Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 23
1 Fimmtudagur tt?. Sgúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 23 Afrekin batna ár frá ári - 2 íslandingar á heimsafrekaskránni Frá Neytenda- samtökunum A F R E K fr jálsíþróttamanna batna nú ár frá ári. Á skrá yfir árangur JOO beztu manna í hverri grein árið 1965, má sjá, að þau afrek skipuðu mönnum í fyrstu sætin fyrir fáum árum nægja nú tæpast til að komast í 100. sætið. Xil dæmis um þetta má nefna, að árið 1952 hlupu 12 menn 100 metrana á 10,4 sek, eða betri tíma, en árið 1964 náðu 125 menn þeim tíma. Og til að komast á skrá ársins 1964, þurfti t.d. að kasta sleggju 59,66 metr., spjóti 74,16, stökkva 7,51 m. í langstökki eða 2,05 í hástökki. Aðeins tveir Islendingar kom- nst á 100 manna skrá ársins 1965. Voru það þeir Jón Þ. Ólafs son er var nr. 35 í hástökki með 2,10 m., og Valbjöm Þorláks- son er var nr. 68 í tugþraut með 7004 stig. Árangur Jóns var jafn framt sá 16. bezti í Evrópu og 3. bezti á Norðurlöndum og enginn Norðurlandabúi náði jafngóðum árangri í tugþraut og Valbjörn. Mörgum finnst ef til vill að hlutur íslendinga nú sé næsta lítill, sem hann og er ef einung- is er litið á tölurnar. En þegar taflan er athuguð kemur í ljós að margar þjóðir og langtum fjölmennari fá engan mann á skrá og einnig kemur í ljós að stórþjóðirnar, sérstaklega Banda ríkin og Rússland, eiga æ fleiri menn á skránni. Segir þar at- vinnumennskan til sín. Á skrá yfir 10 beztu afrek í hverri grein frá upphafi er eitt íslenzkt nafn. Er það nafn Vil- hjálms Einarssonar er skipar 4. sætið í þrístökki með 16,70 m. Þeir sem náð hafa betri árangri eru:Józef Scmidt, Póllandi, 17,03 m., 1960; Kreer, Rússlandi 16,71 m., 1961 og Fyedoseyev, Rúss- landi 16,70 m. 1959. í GÆR léku ÍBV og FRAM mjög þýðingarmikinn leik í 2. deild. Fóru leikar svo, að Fram sigraði 2:1, og verða Vestmanna- eyingar nú að sigra næsta leik, ef þeir eiga að komast í úrslit- in. Leikurinn var mjög spenn- andi, að sögn íþróttafréttaritara Mbl. í Eyjum, og barist af hörku á báða bóga, en dómar- inn Magnús Pétursson stóð sig með prýði og hélt leiknum inn- an hæfilegs ramma, þótt hann Framhald af bls. 1. ir með ræðu forsetans, að hrópa ýmsar athugasemdir. En enda þótt að ræða Sukarnos hafi verið fálega tekið kom ekki til neinna étaka. 1 ræðunni, sem haldin var í tilefni þess að 21 ár var liðið frá því að Indónesía losnaði undan hollenzkri stjórn, hvatti Sukarnó Bandaríkin til að láta af heimsvaldastefnunni, sem hann svo nefndi og lýsti því yfir að hann myndi halda áfram baráttu sinni gegn heimsvalda- stefnu og nýlendustefnu. Þá lofaði Sukarno því að halda áfram tilraunum sínum í þá átt að endurbæta Sameinuðu Þjóðirnar, en hann telur að heimsvaldasinnalönd ráði þar lögum og lofum, áður en Indó- nesía gerðist á ný aðili að sam- tökunum. Varðandi friðarsamninginn. við Malasíu kvað Sukarno hafa verið undirritaðan vegna þess að í honum væri skýrt ákvæði um að Indónesía myndi ekki viður kenna Malasíu fyrr en eftir að kosningar hefðu farið fram í Sabah og Sarawak, og þannig venð gengið úr skugga um að folkið þar óskaði eftir því að vera í ríkjasam'bandinu. Bezti árangur ársins 1965 í ein stökum greinum varð sem hér segir: 100 m. hlaup: Chia-Chuan Chen, Kína 10,0 2oo m. hlaup: Roberts, Trinidad, 20,4 400 m. hlaup: Lewis, USA, 45,5 800 m. hlaup: Jurgen May, Egyptal. 