Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 17
FimmtuðagTIt lí. ágúst 1966 MORCU NBLAÐIÐ 17 — Fyrstu bornin Framhald af bls. 24 gerðina á því. Börn þau, sem fóru vestur um haf til þessara aðgerða eru á aldrinum tveggja til ellefu ára. — Það ber ekki að líta svo á, að hér sé um neinn faraldur á þessum göllum að ræða, sagði Kristbjörn. — Við höfum á undanförnum árum leitað nokk- uð jöfnum höndum til Evrópu og Ameríku til að fá samskonar aðgerðir framkvæmdar, þá fyrst og fremst til nágranna okkar Dana og Svía. Segja má að ekki sé öliu dýrara að fá þessa að- gerð framkvæmda í Bandaríkj- unum en t d. í Svíþjóð. Við höfum haft mjög gott samstarf við Mayo-sjúkrahúsið í Rochest- er, en Magnús starfaði þar bæði á nómstíma sínúm og síðar sem fyrsti aðstoðarlæknir. Fyrsti sjúklingurinn fór frá okkur til Magnúsar haustið 1965, en svona mörg börn höfum við aldrei sent frá okkur á jafn skömmum tíma og mun Magnús hafa hliðrað til svo að hægt væri að taka þau nokkurn veginn sam- tímis. Tel ég vafalaust að við munum hafa áframhaldandi samstarf við Augustanasjúkra- húsið sem er þekkt fyrir góðan árangur ó sviði hjarta- lækninga. Við spurðum síðan um kostn- aðarhlið málsins og svaraði Kristbjörn því til, að flestir hefðu getað bjargað þeirri hlið sjálfir, aðrir fengið ábyrgð frá hinu opinbera, og loks væru þess dæmi að safnað hefði verið fyrir kostnaðinum. Svo væri t. d. um fyrsta barnið, sem sent var vestur að þessu sinni. Það er frá Sauðárkróki. Félagsskapur þar tók sig til og safnaði fyrir öllum kostnaði, einnig fyrir þann er fylgja þurfti barninu. Söfnunin varð meiri en þurfti í þessu tilfelli bg hefir félags- skapurinn efnt til sjóðsstofnun- ar fyrir þá, sem þurfa að leita læknishjálpar erlendis. Þá er þess og að geta að Loftleiðir hafa greitt fyrir fólki, sem þurft hefir á þessu að halda í sam- bandi við fargjöld. Yfirleitt hafa foreldrar eða aðstandendur farið með börnunum, en í einu tilviki fór hjúkrunarkona með. Kostnaður við vesturförina, þar með talin aðgerð og sjúkrahús- vist, er 150—180 þúsund krónur. — Suzie Wong Framhald af bls. 24 þeir komnir þangað um miðjan dag í gær. Hafsteinn sagði að þar væri norðaustan kaldi, og nokk- ur öldugangur, en hann kvað þá félaga ætla að halda ferðinni áfram í gær, og hafa næturgist- ingu á Stapa. Hafsteinn sagði, að þeir ætluðu svo að halda áfram í dag, og fara þá í einni lotu til Reykjavíkur. Áætlaði hann að vera kominn til Reykja- víkur um 8 leytið í kvöld. Hafa þeir Þórarinn og Hafsteinn þá verið nákvæmlega 14 daga í ferðinni, en þar af má draga 3 daga, sem þeir eyddu á Þjóð- hátíðinni 1 Vestmannaeyjum, — Isl. keramik Framhald af bls. 2 Jóhannesi Jóhannessyni gull- smið. Var hér um að ræða kera- mikvaming og silfurmuni. Fengu þessir munir sérstaklega góða umsögn í ísraelskum blöðum og þá sérstaklega keramikvörurnar. Blaðið sneri sér til Einars Elíassonar sölustjóra Glifcs og spurði hann nánar um þessa sýn ingu og vörur er fyrirtæki hans sendi á hana. — Vörusýningarnefnd íslands fór þess á leit við okkur að við sendum nokkra muni á þessa sýningu, en að öðru leyti sáu þeir alveg um það sem sent var og sýnt. Við sendum nokkra vasa og skálar úr hraunkera- miki og erú fyrirspurnir farnar að berast út af þessu. Saigon. -— Ritskoðun blaða í S-Vietnam verður afnumin 26. ágúst nk. vegna kosningarbaráttu þeirrar, sem fram mun fara fyrir kosn- ingarnar í landinu 11. sept. nk. Segir Saigonstjórn, að blöðin í landinu séu mikilsverður banda maður í uppbyggingu lýðræðis- ins, og gefi þessi tilraun góða raun, verði ritskoðun ekki tekin upp aftur að loknum kosningum. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýraria að auglýsa í MorgunbLaðinu en öðrum blöðum. - Síld Framhald af bls. 24. stætt veiðiveður. Samtals tilkynntu 38 skip afla, samtals 3.555 lestir. um Oddgeir ÞH 82 lestir Pétur Thorsteinss. 