Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 18. ágúst 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGNÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Volkswagen 1965 og ’66. /ífj; < RAUÐARÁRSTtG 31 S(M I 22022 LITLA bíloleignn Ingólfsstræti 11. Volkáwagen 1200 og J300. Sími 14970 33324 22-1-7S « Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt ö volt / mt Brœðurnir Ormsson Laágmúla 9. — Sími 38820. Bekkir á Öskjuhlíð og Skúlagötu Undanfarna daga hefir ver- ið milt veður og gott hér í höfuðborg okkar og einkum hafa kvöldin verið fögur og kyrrlát. Á vesturloftinu hefir verið fagur sólbjarmi og hefir verið unun að sitja og horfa á þar sem aðstaða er til. Marg- ur borgarbúinn hefir því tekið sér kvöldgöngu til að horfa á sólarlagið og kvöldroðann. All- margir hafa lagt leið sína upp á öskjuhlíðina og notið útsýn- isins. Við viljum vinsamlegast benda borgaryfirvöldum ,eða þeim, sem annast um opin svæði í borginni, að þarna væri einkar þægilegt að hafa bekki fyrir fólk til að setjast á. Segja má að vísu að einstaka grastó sé í Öskjuhlíðinni til að tylla sér á, en þar er þó meira um möl og grjót, einkum kringum hitaveitugeymana, og þar uppi væri einmitt tilvalið að koma fyrir bekkjum. Það hefir áður verið drepið á það hér að mjög vel ætti við að setja bekki meðfram Skúla- götunni og snúa þeim þannig að sá, er þar vildi hvíla lúin bein, gæti virt fyrir sér ytri höfnina, eyjarnar og sundin. Á kyrrlátum kvöldum er unun að ganga meðfram sjónum og gott að geta tyllt sér niður af og til. Það er ekki allt fengið með því að fara í bíó eða á skemmtistað og okkur finnst of lítið fyrir þá gert, sem vilja njóta fegurðar okkar stutta sumars og hrífast af iðandi lífi því, er hvarvetna blasir við okkur við bæjarvegg inn. Heiðruðu borgaryfirvöld. Sinnið vinsamlegast kvöld- göngufólkinu. Sigling um sundin Þá er annað sem vel mætti taka til athugunar fyrir Slysa- varnafélag íslands. Það er jafn an fjárþurfi og gæti kannske önglað saman einhverjum pen- ingum með því að nota sinn á- gæta farkost, Gísla Johnsen, eða Sæbjörgu til kvöldferða inn á Sundin og hér um nágrenni Reykjavíkur. Það mætti gjarn- an bregða sér suður í Hafnar- fjörð og renna inn á Skerjafjörð inn í leiðinni, eða bregða sór upp í hinn undurfagra Hval- fjörð. Það mætti vel hugsa sér að margur vildi taka sér slíka kvöldsiglingu á mildu ágúst- kvöldi. Hvað um að gera til- raun, næst þegar vel lítur út með veður? -fa Leigubílar spilla næturfriði Og svo er hérna ofurlítið nöldur út í leigubílstjóra. Það er hvimleiður og ljótur vani hjá sumum leigubílstjórúm að þenja flautur sínar um nætur, er þeir hafa verið kvaddir að einhverju húsi í bænum. Okk- ur finnst raunar að af leigu- bílstjórinn getur ekki gengið út úr bíl sínum og gert vart við " sig eins og siðuðu fólki sæmir með því að kveðja dyra, annað hvort með bjöllu eða banki, þá sé rétt fyrir þann hinn sama að fá sér heldur fiskvinnu. Ann- ars verður það að segjast með öllum rétti að margir leigubíl- stjórar eru þægilegir menn og liprir og einkar kurteisir, en því miður vill verða hjá þeim eins og svo víða annars staðar, að það er misjafn sauður í mörgu fé .Nokkrir eru óvaldir ruddar, sem enga mannasiði kunna. Svo er okkur nær að halda að það sé ekki heimilt að þenja bílflautur um nætur, nema lífsnauðsyn sé. Nóg um þetta að sinni. Hvað eru „falsaðar ávísanir? Hér kemur bréf um fals- aðar ávísanir, frá ónefndum bréfritara. Það eru vinsamleg til mæli Velvakanda að þessi bréf ritari láti nafns síns getið, því við höfum fengið fleiri bréf frá honum, en þau birtum við ekki nema vita nafn hans. Þetta hef- ir verið margendurtekið hér í dálkunum. Nafn bréfritara er ekki getið, ef þeir segja dul- nefni undir, en hins vegar er nauðsynlegt að vita nöfn þeirra. í þessu bréfi er vakið máis á efni, sem er athyglisvert og er raunar aðeins verið að leita upplýsinga, sem mörgum evu nauðsynlegar, og munum við því birta það. „Ég heyri mikið talað um „falsaðar