Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 15
MiðvTkiuTagur 1©. igúst 1966
MORGUNBLAÐIÐ
15
Lndir sólheitum
himni Indíalands
RUMER Godden var sex
óra gömul og Jon systir
liennar sjö ára þegar þær
fóru frá London í nóvember
1914 á leið heim til Indlands
aftur eftir árs dvöl í Eng-
landi hjá föðurömmu sinni
og fimm frænkum, heim til
Narayangunj þar sem þá
hét Austur-Bengal.
Nú hafa þær systur skrifað
saman bók um þau fimm ár
sem þær áttu heima í Indlandi
eftir austurförina 1914. Bókin
ber heitið „Two under the
Indian Sun“ og þykir frábær-
lega vel skrifuð og skemmti-
leg. Áður hafa þær skrifað
fjölda bóka hver í sínu lagi
en „vonandi verður þetta ekki
sú síðasta sem þær skrifa sam-
an“, segir einn gagnrýnandinn
og mælir þar fyrir munn
margra. Sjálfar segja systurn-
ar að bókin sé tilraun til þess
að endurvekja „kannski ekki
beinlínis raunveruleika þess
sem þá var, en merkingu hans
og mikilvægi, það sem hann
var okkur". Og Indland var
þeim barnungum heimur dá-
semda og furðuverka sem var
alls staðar nálægur, „meira að
segja í hinni takmörkuðu
veröld sem afmarkaðist af
veggjum heimilis okkar — og
ef eitthvað af þessum dásemd-
um kemst til skila í þessari
bók þá er vel“.
Faðir þeirra systra, var
skipamiðlari og þær áttu því
lengst af heima „á eða við ind-
versku árnar sem eru stundum
margra mílna breiðar milii
bakkanna úr leir eða hvítum
sandi og upp af þeim sléttir
akrar eins langt og augað eyg-
ir undir þungu fargi hirnins-
ins. Tilfinningin um víðáttu
heimsins hlýtur að hafa kom-
ið okkur frá þessum óendan-
lega himni...... og á ánum
sjálfum voru breiður af bláum
vatnaklukkum, krókódílar,
kóngsfiskarar og bátar fiski-
mannanna, við bakkana busl-
uðu vísundar og þar voru líka
hegrar og annað skrautlegt
fiðurfé að ógleymdum skjald-
bökunum, gráum, brúnum og
vatnsbólubláum þar sem þær
lágu þarna í sólinni".
Rumer og Jon gengu ekki í
skóla, það var „vesalingurinn
hún María frænka“ sem falið
var að uppfræ^a systurnar.
Því var það að þær kynntust
lítið öðrum börnum en voru
nær alltaf tvær saman og sátu
löngum á tali við indverska
þjónustufólkið á heimilinu.
Dyravörðurinn hét Guru og
„gerði hálfu meira af því að
leika við okkur en gæta dyr-
anna“, barnfóstrurnar Nana og
Hannah „og Hannah átti sér
þá ósk æðsta í lífinu að mega
eyða ellinni á elliheimili Fá-
tækrasystranna í Kalkútta og
bara sitja, sitja kyrr allan
guðslangan daginn í friði og
spekt og þurfa aldrei neitt að
hugsa um neinar óþekktar ung
frúr úr útlandinu". Uppeldi
systranna var því eins og sjá
má, „á indverskan máta, við
fengum sem næst að vaxa og
þroskast í friði“. Þakka þær
systur það mjög foreldrum sín-
um, sem þær segja að hafi
verið fjarri því að mega kall-
ast „skynsamir" foreldrar.
En í þessum furðulieimi
systranna litlu í Indlandi var
engin fjöður dregin yfir það
sem miður fór, sjúkdómar,
þjáningar og hvers kyns hörm-
ungar“ blöstu við augum bara
ef farið var út á þjóðveginn
fyrir framan hliðið að húsinu
okkar“. Þær vissu að ungi lög-
reglumaðurinn, sem þær voru
báðar skotnar í, drúkknaði að
Systurnar á yngri árum.
því er sagt var eftir að hafa
drukkið of mikið, þær vissu
líka að faðir stúlkunnar sem
Guru hafði tekið sér fyrir
konu barði hana til bana og
Guru var sendur í fangelsi fyr-
ir að hafa dregið stúlkuna á
tálar. En þessir harmleikir
voru eins og ský fyrir sólu
í heimi þeirra systra, raun-
verulegir en ekki langvarandi.
Og þessum heimi lýsa þær
af stakri snilli. Um hitana
miklu segir í einum kafla bók
arinnar: „Húðin þornaði og
augnalokin urðu svo skræl-
þurr að það var eins og þau
væru úr pappír. Á svölunum
þar sem sólin skein voru stein
flísarnar of heitar til þess að
þar væri hægt að ganga ber-
fættur og sama var að segja
um tröppurnar upp að húsinu.
