Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. ágúst 1968 Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstj órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti ð. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STALDRAÐ VIÐ William C. Westmoreland, hershöfðingi, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í S-Vietnam hefur - undanfarna daga verið í Bandarikjunum til skrafs og ráðagerða við Johnson forseta. Hafa fund ; ir þeirra einkum staðið að búgarði forsetans í Texas. Myndin sýnir forsetann og Westmoreland 1 er þeir komu til guðsþjónustu í Fredericksburg, í Texas, sl. sunnudag. TTið nýstofnáða Hagráð hef- ur að undanförnu setið á fundum og fjallað um skýrslu þá sem Efnahagsstofnunin hefur lagt fyrir það um á- stand og horfur í efnahags- málum. Skýrsla Efnahags- stofnunarinnar hefur enn ekki verið gerð opinber, en miðað við þær upplýsingar, sem þegar liggja fyrir um horfur í efnahags- og atvinnu- málum, má telja líklegt að ekki sé unnt að hækka kaup- gjald í landinu frá því sem nú er, um sinn a.m.k. Á síð- astliðnum tveimur árum hef- ur kaupmáttur launa vaxið um 15—20%, og hefur útflutningsatvinnuvegunum reynzt fært að standa undir því vegna hækkandi verð- lags á erlendum mörkuðum og aukinnar hagræðingar í rekstri fyrirtækja. En þessari þróun eru viss takmörk sett. og líkur benda til, að verðlag á mörkuðum okkar erlendis hafi náð hámarki og fari nú heldur lækkandi. Eftir u.þ.b. sex vikur renna út kjarasamningar þeir, sem gerðir voru í sumar til þriggja mánaða. Mikilvægt er, að við þá samninga, sem þá verða gerðir verði þessi aðstaða útflutningsatvinnu- veganna höfð í huga, og ekki síður sú staðreynd, að iðn- aðurinn á nú í harðnandi samkeppni við erlendar iðn- aðarvörur og getur ekki held- ur tekið á sig auknar kaup- hækkanir. Á síðastliðnum tveimur ár- um hefur stefnan í kjaramál- um tekið verulegum breyting um, og verkalýðshreyfingin hefur lagt mun minni áherzlu á beinar kauphækkanir en áður. Þessi stefna hefur greinilega borið mjög já- kvæðan árangur. Kaupgjald hefur verið vísitölubundið, þannig að verðlagshækkanir koma sjálf krafa fram í hækkuðu kaupi. Samið hefur verið um mjög þýðingarmiklar félagslegar umbætur, t.d. á sviði hús- næðismála, en húsnæðis- málastjórnarlán hafa verið hækkuð verulega, og nú er að komast á framkvæmdastig sú skuldbinding ríkisstjórnar innar, að byggðar verði 1250 íbúðir fyrir efnalitla méð- limi verkalýðsfélaganna, sem . þeir eiga kost á að kaupa með sérstaklega hagkvæmum kjörum. Sérstakar ráðstafan- ir hafa verið gerðar í atvinnu málum Norðurlands til þess að stuðla að vaxandi atvinnu þar, en síldarleysi síðustu ára fyrir Norðurlandi hefur skap- að töluverða erfiðleika í þeim efnum. Þannig hafa launþegar ’fengið fram mjög mikilsverð- ar kjarabætur og skiptir nú miklu, að þannig verði haldið á samningamálum í haust, að sá árangur, sem þegar hefur náðst með auknum kaup- mætti launa, verði ekki eyði- lagður. Verkalýðssamtökin og ýmis önnur hagsmunasamtök, svo sem atvinnurekendur og stétt arsamtök bænda hafa lýst yf- ir vilja sínum til þess að stuðla að takmörkun þeirrar verðbólguþróunar, sem verið hefur hér á landi undanfarna áratugi. Nokkur árangur hef- ur þegar náðst með samstarfi þessara aðila, en nú er mikil- vægt að þeirri viðleitni verði haldið áfram, og að allir aðil- ar geri sér grein fyrir þeirri staðreynd, að verði kaup- hækkanir knúnar fram í haust sem enginn grundvöllur er fyr ir, er stofnað í hættu þeim ár- angri og þeim bættu lífskjör- um, sem þegar hafa náðst. Nú er nauðsynlegt að staldra við og treysta þann ávinning sem þegar hefur fengizt. ÓÞÖRF TILLAGA rpíminn býður Morgunblað- inu í gær samvinnu um „baráttu fyrir því, að vand- ræði iðnaðarins verði leyst“. Um slíka samvinnu er ekkert nema gott að segja, en for- senda hennar er auðvitað sú, að Framsóknarmenn geri sér grein fyrir þeim verkefnum, sem framundan eru á sviði iðnaðarins. Tillaga, sem þeir hafa flutt á tveimur síðustu þingum, um „athugun á sam- drætti í iðnaði“ bendir ekki til þess, að þær forsendur séu enn fyrir hendi. í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar um þessa tillögu segir svo: „Tillaga þessi var einnig lögð fram á síðasta Alþingi, og var þá send sömu aðilum til umsagitar. Að þessu sinni bárust aðeins umsagnir frá Sambandi ísl. samvinnufé- laga, sem mælir með sam- þykkt tillögunnar og Félagi ísl. iðnrekenda, sem mælti með tillögunni í fyrra, vegna samdráttar, sem það taldi að hefði orðið í veiðarfæraiðn- aði og fataiðnaði, en telur til- löguna nú óþarfa. Bendir fé- lagið á að fram hafi farið sér- stök athugun á veiðarfæra- iðnaðinum, og fataiðnaðurinn sé nú í athugun hjá Iðnaðar- málastofnun íslands“. Samtök iðnaðarins hafa því lýst því yfir við Alþingi, að „athugun á samdrætti í iðn- aði“ sé óþörf. Þegar Tíminn hefur gert sér grein fyrir þessari staðreynd, er hægt að ræða við hann um samvinnu Ástralía eykur hervarnir Canberra, 16. ágúst — NTB • Stjórn Ástralíu hefur tilkynnt að hún muni auka útgjöld til landvarna á næsta ári um 34% eða upp í u.