Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. Sgúst 1W8
MORGU NBLAÐIÐ
15
Nokkrar athugasemdir
f MORGUNBLAÐINU 4. ágúst
s.l. er grein eftir Jón Pálsson,
dýralækni, sem ber yfirskrift-
ina: Landsmót hestamanna að
Hólunri í Hjaltadal, og undir-
titill: „Stefnuleysi, þekkingar-
leysi og hlutdrægni", og er ekki
smátt upp í sig tekið. Ég mun
fyrst víkja að síðasta lið undir-
titilsins, enda er hann fyrst og
fremst tilefni þess að ég rita
þessar athugasemdir, sem ég tel
skylt áð komi fram.
Ég hef síðastliðin tólf ár starf
að meira og minna í dómnefnd-
um á vegum hestamanna og á
hinum stærri mótum ætíð til-
nefndur af stjórn Landssam-
bands hestamanna. Aldrei hefi ég
sótzt eftir að eiga sæti í slíkum
nefndum.
Sama mun gilda um Boga Egg-
ertsson.
Ekki er það mitt að fella dóm
um það, hvort ég eða aðrir hafi
af stjórn L.H. verið valdir til
þessara starfa af því að við höf-
um hlutdrægni í dómum okkar
eða skort sérstaklega þekkingu á
því verkefni, sem okkur bar að
fjalla um.
Persónulega tel ég næsta ólík-
legt að svo hafi verið og trúi pví
þeir sem vilja.
Það get ég upplýst og fært
sönnur á, ef með þarf, að ég
tók engan þátt í dómum um stóð
hestinn Roða, hvorki i héraði eða
á Hólamótinu og ekki tók Einar
Höskuldsson neinn þátt í dóm-
um um hesta sína.
Hins vegar vil ég segja, að
þótt ég viki sæti í dómnefnd
þegar stóðhesturinn Roði var
dæmdur, þá var ég ef til vill
ekki frekar aðili en hver annar
maður búsettur á starfssvæði
Hrossaræktarsambands Vestur-
lands.
Jón Pálsson hefur, svo sem
menn vita, sjálfur starfað í dóm
nefndum. Hefur hann athugað
það hvort hann hafi ekki verið
sem við, í slíkri aðstöðu og
hvorki honum né öðrum þótt um
talsvert.
Þegar á allt þetta er litið fer
að vandast málið um val dómara
á landsmótum hestamanna. Hver
er það svo, sem sezt sjálfskipað-
ur í yfirdómarasætið í grein
dýralæknisins og lætur gamminn
geisa. Það skyldi þó. ekki vera
eigandi stóðhestsins Harðar, sem
þar er að verki og fordæmir allt
annað en það, sem hann vill sjálf
ur vera láta og neitar að hlíta
þeim dómi, er löglega skipuð
dómnefnd hefur úthlutað honum
á hest hans, vægast sagt á all
dólgslegan hátt og mun, að því
ég bezt veit, vera algjört eins-
dæmi í sögu ræktunarmála bú-
fjár hér á landi.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast talar höfundur á einum stað
í grein sinni um það hvers sé
krafist í „siðuðu þjóðfélagi". —
Mundi frumhlaup þetta þar ekki
geta flokkazt undir siðleysi?
Um þekkingarleysi þeirra, er
um þessi mál hafa fjallað ætla
ég ekki að ræða, en sorglegt er
það ef ætíð eru sniðgengnir hæf-
ustu mennirnir en hinir verri
teknir. Áreiðanlega fengjust
menn ekki greiðlega til þeirra
starfa ef margir sýnendur væru
Iíkir því, sem greinarhöfundur
virðist vera.
Þá kem ég að „stefnuleysinu“
og því að um afturför sé a'ð ræða
á Landsmótum. Þetta er nú svo
yfirgripsmikið efni að því verða
ekki gerð skil i stuttri blaða-
grein. Dæmi má þó nefna milli
móta, sem geta verið maelikvarði
á mat greinarhöfundar á þessu.
ekki sízt af því að tilefni gefst
til þess sérstaklega.
Greinarhöfundur telur Lands-
mótið á Þingvöllum 1950 bera
langt af, enda var hann þá sjálf-
ur i dómnefnd.
Hann vítir það að Roði frá
Skörðugili sé ættsmár og hafi
yerið sýndur áður við lítinn orðs
tír---- Átti þó bæði föður og
móður. Hann var sýndur á Þing-
völlum 1962, þá með lítið tömd-
um afkvæmum og samkvæmt
þeirri stefnu, sem hafa ber í þess
um efnum fær hann ekki háan
dóm þvi afkvæmin höfðu ekki
sýnt fyllilega hvað í þeim bjó
og átti hesturinn eftir því að
vinna sig upp, ef þau reyndust
betur síðar, meira tajjrnn.
Hvað sem dómi dýralæknisins
líður hafa þau nú gert það og
jafnframt ráðið bót á því sem
á vantar um ætt hestsins, það
er að segja, að hann búi yfir
arfgengum reiðhestahæfileikum.
en það eru þær kröfur, sem lög
þar um gera. Þetta varð nú hans
„ferming", er fór fram á þeim
fornhelga stað, Rólum í Hjalta-
dal, og var ekki óviðeigandi, þar
sem Roði er borinn og barnfædd-
ur Skagfirðingur og vafalaust
ekki ver ættfærður en gerist og
gengur á þeim slóðum.
