Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 10. ágúst 1968 MORGUNBLAÐIÐ 21 ÚTVARP ÞÁTTURINN „í kvöld“ (Hólm- fríður Gunnarsdóttir og Brynja Benediktsdóttir) var skemmti- legur. Ég hef nokkrum sinnum komið til Færeyja, en aldrei á Ólafsvöku, né séð grindadráp. Frásögnin af Ólafsvökunni var ágæt, þessari hálf-frumstæðu at- höfn, þar sem forn hetjukvæ'ði eru sungin í belg og biðu en fólk dansar, hvíldarlaust tímum saman, allt frá ungum börnum til aldraðra og getur ekki slitið sig úr töfrum hrifningarinnar. Þessar veraldarvönu dömur, er dvalið höfðu í hámenningu Stokkhólms, Parísar og London m.a. urðu hrifnar með í dansin- ufli, eins og í leiðslu — og há- markið var þegar blóðugir veiði mennirnir komu beint frá drápi grindanna og skelltu sér um- svifalaust í dansinn. — í>á sögðu þær að hið nauðsyn- legasta fyrir miðaldra konu væri að hafa gott mjaðmabelti. Margt fleira sögðu þær skemmtilegt. Leikritið „Vökunótt“ eftir Pekka LoiineJa var dágott og vel leikið, leikstjóri Ævar Kvaran. „Stund með Stefáni Jónssyni" var, að vanda, bæði skemmtileg og lærdómsrík (sunnudag 3. julí). Spurning kvöldsins var: Er óttinn ekki, þrátt fyrir allt til ýmissa hluta nauðsynlegur? Gunnar Einarsson svaraði m.a. iað ef óttinn þekktist ekki væri maðurinn eins og hemlalaus vél. í sambandi við Guð er óttinn nefndur á undan elskunni. Ást- in ein fær hamlað gegn óttan- um. Ef óttinn væri ekki þá væri engum lögum hlýtt. Óttinn verð- wr að vera ein hliðin á skyn- semi mannsins, en hann má ekki verða of mikils ráðandi, >ó verða menn að hafa hann með sér í öllum gjörðum sínum. Loftur Ámundason: Fyrsti ótti eem hann heyrði getið um var guðsóttinn. Honum var sagt að Guð væri góður en fannst ann- að, er hann fór að lesa passiu- sálmana, um „blossa guðlegrar heiftar.“ Loftur er sjálfsagt kjarkmaður, eem ekki lætur allt fyrir brjósti brenna. Stefán Jóns son skaut inn í: „Óttinn er ekki skart á neinum man.ni.“ — Ég vil segja, sð guðsóttinn er allt ann- ars eðlis en venjuleg hræðsla. — Passíusálmarnir eru öndvegisrit bókmennta og skáldskapar en Hallgrímur var, auðvitað, barn síns tíma. Hannes Pétursson: — Það er ekki vafi á því áð óttinn hefur djúplæg áhrif í þjóðfélaginu. — Minning Framhald af bls. 18 kennir þau fáum hnyttnum orð- um, segir frá kýmilegum at- vikum, örlagaatburðum, mann- raunum, hefur stökur og þjóð- sögur á hraðbergi. Það var ó- gleymanleg reynsla að hafa slík- an fræðara með jafn óviðjafnan- legt landabréf fyrrr augum. Á slíkum stundum var yfir við- ræðu hennar djúpur, mannlegur varmi, sem brá yl yfir atvik og menn, jafnvel hið kátbroslega, hlálega og hrapallega. Og þá fann ég, hve þessi dóttir Fljóts- dalsins var samgróin þessu öllu, sögunni, lífinu, landinu, fólkinu, forfeðrum, frændum og feðramold. Ég hefði getað unnað frú Sigríði Þormar þess, að eiga þar sina hinnztu hvíld í kirkjugarð- inum á Valþjófstað. En hvar sem henni verður legstaður búinn, þá finnst mér nú ósjálfrátt, er faún hefur leyst líkamsböndin, »em eitthvað af sál hennar og *vip sé horfið heim og runnið saman við sál og svip þessa hér- oðs: Blikandi vötn, blá fjöl'l, grænan skóg og snækrýnda tinda undir himinsins og eilifðarinnar máttugu kyrrð. Sigurður Einarssoa í Holti. Hann kvaðst hafa verið mjög myrkfælinn þegar hann var barn. Var feiminn og er það enn. Feimni er ein tegund af ótta. Aukin vísindaþekking ætti að losa menn við ótta, en gerir það ekki. Sanntrúaðir kristnir menn ættu að vera lausir við ótta, en eru þeir það? Óttinn hefur tvær hliðar, góða og illa. Jón B. Jónsson: Hræðslan er vond, en óttinn, t.d. guðsóttinn er góður. Hræðslan er voðaleg, því hún dregur kjark úr manni þegar mest á rfður að duga, t.d. í sjávarháska. Kveðst ekki verða hræddur, því, ef ástæða væri til að óttast, sneri hann sér til Guðs í bæn. Undirritaður telur guðsóttann, þ.e. samvizkuna, ekkert í skyld- leika við hræðslu, hjá óbrengl- uðu fólki. Ekki heldur varúð "g varla feimni. Þá talaði Stefán við Guðmund útgerðarmann Jónsson frá Hrafn kelsstöðum um útgerð og fisk- verkun og framtíðaúhorfur í þeim efnum. Gu'ðmundur er ný- búinn að fá nýtt skip, „Kristján Valgeir", 360 tonn með 900 hesta vél. Kostar 19 milljónir króna. Útlit þannig að þótt sjómenn hafi góða atvinnu