Morgunblaðið - 21.08.1966, Side 1
28 síðtir og Lesbók
53 árgangur 189. tbl. — Sunnudagur 21. ágúst 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsim
»-
Þessl mynd er tekln „út vIS grænan Austur roll“, í sólskininu í gær. Enn stendur þar allt í
blóma og sumarblær yfir öllu. Senn líður að ágústlokum og sumarið fer að taka á sig haust-
blæ, næturnar eru ekki lengur bjartar, en síðsumarmyrkrið grúfir yfir landinu fram undir morg
un. Enn er þó nokkuð eftir af sumrinu, einkum ef veðrið verður gott og sól skín í heiði, eins og
var í gær. (Ljósm. Mbl.: Ólafur K. Mag.).
Stúdentaóeirðir
í Tyrklandi:
Biöja um að nöfnum
sé haldið leyndum
— Osk bandarískra flugmanna
í Vietnam
Saigon 20. ágúst AP-NTB.
ÁSTRALSKIR herflokkar unnu
í dag mikinn sigur yfir skæru-
liðum Viet Cong á hernaðarsvæði
SA af Saigon. Felldu áströlsku
herflokkarnir hátt á þriðja hundr
að skæruliða í átökunum West-
moreland hershöfðingi, yfirmað
ur alls herafla Bandaríkjamanna
í Vietnam sagði sigur þennan
mjög mikilvægan og óskaði Ástra
líumönnum til hamingju með
hann.
Annars staðar í Vietnam var
lítið um bardaga á landi. Þrumu
veður og miklar rigningar drógu
úr lofthernaði. Bandarískar
sprengjuflugvélar flugu 113
árásar ferðir yfir Vietnam á
föstudag, en sökum veðurs var
ekki hægt að gera árásir á Hanoi
eða Rauðárdalinn. Segjast banda
rísku flugmennirnir hafa gert
árásir á 8 olíubn ^“.astöðvar og
mikill eldur hafi verið í að
minnsta kosti 6 þeirra.
Einnig gerðu flugmennirnir
árásir á brýr, birgðastöðvar og
neðanjarðarbyrgi Viet Cong víðs
vegar um landið.
Risaþotur af gerðinni B-52
gerðu í fjórða skiptið í vikunni
árásir á óvinastöðvar 100 km.
NA af Saigon.
Frá því var skýrt í Saigon í
dag að margir bandarískir flug-
menn í Vietnam biðji nú um að
nöfn þeirra verði ekki gefin upp
í sambandi við árásarferðir í
Vietnam. Óttast þeir að ættingj-
ar þeirra í Bandaríkjunum verði
fyrir glósum af hálfu samtaka
sem berjast gegn stríðinu í Víet-
nam. Einnig er sagt að hótun
N-Víetnamstjórnar um að draga
bandaríska flugmenn fyrir rétt
sem stríðsglæpamenn eigi sinn
þátt í þessari beiðni flugmann-
anna.
Skæruliðaherfloklkur klædd-
ur einkennis búningi S-Vietnam-
hers gerði í dag árásir á tvo
s-vietnamíska herflokka og \ lldi
marga hermenn. Einn skæruliði
féll en margir særðust.
Næi 20 fornst
i snjoflodi
gegn Sukarno
STÚDENTAR efndu til fjölda-
fundar í Djakarta í dag að gagn-
rýna Sukarno forseta, einkum
fyrir yfirlýsingar hans um stefnu
Indónesíu gagnvart Malaysiu og
afstöðuna til Sabalh og Sara-
wak. Um 3.000 manns sótti fund
þennan og varð þar nokkur há-
reysti og ryskingar en lögreglu-
menn voru til varnar alvarleg-
um óeirðum. Hlauzt þó af eitt
mannslát er lögreglumenn gripu
til skotvopna að verja aðalskrif-
stofu stúdentasamtakanna fyrir
ásókn stuðningsmanna Sukarnos.
Óvíst er hvort skotið er felldi
piltinn kom úr byssu lögreglu-
manns eða eins úr hópi Sukarno-
sinna, en margir hlutu skotsár
í viðureigninni.
A annaö þtís. manns taldir
hafa farizt í jarðskjálftunum
Ankara og Istanbul, 20. ágúst,
AP, NTB.
TALIÐ er að nokkuð á annað
þúsund manns hafi týnt lífi í
jarðskjálftunum sem urðu í
Austur-Tyrklandi í gær, en
óttazt er að þegar öll kurl
komi til grafar muni tala lát-
Loftleiðir með RR-400
hálffullar til K-hafnar
Einkaskeyti til Mbl. frá frétta-
ritaritara þess i Kaupmannahöfn
Loftleiðamálið verður ef til
vill til lykta leitt á fundi utan-
ríkisráðherra Norðurlanda í
næstu viku. Nefnd embættis-
manna utanríkisráðuneyta og
samgöngumálaráðuneyta land-
anna hefur fjallað um málið
undanfarið og lagt fram skýrslu
um störf sín. Er nefndin sögð
einróma í afstöðu sinni til máls-
ins en þess og getið að niður-
stöður hennar bindi ekki hendur
ráðherranna á neinn máta.
