Morgunblaðið - 17.08.1966, Side 15

Morgunblaðið - 17.08.1966, Side 15
MiðvikUdagur 17. águst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Andrés fofstjóri Ságlufirði 75 ára f DAG er einn mætasti borgari Sigluf jarðarkaupstaðar, Andrés Hafliðason, forstjóri, 75 ára. — Hann þarf ekki að kynna fyrir Siglfirðingum svo mjög sem hann hefur komið við sögu bæj- arins, bæði fyrr og síðar, enda borinn og barnfæddur hér, og hefur alið allan sinn aldur í „Þormóðs ramma fagra firði“. Hann er sonur þeirra merkis- hjóna, Sigríðar Pálsdóttur og Hafliða Guðmundssonar, hrepp- stjóra hér í Siglufir'ði og næst yngstur sinna systkina, sem öll voru merkir þegnar síns byggð- arlags. Kru þau nú öll látin, að undanteknum Andrési og yngri systur hans, frú Ólöfu Blöndal, nú búsettri í Reykjavík. Hafliði hreppstjóri var stór- merkur maður og einstakur að fjölhæfni og kom mikið við sögu Siglufjarðar á tveim fyrstu tug- um þessarar aldar. Var hann (hreppstjóri hér frá 1856 til dauða dags 1917. Hreppstjórinn var þá að langmestu leyti yfirvald með •líku starfssviði og sýslumenn nú á tímum að fráskildu dóms- valdi. Þá var mikið um að vera á Siglufirði, enda bærinn að 'breytast frá smáþorpi í miðstöð síldvei'ða hér við land með öllu •því athafnaiífi, sem því fylgdi. Eigi var heiglum hent að halda reglu og ró á öllum þeim mis- lita lýð, innlendum sem erlend- um, er hingað barst á sumrin. Sakir mannkosta sinna tókst Hafliða hreppstjóra þetta með mestu prýði. Heimili þeirra hjóna, Hafliða og Sigríðar, var annálað fyrir gestrisni og mynd- arbrag í hvívetna. Þótti öllum þangað gott að koma, enda gesta nauð mikil. í slíkum anda og kringumstæðum ólst Andrés upp. Hann hefur alla tíð síðan haft yndi af fólki í nærveru sinni, enda maður með öllu ófeiminn og frjáls í allri framkomu, og heimili hans og hinnar ágætu konu, Ingibjargar Jónsdóttur, var spegilmynd af foreldraheim- ili hans sjálfs, opið öllum, er að Gar'ði bar, enda öllum tveim höndum tekið. glæsileg, en laus við allan hroka. Ekki verður hjá því komizt að minnast á hin opinberu störf Andrésar, þótt í stuttri afmælis- grein sé. Andrés hefur ávallt haft fastmótaðar skoðanir, en aldrei hefur hann flokksþræll verið. Sá, er línur þessar ritar, hefur um fjölda ára verið heima gangur á heimili hans og þykist því gjörla þekkja hann. Oftast höfum við haft ólíkar skoðanir á hinum pólitísku dægurmálum, en ekki hefur slíkt skyggt á vin- áttuna. Það er og mála sannast, að Andrés er einn þeirra fáu mánna, sem hafa tekið virkan þátt í hinni persónubundnu stjórnmálabaráttu vorri, án þess að eignast einn einasta óvin inn- an raða andstæðinganna. Er slíkt í sjálfu sér hin bezta persónulýs- ing. Tvisvar hefur hann verið kjorinn í bæjarstjórn Siglufjarð- ar og oft setið fundi sem vara- fulltrúi. — Hefur hann stutt mjög nytjamál bæjarins af alhug, án þess að spyrja um pólitískt fað- erni þeirra, og átt frumkvæði sumra. — Enn er Andrés ern í bezta lagi, grannur og beinn í baki og létt- ur í hreyfingum þrátt fyrir 75 ár- in. Að vísu hafa vangahárin grán að nokkuð hin síðari ár, en