þ.b. 500 milljarða íslenzkra króna. Fjárlagafrumvarp stjórnarinn- ar var lagt fram á þingi í dag. Er þar ekki gert ráð fyrir skatta hækkunum. Fjármálaráðherra landsins, MacMahon, sagði, er hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði, að nauðsyn bæri til að styrkja varnir Ástralíu og efla aðstoð við bandamenn landsins. Ástralía hefur nú þegar 4.5Q0 manna lið í Suður-Vietnam. Út- gjöld Ástralíu til hervarna hafa aukizt um 90% frá því um ára- mótin 1963-64. Rússar bæta flugflotann Moskvu, 16. ágúst — NTB • Tass-fréttastofan skýrir svo frá, að Sovétmenn muni taka í notkun fyrir árið 1970 nýja far- þegaþotu, sem farið geti hraðar en hljóðið. Þota þessi á að taka 120 farþega. Vara-flugmálaráðherrann, Niko um þau verkefni á sviði iðn- aðarins, sem framundan eru. Hitt er ljóst, að það bar- lómsvæl, sem málgagn Fram sóknarflokksins hefur iðkað nú um langa hríð í garð iðn- aðarins, hefur eingöngu nei- kvæð áhrif á þá, sem að iðn- aði starfa. Iðnaðurinn vinnur nú að því verkefni að aðlaga sig breyttum aðstæðum, auknu innflutningsfrelsi og nokkrum tollalækkunum, en þessar breyttu aðstæður gera lai Bykov, upplýsir að þotan verði kölluð TU-144. Þá segir hann uppi áætlanir um smíði langflugsvéla, IL-62, sem taka eigi 186 farþega, ennfremur 160 farþega véla fyrir meðal fjar- lægðir og nýjar 24 farþega vél- ar YAK-40 fyrir styttri vega- lengdir. Þá kvað hann í*ráði að víkka verulega flugnet Sovét- ríkjanna, einkum austur til Kazahkstan og Síberíu og er ætlunin að byggja á næstunni 200 flugvelli á afskekktari stöð- um landsins. Sovézka flugfélag- ið Aeroflot hefur nú reglulegar flugsamgöngur við 38 lönd og er í ár fyrirhugað að koma á reglu legum flugsamgöngum milli Moskvu, Japan og Kanada. Miklor her- æfingor í Tékkó slóvakiu Prag, 16. ágúst NTB. MIKLAR heræfingar eru fyrir hugaðar í Tékkóslóvakíu í næsta mánuði, að því er fréttastofan „Ceteka“ hermir, — sennilega hinar mestu frá lokum heim- styrjaldarinnar síðari. í æfingunum taka þátt deildir úr herjum Sovétríkjanna, A- kröfur til hans um vaxandi tækniþróun og aukna fram- leiðni. Iðnrekendur hafa gert sér grein fyrir þessum nýju viðhorfum, og haft málefna- legt og gott samstarf við ríkis stjórnina um aðgerðir til þess að auðvelda honum þetta að- lögunartímabil. Ríkisstjórnin hefur sýnt í verki vilja sinn til þess, t.d. með stóreflingu Iðnlánasjóðs árið 1963, og aft- ur á síðasta Alþingi, þegar ríkisframlag til hans var Þýzkalands, Ungverjalands og Tékkóslóvakíu. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Varsjárbanda- lagsins, að ungverskir hermenn taka þátt í slíkum æfingum. Spyrnt við verðbólgu í S-Afríku Höfðaborg, S-Afríku, 16, ágúst NTB. m S.-Afríkubúar reyndu eftir megni að birgja sig upp at drykkjarföngum og tóbaki i dag, þar sem þeir búazt við hækkunum á þessum vörutegund um á næstunni. Mun stjórn lands ins leggja fram á miðvikudag nýtt fjárlagafrumvarp, þar sem búizt er við ýmsum ráðstöfun- um til þess að draga úr neyzlu almennings. Er þar með verið að reyna að hamla gegn vaxandi verðbólgu í landinu. Einnig er búizt við hækkun á benzínverði og að dregið verði úr afborgunarviðskiptum. Hins- ar er ekki vænzt aukinna skatta. Þegar hefur veri'ð reynt að hækka vexti til þess að hamla gegn verðfoólgunni, dregið hefur verið úr lánveitingum og ýmsar aðrar minni háttar ráðstafanir gerðar. fimmfaldað og lántökuheim- ild hækkuð um 150 milljómr króna, en af þeirri lántöku- heimild eru 100 milljónir króna ætlaðar til hagræðing- arlána, til eflingar rekstrar- tækni og aukinnar framleiðm. Skrif Tímans um málefni iðn- aðarins eru honum skaðleg. Iðnrekendur hafa hinsvegar sjálfir sýnt, að þeir eru reiðu- búnir til þess að mæta nýjum viðhorfum með djörfung og framsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.