Morgunblaðið - 21.08.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.08.1966, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. ágúst 1966 — IVISklar skemmdir á myndum og efnislager hjá Pétri Thomsen hirðljósmyndara A Skógræktarfélagsfundinum. Fró oðalfundi Skógræktur- félogsins nð Lnugnm Akureyri, 20. ágúst: — KLUKKAN 9,30 flutti Jónas Jónasson, búnaðarráðunautur er : indi, og sí'ðan urðu umraeður fram að hádegi. Klukkan 14 var fyrirhugað að Haukur Ragnars- son, forstöðuroaður skógræktar- stöðvarinnar við Mógilsá í Kolla firði flytti ræðu. Á íundi kL 16 átti að greiða atkvæði um tillög- ur, en óvíst er hvOrt stjórnar- kosning fer fram í dag eða í fyrrá málið. í kvöld verður kvöldvaka. — Sv. P. 73 /OJ<? HÆGVIÐRASAMT er á kort- inu þessa dagana, lægðirnar grunnar og hæðirnar flat- neskjulegar. Þó var lægðin austur undan farin að herða nokkuð á norðanáttinni fyrir vestan sig og kominn kaldi við Austfirði, en ennþá var um movgunmn (merktum x2). Á miðurmni SV af Jan Mayen (xl) gætti ekki kaldans. í fyrrinótt var víða bjart yfir og lygnt og mældist eins stigs frost á JÞingvöllum og Hveravcllum. íkveikjur á tveimur stöðum í borginni AÐFARANÓTT laugardags var kveikt í á tveim stöðum í borg- inni. Það var um kl. 1 sem slökkviliðfð fékk kvaðningu að Ingólfsstræti 9, en þar var eldur laus í steinsteyptri ruslage.ymslu er stóð fast við húsið. Mikill eld- ur var í geymslunni enda var hún full af bréfa- og spýtna- rusli. Gekk slökkvistarfið vel og urðu þarna ekki teljandi skemmd ir. Er slökkviliðið var að ljúka störfum sínum þarna, fékk það kvaðningu frá Ingólfsstræti 4, en þar var eldur laus í kjallara húss ins, þar sem eru geymsla frá ljósmyndastofu Péturs Thomsens og raftækjaverkstæði, eign Raf- rastar hf., en það fyrirtæki er með verzlun í næsta húsi. Var mikill eldur í kjallaran- um, enda þar margt eldfimmt. svo sem filmur og myndir. Komst eldurinn einnig í einangr- un hússins og upp úr loftinu, en þar er ljósmyndastofa Péturs. Urðu þama mjög miklar skemmd ir, af eldi í kjallaranum og reyk og vatni á hæðinni. Hafði Morg- unblaðið í gær samband við Ljósmyndastofu Péturs Thom- sens, og fékk þar þær upplýsing- ar að ekki lægi enn ljóst fyrir hversu miklar skemmdir hefðu orðið, en víst væri, að mikið af eldri myndum frá 1948—1955 hefðu eyðilagzt. Hinsvegar hefðu myndir af konungum, forsetum og ríkisstjórnum ekki brunnið, þar sem þær eru geymdar á öðr- um stað. Rannsóknarlögreglan sagði í gær, að ekki gæti verið um önn- ur eldsupptök að ræða vi’ð Ing- ólfsstræti 9, en íkveikju. Einnig benti allt sterklega til iþess að SYIMDIÐ 200 metrana um ikveikju hefði verið að ræða að Ingólfsstræti 4, — sá mögu- leiki væri hinsvegar fyrir hendL að kviknað hefði þar í út frá raf- magni og væri nú verið að kanna hann. Lögreglan handtók í fyrrinótt nokkra menn er voru ölvaðir að þvælast við brunastaðina. Meðal hinna handteknu var ungur mað ur og lék í fyrstu grunur á að hann væri sá seki. Við rannsókn máls hans í gærmorgun kom hins vegar í ijós, að hann hafði borið að brunastað í bifreið, um svip- að leyti og slökkviliðið kom. — Sagði Magnús Eggertsson hjá rannsóknarlögreglunni í gær, að henni væri mikil þökk í því, ef fólk gæti gefið henni upplýsing- ar í sambandi við málið. Brunaverðir að störfum. ----------$ (Ljósm.: Sv. Þorm.) Ekkert nýtt hefur komið from i rannsókn Krísuvíkuimálsins og laxaþjófnaðarins MORGUNBI.APIÐ hafði í gær samband við Steingrím Þorsteins son hjá Hafnarfjarðarlögreglunni en hann sér um rannsókn á kirkjuráninu í Krísuvík. Sagði hann að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. er, rannsókn þess héldi stöðugt áfram og hefði lög Háskólafyrirlestur Dr Ladislav Heger frá Prag, sem dvelst hér á landi um þessar mundir í boði Menntamálaráðu- neytis, heldur fyrirlestur í Há- skóla fslands miðvikudag 24. ágúst kl. 5.30. Efni fyrirlestrarins er þýðing- ar íslenzkra bókmennta, einkum fornbókmennta, á tjekknesku. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Öllum er heimill að- gangur. reglan margbátta aðgerðir í frammi til þess að hafa uppi á hinum seku. Þá spurðist blaðið einnig fyrir hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík, um rannsókn á laxa- þjófnaðinum í Botnsá og Brynju dalsá. Þar hafði heldur ekkert nýtt komið fram og ekki borið á því að neinn reyndi að selja óeðlilega mikið af laxi í verzlan- ir. Pétur Thomsen ljósmyndari ásamt lögreglumönnum. Hafnarframkvæmdum á Þingeyri senn lokið HAFN ARFRAMK V ÆMDUM á Þingeyri verður lokið í haust. Hefur tíu manna starfsflokkur frá vitamálastjórn unnið síðan í maílok við að ramma niður stál- þil fyrir framan aðalbryggjuna, steypa gaflinn og setja stein- steyptar plötur ofan á hafnar- garðinn. Verður að framkvæmd- um loknum 60 metra viðlegu- pláss við hafrtargarðshausinn, en í króknum inn í höfninni verður stórbætt aðallega fyrir smærri skip. Bergsveinn Breiðfjörð hef- ur verið verkstjóri við verkið að undanförnu, en bráðlega mun pétur Baldursson taka við, Þar eð Bergsveinn er að hætta. Mikil vinna er á Þingeyri, og er mann- aflsskortur þar eins og á fleiri höfnum um landið. Heyfengur í meðallagi í Landeyjunum HVOLSVELLI, laugardag. — Góður þurrkur hefur verið und- anfarið hér um slóðir. Er hey- skapur langt kominn í Land- eyjum, og mun heyfengur í með- allagi. Háarspretta verður lítil 1 ár sökum þess hve fyrri sláttúr gekk seint. Héðan sést Surtsey mjög vel, og er fagurt þangað að líta á kvöldin þegar eldurinn slær rauðum bjarma á himinn- inn. — Eggert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.