1:46,3 1500 m. hlaup: Jurgen May, Egyptal., 3:36,4 1 ensk míla: Jazy, Frakklandi, 3:53,6 3000 m. hlaup: Keino, Kenýa, 7:39,6 5000 m. hlaup: Keino, Kenýa, 13:24,2 10.000 m. hlaup: Ron Clarke, Ástralíu, 27:39,4 3000 m. hindrunarhlaup: Roelants, Belgíu 8:26,4 110 m. grindahlaup: Davenport, USA, 13,5 400 m. grindahlaup: Anisimov, Rússlandi 49,5 Hástökk: Chin-Chin Ni, Kína, 2,25 Langstökk: Ralph Boston, USA, 8,35 Stangarstökk: John Pennel, USA, Þrístökk: 5,18 Schmidt, Póllandi, 16,74 Kúluvarp: Randy Matson, USA, 21,52 Kringlukast: Danek, Tékkóslóvakíu, 65,22 Sleggjukast: Zsivotzky, Ungverjalandi, 73,75 yrði að gefa einum liðsmanna Fram áminningu. Slíkt telst þó varla til tíðinda í knattspyrnu- heiminum. I>að var Helgi Númason, sem skoraði bæði mörk Fram, hið seinna úr vítaspyrnu. Er 16 mín- útur voru til ieiksloka skoraði Viktor Helgason mark Vest- mannaeyinga, einnig úr víta- spymu. Liðin voru mjög jöfn að styrkleika og mátti vart milli sjá hvort þeirra ætti sigurinn skilinn. í friðarsamningunum við Mal asíu, sem opinberir voru gerðir í sl. viku var ekki getið um neina viðaukasamninga, sem fælu í sér umrætt skilyrði. Hins vegar segja góðar heimildir í Jakarta, að líklegt sé, að auk hins opinbera samnings hafi verið samþykktur viðaukasamn ingur sem haldið sé leyndum. Malasía heldur því fram, að raunverulega þýði undirskrift samningsins viðurkeningu á ríkj asambandinu, og að næsta mál á dagskrá sé því, að löndin tvö skiptist á sendiráðum. Kaupmannahöfn. — Tillaga Per Hækkerup, utan- ríkisráðherra Danmerkur, um aukið frjólsræði varðandi vega- bréfaáritanir (visum) verður til umræðu á utanrikisráðherra- fundi Norðurlanda í Kaupmanna höfn í næstu viku. Er talið að Norðurlönd séu sammála um að auka beri frjálsræði í þessum efnum, en hins vegar eru lög- regluyfirvöld sögð letjandi þess að slíkt verði framkvæmt of ört og ennfremur eru lögregluyfir- völd sögð algjörlega andsnúin því, að hætt verði þeirri reglu að krefja íbúa A-Evrópu ura vegabréfsáritanir. V. Spjótkast: Kinnunen, Finnlandi, 88,14 Tugþraut: Storozhenko. Rússlandi, 7883, st. 4x100 m. boðlilaup: Pólland, 39,2 4x400 m. boðhlaup: Southern Univ., USA, 3:03,4 Á skránni eru samtals 54 Finn- ar, 32 Svíar, 27 Norðmenn, 2 ís- lendingar og 2 Danir. Aðeins i einni grem er Norðurlandabúi í 1. sæti, þ. e. í spjótkasti. Annars skiptast afreksmenn Norðurland- anna þannig á milli greina. 100 metra hlaup: 2 Norðmenn. Beztur Ole Bern 10,4 sek. 200 metra hlaup: 1 Norðmaður, Bunæs 21,0 sek. 400 metra hlaup; 1 Norðmaður, Bunæs 46,9 sek. 800 metra hlaup: 2 Finnar og 1 Svíi. Beztur Olofsson, Sviþjóð 1:47,9 mín. 1500 metra hlaup: 3 Norðmenn, 2 Svíar, 1 Finni og 1 Dani. Bezt- ur: Olofsson, Svíþjóð 3:41,8 mín. 5000 metra hlaup: 2 Svíar og 2 Norðmenn. Beztur Helland Nor egi 13:37,4 mín. 10.000 metra hlaup: 4 Svíar, 1 Finni og 1 Norðmaður. Beztur Sariomaa, Finnlandi 29:25,2 mín. 3000 metra hindrunarhlaup: 3 Finnar, 3 Svíar og 2 Norðmenn. Beztur Persson, Svíþjóð 8:34,2 mín. 110 metra grindahlaup: 1 Svii og 1 Norðmaður. Beztur Forssand er, Svíþjóð 13,8 sek. 400 metra grindahlaup: 3 Sví- ar, 2 Norðmenn og 2 Finnar. Beztur Vistam Svítþjóð 51,6 sek. Hástökk: 5 Svíar, 3 Finnar, 1 íslendingur, 1 Norðmaður og 1 Dani. Beztur Nilsson, Sviþjóð 2,11 metrar. Langstökk: 7 Finnar. Beztur Stenius 8,04 metrar. Stangarstökk: 9 Finnar og 3 Svíar. Beztur Mustakari, Finn- landi 4,95 metrar. Þrístökk: 3 Finnar, 2 Norð- menn og 1 Svíi. Beztur Jensen, Nöregi 16,27 metrar. Kúluvarp: 5 Finnar, 2 Svíar og 2 Norðmenn. Beztur Yrjola, Finnlandi 18,16 metrar. Kringlukast: 4 Finnar, 3 Svíar og 2 Norðmenn. Beztur Haglund, Svíþjóð 59,92 metrar. Sleggjukast: 