Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. Sgúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
heyrði hann þetta, þar eð hún
notaði raddstyrk, sem betur
hefði átt heima í fyrirlestrar-
salnum. Hann sneri sér við og sá
okkur bæði. Sem snöggvast var
eins og hann gæti ekki áttað
sig, en sljkt henti bróður minn
sjaldan. Ég las alveg hugsanir
hans: höfðu tvo boðskort misfar
izt? En vandræðasvipurinn á
mér hlýtur að hafa róað hann,
og svo tilraun mín til að draga
mig í hlé. Hann lét sem hann
sæi mig ekki en kinkaði kolli
kurteislega til lagskonu minnar.
Svo gekk hann fram til að
heilsa einhverjum, sem var að
koma inn. Það var Rizzio próf-
essor og systir hans. Vararektor
háskólans var mjög þreytulegur
og mæddur á svipinn. Hann
heilsaði Aldo með handabandi
og tautaði eitthvað, sem ég gat
ekki greint sem svar við spurn-
ingu bróður míns um heilsufar
systur hans. Mér hnykkti við að
sjá, hve gugginn hann var, og
gat varla horft á hann. Ég færði
míg svo lítið bar á, út úr heyrn-
armáli og horfði svo á þá sem
voru að koma en engan þeirra
þekkti ég. Aðeins Giuseppe
Fossi í níðþröngum smóking-
jakka, var þekkjanlegur í öllum
þessum gestahóp, ásamt konu
sinni, sem var eins og forvitin
hæna, klakandi við hlið hans.
Ég horfði út um dyrnar á alla<
bílaröðina og gapandi og gláp-
andi hóp, sem stóð handan við
hana. Ekki var nú allur bær-
inn þarna samankominn, en þó
allverulegur hluti íbúanna, sem
var á gangi til að fá sér ferskt
loft, bæði borgarbúar og stúdent
ar. Ég sneri aftur inn í forsal-
inn. Giuseppe Fossi hafði kom-
ið auga á Carla Raspa og var
önnum kafinn að beina konu
sinni í gagnstæða átt. Aldo, sem
var enn að tala við Rizzio, horfði
á úrið sitt og hleypti brúnum.
Lagskona mín renndi sér til mín.
— Hinn heiðursgesturinn er
eitthvað seint á ferð, sagði hún.
Klukkuna vantar næstum tíu
□---------------□
44
□--------------□
mínútur í níu. Hann hefur auð-
vitað gert það af ásettu ráði. Til
þess að vekja meiri eftirtekt en
Rizzio.
Ég hafði alveg gleymt Elia
prófessor. Auðvitað var tilgang-
urinn með þessu boði að sætta
þá opinberlega. Aldo ætláði að
slá sér upp á því.
— Nú náði skvaldrið hámarki
og glösum var klingt. Ég hristi
höfuðið þegar mér var boðinn
þriðji Martini.
— Getum við ekki farið?
hvíslaði ég að lagskonu minni.
— Og missa af því þegar ris-
arnir mætast? Ekki aldeilis!
svaraði hún.
Mínúturnar urðu að klukku-
stundum. Vísirinn á klukkunni
stóð kyrr þrem mínútum fyrir
níu. Aldo var hættur að tala við
Rizzio og stappaði nú niður fæti,
óþolinmóður.
— Á hann langt að fara?
spurði ég lagskonu mína.
— Þrigggja mínútna leið í bíl,
sagði hún. — Þú þekkir stóra
húsið á horninu á torgi Carlo
hertoga? Nei, það er alveg ber-
sýnilegt. Þetta er hans aðferð
til að smækka hina.
Siminn hringdi á afgreiðslu-
borðinu. Það vildi svo til, að ég
stóð milli hans og gestanna og
gat því heyrt það sem fram fór.
Ég sá afgreiðslumanninn kinka
kolli, grípa blað og skrifa eitt-
hvað á það. Hann var vandræða
legur á svipinn. Hann benti
ungþjóninum, sem stóð hjá hon-
um, frá, þaut svo yfir alskipað
gólfið til bróður míns og rétti
honum blaðið. Ég horfði fram-
an í Aldo. Hann las blaðið, sneri
sér síðan snöggt að afgreiðslu-
manninum og spurði hann ein-
hvers. Maðurinn var eins og í
vandræðum og endurtók sýni-
lega við Aldo það sem hann
hafði áður sagt í símann. Aldo
rétti upp báðar hendur til að
biðja sér hljóðs. Allir snarþögn-
uðu og litu á hann.
— Ég er hræddur um, að eitt-
hvað hafi komið fyrir Elia próf
essor, sagði hann. Það hefur ver
ið hringt frá einhverjum nafn-
lausum aðila og gefið í skyn, að
ég skyldi fara heim til hans.
