluttu til Reykja- víkur árið 1945. Mun báðum þeim hjónum hafa verið næsta óljúft að kveðja átt- haga og æskubyggð, þar sem bæði áttu svo djúpar rætur, þó að ýmsar knýjandi ástæður drægju til. Hitt mun ekki of- mælt, að þau hafi flutt með sér meira af Austurlandi, en séS varð í fljótu bragði, auð minn- inga, rótgróna tryggð til ætt- ingja, vina og byggðar og menn ingarsvip hins traustasta, s ím þar hafði þróast í lífsviðhorfi og heimilisháttum. Og heimili þeirra í Reykjavík varð samkomustað- ur fjölda Austfirðinga, þar sem uppi var haldið rausn og glað- værð, þó að því yrði þrengri stakkur skorinn um húsrúm og umsvif, en í átthögunum. Kom þar og enn til það, sem miklu mun hafa valdið um flutning þeirra hjóna til Reykjavíkur, að frú Sigríður átti löngum við þungbæra vanheilsu að etja. Varð hún af þeim sökum hvað eftir annað að yfirgefa heimili sitt og leggjast í sjúkrahús. Með furðulegu innra þreki tókst henni þó hvað eftir annað að rétta við, varð þá aftur, þó árin færðust yfir eins og ungfrúin, sem forð- um heillaði alla í föðurgarði á Skriðuklaustri, síglaðvær, skemmtileg í viðræðu, aðsóps- mikil og tiginmannleg í fram- göngu. En það veit ég, að frú Sigríður myndi sízt vilja gleym- ast láta nú að leiðarlokum, að það, sem hvað eftir annað og bezt hjálpaði henni yfir örðug- leikana, var þrotlaus þolinmæði, nærgætni og ástúð eiginmanns hennar. Svo frábærlega reyndist henni æskuvinurinn, sem hún hafði gefizt ung, þegar mótviðri lífsins tóku að blása að þeim. Börn þeirra frú Sigríðar og Sigmars Þormar eru: Halldór bifreiðastjóri I Reykja vík, kvæntur Unni Eiríksdóttur Kjerúlf frá Hamraborg í Fljóts- dal. Sigurður verkfræðingur i Reykjavik. Atli fulltrúi hjá Landssíman- um, kvæntur Maríu Nielsen frá Seyðisfirði. Valgeir, bifreiðastjóri í Reykja vík, kvæntur Sigurlaugu Péturs- dóttur frá Galtará í Gufudals- sveit. Um leið og við hjónin kveðj- um frú Sigríði og biðjum henni blessunar Guðs og friðar, send- um við og eiginmanni hennar og sonum og tengdadætrum inni- legar samúðarkveðjur okkar í Holti. Þegar ég leiði fram í huga mér mynd frú Sigríðar Þormar, stendur mér einnig Fljótsdalur- inn fyrir hugarsjónum sem um- gjörð um þá mynd, og einkenni- lega samofin henni. Við sitjum úti í yndislega trjá- garðinum á Arnheiðarstöðum, Það er að kvölda, Lagarfljót spegilslétt fram undan grænum túnbrekkum og víðibollum, rökk ur að síga á Hallormsstaðaskóg hinum megin, blánandi fjöll að baki. Við spjöllum um lífið, sem hefúr verið lifað á þessum slóð- um, og hún þekkir út og inn. Ég er spurull, Sigríður greið úr- iausna. í lifandi frásögn segir hún frá mönnum og konum, ein- Frámhald á bls. 21 Einlægar hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og góðar óskir á sjotugsafmæli mínu. BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON, leikari. t, Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar HÖRÐUR GUNNARSSON rafvirki, Nökkvavogi 42, lézt 8. ágúst. Jóhanna Jónsdóttir og körnin. Eiginkona mín ALDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR frá Litlu Sandavik, lézt að heimili sínu Bankavegi 4, Selfossi, 9. ágúst sl. Kristinn Vigfússon. Hjartkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir FRITZ HENDRIK BERNDSEN lézt 8. þessa mánaðar. Elísahet Berndsen, börn og Sengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.