Tilmæli Loftleiða um að fá að
fljúga hinum stóru RR-400 vélum
sínum til Norðurlanda verða að
því er talið er, rædd á fundi
utanríkisráðherra Norðurlanda
sem hefst í Álaborg í næstu viku
og mun Emil Jónsson flytja mál
Loftleiða.
Það er mál margra á Norður
löndum að rétt sé að leyfa Loft
leiðum að fljúga RR-400 til Kaup
mannahafnar en takmarka beri
farþegafjölda með vélunum
þannig að þær fljúgi auðum
sætum að vissu marki. Tillaga
þessi mun eiga sér einhverja
stoð í alþjóðasamningum um
flugmáL
Rytgaard. —
inna hálfu hærri, því enn nær
talan aðeins til þeirra sem
fundizt hafa látnir í stærri
bæjum á jarðskjálftasvæð-
inu. Byggð er þar strjál og
samgöngur erfiðar enda há-
lendi mikið og segja flug-
menn sem flogið hafa þar
yfir í könnunarferðir að * í
sumum þorpunum sé vart lífs
mark að sjá og hús nær öll
hrunin til grunna og vitað er
um nokkur þorp sem gjör-
eyddust í jarðskjálftunum.
Jarðskjálftarnir stóðu yfir í
nær heilan sólarhring, snarpir
kippir og hlé á milli og ekki full
víst að þeim sé með öllu lokið.
Opinber tala fallinna var er síð
ast fréttist 1.116 og særðir sagð-
ir skipta þúsundum en eins og
áður sagði ná tölurnar aðeins til
stærri bæja á jarðskjálftasvæð-
inu.
Harðast léku jarðskjálftarnir
bæinn Varto, 3.000 manna bæ,
sem þeir gjöreyddu á skammri
stund. „Það má með sanni segja
að í Varto standi ekki steinn yf-
ir steini“ sagði einn björgunar-
liðsmanna, er á stað inn kom, og
fjöldi þorpa þar í grend þurrk-
uðust út að sögn. Unnið er af
kappi að björgunarstörfum pví
margt manna er enn með lífi í
rústum hruninna húsanna.
Lienz og Vín, 20. ágúst:
AP — NTB:
FLÓÐ OG jarðrask af þeirra
völdum í þremur Alpahéruðum
Austurríkis hafa orðið að bana
19 eða 20 manns að því er síðustu
fregnir þaðan herma, bæði Aust
urríkismanna og erlendra ferða-
manna.
í gær tókst fyrst að ná sam-
bandi við ýmsa bæi og þorp, sem
urðu sambandslaus í flóðum þess
um. Verst hefur orðið úti héraðið
Eins og áður sagði urðu snarp- Austur-Tíról. en mörg þorp í
astir kippirnir í fjórum austur- I Kárnten og Salzburg hafa einnig
Framhald á bls. 17. I einangrazt af völdum flóðanna.
Flugvirkjar í USA:
Verkfalliö kostaöi
17.500 milljónir króna
Washington, 20. ágúst (AP).
LENGSTA og dýrasta verkfalli
í sögu bandarískra flugvéla lauk
endanlega á föstudagskvöld er
samtök flugvirkja samþykktu
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða að ganga að siðasta kaup-
tilboði vinnuveitenda.
Verkfallið hófst hinn 8. júlí
s.l., og náði til 35.400 flugvirkja
hjá fimm flugfélögum. Formaður
flug*virkjasamtakanna, Roy
Siemiller, sagði fréttamönnum í
dag að 68% flugvirkja hafi sam-
þykkt samningana. Ef samnings
tilboðið hefði verið fellt lá fyrir
þinginu frumvarp um að banna
verkfallið, og skylda flugvirkja
til að hefja vinnu á ný, hefði
það frumvarp verið algjört eins-
dæmi, ef það hefði komizt í fram
kvæmd. Enda höfðu hörð mót-
mæli borizt frá verkalýðssam-
tökunum.
Nýi samningurinn feíur í sér
um 15% kauphækkun á næstu
þremur árum auk ýmissa hlunn-
inda og vísitöluhækkunar. Er
hann því brot á þeirri stefnu, sem
sett hefur verið í Hvíta húsinu,
að takmarka beri kauphækkanir
við 3,2% á ári. Eftir nýju samn-
ingunum fá flugvirkjar í efsta
flokki 4,08 dollara á tímann inn-
an þriggja ára, en höfðu $ 3,52.
Talið er að flugfélögin fimm,
sem verkfallið náði til, hafi tap-
að um 340 milljónum dollara. En
starfsmenn flugfélaganna hafa
tapað um 67 milljónum dollara í
launagreiðslum. Alls hefur því
verkfallið kostað rúmlega 17AOO
milljónir króna.