Þetta gæti auðvitað verið gabb,
en er það sennilega ekki. Ef
þið viljið hafa mig afsakaðan,
ætla ég að skreppa þangað
snöggvast. Ef allt er í lagi, sendi
ég ykkur undir eins boð.
Skelfingarstuna steig upp frá
mannfjöldanum. Rizzio, sem var
enn tærðari en áður, kippti í
ermina á Aldo. Hann vildi sýni-
lega fara með honum. Aldo kink
aði kolli og var þegar farinn að
ryðjast út gegn um mannfjöld-
ann. Rizzio fór á etfir. Áðrir
slitu sig einnig af konum sín-
um og gengu til dyranna. Carla
Raspa greip í hönd mér og dró
mig á eftir hinum.
— Komdu, sagði hún. — Þetta
gæti verið eitthvað alvarlegt, og
svo gæti það auðvitað líka ver-
ið plat. En hvað sem það er,
skulum við ekki missa af því.
Ég elti hana út í gegnum dyrn
ar á hótelinu. Ég heyrði þegar
hávaðann í bíl Aldos, er hann
þaut af stað upp brekkuna, áleið
is til Carlo Herotga-götu.
14. kafli.
Við eltum í lánsbílnum okkar,
en aðrir höfðu bara fengið sömu
hugmynd. Þeir sem höfðu kom-
izt að á bílastæði hótelsins, urðu
vitanlega fljótastir £tf stað. Stú-
dentarnir og þeir, sem þarna
voru að glápa, höfðu fengið veð
ur af því, að eitthvað væri að,
og lögðu af stað á eftir bílun-
um. Bílflauturnar glumdu við
og ískraði í gírunum og hávað-
inn glumdi þarna um allt.
— Þetta er húsið hans Elia
þarna við hornið, sagði Carla og
benti. — Og það loga ljós þar.
Bíll Aldos var þegar kominn
að húsinu, sem stóð í sínum eig-
in garði rétt við hornið á torg-
inu. Ég sá Aldo stökkva út úr
bílnum og þjóta inn og Rizzio
á eftir, en hann fór sér hægar.
Ég hægði á mér og var í vafa
um, hvað gera skyldi. Við gát-
um ekki almennilega stanzað
aftan við bíl Aldos. Bílarnir á
eftir mér öskruðu til að fá að
komast áfram.
— Ég ætla að fara hringinn
kring um torgið og koma hing-
að aftur, sagði ég.
Ég þaut af stað, en Carla,
sem hafði teygt álkuna út úr
bílnum, sagði: — Þeir eru að
koma út aftur. Þá er hann þar
ekki.
Nú var allt í uppnámi fyrir aft
an mig, rétt við húsið. Ljósin
skinu á spegilinn hjá mér. Fólte
ið æpti.
— Donati er að fara upp í bll
inn sinn aftur, sagði Carla
Raspa. — Nei, það er hann ekki.
Bíddu, Armino. Leggðu bíln-
um þarna hinu megin til hægri,
rótt við skemmtigarðinn.
ENN NYR VARALITUR FRA
Christian Dior
ULTRA DIOR NÝI „HÁGLANS“
VARALITURINN
1966 BLÆBRIGÐI: 18-16-15-76-73
ÚTSÖLUSTAÐIR I
REYKJAVÍK:
Gjafa- og Snyrtivörubúðin,
Bankastræti 8
Hygea, Austurstræti 16
Mirra, Austurstræti 17
Sápuhúsið, Lækjargötu 2
Einkaumboð:
INGVAR SVEINSSON
UMBOÐS- OG FIEILDVERZLUN,
AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 16662
Skemmuglugginn, Laugavegi 66
Verzlunin Stella, Bankastræti 3
HAFNARFJÖRÐUR:
Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 3+
AKUREYRI:
Vörusalan^ Hafnarstræti
hvert sem þér farið hvenær sem þér farið
hvernig sem þér ferðist ÍBI!mr í ffmeo™3
feröaslysatrygging
DRUMMER
,VER‘
O
fDPÚnuncr
HENDUR
YÐAR
VIÐ
UPPÞVOTTINN
Q) D
'O
Að DRUMMER „verji*' hendur yðar
við uppþvottinn er elcki ofsagt
— hann er mjúkur eins og hand-
áburður.
Aðeins eitt spraut af DRUMMER
við hvern uppþvott — það nœgir
til að losa alla fitu og óhreinindi
fljótt og vel.
DRUMMER hefur alla þá kosti
sem verulega góður uppþvotta-
lögur á að hafa — og er auk
þess ódýr í notkun. ^
EFNAGERD R E Y K J A V j K U R H, F.