2 Norðmenn, 2 Finnar og 1 Svíi. Beztur Krogh, Noregi 64,60 metrar. Spjótkast: 12 Finnar, 3 Norð- menn og 1 Svíi. Beztur Kannun- en, Finnlandi 88,14 metrar. Tugþraut: 1 íslendingur Val- björn Þorláksson 7004 stig. Svifflugfélagið 30 ára Laugardaginn 20. ágúst, er 30 ára afmæli Svifflugfélags ís- lands. I því tilefni verður efnt til kaffidrykkju í Silfurtunglinu kl. 15—17 og vonumst við til að sem flestir félagar, eldri sem | yngri, sjái sér fært að mæta þar. Vegna undirbúnings er æski- legt að menn tilkynni þátttöku sem fyrst til Þóris Björnssonar í síma 20200 á daginn, 20761 á kvöldin eða Þórmundar Sigur- bjarnarsonar í síma 10278 á dag- inn, 36590 á kvöldin. (Frá Svifflugfélagi íslands) ■ Sprengjufilræði Framhald af bls. 1 Sprengingin var svo öflug, að mörg bráðabirgðahúsanna í nágrenninu stórskemmdust. Sökum þess að öll sjúkra- hús í Hué og nágrenni eru yfirfull, var ógjörningur að komast þegár nákvæmlega að raun um mánntjónið af AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna var haldinn 9. marz sl. í Lindarbæ. Fundarstjóri var Þórólfur Ólafsson, hrl., en fund- arritari Knútur Hallsson, deild- arstjóri. Sveinn Ásgeirsson, for- maður samtakanna, flutti skýrslu um starfsemi Neytendasamtak- anna frá síðasta aðalfundi og kom víða við, enda er hún mikil og margþætt. Er þó starfslið sam- takanna fámennt mjög. Neytenda samtökin hafa unnið að fjöl- mörgum almennum hagsmuna- málum neytenda og verið höfð með í ráðum og umsagnar þeirra leitað við endurskoðun laga og reglna, er sérstaklega varða hags muni neytenda. Vænta þau þess, að sá háttur verði á hafður á æ fl. sviðum í framtiðinni, enda eiga þau frumkvæði að því, að ýmis slik mál séu tekin til meðferðar. Neytendasamtökin eiga nú í op- inebru striði vegna réttlætis- og hagsmunamáls almennings. Því mætti ætla, að margan fýsti að vita, hverjir standi að baki því máli, þ. e. hverjir séu i stjórn samtakanna, sem og fleira um starfsemi þeirra, svo sem fram k e m u r af fréttatílkynningu þeirra, sem við birtum hérmeð úrdrátt úr.). • Skrifstofa Neytendasamtak- anna að Austurstræti 14 hefur verið opin daglega, en fastur við- talstími verið milli kl. 5 og 7. Brýna nauðsyn ber til að hægt verði að auka starfslið skrifstof- unnar, svo að hún geti verið að fullu opin allan daginn, en til þess hafa samtökin ekki haft bol- magn ennþá. Aukning aðila um 700—1000 manns til dæmis myndi gera það kleift. Engin hliðstæð sam- tök erlendis veita félagsmönnum sínum jafnmikla þjónustu vegna einstakra kaupa á vörum eða þjónustu. Með því eru þó sam- tökin í stöðugu samabndi við viðskiptalífið, sérstaklega þar sem eitthvað ábjátar, til aðhalds og bættra viðskiptahátta. Neytendablaðið til kennslu í skólum A sl. ári komu út 4 tlbl. Neyt- endablaðsins. Mesta athygli vakti 3. tlbl., sem fjallaði um réttindi og skyldur kaupenda og seljenda, ábyrgð og ábyrgðarskírteini, auk þess sem birtur var ýtarlegur listi yfir verð nauðsynjavöru o. fl., og þyrfti það blað að vera til á hverju heimili, svo mjög sem það snertir hagsmuni þeirra. Það var ánægjulegt, að yfirvöld fræðslumála ríkis og borgar ákváðu að leggja blaðið til grundvallar neytendafræðslu í skólum landsins. En hinum full- orðnu, sem undir útgjöldum heimilanna standa, er enn brýnni Hittu sjálfa sig fyrir 1 Saigon, 17. ágúst — AP ( BANDARÍSKIR flugmenn / hafa greint frá því, að í gær, / þriðjudag, hafi það borið við 1 yfir N-Vietnam, að flugskeyti, 1 sem skotið var frá jörðu að ’ 4 bandarískum flugvélum, hafi / ekki hæft skotmark