Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. ágúst 1966 Hjónin Gísli Arnkelsson og Katrín Guðlaugsdóttir ásamt börnum sínum (á myndina vant- ar yngsta barnið). Myndin var tekin á samkomunni í húsi KFVM og KFUK sl. miðvikudags- kvöld. — Kristniboöið í Konsú Rætt stuttlega við Gísla Arnkelsson, kristniboða KONSÓ nefnist suð-vesturhluti Etióphíu.'Þar er fjalllendi mikið og fremur hr jóstugt. íbúarnir tala amharísku, sem er semítiskt mál. Þeir byggia flestir afkomu sína á akuryrkju og grafa stalla í fjallshlíðarnar til að nýta vatn- ið. Þar rignir aðeins um regn- tímann sem er tvisvar á ári, en s.l. tvö ár hefur hann næstum brugðizt og uposkera verið lítil. Yfir miklum hluta landssvæðis þessa grúfir myrkur heiðni og fáfræðL Nú eru liðin 12 ár síðan Felix jÓlafsson, fyrstur íslenzkra trúboða, hcf kristniboð í Konsó ásamt konu sinni, Kristínu. Auk þeirra hjóna hafa tvenn önnur hjón starfað í Konsó á þessum árum, þau Benedikt Jasonarson og Margrét Hróbjartsdóttir og núna síðustu fimm árin Gísli Arnkelsson og Katrín Guðlaugs- dóttir. Gísli og Katrín eru ein- mitt nýkomin heim í árs hvíld- arleyfi ásamt börnum sínum fimm, Guðlaugi, Valgerði Arn- dísi, Bjarna, (eina íslendingn- um, sem fæddur er í Konsó), Karli Jónasi og Kristbjörgu. Mun Gísli starfa á vegum Kristni boðssambandsins þetta ár og ferðast um landið og segja frá starfinu í Konsó. Hinn 3. þ.m. . var þeim hjónum haldin fagnað- arsamkoma í húsi K.F.U.M og K.F.U.K. við Amtmannsstíg. Fréttam. Mbl. hafði tal af Gísla á dögunum og innti hann frétta af staifi þeirra hjóna í Konsó. — íslenzka kristniboðsstöðin vinnur í nánu samstarfi við norsku kristniboðsstöðina í Konsó, seg.T GíslL — Á stöðinni okkar hafa nú þegar verið reistar 10 byggingar , þar á meðal skóii, heimavist, nám- skeiðshús, sjúkraskýli og ibúðir fyrir starfsfólkið. Söfnuðurinn okkar fer stækkandi með ári hverju og telur nú um 440 full- orðna og börn. — í barnaskólanum, sem við rekum hafa verið um 190 nem- endur undanfarin ár, eru þeir yfirleitt eldri en hér tíðkast í barnaskólum. Drengir eru í meiri hluta. Aðeins ein telpa var t.d. í 6 bekk s.l. vetur og tvær í 5. bekk. í vetur voru 30 drengir í heimavistinni og kom- ust þar færri að en vildu. Hin börnin ganga oft í lVz klst. til að komast í skólann, því að engir eru bílarnir. Við fylgjum fræðslulöggjöf rikisins en erum á undan ríkisskólunum í því, að við höfum sex bekki en þeir ekki nema fimm. — Þá má geta þess að skólarnir okkar geta þó kallast hús, en skólarnir úti í þoipr.num eru flestir bara strákofar. Innlendir kennarar við skólann eru 7 að tölu, en auk þeirra annast kona mín handavinnukennslu. Skólakerfið er ekki mjog frábrugðið því sehi hér gerist en svinar þó meira til bandaríska kerfisins. í I. bekk kennum við lestur, skrift, reikn ing og hedsufræði. Er mikil áherzla lögð á heilsufræðina þar sem Konsóbúar kunna lítt til al- menns hreinlætis og þrifnaðar. í 2. bekk bætist við landa- og dýrafræði, í 3. bekk enska og í 6. bekk eðbsfræði og kirkjusaga. Þá leggjum við miklu meiri áherzlu á kristinfræðikennslu en rikisskólarnir og kenn- um biblíusögur í öllum bekkjum. Kvöldkennslu erum við með allan veturinn fyrir þau börn, sem ekki hafa komizt í barnaskólann af ýmsum orsök- um, sem oft eiga rætur að rekja til foreldranna. Þá höfum við námskeið fyrir safnaðarmeðlimi og þá, sem meðlimir vilja gerast. í barnaskólonum, kvöldskólun- um og á námsskeiðunum hafa verið allt að 1500 nemendur, þegar bezt íætur. — Ýmiss konar kvennastarf- semi höfum við einnig með höndum og hafa Katrín kona mín og Ingunn Gísladóttir, hjúkrunarkona, séð um hana. Halda þær saumafundi alltaf öðru hverju og kvennafundi einu sinni í viku Þá er handavinnu- kennsla fyrir konur einu sinni í viku. — Við sjúkraskýlið starfar Ingunn Gísladóttir, hjúkrunar- kona, ásamt lærðum hjúkrunar- manni en læknisheimsókn fáum við einu sinni í mánuði. í sjúkra skýlinu eru 11 herbergi og skurð stofa. Þetta sjúkraskýli er ný- byggt og erum við sérstaklega fegin að vera nú loksins búin að fá skurðstofu með nauðsynleg- um tækjum, en engin skurðstofa