ávísanir“, en annars ekki gerð nánari grein fyrir, hvað með þessu er meint. Skilst mér að allt séu kallaðar „fais- aðar ávísanir", ef ekki er nægi- leg innstæða í viðkomandi banka til að innleysa þær. — Þetta þarf nánari skýringa við, finnst mér. Ef ég hefi yfirdráttarlán í banka og gef út ávísanir á þennan reikning, getur svo íar ið að ég eigi ekki ætíð nægiiegt inni til að mæta þeim ávísun- um, sem ég hefi gefið út. En þetta eru ekki „falsaðar ávís- anir“. Minnist ég þess að ensk ur kunningi minn sagði einu sinni: „Nú þarf ég að bæta við trygginguna, því mér var gert aðvart um að ég væri búinn að yfirdraga reikning minn.“ Þetta taldi hann ekki, og enginn ann ar, „falsaðar ávísanir“. Mér er nær að halda að ekki sé gerð- ur greinarmunur hér á landi á beinum falsávisunum og yfir- drætti fastra, vel stæðra við- skiptamanna, á ávísanareikning um þeirra. Þetta nær engri átt og skil ég ekki að Seðlabanki íslands leggi þetta að jöfnu. Sjálfsagt er að vinna gegn hverskonar óreiðu í fjármálum og viðskiptum manna á milli. Og að sjálfsögðu ættu verzlanir og veitingahús að krefjast þess, að þeir sem greiða með ávisun- um leggi fram fullnægjandi sannanir fyrir því, að þeir eigi innistæður til að mæta útgefa- um ávísunum. xx“ Hér er að sjálfsögðu mikill skilsmunur á. Fyrir nokkru voru gefnar út mjög nákværnar reglur um notkun ávísana og mun bréfritari geta fengið þær í hverjum banka. . ★ Hver á að borga? Ferðalangur ritar okkur eftirf Arandi bréf. „Um helgina 6/8. — 7/8. skeði sá atburður, að milli 20 og 30 manna hópur karla og kvenna frá Keflavík gekk frá Skógum undir Eyjafjöllum og ætlaði yfir í Þórsmörk. Svo illá vildi til að hópurinn fór aC réttri leið og lenti í sjálfheldu og kom þar af leiðandi ekki fram á réttum tíma. Bílstjórin'i, sem var með fólkið, og beið eftir því í Þórsmörk, óskaði nú eftir aðstoð og hafði skálavörð- ur Ferðafélags íslands í Þórs- mörk samband við Gufunesrad- ió, og bað um að senda flugvél tafarlaúst til leitar. En hvaS skeður. Rúmlega klukkustund ar þras um það hver bæði una leitarflug og bver myndi borga það! „Já, hver á að borga?“. Þessi setning kvað við í talstöðinni. Þegar búið var að þrasa um þetta í röska klukkustund, var tilkynnt að ekki væri hægt að senda flugvél, sökum þess að hún yrði varla komin á staðina fyrir myrkur. Sem betur fer gat fólkið komizt upp úr þvi gili, sem það hafði í lent og komizt að bíl sínum, mörg- um klukkustundum á eftir á- ætlun, þreytt, kalt og svangt. Það sem ég vildi gjarna fá að vita og vona að hið opin- bera geti veitt skýr svör við er eftirfarandi: „Hafa flugmenn og flugfélög leyfi til að koma þannig fram, þegar mikið liggur við? Er mannslífið virkilega svo lítils, virði að þjóðin hafi efni á að láta stóran hóp manna týn ast, en leita þeirra ekki? Geta tryggingarfélög ekki tekið á sig þá ábyrgð að greiða leitarflug, úr því það eitt stend ur i vegi fyrir að hægt sé að leita að týndu fólki? Ég vona að ég þurfi ekki að heyra það oftar, að ekki sé hægt að ieita að fólki vegna greiðslufyrirkomulags. Ég vona að hið opinbera taki þetta föstum tökum og veiti mér og öðrum góð og skýr svör við spurningum mínum. Ferðalangur.“ Höfum opnuð teiknistofu að Brautarholti 4 undir nafninu LAGIMIR HF. Önnumst teikningar á hita-vatns- og skolplögnum. Sími 24244. Fíot hlífðoróklæði voru að koma. — Fallegir litir. — Einnig gólfmottur í ýmsum litum. Davíð Sigurðsson hf. Laugavegi 178. — Símar 38888 og 38845. Skrifstofustúlka Óskum eftir vélritunarstúlku. Ensku- og íslenzku kunnátta nauðsynleg. — Laun samkvæmt kjara- samningi opinberra starfsmanna. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Konica myndavél merkt fullu nafni tapaðist sl. föstudag. — Vin- samlegast skilist gegn fundarlaunum. GUNNAR BJARNASON, skólastjóri. Víðimel 65. — Símar 12255 og 23766. VerzKinarhúsnæði óskast við innanverðan Laugaveg, 40—80 ferm. — Tilboð sendist á afgr. Mbl. merkt: „777 — 4639“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.