sitt, J heldur snúið við af braut 4 sinni og sprungið í þéttbýli j skammt austan hafnarborgar- 1 innar Haipong. Segja flug- mennirnir að eldar hafi komið j upp þar sem flugskeytið komi niður. — Flugmennirnir voru; í árásáarflugi að olíubirgða-\ stöðvum NA af Haipong er( flugskeytinu var skotið aðf þeim. þörf að tileinka sér þá dýrmætu fræðslu, sem í blaðinu er að finna. Þröngur fjárhagur fjötur um fót Reikningar samtakanna voru lagðir fram á aðalfundi, endur- skoðaðir af tveimur löggiltum endurskoðendum, er kjörnir höfðu verið á síðasta aðalfundi, og voru þeir samþykktir sam- hljóða. Þeir bera með sér, að nokkur halli hefur orðið á rekstri samtakanna síðastliðin ár, en árgjald hefur verið mjög lágt og óbreytt sl. 3 ár. Lagði stjórnin fram tillögu í þremur liðum til að bæta fjárhag sam- takanna, enda skilyrði fyrir vax- andi starfsemi. Samþ. var að hækka árgjaldið úr 100 kr. í 200 kr. Auk þess skyldi heimilt að taka við stuðningsaðilum, sem engin viðskipti hafa með hönd- um, og einnig ævifélögum gegn tíföldu árgjaldi. Innheimta ár- gjalda er hafin fyrir nokkru, og hefur hún gengið vel og lofar góðu, þar sem úrsagnir hafa ver- ið tiltölulega mjög fáar. Standa því vonir til, að útgáfa Neyt- endablaðsins geti orðið meiri en áður, en þess skal getið, að nýir félagsmenn má a.m.k. hið mikil- væga blað, sem áður er sagt frá. Auk skrifstofunnar taka bóka- á miðri leið. Bókbindarafélag íslands......3 Aðalfundur Bókbindarafélags íslands var haldinn 26. maí sl. verzlanir í miðbænum við nýj- um félagsmönnum, og fá þeir þá blaðið um leið, en komandi blöð póstsend. Stjórnarkjör Þá fór fram á aðalfundi kjör stjórnar og endurskoðenda. — Stjórn Neytendasamtakanna er nú þannig skipuð: Formaður: Sveinn Ásegirsson, hagfræðing- ur; varaformaður: Magnús Þórð- arson, blaðamaður; ritari: Björg- vin Guðmundsson, deildarstjóri; gjaldkeri: Þórir Einarsson, við- skiptafræðingur; meðstjórnend- ur: Bárður Danielsson, verk- fræðingur, Halldóra Eggerts- dóttir, námstjóri húsmæðra- fræðslu, og trifar Þórðarson, læknir. í vara stjórn voru kjörn- ir: Vignir Guðmundsson, blaða- maður; ólafur Einarsson, kenn- ari; Þórólfur Ólafsson, hæstarétt- arlögmaður; Höskuldur Jónsson, stjórnarráðsfulltrúi; Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakenn- ari; Aðalsteinn Jónsson, efna- verkfræðingur; og Valdimar Jóns son, efnaverkfræðingur. Endur- skoðendur: Bárður Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi; og Unn- dór Jónsson, rikisbókari. Þeir Arintbjörn Kolebinsson, læknir; og Knútur Hallsson, deildarstjóri, sem lengi hafa átt sæti í stjórn samtakanna, báðust nú undan endurkosningu. Þakk- aði formaður þeim störf þeirra fyrir Neytendasamtökin og á- nægjulegt samstarf. Arinbjörn Kolbeinsson þakkaði fyrir sam- vinnu innan stjörnar samtak- anna og sérstaklega Sveini Ás- geirssyni fyrir forystu hans um stofnun samtakanna fyrir 13 ár- um og starfsemi þeirra síðan og óskaði Neytendasamtökunum vel farnaðar og brautargengis. Frá Neytendasamtökunum). — Lögreglumorðin Framhald af bls. 1 Duddy til London. Á þriðjudag lýsti lögreglan eftir Duddy og Harry Roberts, 30 ára, um gjörvalt Bretland. Var almenningur beðinn að gæta varúðar því ástæða væri til að ætla, að hinir grunuðu morðingjar væru vopnaðir og til alls vísir. Þriðji maðurinn, sem undir grun liggur um hlut deild í morðunum á iögreglu- mönnunum, var fangelsaður á þriðjudag. Hann heitir John Ed- wárd Whitney. Fram sigraði ÍBV 2:1 — Malasia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.