Það var heldur ekki hægt að
fara upp á þakið nema
snemma morguns og svo aftur
löngu eftir að dimmdi — og
okkur langaði svo sem ekki til
þess heldur, það var yfir okk-
ur einhver drungi eins og yfir
veðrinu og flugdrekarnir okk-
ar og hjólaskautarnir fengu að
vera í friði, snærið á drekun-
um varð stamt í lófa manns
í hitanum“. Einu sinni kom
líka fellibylur sem þær mundu
bezt eftir vegna þess að „þegar
mamma Nitais, mjög gömul
kona, hljóp í áttina að húsinu
að leita sér skjóls, greip vind-
urinn hana og feykti henni
upp á sarinum hennar og upp
á bambusstöng sem fór í gegn-
um hana“.
☆
Þær systur Jon og Rumer
munu hafa skrifað sjö bækur
hvor áður en þær tóku saman
höndum um að skrifa „Two
* under the Indian Sun“ og nú
bíða þeir sem bókina hafa les-
ið eftir því með óþreyju að
fá að vita hvort þær haldi
samstarfinu áfram.
Sirkusprinsessan og sænski greifinn
Audrey Hepburn er nú orðin
37 ára og virðist alltaf vera
að yngjast og verða meiri
prakkari. Hún er nú að leika i
kvikmynd sem ber heitið „Two
on the road“ með Albert
Finney þeim er frægur varð
fyrir leik sinn í „Tom Jones“.
Leikstjóri er Stanley Donexi
sem áður hefur verið leikstjóri
Audrey í tveimur kvikmynd-
um, „Funny face“ og
„Charade". Kvikmyndin er
sögð hin skemmtilegasta og
sýna nýja hlið á þessari vin-
sælu kvikmyndaleikkonu, sem
til þessa hefur ekki mátt
vamm sitt vita og neitað að
leika illa uppaldar konur, orð-
ljótar eða á nokkurn máta ósið
legar. „Það var bara ekki hægt
hér áður fyrr", segir Audrey,
„en nú er það allt í himna-
lagi“
U M þessar mundir vinnur
sænski leikstjórinn Bo Wid-
erberg að töku kvikmyndar
um söguna af sirkusprins-
essunni Elviru Madigan og
greifanum sænska, Sixten
Sparre ,sem oft hefur verið
jafnað til sögunnar af Rúd-
olf hertoga af Austurríki og
Maríu Vetseru, sem réðu
sér bana saman í höllu her-
togans í Mayerling sem
frægt var — og kvikmynd-
að líka fyrir nokkrum ár-
um.
Hlutverk Elviru hefur verið
falið xmgri sænskri mennta-
skólastúlku, Piu Degermark,
sem aldrei hefur á leiksvið
komið en fór eitt sinn á dans-
leik þar sem staddur var Karl
krónprins Gústaf af Svíþjóð.
Krónprinsinn bauð stúlkunni
upp í dans, Ijósmyndari ná sér
færi á að ná þar góðri frétta-
mynd — og Pia varð óðara
fræg um alla Svíþjóð. Hvort
sú augnabliksfrægð verður
hermi til góðs og hvort hun
veldur hlutverki hinnar óláns-
sömu sirkusprinsessu mun tím-
inn skera úr um.
Sagan af Elviru Madigan er
átakleg og yfirmáta rómantísk
og kvikmyndin verður efiaust
sízt til að draga úr ferðum
Elvira Madigan
manna til Tásinge, eyjarinnar
litlu þar sem þau kvöddu þetta
líf Elvira og greifinn. Sumu-
draga það þó í efa, að allt hafi
þetta verið svo rómantískt sem
af er látið og segja að ekki
sé annað sannað en að þau hafi
dáið þarna á eyjunni og ver’ð
jarðsett þar í kirkjugarðinum
bæði saman. Hitt viti enginn,
hvort Elvira hafi verið þvi
samþykk að hverfa svo ung af
leiksviði lífsins.
Elvira Madigan var sirkus-
prinsessa eins og áður sagði,
ferðaðist um með leikflokki og
sýndi línudans. Hún var ekki
fædd til þess lífs heldur hafði
Madigan-sirkus-fjölskyldan tek
ið hana í fóstur á barnsaldri.
Greifinn Sixten Sparre var
maður ásjálegur og ungur vel
er þau sáust fyrst en þótti
snemma drykkfelldur og djarf-
ur um of til kvenna og var
óreiðumaður um fjármál og
umsetinn skuldheimtumönnum
lengst af ævinni.
Þeirra fyrsti fundur var
kvöld eitt er greifinn kom í
Sixten Sparre
sirkusinn og sá Elviru sýna
listir sínar. Þá var Elvira enn
barnung en mjög falleg orðin,
bláeyg, broshýr með sítt ljóst
hár. Ekki fer sögum af nein-
um oröaskiptum þeirra þá og
greifmn lét sér — að því er
Framhald á bls. 27