Á Þingvöllamótinu 1950 fékk
stóðhesturinn Hreinn frá Þverá
Sleipnisbikarinn og fyrstu heið-
ursverðlaun. Þá var Jón Pálsson
dýralæknir í dómnefnd og léði
honum atkvæði sitt. Á bls. 30
í sýningaskrá mótsins stendur:
Nr. 6, Hreinn 11 v., fæddur hjá
Jóni Björnssyni á Sauðárkróki
1940. Verðlaun: 1. verðlaun
Reynistað 1944. Faðir: Talinn
vera rauðblesóttur kynbótahest-
ur, sem Sigurður Þórðarson á
Egg í Hegranesi átti, en þó ekki
örugvlega víst að rétt sé.
Móðir: Ekki hefur tekizt að
afla neinna upplýsinga uin
móðurina“.
Það er glans yfir þessu og ekki
að undra þótt útkoman yrði góð
og greinarhöfundur vitni til þess
sem fyrirmyndar.
Ekki meira um það þótt af
nógu sé að taka.
Næsta landsmót var haldið á
Þveráreyrum í Eyjafirði 1954. Þá
var Jón Pálsson einnig í dóm-
enfnd. Topphestur varð þá aftur
Hreinn frá Þverá, sá með stóru
ættina frá 1950. Þá kominn í
eigu hrossakynbótabúsins á Hól-
um. Þá var búið að finna honum
móður og mátti það teljast til
framfara. Af móti þessu varð
það helzt til tíðinda — auk flóða
og skri'ðufalla Norðanlands — að
nokkrum áður viðurkenndum
stóðhestum var þar að yfirlögðu
ráði og með fulltingi dómarans
Jóns Pálssonar raðað í svonefnd
„sláturhús“ og taldir óhæfir í
reiðhestaræktinni. Þó urðu nokkr
ir áhugasamir einstaklingar til
þess að bjarga nokkrum þessara
sláturgripa og hafa þeir mjög
komið við sögu í hrossaræktinni
síðan og mikill ættbogi frá þeim
kominn.
Mátti finna mörg dæmi um
þetta í gæðingakosti þeim, er
fram kom á Hólamótinu. Kastar
ekki höfundur grjóti úr gler-
húsi? Ýmsum þótti þetta ger-
ræði, en það skal hér tekið fram,
áð þessir hestar voru ekki af
hinu „mikið ræktaða" Svaða-
staðakyni.
í grein sinni segir höfundur
er hann hefur undrazt það, að
Roði sá ættsmái hestur skuli
hafa þurft að sýnast oftar en
einu sinni til að sanna arfgenga
reiðhestahæfileika og öðlast bá
viðurkenningu, sem hann hlaut.
Orðrétt: „Hér er ekki verið að
leiðbeina mönnum um val á kyn
bótahestum, heldur til þess að
svala ógeðslegum og óeðlilegum
hvötum haturs gegn mest rækt-
aða hestastofni landsins".
Hraustlega er mælt af gamla
manninum og þáð án þess að
reyna að finna orðum sínum
stað. Það skyldi þó ekki vera að
hatur byggi að baki slíkra skrifa
og ruglaði dómgreind hans.
„í siðuðu þjóðfélagi" eru þeir
sem slíku kasta fr.gpi án rök-
stuðnings, taldir minni menn
fyrir.
Um Roða 'segir höfundur að
síðustu: „Heimafyrir virðist hann
í furðulega litlu áliti".
Hvaðan honum kemur sú vizka
veit ég ekki, en hér mun enginn
sem til þekkir kannast við' þetta.
Um eitt getum við oröið sam-
mála af því sem í grein hans
stendur; en það er þar sem hann
talar um kynbótagildið, en þó
heldur hann því fram, að þetta
hafi dómnefndarmenn ekki skilið
og nefnir sem dæmi Blesa frá
Skáney og telur hann vanta
reisn og skörungsskap til þess
að hafa kynbótagildi. .
Næsta hæpna tel ég þessa til-
vitnun höfundar. Blesi hefur ver
ið allmikið notaður sem kynbóta
hestur og mikið til af afkvæm-
um undan honum — fá eða eng-
in mun höfundur hafa séð. I
öðru lagi kom hann nú á sýning-
una beint úr girðingu,* þar sem
hjá honum voru mjög margar
hryssur -og komust færri að en
vildu til þess að nota hann.
í þriðja lagi, hvers vegna fal-
aðist stjórn Hrossaræktarsam-
bands Norðurlands eftir Blesa nú
í vor?
Og í fjór’ða ' lagi, hvers vegna
vildi stjórn Hrossaræktarsam-
bands Vesturlands ekki missa af
honum norður?
Ég og margir fleiri hafa skoð-
að afkvæmi Blesa og litizt þann
veg á þau að ekki sé nein ástæða
til þess að fella harðan dóm um
þau eða kynbótagildi hans að
svo stöddú, en hvað bíður síns
tíma.