90 — Sigurvon RE 137 — Þorbjörn TI. GK 127 — Ögri RE 65 — Árni Geir KF, 29 — Skarðsvík SH 124 — Guðrún Jónsd IS 110 — Guðbjartur Kr. IS 80 — Akurey RE 86 — Ól. Magnússon EA 123 — Jón Kjartansson SU 233 — Skírnir AK 47 — Jörundur III. RE 71 —- Ól. Sigurðsson AK 45 — Arnfirðingur RE 149 — Gissur hvíti SF 70 — Ásþór RE 30 — Baldur EA 45 — Sig. Bjarnas. EA 220 — Fróðaklettur GK 160 — Jón Eiríksson SF 60 — Búðaklettur GK 126 — Bjartur NK 90 — Björgvin EA 115 — Guðm. Þórðars. RE 96 — Svanur IS 40 — Eldborg GK 50 — Runólfur SH 43 — Jón á Stapa SH 62 — Sveinbj. Jakobss. SH 90 — Heimir SU 62 — GíSli Árni RE 140 — Anna SI 65 — Viðey RE 100 . — Sæhrímir KE 55 — Glófaxi NK 50 — Hafrún IS 160 — f gærkvöldi hafði blaðið sam- band við bæði síldarleitina á Dalatanga og Raufarhöfn. Lítið var að frétta af miðunum SA af Dalatanga. Nokkur skip köstuðu þar í gærmorgun og fengu dá- litla veiði, en þar hefir síðan tæpast verið veiðiveður, eða á þeim slóðum, sem skipin hafn Mistök Við umbrot á minningargrein um séra Þórð Oddgeirsson hér í blaðinu í gær, urðu leið mistök, sem blaðið biður aðstandendur af sökunar á. verið undanfarna daga. Skipin voru í gær á leiðinni norður í haf, NA af Raufarhöfn. Höfðu tvö skip fengið þar góð- an afla í gærkvöldi. Síldarleitin á Raufarhöfn tjóði blaðinu fyrir kl. 23.00 í gærkvöldi að á þessar slóðir myndu ekki komin nema þrjú skip, sem þegar hefðu farið að kasta. Hafþór var þá á þessl um slóðum og hafði fundið mikla síld. Veður var sæmilegt. Óskum eftii uð knupa notuðan lyftnrn á pumpuðum dekkjum, sem lyftir 1—1% tonni. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld, t merkt: „Lyftari — 4641“. Innheimlustarf Ung kona, sem hefur bíl til umráða. óskar eftir inn heimtustarfi. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 27. ágúst nk., merkt: „Innheimta — 8867“. Ferðamenn — Ferðamenn Ef leið ykkar liggur um Akureyri, þá látið ekki hjá líða að skoða glæsilegasta vöruhús landsins. Verzlun á 3 hæðum. Það er óþarfi að fara til Glasgow. Það fæst hjá. A K U R E Y R I Dvaldizt ekki hjá K.F.U.M. SAMKVÆMT upplýsingum, er blaðinu'hafa borizt, mun það á misskilningi byggt, að strokuher- maðurinn Michael Burt hafi dvalizt hjá K.F.U.M. í Reykja- vík. Þetta kom fram í frétt, er birtist á 2. bls. blaðsins í gær. Eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessu ranghermi. Fjölmennt kveðjusamsæti Búðardal 17. ágúst. HLNN 6. ág. s.l. héldu Miðdæl- ingar, oddvita sínum, Gísla Þor- steinssyni bónda í Þorgeirsstað- arhlíð og konu hans, Steinunni Guðmundisdóttur, fyrrv. ljós- móður, heiðurssamsæti að Nes- odda en þann dag var Gisli sjö- tugur en kona hans náði þeim aldri skömmu áður. Fjölmenni var í samsætinu og margar ræð- ur fluttar þeim hjónum til heið- urs og þeim færðar þakkir fyrir vel unin störf, í þágu sveitúnga sinna á liðnum áratugum. Fyrir minni þeirra töluðu Ásgeir Bjarnason, aiþm. Ásgarði, Hjört- ur Einarsson bóndi í Hundadal, Aðalsteinn Baldvinsson, kaup- maður í Brautarholti og Sr. Eggert Ólafsson Kvennabrekku, sem jafnframt var veizlustjóri. Frú Lilja Sveinsdóttir lék und- ir söng og frú Ragnheiður Guð- mundsdóttir flutti frumsamið kvæði, sem afmæliskveðju kirkju kórs Kvennabrekkusóknar. JAMES BOND —> ->f Eftii IAN FLEMING í New York var demantahúsið ... í Hatten Garden í Lundúnum var skrif- Case eftir gimsteinasmyglara. f Parls var gimsteinakaupmaður kall- stofa herra Rufus B. Saye . . . aður „herra Saye“. . . . og í frábæru hóteli beið ungfrú JÚMBÖ K— —K— -K- Teiknari: J. M O R A En hvað hefur orðið af Álfi og félög- um hans? Júmbó þykist viss um, að þeir hafi orðið svo skelkaðir vegna ólátanna þegar dimma fer, að þeir hafi lagt á flótta. — Ef ófreskjurnar hafa þá ekki étið þá, drynur í garnla manninum. Kannske þcir hafi flúið vestur á bóg- inn. Ef svo er, er um að gera fyrir Júmbó og skipstjórann að hafa hraðann á, ef þeir ætla að gera sér vonir um að ná þelm. Þegar gamli maðurinn hefur gefið Júmbó og skipstjóranum þetta snjalla ráð yfirgefur hann þá. — Þið komið þó og kveðjið mig almennilega áður en þið farið, segir hann vingjarnlega. — Það skulum við gera, segir Júmbó, og skipstjórinn veifar í kveðjuskyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.