Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. Kgúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 11 TollskýliD hjá Straumi hefði ekki brunnið, ef það hefði verið byggt úr eldtraustum VEDEX-krossviði frá oss. Birgðir uppseldar í bili. Tökum á móti pöntunum í næstu sendingu. Einkaumboðsmenn á íslandi fyrir: VEDEX - Dansk Skovindustri a/s, Næstved, Hannes Þorsteinsson heildverzlun. — Sími 24455. Laxveiði 3 stangir til leigu í Blöndu 25., 26., 31. ágúst og 1. september. Upplýsingar gefur Haukur Ármannsson, sími 2001, Akranesi. Rei'hestar 2 glæsilegir reiðhestar svo og reiðhestaefni til sölu. Verða til sýnis á Skeiðvelli Fáks föstutíaginn 19. ágúst frá kl. 20—23. Skrifstofumaður Vanur skrifstofumaður óskar eftir góðri atvinnu. Er vanur bókhaldi, söiumennsku, verðútreikning- um o. fl. o. fl. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nöfn sín til afgr. Mbl., merkt: „Skrifstofumaður — 8866“ sem fyrst. AUII IIDFtOLII LANDVELARH Laugavegi 168 — Sími 15347. — Á slóbum Framhald af bls. 13 stað heim í Furufjörð og lögðu leið sína út með Þaralátursfirði fyrir Furufjarðarnúp hjá Könnu. í Reykjafirði hittum við þá bræður Guðfinn og Jóhannes Jakobssyni og fjölskyldu og höfðu þeir unnið rekavið í sjö vikur. Við þágum hjá þeim ágætt kaffi og góðar móttökur. Heim- leiðis héldum við svo um Þara- tátursfjörð og Svartaskarð í blíð- skaparveðri eftir ágætan dag. Á þriðjudagsmorgun var ræst snemma. Nú átti að bera allan farangur yfir Skorarheiði í Hrafnsfjörð, þar sem báturinn átti að taka okkur. I.eiðin er inn- an við 10 kílómetra löng, ekki 200 metra yfir sjó og auðveld. Við fórum þetta á 3 tímum og í Hrafnsfirði beið okkar bátur eins og áætlað var. En nú var ekki sami bátur og áður, heldur hét hann Björg, sérstaklega út- búinn til fólksflutninga og var undir stjórn Geralds Haslers frá ísafirði. Veðrið var ákaflega fagurt fyrrihluta þessa dags og það var unun að sigla út eftir Hrafns- firði og sjá hina Jökulfirðina opnast og lokast, Kjós, Leiru- fjörð, Lónafjörð, Veiðileysufjörð, Hesteyrarfjörð og loks Grunna- vík, þar sem við stigum á land. Við gengum heim að Stað og virtum fyrir okkur þessa fögru sveit með fjölda húsa, sem nú eru auð og yfirgefin. Þá var siglt beinutu leið fyrir Bjarnarnúp og allt inn til Æð- eyjar. Þar stigum við á land og var vel fagnað af Helga óðals- bónda og Guðrúnu konu hans. Við vorum leidd í stofu til veizlu, sem þau kölluðu molakaffi. Síð- an fór Helgi með okkur um alla Æðey og sýndi okkur kletta og króka og fjölskylduskrúðugt fuglalíf. Að því loknu vorum við aftur leidd í stofu, þar sem meðal annars voru bornar fyrir okkur lundabringur. Þær voru sannar- lega höfðinglegar móttökurnar í Æðey. Kærar þakkir. Björg flutti með sér þann far- angur. sem við höfðum skilið eftir á ísafixði. og nú var haldið áfréim til Melgraseyrar, þar sem við slógum tjöldum í eina skiptið í ferðinni. Vestfjarðaleiðarbíllinn var mættur og Ásmundur skauzt með okkur inn í Kaldalón um kvöldið áður en við fórum að sofa. Næsta dag var svo haldið með áætlunarbílnum til Reykja- víkur, sem leið liggur yfir Þorskfjarðarheiði, fyrir Gilsfjörð o. s. frv. I þessari Hornstrandaferð dvöldum við í skýlum Slysa- varnafélagsins með leyfi þeirra Hannesar Hafstein og Daníels Sigmundssonar, sem veittu okk- ur margvíslega aðstoð. Auðvitað vorum við með eiginn mat og eigin hitunartæki, þannig að við þurftum hvergi að grípa til birgðanna í. skýlunum. Þessi skýli eru á allan hátt til fyrir- myndar, og er það mikið afrek hjá viðkomandi aðilum að hafa gert þau svo vel úr garði. Það mega bara engir ferðalangar níð- ast á þessum húsum með illri umgengni og kæruleysi, sem því miður er svo ríkjandi hér á landi. Svona starfsemi verður ekki haldið uppi með aðkeyptri vinnu einni saman, heldur byggist hún ætíð á miklu og fórnfúsu starfi fleiri eða færri einstaklinga. Slysavarnafélagið áheiður og þökk skilið fyrir þessi hús. Við skulum ekki leggja stein í götu þess, heldur styðja það og efla á allan hátt. Hornstrandir eru allar í eyði nema Hornbjargsviti í Látravík. Það eru ekki líkur til, að þær hyggist aftur á næstunni, enda engin þjóðhagsleg nauðsyn. Nóg er af ónotuðu en ræktanlegu landi annars staðar á byggilegri stöðum. En Hornstrandir eru ævintýraland fyrir ferðamenn, og. sem ferðamannaland með ósnerta náttúru, auðugt fugla- lif og fjölbreyttan gróður geta Hornstrandir átt mikla framtíð. Það virðist því eðlilegast, að Hornstrandir í heild sinhi verði friðaðar og gerðar að þjóðgarði. Éj». mundi telja slíka ráðstöfun ithjóg æskilega. ' . 6IKARKEPPNIN MELAVÖLLUR: í kvöld (fimmtudag) kl. 7,45 leika KRb — Víkingur MÓTANEFND. Vantnr fæði og húsnæði Unga manntaskólastúlku utan af landi vantar her bergi og helzt fæði á sama stað. — Þeir sem gætu hjálpað vinsamlegast hringið í síma 16728 fyrir há- degi laugardag. Lögtök Eftir kröfu bæjarritarans í Keflavík og að undan- gengnum úrskurði verða ógreidd útsvör og fast- eignagjöld ársins 1966 til Bæjarsjóðs Keflavíkur tek in lögtaki á ábyrgð bæjarsjóðs en á kosnað gjald- enda að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar. Bæjarfógetinn í Keflavík, 16. ágúst 1966. Alfreð Gíslason. LYFTARI Stór gaffallyftari til sölu. Er á stórum hjólum með drifi á öllum hjólum. Ámokstursskóflu, útbúnaður fylgir. Símar 34333 og 34033. 5 herb. íbuð í Háaleitishverfi Til sölu mjög vönduð 5 herb. íbúð við Háaleitis- braut. íbúðin er teppalögð með harðviðarinnrétt- ingum og tvöföldu gleri. GÍSLI G ISLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L. BJARNASON Hverfisgötu 18. Símar 14150 og 14160 Kvöldsími 40960. 10% af sláttur Útsölunni lýkur í dag og gefum við 10% aflsátt af öllu, sem er á útsölunni. Komið og gcrið ótrúlega góð kaup. Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.