það er hið eina, söm ber vott um, að glíman við kerlingu Elli sé haf in. Andrés dvelst nú hjá syni sínum Hinriki og hans ágætu konu Margréti á afmælisdaginn. Ég veit að margir verða til að senda honum kveðju og gleðja hann með hlýjum handtökum á þessum tímamótum. En vík skil- ur vini. Ég á þá ósk bezta, þér til tianda, gamli vinur, að þú, sem hingað til, látir hug þinn aldrei eldast eða hjartað um ólifu'ð ár. St. Sk. Námskeii fyrir „meinatækna" I ráði er að halda námskeið á vegum heilbrigðis- -.tofnana og Tækniskóla íslands fyrir íólk, er hyggst ’eggja stund á tæknileg aðstoðarstörí í rannsókna- stofum heilbrigðisstofnana. Námskeiðið verður í tveim hlutum er taka samtals um 8 mánuði, og er ætlað sem undirbúningur fyrir áfrarnhaldandi sér- nám í meinatækni (medicinsk laboratorieteknek) er fer fram í rannsóknarstofunum sjálfum. Námstími allur verður 2 ár. Andrés Hafliðason hefur verið gæfumaður. Ungur að árum kvæntist hann heitmey sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur, Jónssonar utanibúðarmanns við Höfners- verzlun á Akureyri. Heimili þeirra Ingibjargar og Andrésar þekkja flestir Siglfirðingar af eigin raun. Ingibjörg var með af- brigðum fríð og fönguleg kona, glaðlynd og stórgjöful, vinur alls er bágt átti, og áttu margir fátækir á kreppuárunum þar hauk í horni, og kunna Siglfirð- dngar næsta ótrúlegar sögur um gjafmildi Ingibjargar, bæði fyrr og síðar. Hjónaband þeirra var imeð miklum ágætum, enda þau bæði samhent mjög og lík á inargan hátt, ekki aðeins í skap- gerð, heldur og í allri afstöðu til flestra mála hins daglega lífs. Frú Ingibjörg andaðist 1961, og syrgði Andrés konu sína mjög. Afmælisbarnið hefur lagt gjörva hönd á marga hluti um ævina. Allt frá stofnun Olíuverzl unar fslands 1928 hefur hann verið forstjóri fyrir útibú þess hér í Siglufirði og farizt að allra dómi vel úr hendi. Koma þar til einstök reglusemi og áreiðan- leiki. Eru þeir ófáir viðskipta- vinirnir, innlendir sem erlendir. sem erindi hafa átt í Aðalgötú 19 á þessum tæpum 40 árum, og engan veit ég, er borið hefur Andrési illa söguna. Þá hefur bindindishreyfingin í Siglufirði átt góðan liðsmann í Andrési, enda hefur hann starfað í Stúk- únni Framsókn um áratuga skeið og ávallt í frenistu fylk- ingu. í sóknarnefnd og með- hjálpari í Siglufjarðarkirkju var hann til fjölda ára. Engan veit ég tigulegri í meðhjálparastarf- inu en hann. Mér fannit á stund um sem ungum dreng, hann „stela sériunni" af prestinum. Framkoman öll óþvingúð og Inntökuskilyrði: a) Umsækjandi skal vera íullra 18. ára. b) — skal sýna heilbiigðisvottorð, og c) — skal hafa lokið sfúdentsprófi eða hafi aðra næga undirbuningsmenntun. Nánari upplýsingar um námskeiðið og umsókn- areyðublöð fást á SKrifstofu Tækraskóla íslands, Sjómannaskólanum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17 —*19. Umsóknarfrestur er til 15. september. SKÓLASTJÓRI. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast nú þegar. Þarf að geta annast bókhald, launaútreikninga og fl. venjuleg skrifstofustörf. — Upplýsingar veitir Bjarni Bjarnason. lögg. cndurskoðandi Austurstiæti 7 milli kl. 9—12. Sktifslofum Alþýðu- * s mbðnds IsSands verður lokað eftir hádegi í dag vegna útfarar Ottós N. Þorlákssonar. : ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. SVEINN KRISTINSSON SICRIFAR UM KVIKMYNDIR Háskólabíó: HF.TJURNAR FRÁ ÞELAMÖRK Brezk kvikmynd, byggð á sögu- legum heimildum. Framleiðandi: S. Benjamin Fisz. Leikstjóri: Anthony Mann. Höfuðleikendur: Kirk Douglas, Richard Harris og 'Ulla Jacobs- son. Ekki ber heimildum saman um, hve langt Þjóðverjar voru komnir í kjarnorkurannsóknum í heimsstyrjöldinni síðari. Það háði þeim mjög við þær ran.ii- sóknir, að ýmsir helztu vísinda- menn þeirra voru landflótta, þeirra fremstur Albert Einstein, sem Hitler gerði landrækan eft- ir valdatöku sína, vegna þess að hann var af Gyðingaættum. En vitað er, að nazistum var snemma mikið í mun að eingn- ast kjarnorkusprengjur og unnu eitthvað að kjarnorkurannsókn- um á stríðárunum. — Hitler hafði -þó jafnan takmarkaðan áhuga á kjarnorkumálum, og mun þar hafa valdið um van- þekking hans á málefninu, svo og bjartsýni hans um skjótan sigur framan af stríðinu. Þegar svo var komið fyrir Þjóðverjum, að þeir tóku að hraða smíði leynivopna af ör- væntingarástæðum, þá höfðu þeir ekki lengur efnahags- legan mátt til að smíða kjarnorkusprengjur, þótt aðrar torfærur hefðu ekki verið í vegi. Fyrir árslok 1944 hafði leyniþjónusta Bandamanna feng ið örugga vitneskju um, að Þjóð verjar mundu ekki eignast kjarn orkuvopn í styrjöldinni. Var það þeim mikill Jéttir, enda hefðu nokkrar kjarnorkusprengjur i höndum Þjóðverja eflaust getað snúið stríðinu við allt fram und- ir lok þess. Við bæinn Rjukan á Þelamörk í Suður-Noregi höfðu Norð- menn alllöngu fyrir stríð reist efnaversmiðjur miklar, sem gegndu einkum því hlutverki að vinna áburð úr andrúmsloftinu. Fyrir styrjöldina hafði félag það, sem verksmiðjurnar átti „Norsk Hydro“ allnáið samband við I.G. Farben efnaverksmiðj- urnar þýzku. Ofangreind kvikmynd á að gerast í Noregi á árunum 1942- 1943. Þjóðverjar hafa þá hatið vinnslu „þungs vatns“ í verk- smiðju við Rjukan, en þungt vatn var talið heppilegt til kjarn orkurannsóknar, þar sem það inniheldur meira vetni en venju legt vatn. Nokkrir norskir and- spyrnumenn í nágrenni bæ.iar- ins, sem eru raunar sumir starfs menn I verksmiðjunni sjáifri. komast á snoðir um þetta, og einn úr þeirra hópi, fyrrverandi prófessor í eðlisfræði við Oslóar háskóla, dr. Rolf Pedersen að nafni (Kirk Douglas), bregður sér til London á ævitýralegan hátt og kemur vitneskju sinni áleiðis til æðstu ráðamanna Bandamanna. Þeir verða flemtri slegnir. Gat það hugsast, að Þjóð verjar væru á undan þeim í kj arnorkukapphlaupinu? Finnst þeim nú mikið við liggja að reyna að eyðileggja verksmiðjuna. Fyrst kemur þeim í hug að gera loftárás á hana, en hafna síðan þeirri hug- mynd vegna þess manntjóns á óbreyttum borgurum í Rjukan, sem slík árás hlyti óhjákvæmi- lega að hafa í för með sér. Þá er ekki um annað að ræða en reyna að lauma þangað her- flokk, og leggja 50 brezkir ner- iftenn af stað í