Ekki segist höfundur hafa van-
izt því að dómnefnd teldi til
kosta að hross hefðu ekki rétta
fætur. Það munum við ekki held
ur hafa gert. Hitt mætti aftur
telja til kosta á dómurum að
þeir þora að segja kost og löst
á hrossum, en dragi ekki fram
hið betra, en leyni e'ða þegi yfir
göllunum, sem oftast munu þó
vera fyrir hendi, ef vel er leitað.
Um stóðhestinn Hörð mun ég
ekki verða fjölorður hér. Hann
hefur fengið sinn dóm að þessu
sinni og munu upphrópanir eig-
andans engu fá þar um breytt,
en hann hefur orðið ,eins og
aðrir stóðhestar, að sanna kyn-
bótagildi sitt og standast það
mat, sem dómnefnd lagði á þáð
að þessu sinni.
Höfundur lætur liggja að því
að dómnefnd hafi láti'ð skipta um
afkvæmi sem fylgdu Herði, en
ekki er mér kunnugt um að svo
væri og var ég spurður um þetta
á Hólum, og svar mitt var, að
þessu hefðu eigendur tvimæla-
laust ráðið og væri það ekki
dómnefndar að ákveða slíkt,
gegn þeirra vilja.
Dálítið finnst mér hæpið að
sýna svo marga óvanaða hesta
með stóðhesti, nema þá að um
væri að ræða hesta, er sérstaka
viðurkenningu hefðu hlotið, en
sem sagt, allt er það mál eig-
anda. Vonandi á Hörður eftir að
sanna að hann eigi skilið að fá
betri dóm en hann gat fengið
að þessu sinni fyrir afkvæmi sín
og er þá vel.
Að síðustu þetta:
Þeir sem ekki þola að hross
þeirra séu dæmd af öðrum en
þeim sjálfum ættu aldrei að eiga
bað á hættu að sýna þau á opin-
berum sýningum. Ekki mun ég
eltast við fleira í grein þessari.
enda mun það að mestu dæma
sig sjálft.
Borgarnesi 10. ágúst 1966.
Símon Teitsson.
Sonnsókn
íyrirskipuð
Nýju Delhi, 16, ágúst NTB.
Stjórn Indlands hefur fyrir
skipað rannsókn á slysi því, er
varð í Nýju Delhi í gær, er hús
hrundi í jarðskjálfta með þeim
afleiðingum, að a.m.k. 16 manns
biðu bana og 24 særðust.
Leitað, var í húsarústunum í
alla nótt og fundust þá fjórtán
lík og 24 íbúanna voru grafnir
upp meira og minna meiddir.
Þeirra á meðal var fimm ára
telpa, sem tókst að bjarga 15
klukkustundum eftir að húsið
hrundi. Tvær stoðir komu í veg
fyrir,- að hún limlestist undir
rústunum.
HALDIB VIB HINUMIAGRA S Ó U R Ú N A
HÖRUAIDSLIT OG AIQTID
ÍRÁCOPPERTONE
gerir
yður fallega og jafn
brúna á 3 til 5
tímum.
Ver yður
einnig gegn
sólbruna.
„quick tanning“ undraefnið, sem gerír
yður fallega hrún, jafnt inni, sem úti, er framleitt af
COPPERTONE.
Q. T. er eini sólaráburðurinn í heiminum, sem hægt er
að nota í sól cða án sólar.
tA- INNI — gerir yður brún á einni nóttu.
IJTI — gerir yður enn brúnni og
verndar um leið gegn sólbruna.
★ ENGINN LITUR — ENGAR RÁKIR.
Q. T. inniheldur enga liti eða gervi-
efni, sem gerir huð yðar rákótta eða
upplitaða. Q. T. inniheldur nærandi
og mýkjandi efni fyrir húðina.
Q. T. gerir allan tíkamann brúnau
og verndar einnig gegn sólbruna.
Q. T. gerir þá hluti likamans, sem
-sólin nær ekki tií. fallega brúna.
Um leið verndar sérstakt efni í Q. T.
húðina fyrir brunageislum sólarinn-
ar.
Notið hið fljótvirka Q. T. hvenær
sem er — það er ekki fitugt eða
olíukennt.
QUICK TANNING
L0TI0N BY ®
COPPERTONE
er framleitt af COPPERTONE.
í kvöld
Aðalvinningur: Vöruúttekt eftir vali
fyrir krónur 5.000,00.
Borðpantanir í síma 12339 frá kl, 4.
Sigtún
íbúð til leigu
Stór 4ra herb. íbúð með sér inngangi og hita á góð-
um stað í bænum til leigu nú þegar. — Tilboð er
greini fjölskyldustærð, sendist afgr. Mbl. fyrir nk.
mánudagskvöld, merkt: „íbúð — 2825 — 8868“.
Land til sölu
Til sölu eru nokkrir hektarar lands á glæsiTegum
stað rétt utan við borgina. Uppivsingar milli kl.
3 og 5 e.h.
FASTEIGNASALAN
Laugavegi 56. — Sími 1-84-60.