þá er útgerðin heppin ef hún sleppur án skaða. Útgerðarmenn eru áhyggjufullir nú, sökum aukinnar dýrtíðar og kostnaðar en • fallandi verðs á fiski. Þetta var mjög fróðlegt viðtal. — Ég verð að segja, að ég get aldrei skilið hvernig mögulegt er að ákveða verð á fiski og síld löngu fyrirfram. Gamla hlutaskiptingin hlýtur að vera sanngjarnari, bæði fyrir út- gerðarmenn og sjómenn. Verð- breytingar brengla allt, nema selt sé fyrirfram við ákveðnu verði og það mun sjaldan gert, nema kannski saltsíld. í vikunni talaði Lúðvák Kristj- ánsson um upphaf verzlunar- fræðslu á íslandi. Hefur hann komizt að því með rannsóknum heimilda, að það var Þorlákur Ó. Johnson, hinn kunni fram- kvæmdamaður, er fyrstur kom af sta'ð verzlunarskóla hér, og var frumkvöðull að þessu menn ingarmáli, enda þótt þess sé ekki getið í sögu verzlunarskól- ans. Stóð skóli Þorláks í a.m.k. tvo vetur og hefði líklega aldrei lagzt niður um árabil ef Þor- lákur hefði haldið heilsu. Sama kvöld talaði Arnór Sigurjónsson um hinn gamla ribbalda Guð- mund Arason á Reykhólum, ein- hvern mesta auðmann íslands, er gerður var útlægur 1446 af Einari hirðstjóra Þorleifssyni og eigur hans dæmdar konungi, en þeir bræður (mágar Guðmund- ar) Einar bg Björn ríki keyptu jarðirnar af konungi. Það er víst að Gu’ðmundur Anason var ójafn aðarmaður en aðfarir þeirra bræðra við hann voru óvægileg- ar. — Benedikt Gíslason frá Hof- teigi flutti erindi um höfuðból- ið Égilsstaði á Völlum. Þessi jörð hefur að vísu orðið með höfuð- ból á okkar tímum hjá þeirri dugmiklu ætt er þar býr nú. Benedikt er ákaflega ættfróður og vel að sér um mannfræði, einkum á Austfjöi'ðum. — Smá- sagan „Geym ei til morguns" eftir Mögnu Lúðvíksdóttur lesin af Brynju Benediktsdóttur er býsna vel gerð saga og ágæt- 'lega flutt. Lög unga fólksins (kl. 21—22 á miðvikudögum) er ákaflega há- vaðasamur þáttur. Ég vil ekki um þáttinn dæma en ungt fólk, er ég þekki, hlustar lítið á hann. Annan þátt hefur ungt fólk á fimmtudögum kl. 20.15 til 21. f þetta sinn var athyglisvert er- indi er ungur maður fluttL — Fannst honum lítið gert fyrir unglinga á sumrin, t.d. æsku- lýðsbúsið í Reykjavík lokað. Ekki var hann ánægður með störf æskulýðsráðs, yfirleitt. Það er einkennilegt hvað mikið þarf að hjálpa ungu fólki nú á tímum til a'ð skemmta sér. Þegar ég var unglingur (fermdur alda- mótaárið) man ég ekki til þess, að við krakkarnir værum í nein- um vandræðum með að leika okkur í frístundum. — Þá var í þættinum sungið, mest amerísk dægurlög eða danslög. Það er hörmulegt að heyra hvernig þessir menn bera íslenzku fram. Eins og allir vita er áherzla unðantekningarlaust lögð á fyrsta atkvæði orða í íslenzku. Þetta er oftast þverbrotið. Er það alveg óþolandi og verður að laga. Þorsteinn Jónsson. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrana að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Glæsálegt raðhús Höfum til sölu glæsilegt raðhús, endahús við Lang- holtsveg. í húsinu eru 4 svefnherbei gi og bað á efri hæð, samliggjandi stofur, garðstofa, eldhús og snyrtiherb. á neðri hæð. Bílskúr, þvottahús og geymslur á jarðhseð. Stór og faUegur garður. Skip & fasteignir Austurstræti 18, sími 21735 eftir lokun 36329. TIMPSON herraskór NÝTT ÚRVAL. Austurstræti sex. JAMES BOND ~>f- Eftii IAN FLEMING James Bond BY IAN FLEMINC 0RAWIN6 BV’ JOHN McLUSKY My KWIFB TWIZUST wenit HOMB. NASW SCKEAMEP, THEW X FELT UIS UAWPS AT MY TUEOAT AS UE Hnífur minn hitti mark. Nash öskraði, minni fann ég fyrir „bók“ Nash’s. síðan fann ég hönd hans á kverkum mér Hann varð auðvelt skotmark. um leið og hann féll á mig. Undir hönd Þar með var fallinn síðasti og hættu- legasti launmorðingi SMERSU. -K— Teiknarir J. M O R A Þegar Júmbó og skipstjórinn snúa sér við með hendurnar upp í loft, sjá þeir, að þetta er bara gamli einbúinn, sem miðar á þá byssu sinni: — Hvað eruð þið að gera hér á maisakrinum minum? segir hann drynjandi röddu. Júmbó segir honum, að þeir séu á höttui eftir Álfi og félögum hans. — Jr sá gamli, ég ætla með > Júmbó er ekki ánægður með að þurfa að hafa gamla nöldrunarsegginn með í förinni. Hann reynir varfærnislega að telja hann ofan af þessu en árangurs- lausú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.