svifflugvélum til Noregs í þeim tilgangi. Áður hefur doktor Pedersen og félagi hans Knut Strand, ásamt 7 öðrum norskum fööur- landsvinum, haldið til Noregs og undirbúið lendingu svifflug- vélanna. En svo hörmulega tekst" til, að brezku hermennirnir far- ast allir með tölu í lendingunni. Það veróa bví 9 norskir föð- urlandsviiiir i stað 50 brezkra hermanna. sc-m taka að sér það verkefni að reyna að sprengja þungavatnsveiksmiðjuna í loft upp. Þessi glæfraför heppnast að sumu 'leyti furðanlega vel. Þremur nv nnum tekst að laum- ast inn í verksmiðjuna og koma sprengjum fyrir á haganlegum stöðum. Slenpa þeir síðan naum lega út, en miklar sprengingar kveða við i verksmiðjunni. Einn Norðniar.c.nnna lætur lífið í skothríð Þjóðverja og annar, dr. Pedersen er handtekinn, en tekst að sleppa nokkuð særðum. En það bkast er, að Þjóðverj- um tekst að gera við skemmd- irnar á verksmiðjunni á hálf- ' um mánoði, svo að lítið sem ekkert hefur unnizt með þessari fífldjörfu árás. Er Bandamenn fá þær fré'tir, reyna þeiv loks loftárás á verk- smiðjuna, en valda litlu tjóni. Hins vegar verða þeir 67 óbreytt um borgurum í Rjukan að bana. Loftárásin verður þc til þess. að Þjóðverjar ákveða að flytja sem fyrst þungavatnsbirðir sín- ar í Rjukan til Þýzkalands. Síð- asta hálmstrá skæruliðanna verð ur því bað að gera tilraun til að granda skipi því, er flytja á vatnsbú ðirnar til Þýzkalands. Mynd' þessi er talin styðiast að verulegu leyti við sannsögu- lega atburði Hún er geysispenn andi, vel sv’ðsett og leikur yfir- leitt góður. Ulla Jacobsson leikur fyrrver- andi eigiriconu doktors Peder- sens og er einnig framarlega 1 leynihrevfingunni. Á stund hættunnar sameinast þau á ný í heitum adotum — Mjög fagrar landslagssemn sjást í myndinni, hvíthærð fjöll Noregs rétta tigu- lega kol!a sina upp millum lit- skrúðugrv. skýja ^ Því verður ekki neitað, að at- burðalýsmgar margar eru ekki gizka sanníerðugar né heldur hinu, að maður kennir varla þess alvöi’jþunga. sem atburð- ir eins og þessir hljóta jafnan að hafa í för með sér. Sú gam- ansemi, se-n þarna er komið á framfæri er auk þess oft óeðli- leg í sjáUri sér og gerir af þeim sökum sit+ til að draga úr senni- leik einsta'cra atburða. Æðru- laus kalJhæðni er sú tegund húmors, sem helzt fær þróazt í návist siöðugrar lífshættu. En hér verður húmorinn tíðum of léttur til að mynda trúverðugt bræðralag við svo örlagaríka at- burði, sein um er fjallað. Áðurneíndir kostir myndar- innar vega þó miklu þyngra, og má því hiklaust mæla með mynd þessrri. Hún mun verða okkur fsiendingum hugstæðari vegna þess, að hún fjallar um hetjubaráitu frændþjóðar okk- ar, Norðn anna, en þeir áttu tví- mælalaust most samúð okkar af öllum kúguðum þjóðum á striðs árunum. fslenzkur texti er með mynd- inni. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast á skriístoíu í miðhænum frá. 1. okti Vélritunarkunnátta natiðsynleg. Mjög góð vinnúskilýrði. Tilbóð ásarnt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Mbi. fyrir 24. ágúst, merkt: „4636“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.