var í gamla skýljnu. — Guðsþjónustur höldum við á hverjum sunnudegi og sam- komur 3svar í viku fyrir börn og fullorðna í nærliggjandi þorpum. Vikulega sýnum við svo skuggamyndir hér heiman að og frá öðrum löndum rétt svona til að víkka sjóndeildar- hringinn. Þá ferðumst við mikið milli þorpa. Eru þetta allt upp í 8 stunda ferðir enda farkost- urinn múldýr og yfir fjalllendi að fara. — Starf þetta er bæði erfitt og kostnaðarsatnt, segir Gísli að lokum, og standa velviljaðir ein staklingar hér heima mestan straum af kostnaðinum. Því vil ég nota tækifærið og þakka öll- um þeim sem veitt hafa starfinu í Konsó lið með gjöfum. Kaupmenn og Kaupfélög fyrirliggjandi úrval af KJÓLA, PILSA og BLÚSSUEFNUM. Kr. Þorvaldsson heildverzlun Grettisgötu 6 Símar 24730 og 24478. Fiskverzlun til leigu Höfum til leigu fiskverzlun á góðum stað. Öll áhöld fylgja. Stórt og gott vinnuplass inn af búðinni. Bíll sérlega útbúinn fyrir fiskverzlun til sölu á sama stað. — Upplýsingar á skrifstofunni. STEINN JÓNSSON, lögfræðingur Kirkjuhvoli. FIFA cuglýsir Rýmingarsala hafin á öllum sumarfatnaði, m.a.: Stretchbuxur Sundföt Sólföt. Skyrtur Skyrtupeysur o.fl. á börn og fullorðna Verzlunin FIFA Laugavegi 99 (Inngangur frá Snorra.braut). Ein eða tvær stúlkur óskast (Au pair) í sex mánuði eða eitt ár til fjöl- skyldu með þrjú börn, sér- herbergi, skemmtilegt um- hverfi. Vinsamlegast skrifið til Mavor 14 Kirklee Circus Glasgow w. 2. Scotland. Tækifæriskaup Sumarkápur á kr. 1000,00, áður kr. 2800,00. Sumar- kjólar á kr. 300,00, áður kr. 800,00—1'500,00. Pils á kr. 300,00, áður kr. 800,00. Tricil-kjólar á kr. 600,00, stór númer. Laufið, Lauga- vegi 2. Aukavinna - Bifvélavirki Bifvélavirki með meistara réttindi, óskar eftir auka- vinnu á kvöldin og um helgar. Fleira en bifreiða- viðgerðir kemur til greina. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld, merkt: ,,62110—4617“ ÖTSALA Útsalan á Rauðarárstíg 20 heldur áfram. Fatnaður á börn og fullorðna. ÚTSALAM Rauðarárstíg 20 horni Rauðarársst. og Njálsg. Atvinna óskast Reglusamur maður utan af landi óskar eftir vellaunaðri vinnu í Reykjavík eða ná- grenni. Vanur akstri og með- ferð vinnuvéla. Þeir sem vildu sinna þessu vinsamlega hringi í síma 14018. NÝ 2ja herb. íbúð með húsgögnum, til leigu í 1 ár. Fyrirframgreiðsla. Nafn og símanúmer sendist Mbl. fyrir 16. þ.m., merkt: „Góð umgengni—2H3 — 4732“. Rauða myllan Smurt brauð, heilar og náliar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 Vandaðar 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir hæðir og einbýlishús fyrir góða kaupendur. Til sölu 3ja herb. glæsilegar íbúðir í smíðum. Ennfremur nokkr- ar íbúðir í smíðum af öðr- um stærðum. 4ra herb. ný og glæsileg íbúð á 4. hæð í Vesturborginni. Teppalögð með vönduðum innréttingum. Góð kjör. 4ra herb. rishæð 110 ferm. I timburhúsi. Stórar svalir. Verð kr. 650 þús. Úbb. kr. 250 þús. 4ra herb. rishæð við Fram- nesveg. 110 ferm. Sérhitav. Útb. kr. 350 'þús. 4ra herb. hæð í steinhúsi við Ásvallagötu. Nýjar innrétt- ingar. Sér hitaveita. 2ja til 3ja herb. ódýrar íbúðir í bonginni. Útfo. frá kr. 200 til 350 þúsund. AIMENNA FASTEIGNflSALAN IINDARGATA 9 SlMI 21150 TIL SÖLU Tvibýlishús við Kambsveg I húsinu eru 3 og 4 herb. ibúðir Ólafui* t> orgrfmsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Fasteigna- og verðbréfaviöskifti Ausfurstrafeti 14. Sími 21785 Hafnarfjörður TIL SÖLU MJV.: Lítið og snoturt einbýlishús við Köldukinn. 3ja herb. íbúð við Mánastíg og Holtsgötu. Fokhelt raðhús með tvöföldu verksmiðjugleri við Smyrla hraun. Hrafnkell Asgeirsson, héraðsdómslögmaður Vesturgötu 10, Hafnarfirði. Simi 50318. Opið kl. 10—12 og 4—6. til leigu bílskúr í miöbænum. Hentug- ur sem geymsluhúsnæði. Upp lýsingar veittar í síma 14600. Seljum í dag Ford Zephyr ’64 Fiat 1800 ’60. Gypsy, bensínbíll ’64. Land Rover diesel ’62. Volkswaegn ’65. Commer sendiferðabifreið ’65 bilflaalfl GUÐMUNDAR Öergþórugotu 3. Blmat 19032, 2001« JÓN FINNSSON hæstaréttarlögmaður Sölvhólsg. 4 (Samb.hús, 3. h.) Símar 23338 - 12343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.